Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.05.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. maí 1954 Sjálfstæðisbarátta Viet-Nam er studd mjög víðtækri þjóðfyikingu - Njósnarar og utanríkisráðherrann Um allan heim beinist nú at- hygli manna að Indó-Kína og þeim sögulegu atburðum sem þar eru að gerast. í blöðum auðvalds- ins er því víðast haldið fram að baráttan þar sé háð í milli „hóps uppreisnarmanna,“ sem hlýði Skipunum „erlendis frá.“ En einnig hafa komið fram blaða- greinar í þýðingum eftir rithöf- unda og stjómmálamenn hins frjálsa Viet-Nam, sem sýna að slíkar heimskulegar fullyrðingar hafa ekkert sameiginlegt með sannleikanum. Og skal hér vikið að örfáum upplýsingum,' sem þar er að finna: Viet-Minh. Við heyrum oft talað um Viet- Minh í útvarpsfréttum, en fæstir munu vita hvað það er. Viet- Minh var þjóðfylking allra frjáls- lyndra samtaka í Viet-Nam og var formlega stofnað til hennar 1941. og hafði um langt skeið for- ustuna í þjóðfrelsisbaráttunni. í september 1945, eftir uppgjöf Japana tók Viet-Minh völdin í sínar hendur og stofnaði Alþýðu- lýðveldið Viet-Nam. í kjölfar þeirra atburða var komið á al- mennum lýðréttindum, almenn- um koeningarétti og margskonar framförum. Endir var bundinn á lögregluofbeldi, nauðungarvinnu og landrán. Lien-Viet Eftir a ðFrakkar höfu hemað- araðgerðir gegn Viet-Nam 1946, varð sú þjóðfylking sem myndazt hafði vmdir nafninu Viet-Minh enn víðtækari og þótt<enn sé tal- að um Viet-Minh hefir það í raun réttri verið, fyrir löngu, leyst af hóimi af Lien-Viet-þjóðfylking- unni sem í dag hefir yfir 10 milljónir meðlima 54 samtaka með mismunandi stjórnmála- og trúarskoðanir. Listi yfir varaforseta Þjóðar- ráðs Lien-Viet varpar skýru ljósi á það hversu þau samtök og þar með öll bylting Viet-Nam þjóðar- Tilræðið gegn Kópa- vogsbúum mistókst Síðastl. sunnudag fóru fram ; í Kópavogi hreppsnefndar-;' kosningar, samkvæmt úr- <! skurði ríkisstjómarflokkanna! um ógildingu hinna fyrri lög- !; legu kosninga, sem þar fóru! fram. Úrslitin urðu hin herfileg- ; ustu vonbrigði fyrir aftur-;! haldið, sem hugðist hrinda; löglega kosnum meirihluta ! Finnboga Rúts og samstarfs- !! manna hans. Hélt meirihlutinn! velli með 438 atkvæðum og 3 ! menn kjörna. A-listinn hlaut 132 atkvæði;! og engan kosinn, Framsókn; 196 atkvæði og einn kjörinn,!! fhaldið 231 atkvæði og einn! kjörínn. 1 l innar er víðtæk og fjarri því að vera kommúnistisk. Varaforset- amir eru þessir: Frú Xuyen, for- seti kvennasambands Viet-Nam, Ba Truc, ábóti, varaforseti þjóð- þingsins, Dr. Tham, búddatrúar- maður, forseti friðamefndar Viet-Nam, M. Phat, fulltrúi Caó- dai trúarflokka í Suður-Viet- Nam, M. Hoang Viet, forseti al- þýðiisambandsins, M. Hien, for- seti Lýðræðisflokksins, M. Giam, úr miðstjórn Socialistaflokks Viet-Nam. Samsetning stjómar lýðveldis- ins sýnir einnig hið sama, t. d. voru innanríkisráðherrann Phan Ke Toai og forseti þjóðþingsins Bang Doan báðir fyrrum manda- rínar Bao Dai keisara. Fjármála- ráðherrarm, Panh Anh, var ráð- herra í stjóm þeirri, sem Japanir mynduðu í marz 1945, en sá síðar að sér og gerðist liðsmaður and- stöðuhreyfingarinnar, mennta- málaráðherrann, Huyen, er utan allra flokka, utanríkisráðherrann er úr sósíalistaflokknum og þannig mætti lengi telja. Her bænda og verkamanna. 85% þjóðar Viet-Nam eru bændur og iandbúnaðarverka- menn og níu af hverjum tíu her- mörmum sjálfstæðishersins eru úr þeim stéttum, hinir eru flest- ir verkamenn. Fyrir byltinguna áttu 58% bændanna ekkert land sjálfir, en það hefur verið fyrsta verk hinnar nýju stjómar að fá fátækum landlausum bændum land, búfé og áhöld, enda nýtur stjómin og her hennar óskipts fylgis bændastéttarinnar. Kemur það m. a. fram í því að bændum- ir hjálpa hernum hvarvetna eft- ir fremstu getu og hverri her- sveit fylgja jafnan stórir flokkar karla og kvenna, sem hafa það hlutverk að annast byrgðaflutn- inga og annað slikt. Þessar og aðrar staðreyndir sarrna að yfirgnæfandi hluti þjóð- arinnar fylgir stjóm Viet-Nam lýðveldisins og að sjálfstæðisbar- áttan nær til allrar þjóðariimar. Ótrúlegar framfarir. 1 skjóli sigra sjálfstæðishersins hafa orðið örar og ótrúlega mikl- ar framfarir atvinnulega og menningarlega. Tækni við rækt- un hefir tekið við af hinum frum- stæðustu jarðræktaraðgerðum og skapað batnandi afkomu. T. d. hefir bændum hinna frelsuðu héraða tekizt að auka uppskeru- magn hrísgrjóna um 35% af hverri einingu lands, en hrísgrjón eru aðalfæðutegund landsmanna og ein helzta framleiðslugreinin. Síðan byltingin hófst hafa 14 milljónir manna lært að lesa og skrifa og 700.000 manna stunda nám í framhaldsskólum. Byltingin í Viet-Nam er ekki uppreist „sem stjórnað er erlend- is frá“. Hún er borgaraleg lýð- ræðisbylting þjóðar, sem um aldir hefir verið hneppt í fjötra ný- lendukúgunar og lénsskipulags, þjóðar, sem hefir sameinazt órjúf anlegar en dæmi eru til um sjálf- stæði sitt og nýja framtíð undir eigin stjórn. Þess vegna á hún hug allra frjálslyndra manna um heim allan, sem ekki eru blind- aðir af áróðri og blekkingum ný- lendukúgaranna. Steinsen þverskallast við samþykkt bæjar- stjórnar um að taka lán til að ljúka sund- höllinni Eins og kunnugt er samþykkti bæjarstjóm við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar bæjarins á s.l. vetri að tekið skyldi 400 þúsund króna lán til þess að koma simd- höll bæjarins í nothæft ástand. Var þessi samþykkt gerð ein- róma af fulltrúum allra flokka. Síðan þetta var samþykkt eru senn liðnir fjórir mánuðir, en enn er ekkert lán fengið og ekkert aðhafzt í þessu aðkallandi máli annað en lítilsvert dútl 2ja til 3ja manna. Eins og öllum má ljóst vera er það verksvið bæjarstjóra að framkvæma samþykktir bæjar- stjórnar, en hér virðist ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Enn sefur bæjarstjórinn á málinu. Eng inn mun leggja trúnað á það að Akureyrarbær geti ekki hvenær sem er fengið umrætt lán ef eft- ir því er leitað. Þolinmæði bæjarbúa mun nú senn á þrotum í þessu máli, þeg- ar svo er komið að skólamir verða að leggja niður lögboðna sundkennslu. Þeir krefjast þess a ðbæjarstjórinn geri skyldu sína og framkvæmi samþykktir bæj- arstjómarinnar þegar, í stað. 831 barn í Barnaskól- anum sl. vetur Ný skólabygging þolir enga bið Barnaskóla Akureyrar var slit- ið 13. þ. m. að viðstöddu fjöl- menni. Flutti skólastjórinn, Hann es J. Magnússon ýtarlega ræðu um starf skólans s.l. ár. Alls voru í skólanum 831 bam, og hafði fjölgun á árinu numið 60 bömum. Gat skólastjóri þess sérstaklega að ný skólabygging væri orðin svo knýjandi nauðsyn að það þyldi enga bið og yrði ekki séð hvemig unnt yrði að koma öllum bömum fyrir í skóla næsta vetur. Heilsufar var með allra bezta móti í skólanum og bömunum fór vel fram, hækkuðu að meðaltali um 3,27 cm og þyngdust um 2,40 kg. Tannskemmdir voru miklar og hafa aðeins 118 böm allar tennur heilar. Mikið íþróttalíf var í skólanum. Fóru fram sundkeppnir, skauta- boðhlaup, fimleikakeppnir og fleiri keppnir milli deilda. (Framhald af 1. síðu). sem launaða starfsmenn inn í herstöðina á Keflavíkurflugvelli, haldi þar hlífiskildi yfir þeim og stofni þannig vöm landsins og öllum samtökum frjálsra þjóða í ófyrirsjáanlega hættu!! Kemur Bjami Ben aftur? Hér eru vissulega mikil tíð- indi að gerast, er málgagn annars stjórnarflokksins ber utanríkis- ráðherrann slíkum sökum, og er auðsætt að hverju er stefnt: Að reyna af fremsta megni að hindra að Framsóknarflokkurinn geti hlotið nokkra skrautfjöður í hatt- inn af sýndarumbótum á her- námssamningnum, með því að stappa stálinu í bandarísk stjórn- arvöld um að neita öllum samn- ingum við Kristin og í öðru lagi að freista þess að hrekja hann úr embætti utanríkisráðherra og fá Bjarna Ben aftur í staðinn. Mun lítill vafi á að Bjarni, Sjálfstæðis- flokksforustan og fulltrúar Banda ríkjahersins eru hér mjög sama sinnis. Sýna þessir atburðir allir að Bandaríkjamenn þola ekki nokkra gagnrýni á framkomu sinni og taka óþyrmilega á móti hversu lítilfjörlegum tilraunum til sjálfstæðrar stefnu í hemáms- málunum, sem leppar þeirra kunna að telja sér henta að flíka með. Skipbrot ráðherrans. 1 þann mund er árás þessi er gerð að Kristni er hann enn flog- inn út í lönd á skrafskjóðusam- kundu og er heimkomu hans og væntanlegra viðbragða beðið með nokkurri eftirvæntingu um allt land. Hver sem þau kunna að verða er augljóst að sú leið, sem hann hefir gengið til þessa í við- skiptum sínum við hemámsliðið hefir beðið endanlegt skipbrot. Hvort ráðherrann og flokkur hans láta sér þá reynzlu sem fengin er sér að kenningu verða | Rifsafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. j Akureyri. og reyna eftirleiðis að koma fram gagnvart hemámsliðinu sem upp réttir íslendingar en ekki flaðr- andi undirlægjur munu næstu tímar leiða í ljós. -K FIMMTUGUR varð s.l. mánu- dag Jóhannes Jóhannesson, verkamaður, Holtagötu 2. 65 ÁRA varð s.l. þriðjudag Jón Sigurðsson, fyrv. verkstjóri hjá Akureyrarbæ. -K FRÁ AMTBÓKASAFNINU. Frá og með 21. maí verður safnið lokað um tíma, vegna talningar og breytinga. * FIMMTUGUR varð 18. þ. m. Guðmundur Guðlaugss., fram- kvæmdastjóri, Munkaþverár- stræti 25. Ný tilraun til löndunar í Bretlandi. Brezka fiskveiðablaðið Fishing News skýrir frá því 30. apríl að nýjar fyrirætlanir íslendinga um að rjúfa bannið við löndunum á íslenzkum togarafiski í Bretlandi séu á döfinni. Segir blaðið að íslenzkir tog- araeigendur séu að láta athuga vandlega skilyrðin til að landa íslenzkum fiski í borginni New- castle. Fiskimálafulltrúi íslenzku sendisveitarinnai’ í London, F. Huntly Woodcock, sé þar á ferð að kynna sér allar aðstæður. Fishing News hefur það eftir Woodcock að hann hafi áður farið svipaða könnunarferð til hafnar- bæjarins Goole og hafi sér litist vel á athafnaskilyrðin sem þar Jaffa - appelsínurnar eru senn á þrotum NÝ SENDING af appelsínum Vita - mina kemur með Reykj arfossi eftir helg- ina. HAFNARBÚDIN H.F. og útibú ORÐSENDING Yfir sumarmánuðina eru viðskiptamenn vorir vinsam- lega beðnir að panta þær vörur á föstudögum, sem senda á heim á laugardögum. HAFNARBÚÐUV Símar 1094 - 1918 - 1530 Gæzlustarfið við leikvelli bcejarins er laust til umsóknar. Um- sóknir sendist undirrituðum fyrir 24. maí n. k. F. h. barnaverndarnefndar, PÁLL GUNNARSSON, Helgamagrastræti 40. ..' " -----i sr. ..r.i.'.vri t,., Trrr-r-V

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.