Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 7. maí 1954 VALBJARKAR- húsgögn Hafa löngu fengið viðurkenningu um land allt. HAGSTÆTT VERÐ. BORÐSTOFUHUSGOGN Höfum nú á boðstólum nokkur stykki af eftirtöldum borðstof uhúsgögnum: Borðstofuskápa. Borðstofuborð, kringlótt. Borðstofuborð, ferhyrnd. Borðstofuborð, sporöskjulöguð. Borðstofustólar. Ennfremur koma á markaðinn innan skamms mjög vand- aðir stofuskápar og mikið úrval af smáborðum. GERIÐ KAUPIN MEÐAN CRVALIÐ ER MIKIÐ. VALBJÖRK H.F. SÍMI 1191 (verkstdeðið). SÍMI 1430 (verzlunin). Bæjarstjórn samþykkir ráðstafan- ir til aðstoðar sauðfjareigendum VERKHIHHDURIIltl — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósialistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Ámason, Þórir Dantelsson. AfgreiSsla: Hafnarstræti 88. — Sfmi 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömasonar h/f 10 ár A sunnudaginn eru 10 ár liðin írá því er þjóðaratkvæðagreiðslan um uppsögn sambandslagasamn- ings Islands og Danmerkur fórr fram, en í þeirri byrjunarathöfn að stofnun lýðveldisins sameinað- ist þjóðin á svo eftirminniJ egan, glæsilegan og fagran hátt, að lifa mun meðan íslenzk saga er akráð. Eftir nær sjö alda nýlendukúg- un gafst þjóðinni loks tækifæri til þess að brjóta endanlega af sér síðustu fjötrana, fullkomna verk Jóns Sigurðssonar og ann- arra beztu sona íslands og stíga fram sem fullgildur jafningi frjálsra þjóða. Atkvæðagreiðslan var núkU stund í lífi hvers ís- lendings og í sögu þjóðarinnar. Aldagamall draumur, sem lifað hafði af harðræði sjö hundruð vetra var að því kominn að ræt- ast fyrir tilverknað hvers fulltíða maxms og konu. Ungir og gamlir, rikir og snauðir, heUir og sjúkir, mæður með nýfædd böm við brjóst sér, öldungar á banabeði, allir áttu sinn hlut að sóma ætt- jarðarinnar þessa sögulegu daga, þegar hljómur frelsisins berg- málaði í brjósti hvers íslendings og vakti djarfar vonir um fram- tíð vor allra Tíu ár eru liðin, ár mikUla tíð- inda og misgóðra. Við höfum lif- að rísandi atvinnubyltingu ný- sköpunaráranna, séð hilla undir þá tíma, er tröllbrot rafar og eims skapa velmegun og vax- andi mennnigu. En við höfum einnig lifað váleg veðrabrigði, er enginn hefði að óreyndu trúað að verða mundu, Keflavíkur- samning, Atlantshafsbandalag, hlutleysisstefnunni varpað fyrir borð og loks ógrímuklætt hemám og erlenda íhlutun í æ ríkara mæli, Við höfum orðið að þola að fámenn klíka fótum træði lýð- réttindi okkar og ráðstafaði ís- lenzku landi og vinnuafli sem áinkaeign sinni. Örlagaríkustu ákvarðanimar á óheillabrautinni hafa verið teknar að þjóðinni og jaínvel Alþingi forspurðu. Tug- þúsundir íslenzkra alþýðumanna kröfðust þjóðaratkvæðis 30. marz 1949, samkvæmt stjómarskránni, en fengu gasárás lögregluliðs og kylfuatlögu óðra Heimdallar- stráka að svari. Er við minnumst þjóðaratkvæð isins 1944 og þess er síðar hefir gerzt kann hugur okkar að reika víða um dimma stigu vonbrigða og illra athafna, en að lokum hlýtur þó minningin um þann atburð að gefa okkur nýjar vonir, þrátt fyrir allt, því að sú þjóð, sem gat sameinast sem einn mað- ur 1944, hún hlýtur enn að bera með sér þá eiginleika, sem gera hana þess megnuga að drýgja hliðstæða dáð að nýju og bæta þar með því fyrir þau afglöp og þjóðsvik þeirra mEinna, sem imd- irrituðu hlæjandi hina nýju „erfðahyllingu.“ Því er það krafa okkar allra í dag, að þjóðinni sé nú veittur sá réttur, sem henni ber eftir Síðast liðinn laugardag og sunnudag héldu Karlakór Akur- eyrar og Geysir sameiginlega tónleika í Nýja-Bíó fyrir styrkt- armeðlimi sína, og á mánudags- kvöld héldu þeir svo opinbera tónleika á sama stað. Söngstjóri Karlakórs Akureyr- ar var Áskell Jónsson. Viðfangs- efni kórsins voru Den farende Svend eftir Karl Ó. Runólfsson, Landkjenning eftir E Grieg, ein- söngvari í því lagi var Sverrir Pálsson (og mætti ég skjóta því hér inn á milli sviga: Því í ósköp- unum sungu kórarnir ekki sam- eiginlega þetta mikla lag? Það var þó verðugt viðfangsefni fyrir áttatíu manna kór!). Því næst kom flokkur íslenzkra rímnalaga (Alþýðuómar I.) saman tekið og raddsett af Áskeli Snorrasyni tónskáldi. Vakti þessi lagaflokk- ur mikla og verðskuldaða hrifn- ingu, því hann var sannkallað íslands lag. Með einsöngshlut- verkið fór Egill Jónasson. Síðan kom svo hið angurværa lag S. Fosters Gamli Jói (Old black Joe). Einsöng í því lagi söng hinn ungi bassasöngvari Eiríkur Stefánsson. Hann hefir frábæra bassarödd og þyrfti að komast til söngnáms sem fyrst, því það er ekki oft, sem slík efni finnast. Kórinn var mjúkui og vel sam- æfður, en mér fannst á skorta í fyrsta tenór, enda vantaði nú bezta manninn í þá rödd, en ann- ar bassi er nú, sem endranær bezta rödd kórsins. Stjórn Áskels var örugg og hnitmiðuð. Söngstjóri Geysis var Ámi Ingimundarson. Hinn landskunni og þrautreyndi söngstjóri Ingi- mundur Árnason hefir nú látið af stjóm Geysis og mun það ekki öllum sársaukalaust. En kemur maður í manns stað. Árni er nýr maður á söngpallinum, og var ég satt að segja haldinn nokkurri eftirvæntingu. Söngstjóm Áma var þó furðulega örugg og ná- kvæm, þegar litið er á það, að hann er byrjandi á þessu sviði, og það er spá mín að hann eigi eftir að sýna betur hvað í honum býr þó eitthvað sé ólæst enn, sem von er. En vel er af stað farið Ámi; til hamingju! Kórinn var söngglaður og hressilegur að vanda, en samtök- in mættu vera betri einkum í fyrsta tenór, Ég treysti Áma full- komlega til að laga það. Viðfangs- efnin voru: Kvöldklukkan eftir Björgvin Guðmundsson, Ó, hve ljómar, finnsk þjóðlag, Vögguvísa eftir B. Gjerström, Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson, og Vor eftir Johann Strauss. Bezt fannst mér kórinn syngja Vöggu- vísu eftir Gjerström og hef ég ekki áður heyrt Geysi syngja betur en hann söng það lag. Síðan svmgu kóramir sameig- stjórnarskránni til þess að greiða atkvæði um uppsögn hemáms- samningsins. Þann rétt getur þjóðin knúið fram, ef hún er ein- huga. Og þegar sá réttur er heimtur, er næsti áfanginn að sameinast um uppsögnina, allir sem einn, með sama hug og í maí 1944., Með slíku átaki væri haldið verðugt afmæli atkvæða- greiðslunnar fyrir tíu árum og lýðveldisstofnunarinnar. Og þá mundi aftur roða fyrir nýjum degi í sögu Islands og þeim mun varanlegar sem við erum nú dýr- keyptri reynzlu ríkari. inlega þessi fjögur lög: Þér skýla fjöll eftir Björgvin Guðmundsson og Hanna litla eftir Pál H. Jóns- son, bæði undir stjóm Áskels, og ísland eftir Sigurð Þórðarson og Islands Hrafnistumenn eftir Jóh. Ó. Haraldsson undir stjórn Áma. Húsfyllir var á öllum tón- leikunum og hrifning áheyrenda mikil. Undirleikari kóranna var frú Þórgunnur Ingimundardó.tt- ir, og leysti hún hlutverk sitt af hendi af hinni mestu prýði. Söng- stjórunum báðum og undirleik- ara bárust blóm. Það var nú reyndar ekki mein- ing mín í upphafi að skrifa kritikk um kórana þó ég hafi ver- ið að narta þetta í þá, en það var eitt í þessu sambandi, sem ég vildi leyfa mér að vekja alveg sérstaklega athygli á, .en það er hið góða samstarf, sem nú um margra ára skeið hefir verið milli þessara ágætu karlakóra, sem báðir eru stolt og prýði þessa bæjar. En því vek ég athygli á þessu samstarfi, sem nú hefir náð hámarki í sameiginlegum tón- leikum þeirra, að mér þykir það til fyrirmyndar. í okkar fámenna þjóðfélagi er of mikið af deilum og sundurlyndi. Látum stjóm- málamennina deila, það er víst óumflýjanlegt og raunar ekki með öllu ófróðlegt; en hitt er al- varlegra þegar þeir, sem þjóna eiga listinni — ég tala nú ekki um, tónlistinni — geta ekki set- ið að sárs höfði, en halda uppi úlfúð og illdeilum. Slíkt er því miður alltof algengt hér á landi og er aðeins til tjóns fyrir mál- stað þeirra, sem leggja leið sína inn í musteri Frau Musica; Söng- gyðjan er réttlát en ströng, og hennar ríki er ofar lágkúru hversdagsins og þrasi dægranna, en hverjum myndi hún fremur gefa gjafir sinar en einmitt þeim, sem taka höndum saman í henn- ar nafni og starfa í hennar anda. Mér finnst ástæða til að gleðjast yfir því góða fordæmi, sem Karlakór Akureyrar og Geysir hafa nú og áður gefið og óska þeim til hamingju með samstarf- ið. Hafið þökk. Jón Eðvarð. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Aikureyrar, Hafnarstr. 88. Fjáreigendafélag Akureyrar hefir fyrir nokkru ritað bæjar- stjóm og farið fram á nokkrar ráðstafanir af hálfu bæjarins til þess að létta undir með þeim, sem stunda kvikfjárrækt hér í bæjarlandinu. í samræmi við óskir Fjáreigendafélagsins sam- þykkti bæjarstjóm s.l. þriðjudag að gera eftirtaldar ráðstafanir: 1. Að bannaður verði upprekst- ur á hrossum á Glerárdal, en brúkunarhross höfð í heimahaga í sérstöku hólfi eða í hestahólf- inu. 2. Girðingum í bæjarlandinu skal vel við haldið og endumýjaðar eftir þörfum svo þær komi að fullum nótum og skal vel eftir þeim litið yfir sumarmánuðina, svo þær valdi ekki skaða á skepnum. 3. Skipulögð verði þurrkun á Breiðumýri. Landinu verði síðan skipt í reiti og leigðir fjáreigend- um, eða í einu lagi til Fjáreig- endafélagsins. 4. Um fjallskil öll verði náin samvinna við stjórn Fjáreigenda- félagsins. 5. Bæjarstjóm beinir eindregn- um tilmælum til sauðfjárveiki- vamamefndar að breytt verði til um vamir í Glerárdal í samráði við stjóm Fjáreigendafélags Ak- ureyrar. 6. Bæjarstjórn skorar á stjóm sauðfjárveikivarna að leyfa, að ca. 600 fjár frá Akureyri megi rekast á Bleiksmýrardal. Sauðfjárrækt hefir vaxið hröð- um skrefum hér í bænum á síð- ustu tímum og er nú svo komið að fleira fé er hér nú en í sum- um hreppum í nágrenni bæjar- ins. Telja má líklegt að Akureyr- ingar eigi yfir 4 þúsund fjár á fjalli næsta sumar., og er Glerár- dalur langtum of lítil afrétt fyr- ir þann fjölda, ekki sízt með‘þeim mikla ágangi hrossa, sem þar hefir verið nú um skeið. Einnig hefir sauðfjárveikivömum verið þannig háttað á dalnum að hann hefir verið smalaður einu sinni í viku framan til og hefir fé því þrifizt þar illa bæði fyrir ónæði og ofbeit. Vinnuskólinn tekur til starfa um næstu helgi 36 böm verða í skólanum 29 piltar og 7 stúlkur hafa sótt um að verða í Vinnuskólanum í sumar og mun reynast imnt að hafa alla sem um hafa sótt í skól- anum. Vinna við garðræktina mun hefjast um næstu helgi og verður Árni Björnsson kennari þar til umsjónar og kennslu. Vinnan við fiskþurrkunina mun einnig hefjast innan skamms. Sér Malquist Einarsson um hana. Orðið er laust Glæsilegir tónleikar - gott fordæmi

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.