Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.06.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.06.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURJNN Föstudagínn 11. júní 1954 vERKHiiurouRinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Bjðrn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Sjómannadagurinn íslendingar eru stoltir af sjó- mannastétt sinni og hafa til þess ríkar ástæður. Þótt leitað sé um víða veröld finnst hvergi frækn- ara lið til fangbragða við höf norðurslóða, sem í senn eru gjöf- ul og harðdræg, heillandi og við- sjál. Óteljandi eru þter dáðir, sem íslenzkir sjómenn hafa drýgt, ómælanlegar þær þrekraunir, sem þeir hafa unnið æðrulausir, jafnt við aflabrögð sem í baráttu fyrir lífi sínu eða lífi annarra sem deilt hafa við þá hlutskipti sjómannsins. í æ ríkara mæli hef ur það orðið hlutur sjómannastéttarinnar að sjá þjóðinni farborða, að verða fyrirvinnan á þjóðarheimilinu. Og þetta hlutskipti hefur sjó- mannastéttin rækt af þeim dæma lausa dugnaði, að í dag dregur hver íslenzkur fiskimaður allt að sjö sinnum meira aflamagn að landi, að meðaltali, en hver sjó- maður þeirrar þjóðar, sem næst kemur í afkastaröðinni og heild- araflamagnið er meginhlutinn af allri útflutningsframleiðslunni. Viðskiptalegt og menningarlegt gengi þjóðarinnar allrar hvílir á herðum sjómannastéttarinnar. Á sjómannadeginum, deginum sem sjómannastéttin hefur helgað sér sem hátíðisdag, koma glöggt í ljós vinsældir sjómannastéttar- innar. Allur almenningur, sem því getur við komið, tekur þátt í hátíðahöldum dagsins og vottar með því hlýjan hug sinn og virð- ingu við stéttina. Valdamenn þjóðarinnar stíga í stólana og halda fallegar ræður til heiðurs stéttinni, sem fórnar heimilislífi, skemmtunum, félagslífi og hvers konar öðrum forréttindum nú- tíma menningarlífs, flesta daga ársnis, til þess að þjóðin geti lif- að. Á Borginni glóa vín á skálum. En eftir sjómannadaginn koma aðrir dagar. Dagar starfsins og stritsins. Aftur klæðist sjómað- urinn stakk og bússum og heldur . á miðin. Hljómur skálaræðanna hljóðnar og raunveruleikinn tek- ur aftur við. Og hann er nokkur annarr. Fyrirvinnunni er ekki lengur skipað til öndvegis, held- ur yzt á hinn óæðra bekk. Sjó- mannastéttin íslenzka er í dag lægst launaða stétt þjóðfélagsins, miðað við unnar vinnustundir. Væri aftur á móti miðað við erf- iði og afkastaverðmæti væri sjó- maðurinn sennilega ekki hálf- drættingur á við vesælasta skrif- stofuliðlétting. Sjómannastéttin er arðrænd- asta stétt þjóðfélagsins. Af þrot- lausu striti hennar, harðfengi og eðlishreysti sjúga nýríkar klíkur auðmannanna eyðslueyri sinn og auðsöfnun. Bankar, olíhuringar, tryggingaféléög, heildsalar, allir hrifsa þeir til sín rífan hlut, en skapendur verðmætanna koma jafn snauðir frá borði sem til skips var gengið. Á sama tíma og sjómannadag- urinn er haldinn hátíðlegur, að þessu sinni, er svo komið að þeir menn, sem hafa gert sjómennsku að æfistarfi sínu og naumast geta hugsað sér önnur verk að vinna og hafa heillast af viðfartgsefnum hafsins í blíðu og stríðu, sjá þess engan kost lengur að una við kjör sín og ganga hópum saman frá borði, en skipunum er lagt við festar. Sjómannastéttin unir því ekki lengur að vera hornreka 364 daga ársins, þótt hún sé leidd til öndvegis einn dag á ári. Hún krefst ekki forréttinda, en hún heimtar jafnrétti við»aðrar stéttir um launakjör sín. Hún ber kröfur sínar fram hávaðalaust, en hún mun fylgja þeim eftir af þeim þunga og harðfengi, sem ekkert fær staðizt fyrir. Og hún mun njóta fyllsta stuðning sannarra vinnandi stétta við kröfur sínar, ekki einasta af þeim sökum að þær eru réttmætar, heldur einnig vegna þess að þorra þjóðarinnar er ljóst að það er lífsnauðsyn hennar að búa svo að sjómanna- stéttinni, að til hennar veljist í nútíð og framtíð kjarni yngri kynslóðarinnar, að í þá sveit sem mest reynir á í lífsbaráttu þjóð- arinnar allrar veljist það mann- val, sem krefst mikils af sjálfu sér en hefur þó fulla vitund um þann mikla þátt sem það á í lífi þjóðarinnar og krefst hlutdeildar í gæðum lífsins samkvæmt því. Orðið er laust Hvar er símstöðin? Einn af borgurum bæjarins hefur komið að máli við blaðið og beðið það að vekja athygli á því, að nauðsynlegt sé að ýmsar stofnanir bæjarins, sem ætlað er að veita almenna þjónustu, komi upp skiltum eða merkjum á húsakynnum sínum. Benti hann sérstaklega á Landssímastöðina og Póststofuna í þessu sambandi og kvað oft og iðulega verða af því vandræði fyrir gesti og ferða- menn í bænum að engin merki gæfu til kynna hvar þær væru til húsa. Taldi þessi maður að slíkar stofnanir mundu hafa góð ráð á að kosta ekki stórvægilegri framkvæmdir til hagræðis fyrir almenning eins og tíðkanlegt væri í flestum bæjum og borgum öðrum. Lýðræðisriki. í nýútkomnu hefti Samvinn- unnar er grein um stríðið í Indó- kína, eftir ritstj., Ben. Grön- dal, og fylgir greininni kort, sem sýnir næstu ríki og eru þau flokkuð í „lýðræðisríki" og „kommúnista". Samkvæmt þess- ari flokkun eru m. a. „lýðræðis- ríkja": Suður-Kórea, Formósa, Pakistan, Malaja, Filippseyjar og Nýja-Guinea. Hins vegar er hvorki Indland né Burma talið til þessara flokka. Mun flestum þykja flokkun þessi ófagur vitnisburður um lýðræðishugmyndir ritstjórans, varaformanns Alþýðuflokksins og forsmán að sjá slíkt sambland fáfræði og hugtakafölsunar í málgagni samvinnuhreyfingar- innar, sem á að eiga sinn megin- styrk í lýðræðislegu stjórnarfari, en hefur hvergi þrifist, þar sem lýðréttindi eru troðin fótum með blóðugu ofbeldi eins og í áðurnefndum „lýðræðisríkjum,' Benedikts Gröndal. Afgreiðslunúmer. Verkamaður skrifar blaðinu: „Svo er háttað heimilishögum hgá mér, að eg þarf að mestu að annast innkaup til heimilishalds- ins og verð flesta daga að fara í matartí,manum kl. 12—1 og hef þá af skiljanlegum ástæðum nauman tíma, og þá ekki síður á laugardögum, þegar búðum er lokað kl. 12, en vinnu er lokið 20 mínútum fyrir lokun. Þetta mundi þó blessast að jafnaði, ef nokkur trygging væri fyrir því að menn hlytu afgreiðslu eftir þeirri ráð, sem þeir koma inn í verzlanir, en því fer oft víðsfjarri. Þar virðist oftast ráða úrslitum hver harðfengastur er við ýtingar og oft er tími minn þrotinn þegar eg fæ afgreiðslu. Þess vegna eru það tilmæli mín að sem flestar verzlanir taki upp sama fyrir komulag og Kjötbúð KEA hefur viðhaft og komi sér upp af greiðslunúmerum. Það mundi létta afgreiðsluna og gera við skiptamennina ánægðari. Nýtt tímarit um mcnningarmál Nú upp á síðkastið hafa hlaupið af stokkunum hvert tímaritið á fætur öðru, sem öll flytja glæpa- verkasögur og frásagnir í ein- hverri mynd, Við sjáum glugga bókaverzlananna fulla af þessum siðspillandi óþverra, en fagrar bókmenntir og rit, sem hafa menningargildi, hverfa úr þeim að sama skapi. Sagt er að rit þessi seljist mjög vel og jafnvel að börn og unglingar innan ferming- araldurs séu fastir kaupendur þeirra. Þegar svona er í pottinn búið má það teljast bjartsýni að ráðast í útgáfu tímarits um bókmenntir og listir, ekki sízt þegar þess er gætt að sú skoðun virðist ærið útbreidd, að lítt þýði lengur að bjóða íslendingum slík rit. En sem sagt í desember sl. hóf slíkt rit göngu sína og nefnist BIRTINGUR, ritstjóri er Einar Bragi Sigurðsson. Hafa nú þegar komið út 5 tbl. Svo segir í inn- gangi um tilgang: „Birtingur vill einkum verða vettvangur ungs fólks, er leggur stund á listir ýmiss konar, en mun þiggja þarfsamlega liðsinni sér- hvers, sem vill veita honum braut argengi, hvort sem hann er tíu ára eða tíræður." Og hvað flytur svo blaðið? — Ljóð eftir Jón Óskar, Kristján frá Djúpalæk, Elías Mar, Þorstein Valdimarsson, Jón Jóhannesson, Jón úr Vör, Gunnar Dal og marga fleiri, sögur m. a. eftir Kristján Bender, Ástu Sigurðardóttur, Indriða G. Þorsteinsson o. s. frv., Ymislegt efni eftir ýmsa höfunda, t. d. Halldóru B. Björnsson, Kristinn E. Andrésson, Sigurð Blöndal, Skúla Norðdahl og marga fleiri, útlenda og innlenda. Skal svo ekki upptalning þessi höfð lengri, en fólki ráðlagt að kynna sér ritið og útgefanda þakkaður dugnaðurinn að ráðast í útgáfu þess. Katharine Hepburn, sem er ein af gáfuðustu kvikmyndaleikkon- unum í Hollywood — hún er m. a. fil. dr. — fékk fyrir nokkru síðan spurningaeyðublað frá hinni ill- ræmdu rannsóknarnefnr Mc- Carthys. Hún sendi það útfyllt til baka, en lét svohljóðandi bréf fylgja; Sem svar við spurningum yðar, vil eg tilkynna, að eg var tvo mánuði á ítalíu á dögum Musso- lini. Er eg þá fasisti af þeim ástæðum? Nú alveg nýskeð hef eg með mikilli ánægju lesið bók um Stalin. Er eg kommúnisti sök- um þess? Að öðru leyti vil eg láta yður vita, að eg á hús á Jómfrúeyjun- um. í tilefni af þessu er mér mik- il forvitni á að vita að hvaða lokaniðurstöðu þér komist." í síðasta stríði gekk hópur manna í lögreglufylgd eftir göt- um borgar einnar í Belgíu, sem unnin hafði verið undan Þjóð- verjum. Einhver lét sér um munn fara, að þetta væru Rexistar (belgiskir fascistar), og æptu þá nokkrir vegfarendur: „Drepið Rexistana! Til fjandans með þá!" Einn af föngunum nam þá staðar og ávarpaði múginn þess- um orðum: „Þið hafið engan rétt til að svívirða okkur á þennan hátt. Vi ðerum alls ekki Rexistar. Við erum heiðarlegir innbrots- þjófar!" <V is^ um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88. SKAKÞATTUR Tvær skákir tefldar á Skák- þingi Akureyrar 1954. Hvítt: Steinþór Helgason. Svart: Júlíus Bogason. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—Q 8. c3 d5 9. exd Rxd5 10. d3 Bh5 11. Rd2 Rf4 12. h3 Bh5 13. He3 Bc5 14. He2 Dxd3 15. Hxe5 RxH 16. RxR Dg3! 17. Dfl Rxhf 18. Khl Rxf2f 19. Gefið. —o— Hvítt: Ingimar Jónsson. Svart: Margeir Steingrímsson. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 RC6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 b5 6. BbS d6 7. Hel Be7 8. c3 Bg4 9- d4 exd 10. cxd BxR 11. g2xB Dd7 12. Khl h5 13. a4 b4 14. a5 Dh3? 15. Ba4 g5 16. BdRf Kf8 17. Hgl g4 18. Hg3 Dh4 19. BxH gxf3 20. Bg5 Rg4 21. BxD Rxf2f 22. Kgl RxD 23. BdBt KxB 24. Bc6 Rxb2 25. Rd2! — Gefið. SKAKDÆMI NR. 3. Hvítt: Kh8, Dh2, Bg4, Ba3, Ra5, Rc7. Svart: Kd8, Dbl, Hdl, Hc3, Bfl, Re4, Rd3. Hvítur mátar í 2. leik. —o— Lausn á skákdæmi 3. * HJÓNABÖND. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Elín Bjarnadóttir kenn- ari og Haukur Árnason smiður. Heimili ungu hjónanna er að Þórunnarstræti 103. Séra Birg- ir Snæbjörnsson gaf brúðhjón- in saman. — 5. júní voru gefin saman í Akureyrarkirkju ung- frú María Svava Jósefsdóttir, Sandvík, og Arngrímur' Páls- son, Ártúni, Glerárþorpi. — Hinn 7. júní voru gefin saman ungfrú Sigurlína Pétursdóttir, Jónssonar, Akureyrar, og Hilm ar Ejvind Kristian Splidt frá Færeyjum. — Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup gaf brúð- hjónín saman.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.