Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 25. júní 1954 VERKAMAÐURINN ,. í Innilegar hjartans þakkir til allra er sýndu mér viður- ¦ : kenningarvott og vináttu á 15 ára afmæli mtnu. Akureyri 20. júní 1954. LÁRUS J. RIST. .....|.....IIIHIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHII.....Illllllll........IIIHHIIIIHHIIIIII......Illll IIIIIII1......1111».. | TILKYNNING | I um iðgjaldahækkun Iðgjöld samlagsmanna til Sjúkrasamlags Akureyrar i 1 hækka úr kr. 25.00 í kr. 30.00 á mánuði frá og með 1. | júlí næst komandi að telja. 1 Jafnframt eru samlagsmenn vinsamlegast áminntir um að viðhalda réttindum sínum með skilvísri greiðslu. Guatemala og taumlaus ágengni og yfirtroðslur Bandaríkjanna í Mið- og Suður-Ameríku Ríkið Guatemala í Mið-Amer- íku er 108.889 ferkm. að stærð, eða aðeins stærra en ísland, og nýtur stuðnings 3 vinstri flokka, m. a. Verkamannaflokksins, sem MacCarthysinnar í Ameríku og Stjórn SJÚKRASAMLAGS AKUREYRAR. J,|IIHIIIIIIlllllHIII|iniMHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIMIHIIIIIIIIIIIIlllllllll.....HIMIMIIHIMMIIIMII.......MIIMIMMIMMMIMIHlí l Kartöflueigendur Þar sem kartöflur í kartöflugeymslu bæjarins í Slökkvi- stöðinni eru orðnar spíraðar og tilgangslaust að hafa þær lengur þar inni en til mánaðarmóta, er þess hér með óskað, að eigendur láti umsjónarmann geymslunnar vita fyrir 25. þ. m., hvort þeir ætla að hirða kartöflurnar, ella verða þær keyrðar burt í mánaðarlok. FRIÐRIK JÓHANNESSON. Rangárvallageymslan Þar sem kartöflur eru að byrja að spíra í Rangárvalla- geymslunni, ættu eigendur þeirra að athuga um þ<er, sem fyrst. Geymslan er opin kl. 5-1 e. h. á miðvikudögum. FRIÐRIK JÓHANNESSON. ¦^\ Garðyrkjuráðunautur filkynnir Þar sem nú er farið að bera talsvert á arfa í kartöflu- görðum þeim, sem bærinn leigir bæjarbúum, eru garð- leigjendur stranglega áminntir um að hreinsa allt ill- gresi úr görðum sínum. nú þegar, því annars verður það gert á kostnað leigjenda. Enn fremur missir garðhafi rétt á garðlandi hjá bæn- um framvegis. GARÐYRKJURÁÐUNAUTUR. Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun til 7. flokks er hafin. Verður að vera lokið fyrir 10. júlí. Endurnýjið í tíma! Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. liggur við suðurlandamæri Mexiko. íbúar Guatemala voru skv. manntali í apríl 1950 2.787.0330. Um 54% íbúanna eru hreinir Indíánar og teljast til 21 kynkvísla af Maya-Quiché-ætt- bálkinum; aðrir íbúar eru lang- flestir kynblendingar Indíána og Spánverja, svokallaðir ladinos. Höfuðborgin heitir einnig Guatemala og voru íbúar hennar í aprfl 1950 293.997, flestir ladinos eða afkomendur Evrópumanna. Næst stærstu borgirnar eru Quezaltenango (íb. 36.209), Co- ban (íb. 29.242) og Zacapa (íb. 24.033). Helztu hafnarborgirnar eru Puerto Barrios og Livingston á austurströndinni og Champeri- co og San José á vesturströnd- inni. Jörðin í Guatemalá er framúr- skarandi frjósöm og er þar aðal- lega stunduð kaffirækt, var kaff- ið 77 prósent af öllum útflutning- inum 1950. Næst mesta útflutn- ingsvaran er bananar og hefur vanalega verið um 21 prósent af verðmæti útflutningsins. Þá er ennfremur ræktað mikið af syk- urreyr, maís, baunum og hveiti. Af svokölluðu chicle-gúmmí er framleitt svo mikið, að einungis Mexiko stendur þar framar, en þetta gúmmí er notað í tyggi- gúmmíverksmiðjum Bandaríkj- anna. Tóbaks- og kakórækt er líka allmikil, sömuleiðis er fram- leitt þar töluvert af jurtaolíum. Guatemala er líka frægt fyrir ma hogny og litaðan við. Hunangs- rækt er veruleg og gull unnið úr jörðu og fleiri dýrmætir málmar. Ríkið á og starfrækir talsíma, ritsíma og útvarp og eru 24 út- varpsstöðvar í laridinu. íbúarnir eru spænskumælandi og flestir i-ómversk-katólskir, annars er þar trúfrelsi. Lýðveldi var stofnað í Guate- mala 17. apríl 1839, en núverandi stjórnarskrá gekk í gildi 15. marz 1945. Þjóðþingið er í einni deild (1 fulltrúi fyrir hverja 50 þús. íbúa) og eru þingmennirnir kosn- ir með beinum, ahnennum kosn- ingum til 4 ára. Helmingurinn af þingmönnunum er kosinn á 2 ára fresti. Þingmenn má ekki endur- kjósa fyrr en eitt eða fleiri kjör- tímabil eru liðin frá því að þeir sátu á þingi. Forsetinn er kosinn til 6 ára og má ekki endurkjósa hann fyrr en eftir 12 ár. Engan má kjósa á þing eða fyrir forseta, sem gegnir herþjónustu. Núver- andi forseti er Jacobo Arbenz Guzman (f. 1913). Var hann kjör- inn forseti 11.—13. nóv. 1950 og tók við embættinu 15. marz 1951. Hlaut hann 267.234 atkv. af 407.596. Hann og ríkisstjórnin hér heima kalla kommúnista- flokk. Ennfremur nýtur stjórnin stuðnings Landssambands vinstri sinnaðra verkalýðsfélaganna, er var stofnað 1950 og Sambands landbúnaðarverkamanna og leigu liða. 42 þingmenn styðja hina umbótasinnuðu stjórn en 12 þing- menn eru í stjórnarandstöðu- flokkunum. Þingið samþykkti í júní 1950 lagafrumvarp, en samkv. þeim lögum (Agrarian Reform Law) er stjórninni heimilt að taka eign- arnámi óræktað land stórjarð- eigenda og þeirra er ekki hirða um að rækta land sitt. Tók ríkis- stjórnin m. a. eignarnámi nokk- urn hluta af hinum víðáttumiklu landflæmum United Fruit Com- pany, sem er eitt af mestu auð- félögum í heimi (og er vert að leggja það sérstaklega á minnið að Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hluthafi í þessu auðfélagi). Skipti stjórnin síðan þessu landi milli smábænda eða leiguliða og fékk hver ca. 25 ekrur í sinn hlut, en um 80 pró- sent íbúanna stunda vinnu við landbúnaðarstörf. og# utþennslu 2. nóv. 1823 lýsti þáverandi for seti Bandaríkjanfla, Monroe, því yfir að meginland Amerfku yrði framvegis varið gegn tilraunum Evrópuvelda til að stofnsetja þar nýlendur, aðrar en þær, sem þá voru þar. Allar nýjar tilraunir, til þess að koma öðrum hlutum vest- urhelmings jarðar undir yfirráð þeirra, yrðu skoðaðar hættulegar öryggi og friði Bandaríkjanna og beinn fjandskapur við þau. Þessi yfirlýsing, sem síðan hefur verið nefni Monroe-kenningin, hefur síðan verið örugg undirstaða ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna stöðvaði alla frekari eldri stórvelda í vesturátt og enn í dag eru nýlendur Evrópuveld- anna ekki aðrar en eyjaklasar í Karabiska hafinu og nokkur landsvæði í Mið-Ameríku (Brezka Honduras) og á norður- strönd Suður-Ameríku (enska, franska og hollenzka Guayana) og að auki Grænland. Afleiðing Monroe-kenningar- innar varð sú, að Bandaríkjunum tókst að treysta valdaaðstöðu sína á meginlandi Ameríku. Yfirlýs- ingin ein nægði þó ekki til þess. Hvað eftir annað hafa Bandaríkin beitt vopnavaldi til þess að tryggja aðstöðu sína í Mið- og Suður-Ameríku. Strax árið eftir að Monroe-yfirlýsingin var birt, settu Bandaríkin lið á land í Puerto Rico. 1846 þvinguðu Bandaríkin Nýja Granada (síðar Colombia) til að fallast í samn- ing, þar sem Bandaríkin fengu eftirlit Panamaeyðsins. Til þess að slíta svæði þetta algjórlega úr tengslum við Colombia átti Bandaríkjastjórn frumkvæðið að „byltingu" í Panama 1903 og setti þar á stofn „óháð lýðveldi" sem er raunverulega hálfnýlenda Bandaríkjanna. Frá 1846 til 1848 háðu Bandaríkin árásarstríð gegn Mexiko, sem lauk á þann veg að Bandaríkin lögðu undir sig nærri helminginn af Mexiko. Á tíma- bilinu 1904—1917 gripu Banda- ríkin til innrásaraðgerða ge.gn eftirtöldum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku. í Dominikanska lýðveldið 1904 og 1916, í Cuba 1906, 1912 og 1917, í Honduras 1907 og 1912, í Nicaraqua 1909 og 1912, í Haiti 1914 og 1915, í Mexiko 1914 og 1916 og er hér hvergi nærri upptalið. Monroe-kenningin pg vopnuð íhlutun Bandarfkjanna gat þó ekki komið í veg fyrir að ýms Ameríkuríkjanna yrðu meira eða minna háð stórveldum Evrópu f jármálalega og verzlunarlega. En eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk var einnig þeirri samkeppni lokið að mestu leyti. Beinar fjár- festingar Bandarikjanna í lönd- unum sunnan Rio Grande (fljót á norðurlandamærum Mexiko) var árið 1897 ekki meiri en 0,3 milljarðar dollara, en 1919 nam þessi fjárfesting 2 milljörðum doll. og 1952 hvorki meira né minna en 5,7 milljörðum doll. Að sama skapi hafa áhrif gömlu stórveldanna dvínað. Fjárfesting Bandaríkjanna í Mið- og S.-Am- eríku er nú orðin mörgum sinn- um meiri en allra annarra rfkjá samanlagt, en þessi einhliða þró- un hefur þó síðustu árin mætt æ harðari mótspyrnu, sem meðal annars birtist í síauknum við- skiptum við Sovétéríkin og Aust- ur-Evrópu. Þá hafa fyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi gert mikið til þess að vinna aftur þá aðstöðu sem þau höfðu fyrir stríðið, og ensku verzlunarfyrirtækin reyna að vinna þar aftur sína gömlu markaði, sömuleiðis Japan, og hefur þeim öllum orðið mikið ágengt. XXX NflNKIN KHRKI Enginn skyldi þó ætla að hin geysilega fjárfesting og aðstreymi bandarísks gulls hafi haft í för með sér bætta afkomu, eins og eðlilegt væri um nýtingu auð- linda lítt þróaðra landa. Þvert á móti er hér um að ræða eitt aug- ljósasta dæmi um hámark arð- ráns sem einasta tilgang fjárfest- ingar. Enda þótt flest þau ríki, sem hér um ræðir, hafi góð skil- yrði til eigin iðnþróunar og geti orðið sjálfum sér nóg um fram- leiðslu lífsnauðsynja, hefur allt kapp verið lagt á það að gera framleiðslu þeirra sem einhæf- asta og þá miðað við framleiðslu einnar eða örfárra vörutegunda, sem líklegastar eru til þess að skila bandarísku dollarakongun- (Framhaldá4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.