Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.05.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 7. maí 1954 VERKAMADURTNN Ræða Þóris Daníelssonar 1. maí: Sameinuð alþýða yrði sterkasta aflið í iandi okkar Akureyringar! Aldrei hefur alþýðu manna, hvar sem er í veroidinni, riöio meira á jþví heldur en nú, aó f uii- komin emmg rusi innan samtaka hennar. VerKeínin, sem fram- undan eru, veröa vart leyst á viðunandi hátt að öðrum kosti. Þó að sennilega sé ekki hægt að tala um mikið atvinnuleysi á íslandi í dag, hvílir þó atvinnulíf vort á svo ótraustum grunni, að heita má að hvenær sem er, geti skollið yfir geigvænlegasta at- vinnuleysi. Vinnan hjá hernáms- liðinu á Keflavíkurfiugvelli og annars staðar varir ekki til eilífð- ar og henni getur meira að segja verið lokið fyrr en varir. Svo er búið að helztu fram- leiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar, að fólk fæst ekki til að stunda þá, vegna þess að betri kjör bjóðast annars staðar. Þess sjást samt ekki nein merki, að á því verði breyting. Ríkisvaldið sýnir engan lit á því að reisa neinar skorður við fjárdrætti þeirra, sem merg- sjúga aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar svo gifurlega, að við borð ligg- ur að þeir geti ekki undir risið, og launa þó fólkið, sem við þá vinnur og raunverulega skapar þau verðmæti, sem líf og tilvera þjóðarinnar byggist á, svo smán- arlega, að það hefur vart fyrir brýnustu þörfum. Þær raddir verða nú æ hávær- ari, sem herma, að í undirbúningi sé ný gengisiækkun í einhverju formi, og skal það vera til þess gert, eins og stjórnarherrunum þóknast að orða það, að „bjarga" togaraútgerðinni, en Alþingi var sent heim án þess að hafa leyst vandamál þessa meginatvinnu- vegar landsmanna og mun sú ráðstöfun algert einsdæmi og sýnir furðulegt ábyrgðarieysi og kæruleysi þingmanna um þá hluti, sem þeim ber að sjálfsögðu framar öllu öðru að fjalla um og finna lausn á. Ef til þess kemur, að vandamál togaranna verði leyst með geng- islækkun, er enn vegið í sama knérunn og gert hefur verið, allt síðan 1947, að leggja æ frekari byrðar á herðar hins vinnandi manns, þ. e. hann skal njóta í æ minni mæli afraksturs síns erfið- is, en heildsalar, olíukóngar og aðrir braskarar skulu raka til sín æ stærri fúlgum, hreyfandi þó hvorki hönd né fót til sköpunar framleiðsluverðmæta. Og æðsta boðorð núverandi ríkisstjórnar virðist vera að ofsagróði þessara aðila, sem og annarra þeirra, sem mergsjúga atvinnuvegina, skuli ekki skertur. Verkalýðssamtökin verða að koma í veg fyrir að þessi áform takízt. Þau verða að vera þess al- búin að gera þær gagnráðstafanir. sem duga, til þess að hindra að nýjum drápsklyfjum verði demt á herðar verkafólksins. Fyrir því hafa verkalýðsfélögin nú undan- farið verið að segja upp samning- um sínum til þess að fá uppsagn- arákvæðum þeirra breytt á þann veg, að þeir séu uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara hve- nær sem er. ¦"" 1 þessu sambandi er nauðsyn- legt fyrir alþýðu manna að gerp sér þess ljósa grein, að barátta verkalýðssamtakanna undanfarin ár fyrir viðunandi lífskjörum hefur í meginatriðum verið bar- átta við ríkisvaldið. Engin meiri- háttar vinnudeila hefur verið háS á síðustu árum án þess að af- skipti ríkisvaldsins hafi komið tf að meira eða minna leyti, of ávallt á einn og sama veg: gegn verkafólkinu. Er þess skemmst að beita þessum ógnarvaldi í styrj minnast að desemberverkfallið öid. mikla 1952 var leyst með beinum aðgerðum ríkisstjórnar og Al- þingis. Þessi staðreynd ætti að gera alþýðu manna ljósara en verið hefur, að það, hverjir fara með ríkisvaldið, hefur meginþýð- ingu fyrir afkomu almennings og að verkalýðurinn verður að láta sig það miklu meira skipta en hann hefur gert til þessa, og hætta þeim óvinafagnaði að veita stéttarandstæðingum sínum braut argengi á löggjafarsamkomunni. Þessi var skoðun síðasta þings Alþýðusambands íslands, undir- strikuð með samþykkt frá því. Þórú* Daníelsson. Verkalýðssamtökin íslenzku eru fjölmennustu félagssamtök þjóðarinnar. Ríki innan þeirra fullkomin eining, eru þau sterk- asta aflið í okkar landi, svo sterkt afl, að engri ríkisstjórn, sem þau beittu sér sameinuð gegn, yrði stætt stundinni lengur. Þess vegna er fullkomin eining innan samtaka okkar svo nauð- synleg. Þess vegna eigum við nú í dag, á hátíðis- og baráttudegi okkar að strengja þess heit, að reka af höndum okkar alla þá, sem sundrungu valda innan okk- ar samtaka, það er bezti undir- búningurinn undir sigursæla baráttu í framtíðinni fyrir bætt- um hag alls almennings qg rétt- ^átari skiptingu þjóSarteknanna °n nú er. En jafnframt því sem við í dag berum fram kröfur okkar um innanlandsmálefni og bæjarmál- efni Akureyrar sérstaklega, minnumst við einnig hins, að við erum hluti miklu stærri heildar. Hvarvetna í heiminum þyrpist alþýðan út á götuna í dag, ber fram kröfur sínar og krefst réttar síns. Og allur þessi mikli fjöldi, allar þær hundruð milljóna manna og kvenna, sem fylkja hði í dag til sameiginlegrar baráttu, bera framar öllu öðru fram eina og sömu kröfu ,hvort heldur er hér í smábæ norður við íshaf eða í stórborgum meginlandanna, en bað er krafan um frið, krafan um friðsamlega lausn allra deilumála, krafan um bann við notkun, og eyðileggingu múgmorðsvopna. Svo mjög sem nauðsynleg er Mning um okkar innanlandsmál, 3em eg hef leitt rök að, hversu miklu meiru varðar, að verkalýð- ur allra landa jarðar verði sam- mála og samhentur í baráttu sinni "yrir friði. Þeir atburðir hafa nú "íerzt, að baráttan fyrir friði er irðin barátta fyrir tilveru mann- '-ynsins. Vísindin hafa leyst úr æðingi þau óhemju eyðingaröfl ^ð mannkyn allt er skelfing'- nstið, ekki hvað sízt fyrir þá sök að þegar eru uppi hótanir um að Enn vantar mikið á, að séð sé fyrir allar afleiðingar tilrauna Bandaríkjamanna með vetnis- sprengjur á Kyrrahafi. Svo mikið er þó víst, að fjöldi sjómanna liggur nú fyrir dauðanum, menn sem ekkert höfðu til saka unnið annað en að afla sér og samlönd- um sínum viðurværis. Geislavirkt ryk hefur borizt óraleiðir og eng- inn veit enn hversu mikill hluti fiskistofns Kyrrahafsins er orð- inn óhæfur til átu, vísindamenn eru jafnvel ekki óhræddir um, að tilraunir þessar hafi valdið röskun á jafnvægi náttúrimnar á þeim slóðum, sem þær voru fram kvæmdar. Okkur, friðsömum verkamönn- um og verkakonum, er það óskiljanleg mannfyririitning, sem fram kemur hjá þeim mönnum, sem yfirleitt láta sér detta í hug, að nota slík vopn í hernaði, en það myndi óhjákvæmilega gera meiri eða minni hluta hnattarins óbyggilegan, ef afleiðingin yrði þá ekki eyðing alls lífs á jörðunni. Verkalýðssamtókin um heim allan hafa að sjálfsögðu tekið upp baráttu fyrir því að öllum til- raunum með þessi ægivopn verði hætt, notkun þeirra bönnuð og þau eyðilögð. Þessi krafa hefur fundið hljómgrunn í öllum lönd- um og hjá öllum þjóðum heims, hún er mál málanna í dag. Alþjóða friðarhreyfingunni hef- ur, í krafti þess styrks sem verkalýðurinn um heim allan hefur veitt henni, tekizt að koma í veg fyrir að þriðja heimsstyrj- öldin brytist út. Almenningsálitið knúði fram vopnahlé í Kóreu og það standa vonir til að það takizt að semja um vopnahlé í Indó- Kína. Það tókst einnig að fá utan- ríkisráðherra stórveldanna til aS setjast að samningaborðinu í vet- ur í Berlín og þeir komust að samkomulagi um Genfarráð- stefnuna, sem nú situr. Þessum sigrum verður alþýðan að fylgja eftir og tryggja í framtíðinni enn frekari sigra. Þetta er hægt og skilyrðið fyrir því að það takizt er eining, samstilltur og sam- hentur vilji verkalýðs allra landa. Gegn því þyrði engin ríkisstjórn, hversu stríðsóð sem hún annars væri og hversu öflugan her hún hefði að baki sér, að rísa. Nú finnst ykkur ef til vill, að um þetta þýði lítið að ræða hér. Við íslendingar séum svo fáir, fá- tækir og smáir, að lóð okkar á vogarskálinni hafi ekki mikið að segja. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Við íslendingar get- um engu síður en aðrar þjóðir haft áhrif á gang mála í veröld- mni. Minnumst þess að innan Sameinuðu þjóðanna t. d. erum við jafn réttháir aðilar og t. d. Bandaríkin og Sovétríkin, og svo er einnig um ýmsar aðrar alþjóð- legar stofnanir. Við höfum stært okkur af því. Islendingar, að vera þjóð vopn- laus og hafa engan her, friðar- hugsjónin væri okkur í blóð bor- in, og við gætum ekki hugsað til mannvíga. Þetta hefði átt að verða til þess að rödd okkar á al- þjóðavettvangi vaeri rödd friðar og vináttu, en svo hefur því mið- ur ekki orðið. Illu heilli hafa full- trúar okkar tekið afstöðu með þv? ^tórveldi, sem nú hótar mann- kyni tortímingu með vetnis- sorenemm, Stórveldi þessu hef- ur, að þjóðinni fornspurðri, veriS •°ittar herstÖðvar í landi okkar. ^ð sögn forsvarsm»nna til ^arnar en hverju barni má það augljóst Rekstur Æskulýðsheimilis templ- ara hefir gengið að óskum Námskeiðin reyndust vinsælasti þáttur starfseminnar Æskulýðsheimili templara var opnaó i Varoborg 1. nóv. 1953. — ±íaf oi heimilið 7 iierbergi í húsinu til afnota. 1 tveimur þeirra var bókasafn og lestrarstofa, en í hin- um ýmiss konar leiktæki, svo sem borðtennis, knattborð, bob, manntöfl og kúluspil. Var heim- ilið opið þrisvar í viku frá kl. 5— 7 fyrir unglinga 12—15 ára og þrisvar í viku frá kl. 8—10 fyrir unglinga 15 ára og eldri. I nóvem- bermánuði urðu gestir um 1200, en um 450 í desember. Skortur var á fleiri leiktækjum þegar flest var, en stundum voru 100 unglingar í heimilinu í einu. — Framkvæmdastjóri var Hermann Sigtryggsson. í Æskulýðsheimilinu voru sýndar kvikmyndir einu sinni til tvisvar í viku. Voru þær flestar frá Fræðslumálaskrifstofunni. — Einnig voru leikkeppnir, get- raunir, happdrætti o. fl. Eftir ára- mót var aðsóknin svipuð og í des- ember, en sú nýbreytni var nú tekin upp, aS íþróttafélögin í bænum, K. A. og Þór, leigðu heimilið einu sinni í viku (sína vikuna hvort) fyrir félaga sína. Aðsókn á þessum dögum íþrótta- félaganna var mjög góð. Barna- stúkurnar á Akureyri tóku einn- ig upp þennan þátt í sína félags- starfsemi og var heimilið opið fyrir þær einu sinni í hálfum mánuði. Þessir tímar voru mjög vel sóttir og komu allt að 1200 börn og unglingar. Um 1700 manns mun hafa sótt heimilið frá 5. jan. til 28. apríl. í Æskulýðsheimilinu fóru fram 4 námskeið á vetrinum. Voru það þrjú handavínnunámskeið og eitt í þjóðdönsum. Fóru handavinnu- námskeiðin fram í „Grænu stof- unni" á neðstu hæð hússins, en þjóðdansarnir í salnum. Nám- skeiðsgjaldi var mjög stillt í hóf, svo að sem flestir gætu sótt riám- skeiSin. Allt efni útvegaSi heim- iliS með heildsöluverði til nem- vera, að af þeim er engra varna að vænta, þær bjóða aðeins hætt- unni heim, og eins og nú er kom- ið, hættunni á tortímingu þjóðar vorrar. Það er því nú eitt af brennandi dagskrármálum íslenzkrar al- þýðu, að losna við hinn erlenda her og að rödd íslands á alþjóSa- vettvangi verSi í framtíSinni rödd friSar og réttlætis. Það er lágmarkskrafa, eins og nú er komið málum í heiminum, að íslenzka þjóðin fái að segja til um það sjálf með þjóðaratkvæði, hvort segja beri hernámssamn- ingnum upp, og vísa hinum er- lendu hermönnum, sem lítið hafa fært okkur annað en skrílmenn- ingu frá dreggjum bandarískra stórborga, af landi brott. Akureyringar! Verkamenn, verkakonur og aðrir launþegar. Minnumst þess foma spakmælis, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Hefjum merki einingar sem hæst, látum engum takast að sundra okkar röðum og þá mun framtíðin færa okkur stærri og glæsilegri sigra en nokkru sinni fyrr. Sameinumst um baráttu fyrir rétti hins vinn- andi manns, fyrir sjálfstæSi þjóð- ar vorrar óskoruðu, fyrir friði og bræðralagi allra manna og allra þjóða. enda. Verður nú nánar skýrt frá þessum námskeiðum. Mánudaginn 2. nóv. hófst nám- skeið í útskurði (myndskurði) undir leiðsögn Jóns Bergssonar. Kennsla fór fram í þrem flokkum og var kennt daglega frá kl. 5 til 10 e. h. 48 manns sóttu námskeið- iS. Fjöldi muna yoru búnir til, svo sem boVðplötur, tínur, gar- dínukappar, stólsetur og hillu- bretti. Námskeiðinu lauk 27. nóv. Þann 12. janúar hófst námskeið í flugmódelsmíði. Tilsögn annað- ist Dúi Eðvaldsson, en einnig hjálpuSu félagar úr Svifflugfélagi Akureyrar til við námskeiðið. — Kennt var í tveim flokkum, alls fjórum sinnum í viku milli kl. 8 og 10 e. h. 36 drengir sóttu nám- skeiSið og bjuggu til álíka margar svifflugur af ýmsum gerSum. — Efni var keypt frá fyrirtækinu Flugmó í Reykjavík. NámskeiS- inu lauk þann 7. febrúar. Um svipaS leyti og flugtnódel- námskeiSið stóð yfir var haldið námskeið í þjóðdönsum, eða frá 19. jan. til 16. febrúar. Kennari var Hermann Sigtryggsson. — Kennt var þrisvar í viku kl. 8,30 —10 e. h. Mikill meiri hluta þátt- takenda var kvenfólk. Virkir þátttakendur voru 25, en í tíma mættu stundum 40—45 manns. Alls voru kenndir 12—15 dansar útlendir og innlendir. Stúlkur af námskeið iþessu sýndu þjóðdansa á barnaskemmtun, sem barna- stúkurnar héldu í Samkomuhús- inu þann 28. febrúar. Þann 26. febrúar hófst nám- skeið í bast- og tágarvinnu. Kénnari var frú Anna Jensdóttir. Kennt var í einum flokki þrisvar í viku, frá kl. 8—10 e. h. 15 manns sóttu námskeiðið. Búnir voru til fjöldi bast- og tágarmuna, svo sem bakkar og mottur úr basti og ýmsar gerSir af körfum úr tág- um. Efni var keypt frá körf ugerð- inni í Reykjavík. NámskeiSinu lauk þann 25. marz. Segja má aS þess ifyrsta starf- semi ÆskulýSsheimilisins hafi aS sumu leyti verið leit að heppileg- um starfsháttum, og á þessari reynslu verði fyrirkomulag þess byggt í framtíðinni. Bækur fékk heimilið að gjöf frá bókaútgef- endum og einstaklingum og ný- lega hefur það tekið á móti bóka- safni Halldórs Friðjónssonar, en hann gaf heimilinu allt bókasafn sitt. ¦iillilliiiiliiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiniiiiiiiim««iiitiiininirtiiii> NÝJA-BÍÓ Um helgina: I Sölumaður deyr | (Death of a salesman) I Amerísk stórmynd frá Col- | | umbía. Mynd þessi er eftir \ ] samnefndu leikriti, sem sýnt I I var í Þjóðleikhúsinu í fyrra | j við mikla aðsókn. Hvar- I | vetna sem þessi mynd hefur | j verið sýnd hefur hún fengið = 1 einróma lof, sérstaklega 1 fyrir frábæran leik. Aðalhlutverk: 1 FREDRIC MARCH og I j MiLDRED DUNNOCK f •"•lltUMIIllIinilllMllllltlMIIIIIIIIIIMIIIIIUtiMIMMIIIniiÍ

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.