Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. maí 1954 Orðið er laust UERKflmflÐURinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Simi 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Vinnufriður Síðustu daga hefur eitt orð skartað oftar en flest önnur í blöðum atvinnurekenda: vinnu- friður. Hvað stendur til þegar málgögn afturhaldsins slá upp þessu orði? Á nú að fara að gera ráðstafanir til þess að verkamenn þurfi ekki lengur að sæta þeim örlögum að ganga atvinnulausir stóra hluta ársins, á nú að skjóta loku fyrir það, að fyrir geti kom- ið að vinnufúsir menn séu fyrir- varalaust reknir frá störfum sín- um og flæmdir út á gadd örbirgð- ar eða hungurskammta, eða á nú loksins að búa svo um hnútana að sjómenn, verkamenn og iðn- aðarmenn í bæjum landsins geti unað glaðir við sitt hlutskipti og stundað sína atvinnu í friði og öryggi og þurfi ekki framar að hrekjast til útlegðar með því botn falli, sem er uppistaðan í her- námsliðinu á Keflavíkurflugvelli, á að leggja lagabann við því að vinnuveitendur, hvort heldur eru einstaklingar, ríki, eða sveitar- félag geti, nema þá með löngum fyrirvara, t. d. sex mánuðum, hrakið verkafólk frá atvinnu sinni? Slíkan skilning mundu menn vafalaust leggja í þetta fallega orð, vinnufriður, ef þeir væru með öllu ókunnugir þeim hugtakafölsunum, sem afturhald- ið hefur tamið sér og er því lífs- nauðsyn. Nei, góðir hálsar, ekkert þessu líkt stendur til. Framvegis á verkamaðurinn að eiga yfir höfði sér uppsögn úr vinnu að loknu hverju dagsverki, sjómaðurinn. sem hættir heilsu sínu og lífi til þess að skapa þjóðinni gjaldeyri, á framvegis að búa við slík kjör að jafnvel hemámsvinnan freistar hans, iðnaðarmaðurinn á að eiga þann kost vænstan að byggja hús og búa í haginn fyrir erlendan her, sem situr í landi í óþökk landsmanna, en bankar, olíu- félög, tryggingafélög og heild- salar eiga að halda áfram að njóta „friðar“ til þess að mergsjúga at- vinnuvegina og launastéttimar allar. Það er slíkur vinnufriður sem afturhaldið ber fyrir brjósti og telur nú í hættu, vegna þess að verkalýðsfélögin vilja ekki binda samninga sína til langs tíma, þeg- ar svo er í pottnin búið að doll- araklíkan í höfuðstaðnum hefur uppi áform um að stórauka ör- yggisleysi alþýðimnar og skerða kjör hennar enn meira en orðið er með því að lækka gengið enn eða með hliðstæðum aðgerðum til þess að „leysa“ þau vandamál sem hún sjálf hefur skapað tog- araútgerðinni og þjóðarbúskapn- um öllum, með óseðjandi græðgi sinni eftir arðinum af striti sjó- manna og annars verkalýðs í landinu. Það er „friður“ til að nota vinnuaflið sem hráefni í þá hít, sem afturhaldið þráir, „frið- ur“ til að geta fleygt því þegar það hentar ekki þeim tilgangi. Sá vinnufriður, sem verkalýðs- samtökin berjast fyrir, er annars eðlis. Hann er sá að vinnustétt- irnar njóti afraksturs verka sinna í mannsæmandi launum og kjör- um og hafi öryggi fyrir augum um afkomu sína. Oll alþýða manna er ráðin í því að sækja í attina til sliks vinnufriðar með öllum þeim mætti sem samtök hennar hafa yfir að ráða. „Billeg" orðafroða og fávísleg hugtaka- fölsun afturhaldsblaðanna hefur engin áhrif á þann fasta ásetning. Kirkjukór Akureyrar hélt samsöng í Nýja-Bíó sl. sunnudag undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Á söngskrá voru lög eftir Karl O. Runólfsson, Hall grím Helgason og Sigurð Þórðar- son af innlendum höfundum, en erlendum Mozart, Piccalomini, Beethoven, Brahms, Haydn og Schumann. Auk þess eitt sænskt bjóðlag og annað norskt. Ein- -öngvarar með kórnum voru frú Matthildur Sveinsdóttir, Guðm. Karl Óskarsson og Kristinn Þor- 'teinsson. Við hljóðfærið var frú Margrét Eiríksdóttir., Söngurinn var allvel sóttur og mdirtektir áheyrenda góðar. Húsnæði til leigu Til leigu er nú þegar og til 1. október n. k. salur um 60 fenn. að stærð, ásamt eld- húsi. Á bezfa stað í bænum. Uppl. í síma 1516 og 1503. Húsnæði fvrir j verkstæði vantar okkur á leigu. Þeir, sem geta látið það í té, tali við okkur sem fyrst. Sigtryggur og Eyjólfur, gullsmiðir. Var eg búinn að gefa baminu túkallinn? — Pétur Þríhross. í þessu landi býr hemumin þjóð. Þetta land hefur verið svik- ið í hendur erlendu herveldi, herveldi sem sér þá leið eina, ef það á að tóra áfram, að koma af stað nýrri styrjöld — nýjum hrannmorðum — og gerir sér það til dundurs og dægrastyttingar að ógna lífi þessarar reikistjörnu, sem við byggjum, með sínu upp- áhalds leikfangi, vetnissprengj- unni. Saga hernámsins, sú sorgar- saga, verður ekki rakin hér. Okk- ur er sagt að þessi bandaríski her, sem dvelst hér á friðartímum sé okkur til öryggis og vemdar. Sér er nú hver herverndin. Það skildi þó vera, að hún væri ekki helzt fólgin í því að við mættum eiga von á vetnissprengju í hausinn þegar verndararnir eru búnir að ná því langþráða takmarki að koma af stað styrjöld milli aust- urs og vesturs. En við njótum líka annarrar vemdar margvís- legrar. Þegar verndararnir líta yfir farinn veg hetjudáða sinna hér á landi, geta þeir með stolti hins bandaríska súpermans minnzt þess afreks að hafa myrt gamlan mann á sjötugsaldri — þó ekki hjálparlaust. — Þá er ekki amaleg fyrir þá endurminningin um útburðinn, vafinn innan í bréf í köldum snjóskafli suður á Keflavíkurflugvelli. Og ekki lækkar á þeim risið þegar leikur- inn berst inn á vettvang kvenna, einkum og sér í lagi komungra kvenna, helzt ekki mikið yfir 15— 17 ára, því að ekki má æskulýð- urinn fara varhluta af verndinni. Menn skyldu nú ætla, að við ís- lendingar værum búnir að fá nóg af verndinni badnarísku og ekki væri líklegt að við vildum mikið af herraþjóðinni þiggja, sízt af öllu þegar æskan í landinu á hlut að máli, enda mun alþýða manna líta svo á, að það sé vægast sagt heldur óviðeigandi að þiggja gjaf- ir eða yfirleitt nokkrun greiða af herliði, sem situr í fullri óþökk í landi okkar og hefur meira að segja orðið öðrum þjóðum víti til varnaðar. En það ólíklega getur alltaf skeð, sem bezt sést á því, að fyrir nokkru síðan kom hingað til bæj- arins danshljómsveit bandaríska hersins á íslandi og hélt hér „tón- leika“ til ágóða fyrir Noregsför barnaskólakórsins, með því að berja stórbumbur og þeyta lúðra af þvílíkum fítons krafti, að fólk hélzt ekki við í Nýja-Bíó og flýði undan farganinu. Rétt á eftir eru svo vemdaramir látnir punta upp á hátíðahöld bamanna á sunnudaginn fyrstan í sumri með því að „spila“ upp við sundlaug til ágóða fyrir barnaheimilið Pálmholt, á vegum Kvenfélagsins „Hlíf“. Mönnum verður að von- um á að spyrja, hvaða sjónarmið ráði gerðum þeirra íslendinga, sem vilja láta kalla sig svo, sem gangast fyrir því að þegin sé ölmusa handa börnum okkar af þeim her, sem situr í fullri óþökk í landi okkar og leikur sér að því daglega að troða á rétti íslend- inga. Eða eru þeir aðiljar, sem hér eiga hlut að máli, að lýsa vel- þóknun sinni á á afskiptum vernd arenglanna af æskulýð Reykja- víkur, þ. d. þeim fjölda ungligns- telpna, sem þeir hafa eyðilagt og bakað foreldrum þeirra sorg og ógæfu? Það skal þó tekið fram, blöðum hemámsflokkanna á Ak- ureyri til hróss, að líklega skamm ast þau sín fyrir þetta, því að þau minnast ekkert á þennan leiðin- lega atburð. Þó birtist ofurlítið þakkarávarp frá formanni „Hlíf- ar“ til verndaranna. Þetta þakk- arkvak frúarinnar minnir einna helzt á þakkarávarp Sesselju á Roðgúl, sem birtist í sunnanblöð- unum'og var lofgjörð til herra Jóhanns Bogesens fyrir velgerðir hans við fátækt fólk á Óseyri við Axlarhöfða. Og nú getur stjórn- andi bandarísku súpermann- hljómsveitarinnar — áður en hann fer að stríða fyrir alvöru og hella sprengjum yfir böm — sagt eins og hann Pétur okkar Þrí- hross: „Var eg búinn að gefa baminu túkallinn?“ Dánardægur Látinn er í Reykjavík Gísli Þorleifsson, múrarameistari, 46 ára að aldri. Gísli var eins og kunnugt er aðalverkstjóri Bygg- ingafélagsins Stoðar h.f. við byggingu Laxárvirkjunarinnar og varð þar prýðilega kynntur af verkamönnum er undir hans stjórn unnu þar. * Á SUNNUDAGINN verður hin árlega handavinnusýning nemenda Gagnfræðaskólans. — Verður hún í skólahúsinu. — Verða þar til sýnis hannyrðir stúlkna og smíðisgripir og bók- band piltá. Verði sýningin nú jafn myndarleg og í fyrra, sem ekki er að efa, ætti þeim tíma að vera vel varið sem eytt er til að sjá árangur nemendanna í þessum greinum. * FIMMTUGUR varð 1. maí sl. Ingvar Eiríksson, smiður, Norðurgötu 19. :"n iii mii ii iiiinmi iii iiinimnm, uimMmttmn* Sk j aldborgarbíó í kvöld kl. 9: | MESSALÍNA [ ítölsk stórmynd. Bönnuð börnum. raiimmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmm* immmmmmmmmmmmmmmmmimmtifiiiiM* [ Rilsafn Jóns Irausta 1-8) Aleð afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. \ Akureyri. I....................................../ Skrifstofa verkalýðsfélaganna verður framvegis opin alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 4.30 til kl. 7 e. h. — Á laugardögum verður skrif- stofan ekki opin. HUSEIGN TIL SÖLU Austurhluti íbúðarhússins nr. 16 við Lækjargötu hér í bænum, 2 herb. eldhús og geymsla, ásamt tilheyrandi eign- arlóð, sem að nokkru er ágætur kartöflugarður, er til sölu og laust til afnota. — Lysthafendur snúi sér til undirritaðs. Akureyri 3. maí, 1954. SVEINN BJARNASON, Brekkugötu 3. Cagnfræðaskóli Akureyrar Sýning verður á handavinnu og teikningum nemenda í skólahúsinu n. k. sunnudag (9. maí). Opin frá kl. 10 árd. til kl. 10 að kveldi. Gagnfræðaskólanum 3. maí 1954. ÞORSTEINN M. JÓNSSON, skólastjóri. Nonni. Skrifstofimefndin. UTSALAN heldur áfram í dag og á morgun. Enn er selt með mikl- um um afslætti: Sokkar karla, kvenna og barna, barna- leistar, ýmsar hreinlætisvörur, ýmsar matvörur í pökk- um, dósum og glösum og margt fleira. Komið og gerið góð kaup meðan birgðirnar endast. MÝRABÚÐIN, sími 1647. TILKYNNING til vinnuveitenda og verkamanna Samningur hefur verið gerður milli félaga vorra um gagnkvæm vinnuréttindi, þannig að allir verkamenn, félagsbundnir í Verkamannafélagi Glæsibæjarhrepps, sem búsettir eru sunnan væntanlegra bæjartakmarka (Lónsbrú), hafa rétt til vinnu á Akureyri, og félags- menn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar hafa vinnuréttindi á félagssvæði Verkamannafélags Glæsi- bæjarhrepps að sömu takmörkum. Verkamannafélag Glæsibæj arhrepps. Verkamannafélag Akureyrarkau pstaðar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.