Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 1
VERKflmflöURinn Verkamanninn vantar börn eða unglinga til Iblaðburðar í nokkur hverfi bæj- arins. Vel borgað. Upplýsingar á afgr. Sími 1516. XXXVII. árg. Akureyri, íöstudaginn 7. maí 1954 16. tbl. Sigfúsarsjóður leggur grundvöll- inn að menningarmiðstöð íslenzkrar alþýðu Hefir tryggt sér glæsilegan stað í hjarta Reykjavíkur Minningarsjóður íslenzkrar alþýðu um Sigfús Sigurhjartar- son hefur fest kaup á stórri lóð og húseign við Tjarnargötu 20, og er ætlunin að þar rísi „samkomuhús og starfsmiðstöð fyrir íslenzka alþýðu og flokk " , — ^. -—¦ — ». hennarj Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokk- inn, og sé húsið helgað >4! minningu Sigfúsar Sigur- , hjartarsonar og beri nafn hans", eins og segir í skipu ¦¦> lagsskrá sjóðsins, sem stofnaður var fyrir tveimur ' árum. Jafnframt hefur verið stofnuð nefnd til nauðsyn- legrar fjáröflunar í þessu skyni, og hefur hún sett < sér það mark að safna einni milljón króna fyrir 17. júní næstk. — 10 ára afmæli íslenzka lýðveldisins — ýmist í fram- lögum þegar í stað eða loforðum, sem greiðist upp fyrir áramót. Á mjög fjölsóttum fundi fulltrúaráðs Sósíalistafél. Reykja- víkur í fyrrakvöld var þessum ákvörðunum tekið af miklum fögnuði og eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Fundur í fulltrúaráði Sósíalistafélags Reykjavíkur, haldinn í Þórskaffi miðvikudaginn 5. maí 1954, lýsir mikilli ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun stjórnar Sigfúsarsjóðs, miðstjórnar flokksins og stjórna flokksfélaganna í Reykjavík, að kaupa húseignina Tjarnargötu 20 til afnota fyrir starfsemi Sósíal- istaflokksins. Jafnframt skorar fulltrúaráðið á alla flokksmenn og stuðn- ingsmenn að hef jast þegar í stað handa um víðtæka f jársöfnun, svo að unnt verði að reisa sem allra fyrst glæsilegt og alhliða félagsheimili á þessum stað.Fundurinn leggur sérstaka áherzlu á að safnað verði eigi lægri upphæð en kr. 1.000.000.00 — einni milljón króna — fyrir 17. júní 1954. Heiðrum minningu Sigfúsar Sigurhjartarsonar með ötulli framgöngu í þessu mikla nauðsynja- og menningarmáli al- þýðunnar." Nánar verður skýrt frá þessum fyrirætlunum í næsta blaði. Eining alþýðunnar um hagsmunamálin og þjóð- frelsisbaráttuna setfu svip sinn á 1. maí-hátíðahöldin um land allt Ingimar og Júlíus eftir Skákþirigi Akureyrar er nú lokið að öðru en því, að efstu mennirnri í meistaraflokki, þeir Ingimar Jónasson og Júlíus Boga son, skákmeistari Norðurlands, eiga eftir að keppa til úrslita um titilinn skákmeistari Akureyrar, en báðir hafa þeir 6 vinninga af 7 mögulegum. Unnu þeir báðir 5 skákir og gerðu 2 jafntefli, þ. á. m. hvor gegn öðrum. Næstur þeim að vinningatölu er Jón Ingi- marsson með 5 vinninga. í 1. og 2 .fl. varð efstur Randver Karlesson með 4 vinninga og í 3. fl. Gunnlaugur Guðmundsson með 4 vinninga af 5 mögulegum. Ingimar Jónsson er aðeins 16 ára að aldri og er frammistaða hans því glæsileg, þar sem hann á í höggi við þrautreynda og ágæta skákmenn. Skákþinginu verður slitið n.k. mánudag í Ásgarði og verðlaun afhent. Ennfremur verður hrað- skákkeppni. \\ Orðsending frá MÍR A sunudaginn kl. 4 efnir MÍR til kvikmyndasýningar í As- garði, fyrir börn og unglinga. — Verða þar sýndar fræðslu- og skemmtimyndir. Fjallar ein mynd in um dýralíf í skógum, önnur er frá meistarakeppni í fimleikum og ennfrmeur eru skemmtilegar teiknimyndir. Þótt sýningin sé einkum ætluð börnum og unglingum, eru full- orðnir velkomnir líka, meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. -K MESSAÐ í Akureyrarkrikju kl. 10 árdegis á sunnudaginn. P. S. ,r++^t^t*+++++++++'***>***+++++*+++0++*++++++++^ Stóraukii oryggi vegna Flugfélag íslands fjölgar slórlega flugferðum og flugdögum - Kaupir nýja Dakota-flugvél Fulltrúi Flugfélags íslands h.f., hr. Hilmar Sigurðsson, var stadd- ur hér í bænum nýlega og náði tíðindamaður „Verkam." tali honum. „Eruð þið enn að færa út kví- arnar," spyrjum vér Hilmar. „Já, og vonum að svo geti orðið látlaust framvegis. Vegna hinna sívaxandi flugsamgangna hér innanlands er flugvélakostur fé- lagsins þegar orðinn of lítill en við vonum að bráðlega rætist úr þessu. Mun þá ný Douglas-fJug- vél bætast í flugvélaflota okkar og er ætlunin að hún verði komin til landsins snemma í sumar, og af verða þá fjórar Douglas-flugvélar í notkun auk tveggja Katalína- báta. Sumaráætlun félagsins gengur í gildi 1. maí og verð,ur haldið uppi áætlunarferðum til 22 staða hér innanlands í sumar." „Verða miklar breytingar á flugferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur?" „Já. Þeim verður fjölgað í 2 radíovitanna daglega frá 1. maí, og frá 1. júní verða farnar 3 ferðir fjóra daga vikunnar, eða alls 18 ferðir í viku. Þegar flogið verður þrisvar á dag verður fluginu háttað þannig, að flogið er á morgnana, eftirmið- daginn og á kvöldin." „Hvað er langt síðan Flugfélag íslands hóf áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur?" „Síðan í marz 1938. En á því ári flutti félagið samtals 770 far- þega innanlands, en síðastliðið flugu 41.928 farþegar með flug- vélum félagsins, þar af 35.4331 inn anlands. Á flugleiðinni Akureyri— (Framhald á 4. síðu). Allur undirbúningur aðframkvæmd 1. maí-hátíðahaldanna bar að þessu sinni augljósan vótt um víðtækari einingu innan alþýðusamtakanna en nokkru sinni áður og djarflegan og samstilltan málflutning fyrir áhugamálum stéttarinnar, jafnt á sviði kjaramálanna, sem sjálfstæðisbaráttunnar gegn her- náminu og fyrir brottfultningi hernámsliðsins úr landinu. — Samstarf verkalýðsflokkanna og efling stjórnmálalegrar og faglegrar einingar voru uppistöður í ávörpum margra ræðu- manna, án tillits til stjórnmálaskoðana þeirra. 1 Reykjavík varð kröfuganga verkalýðssamtakanna fjölmenn- ari og glæsilegri en nokkru sinni áður. Þúsundum saman fylkti al- þýða Reykjavíkur sér undir kjör- orð dagsins um bætt kjör, brott- flutning herhámsliðsins, bann við notkun kjarnorkuvopna, alþjóð- lega einingu verkalýðssamtak- anna 'og samvinnu verkamanna, sjómanna og bænda. Forustumenn þriggja verka- lýðsfélaga, sem lúta hreinni íhaldsforustu höfðu neitað að undirrita ávarp verkalýðsfélag- anna, að boði húsbænda sinna og skárust úr leik á síðustu stundu, en alþýða Rvíkur svaraði klofn- ingsbrölti þeirra með þí að reyn- ast sókndjarfari en nokkru sinni fyrr. Hér á Akureyri heilsaði 1. maí með kalsaveðri, frosti og norðan strekkingi og hélzt það veður um daginn og olli því að þátttaka í útifundi og kröfugöngu varð minni en vonir stóðu til, enda þótt gangan væri allfjölmenn. Þrátt fyrir óhagstætt veður fór allt fram eins og ákveðið hafði verið. Útifundur hófst við Verkalýðs- húsið kl. 1,15 með leik Lúðra- sveitar Akureyrar og Karlakórs Akureyrar, en ávörp og ræður fluttu Elísabet Eiríksdóttir, for- maður Einingar, Jón Ingimarsson, formaður Iðju, Jón Rögnvaldsson, (Framhald á 4. síðu). Verkakonur eru ráðnar í að bæfa kjór sín Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hefur Verka- kvennafélagið Eining sagt upp samningum sínum við vinnuveit- endur frá 1. júní næstk. Gildir þetta um alla samninga félagsins nema við Fjórðungssjúkrahúsið, en félagið gerði nú nýlega samn- inga um kaup og kjör starfs- stúlknanna þar og fékk kjör þeirra bætt í verulegum atriðum, m. a. á þann hátt að stúlkurnar þurfa ekki að greiða aðrar mál- tíðir en þær, sem falla á vinnu- tíma þeirra, en,áður urðu þær að greiða fullt fæði, hvort sem þess var neytt að fullu eða ekki. Enn- fremur var sumarleyfi lengt. Það sem einkum vakir fyrir félaginu með uppsögn samning- anna, annað en það, að fá upp- sagnarákvæðum þeirra breytt eins og önnur verkalýðsfélög hyggjast gera, er að ná fram ýms- um lagfæringum á kaupgjalds- ákvæðunum, sérstaklega við þá vinnu, sem unnin er jöfnum höndum af konum og körlum, svo sem fiskvinnu. Eru verka- konur orðnar langþreyttar á því óréttlæti að standa við hlið karl- manna við fiskverkun og fiskað- gerð, við hin verstu vinnuskil- yrði, og bera allt að þriðjungi minna úr býtum, þrátt fyrir svip- uð afköst og allmiklu minna en 14 ára unglingspiltar (kaup drengja 14—16 ára er nú kr. 11.38 á klst, en kvenna kr. 10.90). Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði hefur eigi alls fyrir löngu gert nýja samninga við vinnuveitendur og rutt brautina um verulega hækkun á kaupi við ýmsa fiskvinnu, svo sem umstöfl- un á fiski, ákvæðisvinnu við fisk- þvott, verkun 'á skreið o. fl. Enn- fremur hækkun á taxta fyrir hreingerningavinnu. Hafa ýms verkakvennafélög á Suðurlandi þegar náð samningum í kjölfar Framtíðarinnar. Hefur þessum félögum þannig miðað í áttina til þess að kjörorðið um „sömu laun fyrir sömu vinnu" verði meira en orðin tóm. Verkakonur hér í bænum munu eiga vísan stuðning annarra verkalýðsfélaga í bænum í við- leitni sinni til þess að rétta hlut sinn varðandi launakjörin, enda er þar um að ræða beina hags- muni mikils fjölda alþýðuheimila.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.