Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.06.1954, Síða 1

Verkamaðurinn - 04.06.1954, Síða 1
VERKfflnnÐUfflnn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 4. júní 1954 18. tbl. GJALDDAGI blaðsins var 1. júní. Spar- ið blaðinu fyrirhöfn og gjöld með því að greiðu það nú þegar í skrifstofu Sósíalistafélagsins, Hafn- arstræti 88. Bæjarstjórn felldi tillögur bæjar- fulltrúa Sósíalistaflokksins um út- svarsívilnanir til sjómanna og þeirra, sem vinnu stunduðu utan bæjarins Á síðasta bæjarstjórnarfundi fluttu fulltrúar Sósíal- istaflokksins svofelldar tillögur: Breytingartillaga við 8. lið fundargerðar bæjarráðs frá 13. maí: Við álagningu útsvara verði fylgt sömu reglum og gert er ráð fyrir í 7. gr., staflið 4 h., laga frá síðasta Alþingi um tekjuskatt og eignarskatt, að öðru leyti en því að frádráttarhæft við álagningu útsvara verði: a) 1/3 atvinnutekna sjómanna, ef viðkomandi hafa starfað í 6 mánuði eða lengur á fiskiskipum á sl. ári, enda falli niður annar frádráttur, sem sér- staklega er ætlaður fiskimönnum, skv. áður- nefndum lögum, þegar svo stendur á. b) Allur ferðakostnaður og helmingur áætlaðs dvalar- og fæðiskostnaðar þeirra gjaldenda, sem stundað hafa atvinnu utan bæjarins sl. ár. Varatillaga við a-lið: Tvöföld sú upphæð, sem ákveðin er frádráttar- hæf við skattlagningu fiskimanna. Allar þessar tillögur voru felldar með atkvæðum Framsóknar, Þjóðvarnar og íhaldsins gegn atkvæðum Steindórs Steindórssortar, Guðrúnar Guðvarðardóttur og Björns Jónssonar. Þeir, sem felldu tillögurnar voru: Marteinn Sigurðsson, Haukur Snorrason, Stefán Reykja- lín, Helgi Pálsson, Jón Sólnes og Ríkharð Þórólfsson. Niðurjöfnunarnefnd hefur nú hafið starf sitt og flutti fulltrúi Sósíalistaflokksins í nefndinni þar svipaðar til- lögur og hér hefur verið greint frá. Samþykkti nefndin að taka nokkurt tillit til þess er menn hafa unnið utan bæjarins, svo og að skattaívilnanir þær sem nýlega voru samþykktar á Alþingi, skuli einnig gilda um útsvars- álagningu. Að öðru leyti voru tillögurnar felldar, einnig með atkvæði fulltrúa Alþýðuflokksins, Sigurðar Helga- sonar, sem hóf þannig starf sitt í nefndinni með því að greiða atkvæði gegn tillögum, sem bæjarfulltrúi flokks- ins hafði áður samþykkt. Slórkosllegir markaðir fyrir hraðfryslan fisk standa opnir í Sovéfríkjunum og í Ausfur-Evrópu Martin Andersen-Nexö látinn Danski skáldjöfurinn og al- þýðuleiðtoginn, Martin Ander- sen-Nexö, lézt að heiðursbústað sínum í Þýzka Alþýðulýðveldinu aðfaranótt sl. miðvikudags, 85 ára að aldri. Með Nexö er fallinn í valinn sá snillingur, sein við hlið Gorkí gnæfir hæst allra rithöf- unda, sem á þessari öld hafa helg- að snilligáfu sína alþýðunni og baráttu hennar fyrir frelsi og sósíalisma. Nexö var fæddur á Borgund- arhólmi, af fátæku fólki kominn. Hann gerðist í æsku skósmiður og síðar múrari, en hóf snemma að fást við skáldsagnagerð, sem hann hlaut heimsfrægð fyrir. Meðal þeirra bóka, sem borið hafa hróður hans um flest menningarlönd eru Pelli sigur- sæli og Ditta mannsbarn, sem út hefur komið á íslenzku. Er það ekki sízt hin djúpa samúð Nexö með olnbogabömum þjóðfélags ins og snilldarleg túlkun hans á tilfinningum þeirra og lífið, sem hefur fært honum frægð og skap- að honum aðdáun og ást stríðandi alþýðu í öllum löndum. Lystigarðurinn verður opnaður á hvítasunnu dag. Verður garðurinn opinn al- menningi frá þei mdegi frá kl. 10 á morgnana. Sovétríkin bjóðast til að kaupa 35 þúsund tonn á 18 mán. Austur-Þióð- verjar vilja kaupa 9 þúsund Mikil aukning á hraðfrystihúsum orðin þjóðar- nauðsyn, ef unnt á að vera að hagnýta markaðina Sovétríkin hafa nýlega tilkynnt ríkisstjórn íslands, að þau séu reiðubúin til þess að taka upp samninga um kaup á 35000 tonn- um af freðfiski, auk annarra við- skipta, á síðari helmingi þessa árs og á næsta ári. Svarar þetta magn til hagstæðrar ársfram- leiðslu á imdanförnum árum. Ennfremur hafa stjórnarvöld Þýzka Alþýðulýðveldisins látið uppi að þau vilji kaupa 9000 tonn af freðfiski. I síðustu verzlunarsamningum við Sovétríkin voru ákveðin kaup á 20000 tonnum freðfiskjar og er það magn allt afgreitt. Hefir fisk- urinn líkað mjög vel og auðveldar það áframhaldandi og aukin við- skipti. Samninganefnd er nú á förum til Moskva og ennfremur nefnd kaupsýslumanna til samn- inga um vörukaup frá Sovétríkj- unum. Sýnt er af þessum tíðindum að núverandi hraðfrystihúsakostur er hvergi nærri' nægjanlegur, ef hagnýta á markaðina í Austur- Evrópu. Er nú svo komið að þótt vertíð sé nýlokið eru nú nálega engar byrgðir af freðfiski til í landinu, þar sem þeim hefir verið afskipað jafnharðan til Sovét- ríkjanna. Einnig er auðsætt að bátaflotinn getur hvergi nærri fullnægt mörkuðimum og eru þeir í bráðri hættu, nema togara- flotinn verði að verulegu leyti notaður til þess að veiða fyrir frystihúsin og miklum mun meira en gert hefur verið. Er þetta vissulega fagnaðarefni, ekki sízt fyrir okkur Akureyringa. Bygg- (Framhald á 3. bls.). Kjarasamningar Verkakvenna- Nýr kaupmáli um áframhaldandi sölu íslenzkra landsrétfinda gerður við Bandaríkin r r I staðinn er Islendingum lofað brottvikning Hamiltonfélagsins og girðingum utan um herstöðvarnar félagsins Einingar Hraðbátur flutti áfeng- isfarm fyrir 20-30 þús. krónur frá Siglufirði. Síðastl. þriðjudagskvöld lagði hraðbáturinn Drífa að hafnar- bryggjunni hér og voru mættir til móttökuathafnar fulltrúi lög- reglustjóra, Sigurður M. Helga- son, ásamt lögreglumönnum. — Lagði fulltrúinn hald á farm bátsins, sem reyndist vera 210 flöskur af áfengi, sem keypt hafði verið í áfengisverzluninni á Siglufirði. Mun það hafa þótt grunsamlega mikill farmur, þar sem verðmæti hans mun hafa numið 20 til 30 þúsundum króna. Mjög óvíst er talið að nokkur lagaheimild sé til löghalds á um- ræddum farmi og dómsúrslita beðið með nokkrum áhuga í bæn- um. Eftir langvarandi fæðingarhríð- ir hefur samningsviðauki við her- námssamninginn séð dagsins ljós að nokkru, þótt heildarsamning- urinn hafi enn ekki verið birtur og verði e. t. v. aldrei sýndur al- menningi. Eftir því sem næst verður komizt, samkvæmt ræðu utanríkisráðherra í ríkisútvarp- inu í síðustu viku eru helztu at- riðin þessi, í hinni nýju samn- ingsgerð: 1. Bandaríkjunum verði leyfð hafnargerð (og þar af leiðandi ný herstöð) í Njarðvík. 2. Hamilton-félagið verði flutt af landi burt, en við verkum þess taki íslenzkir verktakar. 3. Gera skal girðingu um dval- arsvæði varnarliðsins. Það fyrsta sem ljóst verður við athugun þessara atriða er það að nauðugur viljungur hefur utan- ríkisráðherrann orðið að reka samningsgerð þessa sem hvern annan kaupskap þar sem vel er greitt fyrir hverja ívilnun, en ekki sem réttlætisbaráttu af hálfu íslendinga. Brottflutningur Hamiltonfélagsins út af fyrir sig, er vissulega til bóta, en gegn (Framhald á 4. síðu). Síðastl. þriðjudag tókust samn- ingar milli Verkakvennafélagsins Einingar og vinnuveitenda um kaup og kjör verkakvenna, en fé- lagið hafði lýst yfir vinnustöðvun frá kl. 24 þann dag, hefðu samn- ingar þá ekki tekizt. Samkvæmt hinum nýju samn- ingum hækkar kaup við móttöku saltfiskjar og við blóðhreinsun og spyrðingu fiskjar til herzlu í kr. 7,55 í grunnl., en kaup í almennri vinnu verður óbreytt, kr. 6,90 í grunn. Samningstími er 3 mánuð- ir og samningar uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara fjór- um sinnum á ári. Erfiðleikar verkakvenna hér um að bæta kjör sín stafa að veru- legu leyti af því hve kvennakaupi er haldið óhóflega niðri í Reykja- vík, en þar eru grunnlaun í al- mennri vinnu aðeins 6,40. Er kaup þar því kr. 1896,00 kr. lægra ef miðað er við vinnu allt árið. Til samanburðar má einnig táka ýmsa aðra staði á landinu og verður munurinn þá enn meiri. T. d. er grunnkaup verkakvenna á Húsavík og Siglufirði kr. 7,11 á klst. í alm. vinnu eða kr. 2692,00 hærra á ári en í höfuðstaðnum. Stjóm krataforingjanna á Verkakvennafélaginu Framsókn í Reykjavík virðist því ekki að- eins vera verkakonum þar ærið dýrkeypt, heldur er hún orðin hreinn dragbítur á alla kjarabar- áttu verkakvenna um land allt. Til frekari samanburðar við kaupgjald það ,sem hér hefur verið nefnt, má nefna að kaup- taxti Verkamannafélags Akur- eyrar fyrir 14—16 ára drengi er kr. 7,20 og virðist það harla ósanngjarnt, að ekki sé meira sagt, að fulltíða verkakonur verði að sæta mun lakari kjörum.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.