Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 30.04.1954, Blaðsíða 6
'T«J| VERKAMAÐURINN Föstudaginn SO. apríl 1954 Vesturveldin, með Bandaríkin í broddi fylkingar, hafa hingað fil hindrað effir mætfi friðsamlega lausn á ágreiningsmálum „austurs" og „vesturs" Á Berlínarráðstefnunni, febrú- ar sl. lagði Molotoff, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna fram til- lögu um sáttmála allra Evrópu- ríkja um sameiginlegt öryggi í álfunni. Stjómarvöld Bandaríkja Norður-Ameríku tóku tafarlaust afstöðu gegn þessum tillögum. Þau tóku líka tafarlaust afstöðu gegn tillögu Sovétríkjanna um að þau fengju inngöngu í Atlants- hafsbandalagið. Bretland og Frakkland, fylgihnettir Banda- ríkjanna, snerust einnig gegn tillögum Molotoffs. Þessi andstaða vesturveldanna gegn þessum tillögum Sovétríkj- anna sannar ótvírætt að Atlants- hafsbandalagið er árásarsinnað bandalag gegn Sovétríkjunum og að áætlanirnar um Evrópuherinn eru miðaðar við það að honum verði ætlað að herja í austurveg undir raunverulegri forustu þýzkra hernaðarsinna og nazista. Strax meðan Berlínarráðstefn- an stóð yfir viðurkenndu mörg borgaraleg blöð í Vestur-Evrópu að þær röksemdir, sem vestur- veldin færðu fram gegn tillögum Sovoétríkjanna, væru léttvægar og lítt sannfærandi. „Skýringar vesturveldanna minntu mann næstum því á vífilengjur," sagði m. a. Vestur-þýzka borgarablað- ið Bremer Nachrichten. Meginárangur Berlínarráðstefn unnar var sú ákvörðun að halda ráSstefnu Genf í Sviss, sem hófst sl. mánudag. Bandaríkin hafa frá upphafi gert allt til að hindra þessa ráðstefnu og að hún hefði jákvæðan árangur. Utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna, Dulles, lýsti því yfir á fundi með blaðamönnum 16. marz sl., sem „lokaniðurstöðu" sinni, að hann áliti að unnt yrði að fresta ráðstefnunni. 19. marz hélt hann ræðu á fundi utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, þar sem hann hótaði kínverska alþýðulýðveld- inu öllu illu, en þessar hótanir hans urðu aðeins til að skefla hans eigin bandamenn. 23. marz krafðist hann þess á ráðstefnu með blaðamönnum, að Frakkland héldi áfram að víkja ekki frá „navarreáætluninni", sem gerir ráð fyrir útbreiðslu styrjaldarinnar í Indó-Kína. 29. marz hélt Dulles ræðu í klúbb erlendra blaðamanna í New York og krafðist „sameigin- legra aðgerða" í Indó-Kína, og töldu blöð með hinar, ólíkustu stjómmálaskoðanir, að ræðan hefði verið flutt að yfirlögðu ráði í þeim tilgangi að reyna að hindra friðsamlega lausn indókíriverska deilumálsins. 5. aprfl flutti Dulles ýtarlega ræðu á fundi utanríkismála- nefndar fulltrúardeildarinnar, þar sem hann endurtók hinar heiftúðugu árásir sínar og hótan- ir í garð kínverska alþýðulýS- veldisins. í andstöðu við heil- brigða skynsemi og kunnar stað- reyndir ásakaði hann Kína um „innrás" í Indó-Kína og bar enn fram þá kröfu, að indóverska deilan yrði gerð „alþjóðleg". 7. apríl barðist Dulles um eins og berserkur, á kvennafundi re- publikanaflokksins, fyrir hug- myndinni um „sameiginlegar að- gerðir". Molotoff. Ho-Chi-Minh. Þessar staðreyndir sanna það ótvírætt, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki legið á liði sínu til að reyna að hindra friðsamlega lausn þeirra vanda- mála, se mnú eru til umræðu og bíða lausnar á ráðstefnunni er nú situr í Genf. Fyrst og fremst er það athygl- isvert, að í ræðum hans var ekki eitt orð sem benti til þess að unnt væri og nauðsynlegt að leysa deilumálin, sem rædd eru nú í Genf, á friðsamlegan hátt. „Rík- isstjórnin sér enga aðra leið, en halda áfram stríðinu,," segir New York Times opinskátt. Það eru ekki einungis . þjóðir Asíu, sem vænta þess að ráð- stefnunni í Genf auðnist að leysa þau deilumál friðsamlega, sem hún fjallar um, heldur er það jafnframt ósk allra þjóða heims. — Eins og kunnugt er, þá er það verkefni ráðstefnunnar að finna leiðir til að samið verði um frið í Kóreu og Indó-Kína. Stjórn Bandaríkjanna og auðmanna- klíkurnar sem eiga hana með húð og hári, áttu eins og er nú á allri vitorði, upptökin að styrjöldinni í Kóreu. Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune skrifaði 21. nóv. 1949, að Syngman Rhee (leppur Bandaríkjastjórnar : í Kóreu) hefði 21. okt. sama ár, lýst eftirfarandi yfir: „Hersveitir vorar eru reiðubúnar til innrásar í Norður-Kóreu." Hann gortaði líka yfir því að „hægt væri að taka Pjongjang á 3 dögum." 14. marz birtist í bandaríska stórblaðinu New York Times frá- sögn um að 13 meðlimir suður- kórverska „þingsins" hefðu verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa brotiS lögin um þjóðarör- yggi. Ein ákæran var svohljóð- andi: „Andstaða gegn innrás suð- urkórverskra hersveita í Norður- Kóreu." 2. maí 1950 vitnuðu nokkur amerísk tímarit í eftirfarandi um- mæli Conally öldungadeildar- manns, formanns utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar: „Við verðum í öllu falli ein- hvern tíma að byrja styrjöld, og hvers vegna þá ekki nú?" 18. júní 1950 var í skyndi köll- uð saman ráðstefna í Tokio. Þar mættu m. a. Johnson hermála- ráðherra Bandaríkjanna, Bradley' hershöfðingi, MacArthur og margir aðrir háttsettir menn úr her Bandaríkjanna. 20. júní barst Syngman Rhee hjartnæmt bréf frá Washington um „afgerandi og mikilvægt hlutverk lands yðar í þeim sorg- arleik, sem byrjar nú." Og sorgarleikurinn var hafinn. Nóttina milli 24. og 25. júní 1950 réðust hersveitir Syngman Rhees inn í Norður-Kóreu. Þegar MacArthur var yfir- heyrður í maí 1951 af fulltrúum bings Bandaríkjar.na, gortaði Vionn af því að ákvörðun Banda- v'kianna að hefia árás á Kóreu væri sprottin af Jönguninni til að Weypa af stað þriðju heimsstyrj- öldinni. Og fréttaritari bandaríska t.ímaritsins Life, John Osborn, í Kóreu skrifaði 15. júlí 1950: „Aldrei áður í allri sögu okkar höf um við verið svo vel undir það búnir að byrja stríð, eins og við vorum í byrjun þessa stríðs. í dag, aðeins eftir fáar stríðsvikur, höfum við meiri mannafla og meira af vopnuni í Kóreu, en við sendum í innrásina í Norður- Afríku í nóvember 1952." Sprellikarl Bandaríkjanna í Kóreu, Syngman Rhee, þreytist aldrei á því að lýsa yfir opinber- lega að hann vilji ekki frið í Kóreu, og er að springa af óþol- inmæði eftir því að styrjöldin hefjist aftur í Kóreu. í ræðu sem hann hélt fyrir nokkru síðan í Pusan hótaði hann nýrri herferð gegn kórverska al- býðulýðveldinu. „Við vonum að bandamenn okkar styðji okkur og marséri með okkur," gólaði hann. „Ef þeir slást ekki í lið með okkur, þá sækjum við fram einir." Hann réðist á vopnahléssamn- inginn, sem hefði verið gerður gegn vilja hans, og bætti við: „Vopnahléið í Panmunjom var svívirðileg uppgjöf, sem verður að endurgjalda með blóði...." 10. febr. lýsti Synman Rhee því yfir í viðtali við Associated Press, að hann væri ákveðinn í því að byrja stríðið aftur gegn Norður- Kóreu. Og Synman Rhee veit að hann hefur Dulles og stjórn hans á bak við sig. Syngman Rhee ber á enni sínu stimpilmerkið „Made in USA". Hann er líka í orðsins fyllstu merkingu skapaður af Washington. Upp í höll sína í Seul klifraði hann upp stiga, sem bandarískir hermenn reistu. Allt sem hann á hefur hann fengið frá Bandaríkjamönnum. Þegar tími þótti til kominn var hann fluttur í bandarískri herflugvél til flug- vallarins í Seul. Titilinn forseti Suður-Kóreu fékk hann ekki hjá kórversku þjóðinni heldur hjá bandarísku hershöfðingjunum. Yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar er orðinn þreyttur á styrjöldinni í Indó-Kína, en hún hefur nú staðið á 8. ár. Stjóm Frakklands vill hins vegar óðfús halda styrjöldinni áfram og þá vitanlega á þann hátt að Banda- ríkin og Bretland gérist oþinberir þátttakendur við hlið Frakka. — Churchill hefur hins vegar þver- neitað tilmælum Frakka og Bandaríkjastjórnar um að Bret- ar gerist þátttakendur í hernað- araðgerðum í Indó-Kína meðan ekki er vitað um hver árangur verður af Genfarráðstefnunni. Vetnissprengjutilraunir Banda ríkjanna við Bikini í Kyrrahafi munu hafa átt að sannfæra banda menn þeirra um, að hernaðar- máttur Bandaríkjanna væri svo mikill, að engum væri kleift að neita að beygja sig undir vilja þeirra. En þessar sprengjutil- raunir og síendurteknar hótanir háttsettra manna í Bandaríkjun- uro um kjarnorkuárásir á Moskvu og Peking hefur áreiðan- lega haft þVeröfugar afleiðingar. Jafnvel bandarískum blöðum er þetta Ijóst. Washington Post skrifar í ritstjórnargrein 28. marz síðastl.: „Eitrun fiskjarins í Kyrrahaf- inu, sem afleiðing af sprengjun- um við Bikini, er fyrirboði eitr- unar á bandarískum tengslum við óteljandi áhrifamikla vini í Asíu og annars staðar i heimin- um." Þjóðir Kóreu og Indó-Kína eins og og ðrar þjóðir Asíu eru vaknaðar til meðvitundar um það að þær hafi fullan rétt á að eiga og stjórna sínum eigin löndum sjálfar, án minnstu íhlutunar eða afskipta annarra þjóða. Og sprengingarnar við Biikni hafa áreiðanlega ýtt verulega við þeim þjóðum Asíu, sem enn blunda. Sjálfstæðishreyfing Asíuþjóðanna er nú orðin svo voldug, að hún verður ekki barin niður. Vestur- veldin hafa reynt og reyna að hindra þessa þróun í Asíu, en það er ógjörlegt. Þetta er líka mörgum Bandaríkjamönnum að verða ljóst, jafnvel háttsettum st j ómmálamönnum. Tímaritið New York Times Magazine skrifar: „Á síðastliðnum fimm árunum hafa það verið Asíubúarnir en ekki Amerikumennirnir eða Ev- rópumennirnir, sem hafa ráðið úrslitum í hinum miklu vanda- málum Suðaustur-Asíu og hin- um fjarlægu Austurlöndum. Og Asíumennirnir munu taka ákvarð anir morgundagsins. Vestrið Guðrún Á. Símonar syngur hér 6. maí á vegum Tónlistarfél. Tónilstarfélag Akureyrar. hef- ur starfsemi sína á þessu tónlist- arári með söng ungfrú Guðrúnar Á. Símonar í Nýja-Bíó næstk. fimmtudag. Fritz Weisshappel aðstoðar. Guðrún er nýlega kom- in heim frá söngnámi í Bretlandi og ítalíu og hefur þegar haldið hljómleika í Reykjavík og hlotiS hina ágætustu dóma. ----- getur ekki lengur skipað fyrir verkum." Og þjóðir Asíu, sem nú heimta sjálfstæði sitt úr höndum ný- lendukúgaranna, eigi líka öfluga og æ fleiri vini í Vesturlöndum. Því valda m. a. vetnissprengju- tilraunirnar við Bikini. Öllum hugsandi mönnum öllum, sem ekki eru gegnsýrðir af skrílkvik- myndum, skrOblöðum, glæpa- sögum og aulalegum áróðri Bandai-íkjanna, er ljóst að kjam- orkustyrjöld myndi leggja hnött- inn að mestu eða jafnvel alveg í auðn. Það er alkunnugt að marg- ir færustu kjarnorkuvísindamenn haf alýst því yfir, að fullir mögu- leikar séu á því að tortíma öllu lífi á jörðunni með þeim morð- tækjum, sem maðurinn hefur nú tök á að beita, ef til heimsstyrj- aldar kemur. Allur áróður fyrir stríði, allur stuðningur, í hvaða mynd sem er, við þá aðila, sem vilja stríS og vinna nú leynt og ljóst að því aS koma á heimsstyrjöld, miðar þess vegna að því að öllu lífi á jörð- unni verði útrýmt: Þeim fer æ fjölgandi, sem skynja, bvílik ógnar hætta er alls staðar yfirvofandi, ef heims- styrjöld brýst út. Þess vegna eru þeir æ fleiri, sem vona það að Genfarráðstefnunni takist aS koma vitinu fyrir hina stríðsóðu Bandarfkjamenn og finna frið- samlega lausn á þeim vandamál- um er ráðstefnan fjallar um. J. Árn. Hljómleikar Kantöfukórsins í kvöld Athygli skal vakin á samsöng Kantötukórsins í kvöld. Kórinn er nú að meiri hluta skipaður ungu og áhugasómu fólki, við- fangsefni flest ný, svo og ein- söngvarar kórsins að þessu sinni. Kantötukórinn er nú að fylla 22. starfsár sitt, og hefur hann jafn- an barizt fyrir þjóðmegunarlegri vakningu á hljómrænum vett- vangi. En sú barátta hefur kost- að miklar fómir og mörg átök, einkum hin síðari ár við hrað- versnandi aSstæður vegna sí- vaxandi áróðurs þeirra, sem ekki skilja hvað þeir gera, fyrir er- lendum sorptízkum, sem ekki geta leitt annað en fullkomið sál- armorð yfir þjóðina. Þeim, sem gefa sér tóm til aS hugleiða þennan vettvang þjóS- lífsins, hlýtur því að vera það gleðiefni, aS einmitt NÚ skuli ungt fólk ganga fram fyrir skjöldu méS slíkri atorku, aS kórinn heftir æft undir' stóran konsert á 3% mánuði. Slíkt fyrir- bæri, á þessum tímum, getur fal- ið í sér fegurri dagrenningu en fólk kemur auga á fyrst í stað, og ætti því aS vera metið aS verS- leikum. Þess vegna er þess fast- lega vænzt, að Akureyringar og nágrenni fylli Nýja-Bíó í kvöld, því að af óþægilegum en eðlileg- um ástæðum verSur ekki unnt að endurtaka konsertinn. x. ttllttlllllllHlltlllllllH|IIIIIIHtHIIIIIIIIIIIIIIHIIIIItllllllttlllllllllHlllHlllltHIIIIIIIHIIIHHItlHIIIIIHIlHttlll*IIIIHII .... 1 * Af alhug þakka eg félögum mínum og vinum þann heiður sem þeir sýndu mér með samsæti, gjöfum, blómum og ávarpi, sem viðurkenningu fyrir starf mitt t i bæjarstjórn Akureyrar, nú þegar eg hef látið af þeim störfum. Ollum verkalýð Akureyrar sendi eg þakkir 1 fyrir samstarf og hlýhug, bæði fyrr og siðar. ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR. -MiliHMlllllllHlllinirHhlllllHIIHIIIIIIMMIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIHIIIMIIIIIIHIIIIMIHMIlliniMIIIIIMlllllllllllIIIIIHIIII*

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.