Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 1
Fordæmi fyrir eldri sem yngri Síðastl. laugardag varð sá þjóðkunni frörriuður sundíþrótt- arinnar hér á landi, Lárus J. Rist, 75 ára. Hélt hann upp á afmælis- dag sinn með því að synda 200 metrana á samnorrænu sund- keppninni hér í sundlauginni. — Mun það engin tilviljun að Lárus valdi þann stað til þátttóku sinn- ar, þótt aðrir þægilegri staðir byðust til þess sunnan heiða. — Hér á Akureyri liggur meginið af æfistarfi Lárusar og hér vann hann það afrek, sem öllum ein- stökum verkum framar opnuðu augu manna fyrir nytsemd og göfgi sundíþróttarinnar, er hann synti yfir Eyjafjarðarál klæddur sjóklæðum 7. ágúst 1907. Hér kenndi Lárus þúsundum ungra manna sund við erfið skilyrði og áhrif þeirrar kennslu og lifandi áhuga brautryðjandans bárust vítt um landið. Mun á engan mætan íþróttafrömuð hallað, þótt fullyrt sé að enginn hafi verið þessari íþrótt þarfari en Lárus og er það því ekki með öllu sárs- aukalaust, að sjá hans að engu getið í bæklingi þeim sem Sam- norræna sundnefndin hefur gefið út, en þar hefur farið sem oftar, að sjóndeildadrhringur höfuð- staðarbúa hefur ekki náð út fyrir Elliðaárnar. Þetta mun þó á eng- an hátt snerta Lárus, hann hefur aldrei metið eigin frægðarorð mikils, en áhugamál sín þeim mun meira. Þátttaka Lárusar í sundkeppn- inni nú ætti að verða öllum Ak- ureyringum hvatning til þess að sækja keppnina fast og að sýna, að þrátt fyrir að skilyrði eru ekki hin ákjosanlegustú, viljum við sem áður fyrri engir eftirbátar vera annarra. En sundkeppnin er ekki aðeins metnaðarmál, því að með þátttöku sinni er hver maður um leið að gerast hæfari til bjarg- ar sjálfum sér og öðrum og eykur um leið líkamshreysti sína. Fylgjum fast fordæmi braut- ryðjandans. Sýnum að forusta hans og holl áhrif lifi enn og beri ávöxt. VERKnmjroufflnn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 25. júní 1954 20. tbl. Viískiptasamningur um sölu sjávarafurSa fyrir 300 milljónir króna gerSur viS Sovétríkiní Sovétríkin kaupa 35000 tonn af freðfiski og 150000 tn. af síld, en selja í staðinn olíur, byggingavörur, koru- vörur, bíla og fleira Á sama tíma og þessir stórfelldu markaðir opnast liggja yfir 30 af 43 togurum landsmanna bundnir við bryggjur, þrátt fyrir uppgripaafla Þann 19. þ. m. var undirritað- ur í Moskvu mesti viðskipta- samningur í sögu íslendinga — að heildarverðmæti um 300 milljón- ir króna. Samkvæmt samningun- um kaupa Sovétríkin af íslend- ingum 35 þús. tonn af freðfiski, 150 þús. tunnur af saltsfld og 2000 tonn af freðsfld. í staðinn fá fs- lendingar allar þarfir sínar af brennsluolíum, benzíni, sementi, helztu kornvörum. Ennfremur steypujárn, kol, bfla og landbún- aðarvélar, baðmullarvörur og ýmsar aðrar vörur. Fréttatilkynning ríkisstjórnar- innar um samningana er á þessa leið: „Laugardaginn 19. júní var undirritað í Moskvu samkomu- lag um viðskipti milli íslands og Sovétrflcjanria. Pétur Thorsteins- son, sendaherra, undirritaði sam- komulagið fyrir íslands hönd, en I. G. Kabanov, utanríkisverzlun- arráðherra, fyrir hönd Sovét- rfltjanna. Með samkomulaginu fylgja ný- ir vörulistar, en viðskipta- og greiðslusamningurinn, sem gerð- ur var í fyrra, helzt að öðru leyti Forseti íslands kemur hingað í opinbera heimsókn á sunnud. Opinber móttökuathöfn fer fram í Lysti- garðinum kl. 4 óbreyttur. Gilda vörulistarnir í eitt og hálft ár, frá 1. júlí 1954 til 31. desember 1955. Ennþá hafa ekki verið gerðir neinir kaup- og sölusamningar, en á listanum yfir íslenzkar afurðir eru 35.000 tonn af freðfiski, 150.000 tonn af salt- sfld og 2.000 tonn af freðsfld. — Ráðgert er að Sovétríkin afgreiði í staðinn eftirtaldar vörur og magn: tonn. 355.000 4.000 3.000 1.000 6.00 4.000 5.000 75.000 2.000 2.000 1.700 1.100 Á sunnudaginn kemur forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, í opinbera heimsókn til Akureyr- ar ásamt forsetafrú Dóru Þór- hallsdóttur. orsetinn mun koma með bif reið til bæjarins upp úr hádegi, en hin opinbera móttökuathöfn fer fram í Lystigarðinum kl. 4 síðdegis. Hefst hún með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur og karlakórar bæjarins syngja ættjarðarlög. Síðan flytur forseti bæjarstjóm- ar, Þorsteinn M. Jónsson, ræðu, og forsetinn ávarpar bæjarbúa. Að ávarpi forseta loknu verður sunginn þjóðsöngurinn við undir- leik Lúðrasveitarinnar. Á sunnudagskvöldið hefur bæj- arstjórn boð inni fyrir forsetann að Hótel KEA og býður þangað ýmsum bæjarbúum, eftir því sem húsrúm leyfir. Á mánudag fer forsetinn í op- inbera heimsókn til Eyjafjarðar- sýslu og fer m. a. að Laugalandi á mánudag og til Árskógs á þriðjudag. Á miðvikudagsmorgun fer forsetinn áleiðis til Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar. Brennsluolíur og benzín Rúgmjöl Hveitiklíð Hrísgrjón Kartöflumjöl Hveiti Maís Sement Járnpípur Steypustyrktarjárn Koks Antrhacitkol Ennfremur er gert ráð fyrir að keyptar verði aðrar rússneskar vörur, svo sem bflar, landbúnaðar yélar, asfalt, baðmullarvefnaður, vín og eldspýtur. Islenzka samninganefndin, sem nú er stödd í Moskvu vinnur að því að gera sérstaka samninga um sölu íslenzku afurðanna og um kaup á helztu vörunum frá Sov- étríkjunum, og er ekki að svo stöddu hægt að segja, hvenær þeim samningum lýkur." Verða samningarnar ekki uppfylltir? Á sama tíma og viðskiptasamn- ingarnir eru gerðir, er svo komið að 3/4 hlutar togaraflotans liggja bundnir við bryggjur og hafast ekki að, enda þótt augljóst sé að samningarnir verði ekki upp- fylltir nema tryggð sé fullkomin nýting togaraflotans, og enn átakanlegra verður þetta þegar þess er gætt að að undanfömu hefur verið uppgripaveiði, eink- um af karfa, en það er einmitt sú fisktegundin, sem Sovétríkin vilja frekast kaupa og munu þau hafa beðið um allt að 22 þúsund tonn af þeirri vöru. Það er öllum ljóst, að það er algerlega á valdi ríkisstjórnar- innar að rétta svo hlut togara- sjómannanna og útgerðarinnar að forðað verði því geyptilega tjóni, sem þjóðin verður að þola af stöðvun togaraflotans. En hver dagur sem líður án aðgerða er dýr. Fyrst og fremst tapast dag- lega allt að 3/4 úr milljón í gjald- eyrisverðmæti og auk þess streyma sjómennimir nú á sfld- veiðibátana og í ýmsa aðra sum- aratvinnu, svo sem á Keflavíkur- flugvöll, og gæti orðið örðugt að (Framhald á 4. síðu). Æ. F. A. efnir til skemmti- og kynnis- ferðar til Norðfjarðar Æ. F. A., félag ungra sósíalista á Akureyri, hefur ákveðið að efna til 3—4 daga skemmti- og kynn- isferðar til Neskaupstaðar um miðjan næsta mánuð. Er ætlunin að leggja af stað að morgnil föstudags og koma aftur til bæj- arins á mánudag eða á aðfaranótt mánudags. Komið verður við á ýmsum stöðum á leiðinni. Þátttaka er heimil ungu fólki, þótt ekki sé það í Æskulýðsfylk- ingunni og ættu þeir, sem hug hafa á að slást í förina, að hafa sem fyrst tal af Birni Hermanns- syni, Aðalstræti 54, Braga Sigur- geirssyni, Glerárgötu 8, eða Gunnlaugi Bjömssyni, Kotá, en þeir gefa alla rnánari upplýsingar um ferðina. Væntanlegir þátttak. eru beðnir að mæta í Ásgarði í kvöld kl. 8.30. Heildarsamningar gerðir um síldveiðikjörin Sjómenn fá hærri hlut eftir að vissu aflamagni er náð - Kauptrygging hækkar Samningar hafa nú tekizt milli sameiginlegrar samninganefndar allra sjómannafélaga á landinu, annarra en í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum, og útgerðarmanna um sfldveiðikjörin. Helztu samn- ingsatriði eru þessi: A skipum 70 smálesta og minni hækkar hlutur sjómanna úr 38,55% af brúttóafla í 40,5%, eða 2,7% á mann, þegar skipin hafa aflað fyrir 350 þús. kr. Á 70 til 100 smál. skipum, sem fiskað hafa fyrir 430 þús. kr. hækkar hlutur háseta úr 37,28 í 38,8%, eða 2,43% á mann af því sem fram yfir er lágmarkið. Hlutur skipverja á skipum af öðrum stærðum hækkar í svip- uðu hlutfalli. Kauptrygging háseta hækkar samkvæmt samningunum úr kr. 1830,00 í kr. 1941,00 (grunntrygg- ing)- Fari fæðiskostnaður ekki fram úr kr. 750,00 á mán., þá fær mat- sveinn frítt fæði. Verði fæðis- kostnaður hærri, en þó ekki yfir kr. 850,00, fær matsveinn frítt fæði að hálfu. Samningamir gilda til 1. júní 1955 og framlengjast um 1 ár senn hafi þeim ekki verið sagt upp með 2ja mánaða fyrirvara. Fyrir Sjómannafélag Akureyr- ar átti Lórenz Halldórsson sæti í samninganefndinni. Ungur sjómaður hverfur. Ungur sjómaður hefur horfið héðan úr bænum og ekkert til hans spurzt síðan á aðfaranótt 17. þ. m. Maðurinn er Jóhannes Sig- urðsson frá Húsavík, rúmlega þrítugur að aldri. Að kvöldi 16. þ. m. var Jóhann- es á dansleik í Alþýðuhúsinu og er ekkert vitað um ferðir hans frá því hann fór þaðan. Það var ekki fyrr en þrem dögiim eftir hvarf Jóhannesar að skipsfélagar hans tóku að undrast um hann, því að þeir hugðu hann hafa skroppið heim til sín. Undanfarna daga hefur verið gerð ýtarleg leit að Jóhannesi, skátar hafa leitað út með sjó og slætt hefur verið í höfninni og ennfremur hafin víðtæk eftir- grennslan eftir honum. En leitin hefur engan árangur borið, enn sem komið er. Jóhannes var ráðinn hér í skip- rúm á síldveiðar og nýkominn til bæjarins. Tekið skal fram, að ekki varð ölvun séð á Jóhannesi kvöldið sem hann hvarl

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.