Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.06.1954, Blaðsíða 4
 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. júní 1954 Frábært námsafrek Akureyrarstúdent hlaut 9.86 í meðaleinkun og 10 í 7 námsgreinum Menntaskólanum á Akureyri var slitið 17. júní og brautskráð- ust þá 35 stúdentar, 17 úr stærð- fræðideild en 18 úr máladeild. — Hæstu einkunn á prófinu hlaut Sveinn Jónsson, héðan úr bæn- um, sonur hjónanna Dagmarar Sigurjónsdóttur og Jóns M. Árnasonar vélstjóra. Hlaut hann burtfarareinkunn 9,54, en í sjálfu stúdentsprófinu hlaut hann 9,86 og 10 í 7 námsgreinum. Mun það vera alhæsta einkunn, sem nokk- ur íslenzkur stúdent hefur hlotið fyrr og síðar, en fullgildur sam- anburður er torveldur, þar sem nú er í fyrsta sinni gefið eftir einkunnakerfi nýju fræðslulag- anna. Einkunnir nýju stúdentanna uðru þessar: Máladeild: Svanhildur Hermannsd., S.-Þing. 7.59 Svava Stefánsdóttir, Ak. 8.50 Þröstur Laxdal, Ak. 8.81 Ulanskóla (eftir einkunnastiga örsteds): Óttar Eggert Pálsson, Rvík 4.29 Stœrðfrœðideild: Edda Thorlacius, Sigluf. 8.02 Friðleifur Stefánsson, Sigluf. 7.29 Guðmundur Guðmundsson, Skag. 8.68 Guðmundur Halldórsson, fsaf. 7.96 Helgi Sigvaldason, Barð. ág. 9.04 7.34 7.81 7.39 7.09 8.54 8.01 Hjörtur Jónasson, N.-Þing. Ingvar Níelsson, Neskaupst. Jón ölver Pétursson, Snæt. Kristján Gissurarson, S.-Múl Lárus Jónsson, Barð. Sigurður G. Sigurðsson, ísaf. Sigurpáll Vilhjálmsson, N.-Þing. 7.48 Sveinn Jónsson, Ak. ág. 9.54 Sverrir Georgsson, Rvík 7.64 Valdimar Jónsson, Rvík 7.44 Vilhjálmur Einarsson, S.-Mul. 7.94 örn Baldvinsson, Ef. 7.80 - Viðskiptasamningur (Framhald af 1. síðu). fá þá aftur á togarana, enda þótt ríkisstjórnin §eint og um síðir hefði manndóm í sér til raun- hæfra aðgerða. Enn kemur það til að ýms útgerðarfélög virðast ekki hafa neinn verulegan áhuga á að halda skipum sínum úti og hafa lagt þeim, enda þótt engan veg- inn vær ifullreynt hvort mann- afli fengist eða ekki. Mun til- gangurinn sá að herða á aðgerð- um af hálfu ríkisstjórnarinnar. — Þykir að vonum mörgum illt til þess að vita, að togarafélög, sem byggð eru upp af fé almenn- ings, skuli þurfa eða vilja leggja hag sinn í hættu af slíkum sökum .En höfuðábyrgðina ber þó rfkisstjórnin og flokkar henn- ar og þeir verða áreiðanlega sótt- ir til saka af almenningsálitinu fyrir skemmdarstarfsemi sína, sem þegar fyllir mælinn, þótt ekki verði lengra haldið en orð- ið er. Agúst N. Jónsson, ísaf. Aslaug Eiríksdóttir, Mýr. Bergþóra Sigfúsdóttir, S.-Múl Edda Kristjánsdóttir, Ak. Haukur Böðvarsson, Borg. Jóhanna Skaftadóttir, Sigluf. Jón Bjarman, Ak. Krístín Pétnrsdóttir, Sigluf. Kristín Tryggvadóttir, Ef. Lárus Guðmundsson, ísaf. Loftur Magnússon, Strand. Margrét Guttormsdóttir, S.-Múl Sigríður Erlingsdóttir, Rvík Skúli Steinþórsson, Ak. 8.10 8.27 7.75 8.57 ág. 9.1S 7.60 5.85 7.22 7.70 7.34 7.75 8.15 7.05 7.54 Erling Blöndal Bengfsson knéfiðlumeistari hafði hljómleika á vegum Tón- listarfélags Akureyrar í Nýja- bíó hinn 15. þ. m. með aðstoð Guðrúnar Kristinsdóttur, sem nú hefir lokið fullnaðarprófi í píanó- leik við Konungl. tónlistarháskól- Þóra Matthíasson, sopran Glæsileg söngskemtun Það var kærkominn gestur, sem söng fyrir Akureyringa í Sam- komuhúsinu þriðjudagskvöldið 22. þ. m.: frú Þóra Matthíasson, dóttir Gunnars, sonar þjóðskálds- ins Matthíasar Joehumssonar. Gunnar hefir dvalið vestan hafs marga áratugi. Hann var ágætur söngvari. Frú Þóra er fædd vest- an hafs og hefir eigi komið til ís- lands fyrr en nú. Frú Þóra hefir mjög fagra „lyriska" sopranrödd, háa, bjarta, yndislega mjúka og blæbrigða- auðuga og þróttmikla. En maður veitir því naumast eftirtekt, hve mikil hún er, vegna þess, hversu yfirtónarík hún er og þess vegna ómþýð. Söngtæknin er fullkomin og í samræmi við hina beztu ítölsku skólun. Það kom fljótt í ljós, að frú Þóra er bæði gáfuð og menntuð söngkona. Söngtæknin er henni ekki aðalatriðið, heldur aðeins tæki til að flytja sjálfa listina, og það tókst henni líka svo vel, að hiklaust má telja hana eina af beztu söngkonum, sem sungið hafa hér á Akureyri. Hvergi naut hún sín þó betur en þar sem hún beitti sínum allra-mýkstu tónum. Man ég ekki til, að ég hafi heyrt aðrar söng- konur syngja betur „pianissimo". Það er erfitt að skera úr því, hvaða lög hún söng bezt, en ég vil þó einkum benda á lögin: Mandoline eftir Debussy, Sere- nade eftir Gounod, Chére nuit eftir Bachelet, Draumalandið eft- ir Sigf. Einarsson, Vögguljóð eft- ir Sig. Þórðarson og síðast, en ekki sízt, Norsk fjældsang eftir Waldemar Thrane. Undirleikinn annaðist frú Jór- unn Viðar af mikilli list, svo sem vænta mátti af svo ágætum píanóleikara. Söngkonan hlaut ákaflega góð- ar viðtökur og mikið af blómurri. Man ég varla eftir meiri fögnuði meðal áheyranda á nokkurri söngskemmtun hér á Akureyri. A. S. Ihmuiiiiii......iiiiiiii ihii......iiiiimiimiiiiiimiiiiK,,, NÝJA-BÍÓ 1 Sýnir á PANORAMA-SÝN- { INGARTJALDl og með | nýjum sýningarvélum: § Um helgina: Leiksýningarskipið | Stórbrotin amerísk söngva- I 1 mynd í litum gerð af Metro j Goldwyn Mayer, eftir = frægasta söngleik Ameríku = „SHOW BOAT" Aðalhlutverk: ÍKATHRYN GRAYSON | AVA GARDNER HOWARD KEEL Lög t myndinni m. a.: f l „Make -believe", „You are j I Love", „Or Man river o. f/. | «"mitUMUHIIIIIM»HIIII»Hlllllllimi|IHIII'lH|llllH|lll5 ann í Kaupmannahöfn með miklu lofi. E. Bl. Bengtsson er talinn í fremstu röð knéfiðluleikara, og mun enginn, sem hlýddi á leik hans í þetta sinn, vera undrandi yfir því. Tónn hans er framúr- skarandi fagur, og hann ræður yfir öllum blæbrigðum án þess að hann virðist hafa nokkuð fyrir því. Leikni hans er slík, að líkast er því sem knéfiðlan breytist í lif- andi veru, sálu gædda, og syngi sjálf af auðlegð hjartans. Og ekk- ert sannar betur.göfgi þessa tón- listarmanns en það, með hvílíkri auðmýkt hann túlkar verk hinna miklu meistara: Hann gerir ekk- ert til að vekja athygli á sjálfum sér, en allt til að leiða fram anda tónskáldanna. Og það tókst hon- um svo, að naumast verður betur gert. Og það voru eingöngu úr- valstónverk, sem hann lék: stór verk eftir Mozart, Bach og Chopin, smærri lög eftir Tartini, Glazunov, Weber, Ravel, Saint- Saéns og Rimskij-Korsakov. Veigamesta tónverkið var Sonate op. 65 í g-moll eftir Chopin. Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir leysti sitt hlutverk af hendi með miklum snilldarbrag, svo að hvergi bar skugga á, og var sam- leikur þeirra, ekki sízt í Sónötu Chopins, aðdáahlegur. Vonandi heldur hún bráðlega einleiks- hljómleika. Ég tel þessa hljómleika ein- hvern ágætasta tónlistarviðburð, sem við höfum átt að fagna hér á Akureyri. Og fögnuður áheyr- anda var hjartanlegur. Blómum rigndi yfir báða hljóðfærasnill- ingana. Á. S. .lllltlttlllllllltllllllltlttlltlllltlllllttltttlllllllltllMtltltl,,. | Ritsaín Jóns Trausta 1-8 \ Með afborgunum. I = | Bókaverzl. Edda h.f. j Akureyri. ál riiiiMiiiiiiiiiiiiiMtiim»i»i»»ii»iiiiii»tiitiiii»»»i/ -GuatemalaogágengniBandaríkj. (Framhald af 3. síðu). um og leppum þeirra geysilegum arði. Þannig framleiðir Argentína lítið annað en hveiti og kjöt, Brazilía kaffi, Chile áburð og málma, smáríki Mið-Ameríku kaffi og banana, eyjarnar í Kara- biska hafinu sykur, Venezuela olíu o. s. frv. Það eru Wall-Strett hringarnir í New-York, sem hver í „sínu" landi stýra þróuninni með aðstoð innlendra leppstjórna, sem eru þeim meira og minna háðar. Þessi eyðileggjandi, ein- hæfni framleiðslunnar hefur m. a. þær afleiðingar í för með sér að viðkomandi ríki eru neydd til að flytja inn kynstur af neyzlu- vörum, sem þau gætu hæglega framleitt sjálf, og vitanlega eru þau þvinguð til þess að fá þær að langmestu leyti frá Bandaríkjun- 'um. Þessi þróun hefur mætt vax- andi mótspyrnu. Hvarvetna í Mið- og Suður-Ameríkuríkjun- um hafa íbúarnir „Yankee"- heimsvaldastefnuna, sem rænir þá náttúruauðæfunum, nýtir vinnukraft þeirra og lamar bar- áttu þeirra fyrir þjóðfélagslegum umbótum. Glöggt dæmi um af- leiðingarnar af arðráni banda- rísku auðhringanna í Mið- og Suður-Ameríku er eftirfarandi frásögn borgarablaðsins El- Nacional í Mexiko: „Yfirgnæfandi meiri hluti íbú- anna eru ólæsir og oskrif andi___ f Ameríku okkar fyrirfinnast lönd, þar sem 98 prósent íbúanna þjást af maga- og garnasjúkdóm- um, þar sem 90 prósent eru full- komlega vannærðar og 80 prósent eru veikir af malaríu. Hvað mnnntamál og heilbrigðisgæzlu snertir, þá eru 95 prósent af íbú- um sveitanna algjörlega afskiptir af slíku." Áður varð herraþjóð auðhring- anha að styðja sig öðru hvoru við beinar, hernaðarlegar innrásir, en á undanförnum árum hefur hæfi- leg, fjárhagsleg þvingun og þrýstingur nægt. Á síðastliðnum árum hafa Bandaríkin sem sagt ekki gert opinskáar innrásir á þessum slóð- um, vandamálin hafa verið leyst með staðbundnum stjórnbylting- um, þar sem valdaræningjarnir og einræðisherrarnir hafa með fé og vopnum af „óvissum" upp- runa kollvarpað eða reynt að velta úr sessi, ríkisstjórnum, sem •gengu of langt í því að stjaka við eða spyrna á móti sérréttindum og ágengni auðhringanna. Síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk hafa eftirtaldar stjórnbyltingar verið framkvæmdar í Mið- og Suður-Ameríku: í Venezuela 1945 og 1948, Ecuador 1946, Chile 1947, Costa Rica 1948, Perú 1948, Colombia 1948 og 1953, Bolivia 1951 og Cuba 1952. 1 hinu litla lýðveldi Guatemala voru einungis á tímabilinu 1946 til 1950 gerðar yfir þrjátíu sam- særistilraunir og vopnaðar upp- reisnir gegn ríkisstjórninni, sem þverskallast við að beygja sig fyrir bandarísku yfirskipununum. Þegar stjórn Guatemala hófst handa samkvæmt nýju landbún- aðarlöggjöfinni heyrðust strax þær raddir í Washington að hin frjálslynda umbótasinnaða stjórn væri „kommúnistisk". En þá væri líka hægt að segja að brezka Verkamannaflokksstjórnin hefði verið kommúnistisk af því að hún þjóðnýtti járnbrautirnar og kola- námurnar. Herramir í Wall- Street kölluðu líka stjóm Bolivíu kommúnistiska þegar hún þjóð- nýtti tinnámurnar. Foster Dulles hefur hvað eftir annað að undan- förnu lagt áherzlu á að hvetja þjóðir Mið- og Suður-Ameríku til sameiginlegra aðgerða gegn „kommúnistahættunni" í Guate- mala sem ógnaði „lýðræði og friði" Ameríku. Að öllu þessu athuguðu ásamt viðbrögðunum í Washington og Wall-Street, þegar innrásin var gerð í Guatemala aðfaranótt s.l. sunnudags, þarf ekki sérlega skarpa athyglisgáfu til að skynja auðmannaklíkur Bandaríkjanna og ríkisstjórn þeirra, með Mac- Carthy sem leiðarljós í stað frels- styttunnar frægu, munu eiga að minnsta kosti ekki allóverulegan þátt í þeim tilgangi að kollvarpa löglega kjörinni ríkisstjórn og forseta, sem hafa unnið það til saka að taka samkvæmt lögum eignarnámi, gegn fullri greiðslu, óræktað landssvæði og skipta þeim milli jarðnæðislítilla eða jarðnæðislausra bænda og leigu- liða. I, ; En sá eldur sem hinir fégráð- ugu dollarakóngar hafa nú kveikt í Guatemala getur auðveldlega orðið heitur fyrir þessa herra sjálfa. Skrif bandarískra blaða að undanförnu bera vott um vax- andi óró og ótta vegna þess hve andúðin í garð Bandaríkjanna færist í aukana í Mið- og Suður- Ameríku. í fyrrasumar sendi hið kunna Bandaríkjablað U. S. News and World Report fyrirspurn tií for- seta nokkurra þessara ríkja, þar sem spurt var um afstöðu við- komandi landa til Bandaríkjanna. Það fyrirfinnst engin huggun í svari forsetanna í Bolivia, Chile, Venezuela og Argentínu. Forseti Bolivia, Paz Estenssoro, svaraði m. a.: „Eg hcld, að Bandaríkin tapi vinum í Mið-Ameríku, vegna þess að þau óska ekki að sjá vandamál þessara landa___ Boliviska þjóðin glatar trausti sínu á Bandaríkjunum. Áður voru aðeins litlir stjórnmálahópar sem höfðu áróður í frammi undir fána and-stórveldastefnunnar. Nú er það nærri öll þjóðin___" Þannig fórust forseta, sem er hlynntur Bandaríkjunum, orð og má þá fara nærri um að þungur er nú róðurinn að verða fyrir dollarakongana í „þeirra eigin" heimsálfu og mega þeir naumast við þungu áfalli þar nú ofan á alla þá miklu ósigra sem þeir hafa beðið á undanförnum vikum og mánuðum í utanríkismálunum. J. Arn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.