Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 2
 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. júní 1954 VERKHflUKHIRmn — vikublað — Útgefandí: Sóiíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Bjðrn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Arnason, Þárir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Askriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Oddg Björnssonar h/f Lýðveldið 10 ára Tíu ár eru liðin frá þeim at- burði, er merkastur hefur orðið í sögu vor íslendinga, frá því er ís- lenzka lýðveldið var endurreist að Þingvöllum og þjóðin heimti aftur frelsi sitt eftir sjö alda er- lenda áþján. Á slíkum tímamót- um birtist oss saga liðinna alda í leiftursýn, öll sú sára þjáning, sem þjóð vor varð að þola vegna hins erlenda valds, öll sú heita þrá, sem gaf feðrum vorum styrk til þess að þrauka í gegnum harð- ræði liðinna alda fyllir hug vorn og gefur oss skilning á því, hve sú stund var mikil er þjóð vor hlaut aftur full yfirráð yfir landi sínu og oki aldanna var af henni létt, fyrir fórnarlund, hetjuskap og framsýni vorra beztu manna. En vér beinum ekki síður huganum að því, hversu til hefur tekizt síð- an þessi mikla stund í sögu þjóð- arinnar leið hjá og hversu nú horfir um framtíð hennar sem fullvalda þjóðar, og þá verður oss ljós sú staðreynd, að vér unnum ekki fullnaðarsigur í sjálfstæðis- baráttunni 17. júní 1944, og oss dylzt ekki, að slíkan sigur vinn- um vér aldrei. Sjál.fstæði þjóðar- innar er ekki gripur, sem látinn verður á afivkinn stað og geymd- ur til eilífðarnóns. Það er eign, eem sífellt verður að vinna fyrir og ætíð og æfinlega verður að vera ávöxtur af lífi voru og starfi. Hversu hefur þá til tekizt um vörzlu þeirrar dýru eignar, sem vér hlutum 1944. Er hún enn Jafn skínandi björt, höfum vér allir sem einn lagt oss fram um að geyma hennar sem skyldi. Leitumst við að svara án undan- bragða. Sannast mála er það, að vér höfum falið þeim mönnutn forsjá mála vorra, sem ekki hafa skirrst við að troða í svaðið þær vonir, sem íslendingar gerðu sér við stofnun lýðveldisins um fram- tíð þess og þjóðarinnar, og jafn- framt höfum vér orðið að þola þau ólög af hendi þess ríkis, er lofaði brottflutningi alls herliðs síns að styrjaldarlokum, að það hefur svikið gefin fyrirheit, bæði um það og annað, að hinum mikla forseta sínum látnum og gerzt sekt um sífellt áleitnari afskipti af innanlandsmálum vorum. Von- irnar, sem skáldkonan túlkaði með orðunum: „svo aldrei framar Islendsbyggð sé öðrum þjóðum háð" hafa enn á fyrsta æfitug lýðveldisins brugðizt fyrir sam- særi erlendra valdraningja og innlendra þjóna þeirra, sem met- ið hafa meira aðstöðu sína til að græða á niðurlægingu þjóðar sinnar og alþjóðleg hagsmuna- sjónarmið auðvaldsins en sjálf- stæði íslands og hag þjóðarinnar. Enginn skyldi þó ætla að sá frelsiseldur, sem lifði af allar hinar þungbæru aldir erlendrar kúgunar og brauzt út í samstilltu átaki allrar þjóðarinnar 1944, sé svo útkulnaður, að vér eigum oss ekki viðreisnar von. Enn hafa hinir bandarísku leppar að vísu yfirtökin og hefur tekizt að slæva þjóðerniskennd nokkurs hluta þjóðarinnar, en hitt er jafn víst að með miklum meirihluta hennar vex þeim öflum ásmegin, sem leitast við að skapa að nýju þann sameiningarvilja með íslending- um, af öllum flokkum og stéttum, sem orðið geti þess megnugur að hreinsa land vort enn á ný af smán hins erlenda hers og allri erlendir íhlutun. Þess vegna get- um vér, þrátt fyrir allt, verið bjartsýnir á þessum tímamótum. Pramundan eru tímar harðrar baráttu fyrir Iífi, sjálfstæði og menningu þjóðarinnar, en vér ef- umst ekki um að þjóðin er enn búin þeim eigindum, sem muni færa henni sigur og frelsi. Orðið er laust Hvítir dagar, bjartar nætur. Akureyringur skrifar: „Skáldlega keyrir þú úr hlaði, Indriði G. Þorsteinsson, er þú velur hvítasunnuhugleiðingum þínum þessa yfirskrift, þó, hefði gamall sveitungi þinn unað þér betra hlutskiptis, en fara að koma með hvíta daga í júní, þegar aðrir fá ekki séð nema bjarta daga og bjartar nætur, því að ætíð verð- ur sá sem vill miðla öðrum af nægtabrunni sínum að gæta þess, að það sé hin svala, tæra fjalla- lind, sem boðin er, en ekki dreyrðar dreggjar hins lang- staðna vatns. Þegar feður okkar í Skagafirði þöndu stóðhesta sína á góðgangi, um rifahjarn á út- mánuðum, og sólin hellti geislum sínum af heiðum himni á fann- breiðurnar, sem huldu hvern dökkan, díl, töluðu þeir um hvíta daga, eg get ekki hugsað mér, að þeir hefðu orðið þér sammála um nafngiftina. Það er hverjum gott að hugleiða afstöðu hinna eldri, þó okkur virðist nú við vera vaxnir úr grasi á ýmsum sviðum. Þú segir í grein þinni, „þung og ógreið var mér gangan á Helga- fell í Vestmannaeyjaför", það skyldi nú ekki vera, að löngu liðnir rithöfundar hafi orðið þér brattgengari þennan morgun, og viljað verja þér veginn á þennan fornhelga stað, hafi þeim þótt þú eiga óbætta blóðsök við gamalt föðurland, nema aðrir og eðlilegri hlutir hafi verið fyrir hendi. Þú ættir að minnast löngu liðinna at- burða, er maður með konung- dómi vildi vega sína eigin menn, fyrir þá sök, að of þunghentir þótti honum hásetarnir við að- sækjendur. Eg vil gera þau um- mæli, sem þar voru látin falla, að mínum, varðandi það, sem þú kallar Skandínavisma og Akur- eyradvöld, er þú telur fullar málsbætur fyrir flestu sem miður fer í andans mennt, að þú snúir geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er, þá mætti svo fara að þú hefðir til nokkurs leitað lags við listina, þó mörgum hafi hún nú gefið undir fótinn, án þess um eilífa tryggð væri að ræða." Dagurinn, vegurinn og Vignir. Eg hitti hóp verkamanna á þriðjudagsmorguninn og var um- ræðuefni þeirra þáttur Vignis Guðmundssonar um daginn og veginn í útvarpinu kvöldið áður og það voru óþvegin orð, sem honum og pistli hans voru valin. Sjálfur heyrði eg ekki þáttinn, en óljúgfróðir menn hafa sagt mér að uppistaðan hafi verið sú, að helzta meinsemd í uppeldi æsk- unnar og lífi þjóðarinnar væri sú að vinnutíminn væri of stuttur. Öllum ætti að vera frjálst að vinna eins og þá lysti fyrir dag- vinnukaup, þá væri margur vandi leystur. Það var í gamla daga orðtæki sem hét „að vera danskari en danskur" og var þá átt við auð- mjúkustu leppa hins danska valds, sem gengu lengra en Danir sjálfir í þjónustusemi sinni við yfírráða Dana. Nú á tímum höf- um við menn sem eru „amerískri en Ameríkanar" og einnig menn sem eru afturhaldssinnaðri en at- vinnurekendur, og er þá ekki sízt að finna í hópi lítt metinna unglinga, sem eygja það eitt tak- mark í lífinu að verða „fínir menn" og forða sér sem lengst frá æfikjörum erfiðismanna og telja öruggustu leiðina til þess að kitla eyru valdsmanna með afturhalds- kenningum, sem flestir siðmennt- aðir menn hafa kastað fyrir borð fyrir hálfu árhundraði eða meira. Vignir Guðmundsson er glöggt dæmi um þessa manngerð. Allir ættu að vita að við Islendingar höfum yfirleitt mun lengri vinnu dag en flestar sambærilegar menningarþjóðir og ennfremur að það er margsannað að vinnuaf- köst og framleiðsluverðmæti hafa stóraukizt með hinum stytta vinnudegi. Enginn, hvorki verka- menn né vinnuveitendur, sem ekki eru haldnir ofstækisfullu hatri á réttindum verkamanna, vita að báðum hefur orðið hagur að styttingu vinnudagsins, og að hann er grundvöllur þess að al- þýðustéttirnar geti lifað menn- ingarlífi. En óneitanlega er það hart að óvöldum, fákænum íhaldsdrengjum sé att fram í út- varpinu, einu helzta menningar- tæki þjóðarinnar, með brigzl og áróður gegn mannréttindum, sem alþýðusamtökin um heim allan hafa einbeitt sér fyrir síðustu 60 árin og nú hafa hlotið viðurkenn- ingu með öllum menningarþjóð- um. Aldi. Auglýsið í VERKAMANNINUM Ávarp til íslenzkrar alþýðu frá stjórn Sigfúsarsjóðs og miðstjórn Sósíalistaflokksins 17. júní er liðinn hjá. íslenzka þjóðin hefur fagnað 10 ára afmæli lýðveldis á íslandi, og íslenzk al- þýða hefur fært samtökum sín- um ógleymanlega og óviðjafnan- lega afmælisgjöf. Fyrir rúmlega 6 vikum ákváðu stjórn Minning- arsjóðs íslenzkrar alþýðu um Sig- fús Sigurhjartarson og miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu, Sós- íalistaflokksins, að leita trausts- yfirlýsingar almennings í landinu með nokkuð óvenjulegum hætti. Skyndifjársöfnun sú, sem til var stofnað, og ná skyldi settu marki á hátíðisdegi þjóðarinnar, átti sér ekkert fordæmi, þegar átakið var hafið. Mörgum fannst líka þá, að hreinasta kraftaverk yrði að ger- ast, til þess að markið næðist. Hrakspár afturhaldsins í landinu létu heldur ekki á sér standa. En meðal okkar þóttust margir kenna þann vorilm í lofti, að ein- mitt nú væri rétti tíminn til þesS að knýja á hjá íslenzkri alþýðu, heita á hug hennar og fórnfýsi að „færa björgin í grunn" þeirrar menningarmiðstöðvar, sem sam- tök alþýðunnar vanhagar svo tíl- finnanlega um. í minningu eins vinsælasta foringjans okkar var verkið hafið. Eldmóður hans og forysta öll vissum við að öllum var í fersku minni, en helgustu hugsjónamálin hans í hættu stödd. Allt þetta hjálpaðist að til þess, að sjóðstjóm og miðstjórn tóku sína ákvörðun, afréðu að leita kraftaverksins á þeim eina stað sem kraftaverk geta yfir höf- uð gerzt á, í viljaákvörðun alþýð- unnar sjálfrar. Þegar næstsíðasti dagur söfn- unartímans rann upp, vantaði tæpar eitt hundrað þúsund krón- ur að markinu. Um kvöldið var upphæðin komin og nokkuð á annað hundrað þúsund í viðbót. Síðasti söfnunardagurinn kom svo upphæðinni upp í 1.269.500 krónur. Og það voru ekki að- eins síðustu dagar söfnunarinnar, sem fóru langt fram úr djörfustu vonum okkar. Svo að segja hvern einasta dag gerðust hinir ótrú- legustu hlutir. Hin stórhöfðing- lega afmælisgjöf íslenzkrar al- þýðu til baráttusamtaka sinna á 10 ára afmæil lýðveldisins er svo ótvíræð traustsyfirlýsing við stefnu flokksins okkar, að ekkert getur lengur hindrað það, að af grunni rísi vegleg menningar- miðstöð íslenzkrar alþýðu, minn- isvarði hins látna brautryðjanda, sóknarmiðstöð í baráttu alþýð- unnar við nátttröll auðs og íhalds. Við, sem tókum þá ákvörðun að hefja þessa fjársöfnun, þökk- um af hrærðum hug þær dæma- fáu undirtektir, sem nú liggja fyrir. Þakklætinu beinum við fyrst til allra þeirra, sem með mikilli elju og dugnaði hafa gengið að verki, en þó ekki síður til þess mikla mannfjölda, sem með áður óþekktri rausn og fórn- fýsi hefur opnað fjársjóði sína og lagt af mörkum stærri eða smærri upphæðir. Það má með sanni segja, að þessi fjársöfnun okkar eigi engan sinn líka. En við segjum eins og forðum var sagt: „Góðar eru gjafir þínar, en betri er þó vinátta þín.' Féð er óneitanlega mikils virði, en margfalt meira virði er þó sá hugur sem gjöfunum fylgir. Við heitum því að verja fénu til bættrar aðstöðu í baráttu íslenzkr ar alþýðu fyrir endurheimt fullra yfirráða þjóðarinnar yfir íslenzku landi, fyrir varðveizlu þjóðernis og þjóðlegra verðmæta og fyrir mannsæmandi lífskjörum. Við göngum þess ekki dulin, að í þeim tilgangi einum eru gjafirn- ar af hendi inntar. Þær eru engin ölmusa eða gustukafé, heldur her kostnaður í sjálfsvörn alþýðunn- ar í þessu landi og í sókn hennar á hendur auðvaldsöflum þjóðfé- lagsins. Okkur er kunnugt um það, að þrátt fyrir mikið og veí unnið starf þeirra, sem að fjársöfnun- inni hafa unnið, entist ekki tím- inn til þess að ná til nærri allra, sem vitað er að ætluðu að vera með. Fyrsta áfanganum er náð með miklum glæsibrag á tilsett- um tíma. Þó verður enn tekið á móti framlögum, sem ekki eru komin á framfæri. Framtíðarhöll íslenzkrar alþýðu er nú tryggður samastaður og bráðabirgðahúsnæði fengið fyrir daglega starfsemi samtakanna. yggingin sjálf bíður betri tíma. Byrjunin bendir til þess, að al- menningur ætlist ekki til að sú bið verði löng. Segja má, að hér sé á sex vikum lokið fyrsta áfang- anum á sigurbraut fdlksins að framtíðarhöllinni. Við þökkum árangur þessa fyrsta áfanga Og búum okkur undir næstu sókn- arlotu. íslenzkri alþýðu óskum við til hamingju með það afrek, sem hún nú hefur unnið. 1 þvíí felast fyrirheit og fullvissa um þann stórhug og fórnfýsi sem af henni má vænta þegar hún fer að byggja upp þjóðfélag handa sjálfri sér. Stjórn Menningarsjóðs íslenzkrar alþýou um Sigfús Sigurhjartars. Miðstjorn Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins. iT **>*«? is^ um Sigfúí Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.