Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.06.1954, Page 1

Verkamaðurinn - 11.06.1954, Page 1
SÓSÍALISTARl VERKfltnflÐURiflfl XXXVII. árg. Akuryeri, föstudaginn 11. júní 1954 19. tbl. Nú er aðeins tæp vika þar til söfnuninni í Sigfúsar- sjóð lýkur. Fyrir þann tíma þurfa þeir, sem ætla að vera með, að koma framlögum sínum á framfæri. ^•«i((itiit*iiiiiii*ii(iti**«*iiiii*tiititai«iiiiiiiii*iiii*iiiii«iiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiii 1111111111111111111 ■miimii ii i*i iii ii iii iii ii ii | Þriðjungi togaraflotans hefir ver- | I ið lagt. Allir Akureyrartogararnir j | verða í höfn um helgina. Fullvíst I | að tveir þeirra fara ekki á veiðar | að sinni Fullum þriðjungi af togaraflota landsins hefur nú verið lagt = við festar og er óvíst með öllu hvenær þeir komast á veiðar, | þar sem enn heyrist ekkert frá ríkisstjóminni um raðstafanir | til bjargar þessum aðalundirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, | sem nú er svo mergsoginn af hvers konar milliliðum og einok- | unarhringum, að hann er rekinn með stórtapi og getur því í ekki heldur boðið sjómönnunum þau kjör, sem þeir geta unað | við, svo að þeir ganga unnvörpum frá borði og hverfa til ann- i arrar atvinnu. A sama tíma bjóðast þjóðinni svo stórfelldari | markaðir fyrir framleiðslu togaranna, en nokkru sinni áður I í sögu þjóðarinnar. | Nú um lielgina munu allir Akureyrartogaramir fimm verða i í höfn, en þrír hafa legið hér við bryggjur að undanförnu, en | tveir, Jörundur og Harðbakur eru á veiðum í salt. Fullvíst er | er að hvorki Svalbakur né Sléttbakur munu fara aftur á veið- | ar að sinni og enn óvíst hvort mannafli fæst á Harðbak og Í Kaldbak. Jörundur verður búinn til sfldveiða, er hann kemur § til hafnar. r Komið mun hafa til mála að togaraeigendur bindust sam- Í tökum um að leggja öllum flotanum, í þeim tilgangi að herða | á aðgerðum af hálfu ríkisstjómarinnar, en nú mun hafa verið Í horfið að þvi ráði að halda skipunum úti eftir því sem unnt i reynist vegna mannafla, í því trausti að aðgerðir væru skammt 5 undan. Mun því fást úr því skorið næstu daga eða vikur hvort i þau miklu tækifæri, sem nú bjóðast til stóruakinnar atvinnu i og aukningar útflutningsframleiðslimnar verða notaðir, eða I hvort rikisstjómin horfir aðgerðalaus á það að sá atvinnu- Í rekstur, sem á sl. ári skilaði þjóðinni um 300 milljónum gjald- 1 eyristekna verðiu- stöðvaður sumarlangt eða jafnvel lengur. ítiiiiiiiitllliiiiiiiiiiitiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiii.. Samningar Verkamannafélagsins framlengdir fil 1. sepfember Verkfall hófsf í gær á kaupskipaflofanum Farmennirnir krefjast um 25% hækkunar á launum sínum, sem verið hafa hraklega lág, þrátt fyrir ofsalegan gróða skipafélaganna Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og vinnuveitendur á Akureyri hafa framlengt kaup- og kjarasamninga sína, með nokkrum breytingum, til 1. sept. næskt. Helztu breytingarnar eru þessar: Uppsagnarfrestur er einn mán- aður, en sé samningunum ekki sagt upp, framlengjast þeir um 3 mánuði í senn, með sama upp- sagnarfrestL Kaup við uppskipun ísvarðs fisks hækkar úr kr. 9,24 í kr. 9,90 í grunnl. á klst. Kaup mánaðarmanna hjá olíu- félögum hækkar þannig: Kr. 1740,00 grunnl. hækka í kr. 1830,00 og kr. 1890,00 í kr. 1950,00. Næturvinna er óheimil nema til komi samþykki trúnaðarmanns félagsins á viðkomandi vinnustað. Aðrar breytingar eru smávægi- legar og nánast til frekari skýr- ingar á óljósu orðalagi eldri samninga. Uppsagnarákvæði samninganna eru þau sömu og Dagsbrúnar og annarra verkalýðsfélaga sem samið hafa að undanförnu. Er Hið íslenzka prentarafélaga eina fé- lagið, sem enn hefur skorið sig úr með lengri samningstíma. Var það samþykkt í félaginu með ör- fárra atkvæða mun. Flutningiirmn reyndist lögmætur Eftirleikurinn við löghald það, sem lögreglan hér setti á áfengis- farm hraðbátsins Drífu í sl. viku, hefur orðið sá, að ekkert reynd- ist ólöglegt við flutninginn og skilaði lögreglan hinum 210 flöskum aftur til eigenda á laug- ardaginn fyrir hvítasunnu. Hef- ur flogið fyrir að eigendur farmsins muni krefjast bóta af lögreglunni fyrir óþægindi og álitshnekki, sem þeir hafi orðið fyrir í sambandi við þetta mál. Forseti íslands væntan- legur í opinbera heim- sókn til Akureyrar Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Akur- eyrar og e. t. v. Eyjafjarðar- byggða, seint í þessiun mánuði. Verður þetta fyrsta opinbera heimsókn forsetans á þessar slóðir. Ekki hefur eim verið endan- lcga ákveðið hvenær forsetinn kemur, en sennilegt að það verði um helgina 26. júní. „Engillinn í virkinu", franska hjúkrunarkonan Genevieve de Galard sem tekin var höndum við fall Dienbienphu, en hefur verið látin laus, hefur sent sam- tökum kvenna í hinum frjálsu héruðum Viet Nams bréf, sem fer hér á eftir: „Eg veit að það var fyrir milli- göngu ykkar og göfugmennsku Ho Chi Minh forseta, að mér hef- ur verið leyft að fara til fjöl- skyldu minnar og föðurlands. Gleði mín er mikil og ég vil tjá ykkur þakkir mínar, fyrir að sýna mér vinarhug og samúð, enda þótt þið þekkið mig ekki. Eftir nokkra daga verð eg komin heim, hamingjusöm yfir að hitta aftur ástvini mína, og því get eg ekki látið hjá líða að þakka ykkur öll- um, sem vegna stríðsins verðið enn að lifa langt frá heimilum ykkar og ástvinum. Áð,ur en eg fer úr landi ykkar, vil eg láta í Ijós brennandi ósk mína um að friður komizt brátt á milli þjóða okkar, svo að þið get- Á mðinætti í gær hófst verkfall háseta og undirmanna í vél á kaupskipaflotanum. Hafa samn- ingaviðræður staðið yfir undan- fai-na daga, því nær uppihalds- laust, en þær hafa enn engan ár- angur borið. Aðalkröfur sjómanna eru þær að kaup hækki um allt að 25% frá því sem nú er. Eru síðustu samningar um kjör farmanna frá 1. júlí 1953 og er fastakaup há- ið lifað hamingjusömu lífi í frið- sælum heimilum með fjölskyld- um ykkar, foreldrum, eiginmönn- um og börnum." Bréf þetta sendi Genevieve de Galard frá Hanoi. Hún sendi jafnframt Ho forseta þakkarbréf, þar sem hún komst m. a. þannig að orði: „Eg vil tjá yður þakkir okkar fyrir líknarstarf hjúkrun- arliðs yðar, sem undanfarna 15 daga hefur af einstæðri fórnfýsi hjúkrað hinum særðu félögum okkar.“ Her Viet Nams hefur frá upp- hafi styrjaldarinnar vakið sér- staka athygli fyrir mannúðlega meðferð á stríðsföngum, en sama verður ekki sagt um málalið Frakka, sem að meirihluta er skipað vesturþýzkum nazista- skríl og glæpamannaúrhrökum frá ýmsum löndum. Myndin sýnir málaliðsmenn Frakka með fanga úr liði Viet Nams og eru hendur þeirra bundnar við bambus- stöng. seta samkvæmt þeim samningum aðeins kr. 2260,98 reiknað með núgildandi vísitölu. Auk fasta- kaupsins hafa þeir svokallaða dýnupeninga kr. 142,00 á mánuði. Samkvæmt eldri samningunum eru farmennirnir skyldir til að vinna a. m. k. 50 klst. yfirvinnu á mánuði, ef þess er krafizt, og er hún greidd með kr. 16,52 og kr. 24,15 á klst. Hærra kaupið gildir aðeins þegar sjóvöku er slitið. Má af þessu sjá að launakjör farmanna eru naumast sambæri- leg við kjör nokkurrar annarrar starfsstéttar, svo lág eru þau, sé miðað við eðlilegan vinnutíma. Hin lágu launakjör farmann- anna eru þeim mun óviðunanlegri sem vitað er að skipafélögin, og þá fyrst og fremst Eimskipafélag- ið og SÍS, hafa á undanfömum árum rakað saman óheyrilegum gróða. Hafa getað afskrifað skip sin á örfáum árum og skilað stór- felldum, reikningslegum arði. — Skipafélögimum er því með öllu vorkunnarlaust að veita starfs- liði sínu sambærileg kjör við aðr- ar starfsstéttir og ganga að sann- gjörnum kröfum farmannanna. Öll önnur afstaða mun verða for- dæmd af öllu malmermingi. Á millilandaskipunum mun verkfallið fyrst koma til fram- kvæmda á Gullfossi og Goðafossi, sem báðir komu til Reykjavíkur í gær. Ekki þarf að taka fram að verkfall á kaupskipaflotanum þýðir innan skamms lömun í öll- um atvinnurekstri landsmanna og mun þannig koma hart niður á allri þjóðinni og allri afkomu hennar. Bætir sú staðreynd ekki hlut stórgróðafélaga þeirra, sem neytt hafa farmennina til að beita, verkfallsvopninu. Manntjón franska ný- lenduhersins í Indó- Kína um 400.000 Vietmannska fréttastofan hefur tilkynnt, með tilvísunar til upp- lýsinga frá andspyrnustjórmmum í Khmer og Patet-Lao, að frönsku hersveitimar hafi í orrustúm við þjóðfrelsisheri Khmers og Pat- het-Laos, misst 13.856 hermenn á tímabilinu apríl 1953 til marz 1954. Manntjón franska nýlendu- kúgunarhersins í baráttunni gegn þjóðfrelsisher Vietnam var, alls 381.723 óbreyttir hermenn og liðsforingjar á tímabilinu frá des. 1946 til 31. marz 1954. „Engillinn í virkinu" þakkar kvennasamtökum Viet Minh

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.