Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 5
Föstudaginn 30. apríl 1954 VERKAMAÐURBSN Frá Barnaskóla Akureyrar Próf héfjast í skplanum föstudaginn 30. apríL, og mæti þa öll börn, sem orðin voru 9 áru um s. 1. áramót. Sýning á handavinnu barnanna, skrift, vinnubókum, teikningu og annarri vinnu, verður sunnudaginn 9. maí kl. 1.30-7 síðdegis. Miðvikudaginn 12. maí mæti öll börn, sem fædd eru 1947, til lestrarprófs og innritunar í skólann kl. 1—2 síðdegis. Geti barn, ekki m<ett, þarf að tilkynna það. Skóla verður slitið fimmtudaginn 13. maí kl. 5 síðdegis í barnaskólanum. Allir foreldrar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kennsla í vorskólanum hefst föstudaginn 14. maí kl. 9 árd. Sundnámskeið fyrir börn úr 4., 5. og 6. bekkjum hefst föstudaginn 14. maí kl. 9 árd. Mæti þá öll börn úr þessum bekkjum, sem ekki hafa þegar lokið sundprófi, hjá sund- laug bæjarins. SKÓLASTJÓRI. Geymið þessa auglýsingu. SKAKÞATTUR í dag er birt skák frá Skákþingi Akureyrar. r+++m0*++0+++++>**+++0ÍKiNÞ++0i<0+i&+#n» J •*r*sr*sr****#* **+>++++++++*+++r++*+++0++++++++++++4 Frá Iðnskóla Akureyrar Námskeið hefst í skólanum mánudaginn 3. maí n. k. ef nægileg þátttaka fæst. Námsgreinar: Flatarteikning, rúmteikning, fríhendisteikn- ing og teikniskrift. Athygli skal vakin á því, að nemendur, sem ætla sér ,að setjast í 3. bekk skólans, þurfa að hafa lokið prófi í ofantöldum námsgreinum. Væntanlegir þátttakendur mæti til viðtals í "skólanum, föstudaginn 30. þ. m. kl. 6—7 síðdegis. Nánari upplýsingar varðandi námskeið þetta gefur Guð- mundur Gunnarsson, sími 1772. SKÓLANEFNDIN. ir>*~*+++»$ W++04++++0+0<!B<t+9+++i++++++04M**++0+0++i Persónuiðgjöld Persónuiðgjöld árið 1954 til almannatrygginga hafa ver- ið ákveðin, sem hér'segir,: /. Verðlagssvaði: Kvæntir karlar................ kr. 718.00 Ókvæntir karlar .............. kr. 647.00 Ógiftar konur ................ kr. 481.00 Félagsmenn sérsjóða: Kvæntir karlar................ kr. 238.00 Ókvæntir karlar .............. kr. 203.00 Ógiftar konur................kr. 147.00 2. Verðlagssvœði: Kvæntir karlar................ kr. 576.00 Ókvæntir karlar .............. kr. 521.00 Ógiftar konur ................ kr. 387.00 Félagsmenn sérsjóða: Kvæntir karlar................ kr. 186.00 ókvæntir karlar .........;...-. kr. 147.00 Ögiftar konur ................ kr. 110.00 Gjöld þessi eru þegar fallin í gjalddaga hjá þeim, er ekki hafa greitt fyrri hluta gjaldsins, sem féll í gjald- daga í janúar s.l. og eru gjaldendur því áminntir um að gera skil sem allra fyrst. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 27. apríl 1954. CHCHJ0OÍHKHKHWHKHKH«HWHKH>mHKHW^^ AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM tHKHKH>0«HKHKHKHKKKHKKKKKHKHKHKH^ Hvítt: Albert Sigurðsson. Svart: Steinþór Helgason. I..d4 d5 2. R£3 •6 3. c4 Rf6 4. Bg5 c6 5. Rc3 Rb—d7 6. e3 Bb4 7. cxd exxd 8. a3 BxR 9. b2xB Da5 10. Db3 Re4 11. Ha—cl RxB 12. RxR Db6 13. Dc2 Rf6 14. Bd4 h6 15. Rf3 0—0 16. Re5 Rg4 17. Rf3 Dc7 18. h3 Rf6 19. 0—0 Be6 20. Re5 Rd7 21. f4 RxR 22. fxR De7 23. Hf3 Dxa3 24. Hc—fl De7 25. Df2 a5 26. Dg3 a4 27. Hf6 g6 28. Bxg6! fxB 29. Dxg6f Dg7 30. HxHf HxH 31. DxBt Kh7 32. HxH DxH 33. Dd7t Dg7 34. e6 a3 35. e7 a2 36. Df5t , GefiS. SKAKDÆMI 2. Hvitt: Ka2, Dcl, Hfel, Ha4, Bh5, fg3, g7. Svart: Kg2, Hg3, Rhl, h2, h3. Hvítur mátar í 3. leik. Lausn Skákdæmis 2. 1. Kb6, Hxg7. 2 . Db2f. 1.-------Hg6. 2. De2. Ingimar Jónsson. Námskeið í bindindis- fræðslu Bindindisfélag íslenzkra kenn- ara og Stórstúka Islands hafa ákveðið að halda námskeið fyrir kennara í bindindisfræði á kom- andi vori. Námskeiðið hefst í Há- skólanum fimmtudaginn 10. júlí og stendur yfir í 4:—5 daga. Aðalleiðbeinandinn á nám- skeiðinu verður Erling Sörli, skrifstofustjóri frá Osló. Er hann þaulvanur að standa fyrir slík- um námskeiðum í heimalandi sínu og þekktur um allan Noreg fyrir starf sitt í þágu bindindis- fræðslunnar. Auk þess munu 2—3 íslenzkir læknar flytja þarna erindi og væntanlega 2—3 kennarar. í sambandi við námskeiðið verður svo aðalf undur Bindindis- félags islenzkra kennara, sem verður nánar auglýstur. Þeir, sem hafa í hyggju að sækja námskeið- ið eru beðnir að tilkynna það Hannesi J. Magnússyni, skóla- stjóra á Akureyri, eða Brynleifi Tobiassyni, yfirkennara, Ból- staðahlíð 11, Reykjavík. Gott er að slíkar tilkynningar komi sem fyrst. * BÆJARSTJÓRN hefur sam- þykkt, eftir tillögu hafnar- nefndar, að kaupa 3—400 rúm- metra af grjóti í nýja hafnar- garSinn á Oddeyri af Zóphoní- asi Jónassyni, úr grjótnámi hans í Glerárþorpi. Verðið er 68 kr. fyrir rúmmeterinn, komið á staðinn. .IHIIt(((HtUlllUltlttlllllllUllllllilllllllllltllllll(((((llltllllltt.......tHUIUIIUIUHUHHHHHHUUIUIttHHHIIIItlllUlfl,,, TILKYNNING | um bótagreiðslur almannatrygginganna árið 1954 I Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s. 1. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar éru á fyrri helm- | ingi ársins 1954, eru ákveðnar til bráðabirgða með hlið- | sójn af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingár á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1953 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1954 I felldur, þegar framtöl til skatta liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulíf- eyris, barnalífeyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta, þurfa ekki að þessu sinni að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatrygginga laganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, maka- bætur, bætdr til ekkna vegna barna, svo og lífeyris- hækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritað- ar á viðeigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, út- fyllt rétt og greinilega eftir því sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkomandi. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50— 75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. .. . Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til trygginga- sjóðs, skulu sanna með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingar- styrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðra laun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst ísl. ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa falhð frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða meðlags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar, sem hér hafa búsetu eru minntir á, að skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með til- heyrandi barnalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér sam- fellda 5 ára búsetu þegar bótanna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldu- bótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu áður en bótarétturinn í kemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkisborgara. íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og fjölskyldubóta í hinum Norðurlöndunum. Athygli er vakin á, að bætur urskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda í hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem í telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir | sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 10. apríl 1954. Tryggingastofnun ríkisins. Z) .*llMlltltlllt>UHMH4ttlMII(lltllMt......tltMMttMIMMMttMtMMttttMMMMMtMttMttMMIHMtltl ¦MMIMMMMMIttttMimi M SJÚKRAHÚSNEFND hefur verið heimilað aS selja hæst- bjóðanda gamla sjúkrahúsið og ganginn milli hans og nemabú- staðar. — A andvirði þessara eigna að ganga til nauSsynlegra viðbygginga við Fjórðungs- sjúkrahúsið. -K JÓN RÖGNVALDSSON garð- yrkjumaður hefur verið ráðinn umsjónarmaður Lystigarðs Ak ureyrar frá 20. aprO síðastl.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.