Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.06.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 04.06.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. júní 1954 Hluthafar Útgerðarfélags Akureyringa h.f. vilja að félagið byggi hraðfrystihús Aðalfundur K.E.A. - Aðalfundur félagsins heimilaði stjórninni að ráðast í slíkar framkvæmdir og að auka hluta- féið um 1.5 milljón krónur Á aðalfundi Útgerðarfélags Ak- uryeringa, sem haldinn var sl. sunnudag, var einróma samþykkt að heimila stjóm félagsins að ráðast í byggingu hraðfrystihúss og ennfremur að auka hlutafé fé- lagsins um 1,5 milljónir í 4 millj. 11 milljónir í vinnulaun. Á sl. ári greiddi félagið 10.981.055.65 kr. í vinnulaun og akstur, kr. 3,4 millj. fyrir olíur, 1,5 milljónir fyrir veiðarfæri, 1,8 milljónir fyrir viðhald skipanna, 1,1 millj. í fæðiskostnað og 3,8 millj. í ýmsan rekstrarkostnað. — Brúttó afurðasala nam rúml. 23 milljónum og voru þá eftir til ráðstöfunar 397 þús. kr., sem samþykkt var að verja til af- skrifta á eignum félagsins. Um arðsúthlutun verður því ekki að ræða á þessu ári. Helztu framkvæmdir. Helztu framkvæmdir félagsins á sl .ári voru kaupin á Sléttbak. Nam stofnkostnaður hans 6 millj. Samningar verkalýðs- félaganna gilda til 1. september Verða uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrir- vara 4 sinnum á ári Flest verkalýðsfélagnna í Reykjavík og mörg helztu verkalýðsfélög annars staðar á landinu, sem sögðu upp samn- ingiun sínum miðað við 1. júui, aðallega í þeim tilgangi að fá uppsagnarákvæðum samninganna breytt, þannig, að hann styttist í einn mánuð, hafa nú endumýjað samninga sína við vinnuveitendur. — Breytast uppsagnarákvæðin þannig, að samningamir verða uppsegjanlegir með eins mán- aðar fyrirvara miðað við 1. september, 1. desember, 1. marz og 1. júní. Meðal þessara félaga eru Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkamannafélag Akureyrarkaupst. og Verka- kvennafélagið Eining, sem einnig náði fram nokkmm öðrum breytingum á samning- um sinum. Bókbindarar sömdu í gær- kvöldi, en prentmyndasmiðir em enn í verkfalli. — Enn hafa samningar ekki tek- izt við sjómannafélögin né við verkalýðsfélög þau á Norður- landi, sem samningsrétt hafa við síldarveriismiðjumar, þ. á. m. Þrótt á Siglufirði og Verka mannafélag Glæsibæjarhr. með veiðarfærum. Þurrkhjallar fyrir skreið voru reistir á Glerár- eyrum og kostuðu þeir um 570 þús. kr. Þá var og reist birgða- skemma fyrir skreiðarframleiðsl- una og kostaði hún 173 þús. kr. Þá hefur félagið ákveðið að reisa fiskgeymsluhús með nýtízku kælitækjum, fyrir saltfiskfram- leiðsluna. Framleiðslan. Úthaldsdagar skipanna voru sem hér segir: Til saltfiskveiða 404 dagar, fyrir Þýzkalandsmark- að 256 dagar, til veiða í skreið og fyrir frystihús 163 dagar. Aflinn varð 3703 tonn saltfiskjar, 2363 tonn skreið, 1306 tonn af freð- fiski og 2542 tonn á þýzka mark- aðinn, allt miðað við afla úr skipi. Bezta útkoman hjá einstökum skipum varð á Harðbak, þrátt fyrir að hann stendur félaginu í mestu verði. Stjórnarkjör. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin einróma. Hana skipa: Steinn Steinsen, Óskar Gíslason, Helgi Pálsson, Jakob Frímanns- son og Albert Sölvason. Verkfall á kaupskipa- flotanum 10. júní Verkfalli hefur verið lýst yfir á kaupskipaflotanum frá og með 10. júní næstk., hafi samningar þá ekki tekizt. Að verkfallsboðun- inni standa hásetar og undirmenn í vél. Kröfur farmannanna eru 20% grunnkaupshækkun og ýmsar aðrar smærri breytingar. Viðræður hafa farið fram, en ekki borið árangur til þessa. Brezkur togari tekinn á Þistilfirði Varðskipið Þór kom hingað til hafnar aðfaranótt sl. miðviku- dags með brezka togarann Ter- vani frá Hull. Tók varðsikpið tog- arann að veiðum á Þistilfirði um 5 mflur innan landhelgistakmark- anna. Er togarinn varð varð- skipsins var lagði hann á flótta og varð Þór að skjóta aðvörunar- skotum áður en skipunum hans var hlýtt. Voru skipin þá komin út undir landhelgislímma er elt- ingaleiknum lauk. Stöðvaði tog- arinn þá loks ferð sína, er Þór var kominn á hlið við hann og bjóst til að skjóta á yfirbyggingu skipsins. Mál togarans kom fyrir rétt hér miðvikudag og þrætti skipstjóri fyrir sekt sína. Dómur var ekki fallinn í málinu er blaðið fór í pressuna. Aðalfundur KEA var haldinn hér í bænum sl. föstudag og laug- ardag og sóttu hann 161 fulltrúi frá 21 félagsdeild, en félagsmenn eru nú 4878 að tölu. Heildarsala félagsins, þar með talin afurðasala og sala verk- smiðja þess varð rúml. 133 millj. króna. Reksturshagnaður til ráðstöf- unar varð 899 þús. kr. og sam- þytti fundurinn að endurgreiða 5% af úttekt ágóðaskyldra vara og renna 3% í stofnsjóði en 2% koma til útborgunar. Helztu framkvæmdir félagsins á sl. ári voru að lokið var við kartöflugeymslu hér í bænum, sölubúð opnuð í Hafnarstræti 23, útibú reist í Mýrahverfi og byggt útibú að Hauganesi. Þeir, er úr stjóm áttu að ganga og öðrum trúnaðarstörfum, voru allir endurkjömir, nema að end- urskoðandi var kjörinn Ármann Helgason, kennari, í stað Ár- manns á Urðum, er baðst undan endurkjöri. Selma Lagerlöf sat einu sinni í hádegisverðarboði í Stokkhólmi við hliðina á þýzkum rithöfundi, sem ekki hafði heyrt hver hún var. „Þér eruð kannske líka rithöf- undur?“ „Já, það er víst hægt að segja það.“ ,Það er sjálfsagt ekki auðvelt í litlu landi. Eg stend þó betur að vígi að tilheyra miklu stærri þjóð, og ein af bókum mínum hefur verið þýdd á sex tungumál.“ „Það er gaman.“ „Hafa yðar bækur líka verið þýddar á önnur mál?“ „Já, eg þarf ekki að kvarta yfir því.“ „Á hversu mörg, ef eg má vera svo frekur að spyrja?“ „38“ Eins.og allir ferðamenn í Sví- þjóð vita, þá liggur biblía ætíð á borðinu í svefnherbergjunum á næstum því hverju hóteli. Þannig var það að minnsta kosti á Stads- hótelinu í X-köping, þegar Jöns- son umboðssali kom þangað til að gista næturlangt. Hann opnaði biblíuna annars hugar og las á saurblaðinu: „Ef þér finnst þú einmana og yfirgefinn, þá lestu 23. sálminn í Gamlatestamentinu.“ Á spássíuna hafði einhver bætt við með blýanti: „Ef þér finnst þú samt sem áð- ur vera einmana og yfirgefinn, þá skaltu hringja í nr. 3450 og spyrja eftir Brittu.“ Skjaldborgarbíó — Sími 1073. — \ Hvítasunnumynd vor verður: 1 I HEIMSINS MESTA j I GLEÐI OG GAMAN I nmMMMMIMMMMIMMMIMMMMMMMMIMMIMMMMIMIMMMÍ Frá bókamarkaðinum Álfur Utangarðs: Bóndinn í Bráðagerði. — Bókaútgáfan Kjölur 1954. Þegar saga þessi var að koma út sem framhaldssaga í Þjóðvilj- anum á s.l. ári, vakti hún að von- um allmikla athygli. Hér var efni, sem mönnum var vel kunn- ugt, tekið nokkuð nýstárlegum tökum. Islenzkir útgefendur hafa lítið fengizt við „satíru“, og ef til vill ekki að ástæðulausu, því að vart mun annað form skáldsagna gerðar öllu erfiðara viðfangs. Þeim mun meiri ástæða er til að veita þessu verki athygli, þar sem hér er farið inn á nýjar brautir, og mér segir svo hugur um, þó að ýmislegt megi að sögu þessari finna, að höfundur henn- ar, sem nefnir sig Álf Utangarðs, og kvað vera þekktur rithöfimd- ur, íslenzkur, eigi eftir að geta sér nafn á þessu sviði skáldlist- arinnar, og hann ætti engan veg- inn að láta staðar numið við þessa bók. Sagan gerist að mestu í Reykja vík vorra daga og lýsir viðskipt- um bónda eins við hið opinbera, ráðin öll og nefndimar, skrif- finnskuna og spillinguna í opin- beru lífi. Mun margur mæla, að vart sé ofsagt frá þeim ófögnuði. Hitt mun mála sannast, að bónd inn sé tæpast nútímamaður, hann er af annarri kynslóð og nokkru eldri heldur en þeir, sem hann á skipti við og það finnst mér meg- inókostur sögunnar og finnst hann gera ýmsa hluti hennar ó- sennilegri heldur en ella hefði verið og þurft hefði að vera. Bókin er víða skemmtileg af- lestrar og þægileg dægrastytting. Elías Mar: Sóleyjarsaga. (Fyrri hluti). Helgafell 1954. Elías Mar er meðal okkar yngstu rithöfúnda. Ef tir hann hafa áður komið út þrjár skáld- sögur, eitt smásagnasafn og ein ljóðabók. Sóleyjarsaga er því 6. bók skáldsins á átta árum, því að fyrsta bók hans „Eftir örstuttan leik,“ kom út 1946 í safni Helga- fells, „Nýir pennar." Undirritaður verður að við- urkenna það, að fyrri bækur höf- undar hefur hann ekki lesið og kemur því enginn samanburður við þær til greina. Sóleyjarsaga gerist í Reykjavík á síðustu árum. Sögupersónur eru borgarar höfuðstaðarins, og leyn- ir sér ekki að höíundur þekkir það fólk mæta vel, áhugamál þess, lífsbaráttu og hvatir, enda margar persónur skýrt og greini- lega mótaðar, þó að nokkuð sé erfitt um vik, að gera sér þess fulla grein, meðan sagan er ekki nema hálf. Ekki gerist þess þörf að rekja efni bókarinnar, enda lesendum hollast að kynna sér það sjálfir án nokkurra milliliða. Mjög er fjallað um félagsleg vandamál nútímans og þau áhrif, sem það hefur á fólkið, bæði þá • sem fara á mis við gæði lífsins og hinna, sem njóta þeirra í stærra skammti en góðu hófi gegnir. En einmitt sú staðreynd, að höfundi virðist fyllilega ljósar orsakir og afleiðingar á þessu sviði, gefur bók hans fyrst og fremst gildi. Sóleyjarsaga er sönn lýsing ýmissa mikilvægra þátta, sem skapa Reykjavík nútímans og við bíðum framhaldsins með eftir- væntingu. Fyrr en það kemur verður sagan ekki dæmd til fulls né heildaráhrif hennar. Þ. D. — Nýr kaupmáli við Bandaríkin, (Framhald af 1. síðu). þeirri ívilnim verður hernámslið- inu heimilað að leggja undir sig Njarðvík og fyrirfram lofað að breyta íslenzkum lögum, sem nú eru í gildi um landshöfn þar. Þarf naumast að efa að þær ráðstaf- anir munu leggja vaxandi útveg frá þeim stað í auðn, enda þótt Tíminn og Dagur telji slíka ráð- stöfun til stórbóta fyrir fiskimenn á Suðurnesjum. Munu þeir eftir hugmyndum þeirra blaða eiga að athafna sig innan „girðingar“ hemámsliðsins. Um girðingarn- ar er það að segja að þar veltur vitanlega á öllu hve vel þær halda „verndurunum,“ en sam- kvæmt fenginni reynslu munu þær varla verða svo traustar að verndarinnar verði ekki vel vart utan þeirra sem innan. Stjómarflokkarnir munu vit- anlega telja brottflutning Ham- iltonfélagsins, sem raimar mun hafa verið ákveðinn strax um það bil, sem núverandi ríkisstjórn var mynduð, mikilvægasta atriði samkomulagsins, vegna þess að með þeirri ráðstöfun gefst stór- gróðamönnum þessara flokka nýtt tækifæri til að gera hemám- ið og þá niðurlægingu þjóðarinn- ar, sem því hlýtur að fylgja að enn stórkostlegri tekjulind en þegar er orðið. Mun þegar vel frá skiptingu þess væntanlega gróða gengið í milli máttarstólpa íhalds og Framsóknar og mun það brátt koma betur í ljós. Bandaríkja- mönnum mun hins vegar vera kært að binda máttarstólpana á þann hátt enn fastari tryggða- böndum við hemámið og tryggja þannig að það verði þeim ekki síður áhugamál en þeim sjálfum. í heild sýna samningarnir það sem áður var vitað, að við her- nómsliðið er ekkert að semja, sem í heild geti orðið til hagsbóta fyr- ir íslendinga. Aðeins ein ráðstöf- un getur bundið endi á niðurlæg- ingu hemámsins og þá bráðu hættu sem af því leiðir fyrir þjóð- ina í nútíð og framtíð og það er uppsögn hernámssamningsins og brottflutningur alls eriends her- liðs af íslenzkri grund. Um þá kröfu mun þjóðin fylkja sér í vaxandi mæli, þrátt fyrir það þótt dollaraklíka Reykjavíkur og þjónar hennar í ríkisstjórninni reyni að gylla hernámið með nýj- um búningi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.