Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.07.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.07.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 2. júlí 1954 16. iðnþing íslendinga háð á Akureyri Þingið gerði margvíslegar ályktanir um mál- efni iðnaðarmanna VERKHmflÐURinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósialistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Aígreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Þeir eru hræddir Þessa dagana opnar maður varla svo Morgunblaðið, Vísir eða önnur íhaldsmálgögn, að þar blasi ekki við áberandi greinar um Alþýðusambandið og örlög þess á næsta hausti, en eins og kunnugt er verður þing þess haldið seint á þessu ári. Leynir sér ekki að þessi íhaldsgögn 'njóta engrar værðar vegna nagandi kvíða um að yfirráðum aftur- haldsins sé þar senn að fullu lok- ið. Og þessi ótti er fullkomlega á rökum reistur. Á árunum 1942 til 1948 fóru sameiningarmenn með stjóm Al- þýðusambandsins og á þeim ár- um urðu stærri og heillavænlegri breytingar til bóta á kjörum og högum vinnandi manna en nokkru sinni á jafn skömmum tíma. Með því að leysa fjötra flokkseinræðis yfir heildarsam- tökunum og skapa þeim trausta forutsu varð Alþýðusambandið stórveldi í landinu og bein og ó- bein áhrif þess á þjóðlífið allt fóru vaxandi, til síaukinnar hrellingar afturhaldinu í landinu. Eftir að nýsköpunarstjórnin fór frá völdum hóf afturhaldið gagn- sókn á hendur alþýðusamtökun- um á mörgum vígstöðvum. Bandarísk áhrif urðu allsráðandi 1 herbúðum atvinnurekenda- valdsins, afturhaldsstjórn settist að völdum og hóf aðgerðir sínar gegn batnandi kjörum almenn- ings í formi stóraukinna skatta- og tollaklyfja. Þegar svo var komið var auðsætt að áfturhald- inu yrði ekki stætt á aðgerðum sínum, ef Alþýðusambandið væri hlutverki sínu vaxið og þá var hafin sú hemaðaraðgerð að reyna að ná völdum innan alþýðusam- takanna og veikja þau þannig, að þau gætu ekki verið vinnandi mönnum sú hlíf í lífsbaráttunni, sem þau höfðu áður verið. Þessi hernaðaraðgerð tókst í bili. Afturhaldssamasti hluti Al- þýðuflokksins slóst í fylgd með atvinnurekenda valdi framsóknar og íhalds og tókst með styrk þeirra og stjórn að ná undir sig heildarsamtökunum. Síðan hefur hverri hræringu þeirra Alþýðu- flokksmanna, sem trúar hafa á lýðræðisslagorðin, sem notuð hafa verið sem formáli fyrir hverri árás á launakjörin og hag almennings, til sjálfstæðrar stefnu verið svarað, af hálfu íhaldsaflanna: „Ef þið verðið ekki þægir, þá sviftum við ykkur |öllum stuðningi og dagar valda ykkar og áhrifa eru taldir.1 Nú dvína óðfluga áhrif slagorð- anna og þrælataka afturhaldsins á foringjum Alþýðuflokksins. — Undangengnar kosningar sýndu öllum sjáandi Alþýðuflokks- mönnum að íhaldssamvinnan var fordæmd af yfirgnæfandi meiri- hluta alþýðufólks og að áfram- hald hennar hlýtur að leiða til tortímingar flokksins. — Full ástæða er til að setla að meðal þeirra mörgu, sem nú er orðið ljóst að alþýðan unir ekki lengur yfirráðum atvinnurekenda og vikadrengja afturhaldsins yfir Alþýðusambandinu sé ekki ein- asta mikill meirihluti þeirra vinn andi manna, sem flokknum fylgja, Skattskráin. Undanfarin ár hefur skattskrá- in verið sögð metsölubók ársins. Nú verður hún það ekki, því að vegna breyttrar skattskrár, sem gjaldendum er raðað í eftir göt- um, þykir ekki fært að gefa hana út, þar sem hún getur ekki komið að neinu gagni sem handbók um heimiilsfang manna eins og verið hefur. En þeim mun fjölsóttari munu bæjarskrifstofurnar og skattstofan verða þessa dagana af útsvarsgjaldendum og skattgreið- endum, sem þangað leita til þess að fá vitneskju um hvað þeim er gert að greiða. Og næstu dagana verður rætt fram og aftur um út- svörin, um verkamenn sem eiga að greiða allt upp í 10 þúsund krónur í útsvar og um útgerðar- menn, sem eiga að greiða 1—2 þúsund, en hafa þó efni ó að búa á Borginni mánuðum saman og halda sig á allan hátt stórmann- lega. Um launþega sem greiða hærra útsvar en stórfyrirætkin sem þeir vinna hjá og fjölda ann- arra kynlegra afleiðinga af út- Svars- og skattalöggjöfinni og að síðustu berst talið gjarnan að því hversu því fé er varið, sem mönn- um er gert að greiða og ýmsum mun finnast mísjafnlega á því haldið. Hundruð þúsunda umfram fjárhagsáætlun. Nú í vetur og vor hefur stórurn upphæðum, sennilega hundruð- um þúsunda verið ráðstafað úr heldur einnig núverandi formað- ur flokksins og meirihluti stjórn- ar hans. Er það vissulega fagnað- arefni ef svo áhrifamiklir foringj- ar flokksins eru reiðubúnir til að brjóta af sér okið og taka sér stöðu með alþýðunni og þeirri þróun, sem óhjákvæmilega hlýt- ur að verða í verkalýðsmálunum. Það eru ekki sízt þessar stað- reyndir, sem nú valda ugg í aft- urhaldsblöðunum og særa fram froðufellandi heiftaryrði úr penn- um Morgunblaðsmanna. Þeir sjá fram á að fimmtaherdeild þeirra í verkalýðshreyfingunni stendur máttvana gagnvart alþýðunni, sem er staðráðin í því að heimta aftur full yfirráð yfir samtökum sínum og að gera þau aftur að mátttugu tæki í lífsbaráttu sinni. bæjarsjóði, án þess að fyrir þeim væri nokkur stafur í fjárhags- áætlun bæjarins og sumar þessar fjárupphæðir eru þess eðlis, að þær verða ekki taldar óhjá- kvæmilegar. Eru nú ýmsir, sem kunnugir eru fjárhag bæjarins farnir að láta sér detta í hug að ekki verði komizt hjá niðurjöfnun aukaútsvara á komandi hausti. Mun þetta m. a. hafa ýtt undir þá samþykkt meirihluta niðurjöfn- unamefndar, að innheimta út- svörin með hæsta leyfilegu álagi, lögum samkvæmt og þó heldur betur. Það mun ekki fjarri lagi um af- stöðu almennings til útsvaranna, þau orð, sem einn togarasjómað- ur lét falla nú nýlega: „Eg mundi greiða mitt háa útsvar með glöðu geði og leggja hart að mér til þess að standa í skilum, ef eg sæi að bróðurpartinum væri varið til einhverra þeirra framkvæmda, sem byggðu upp varanleg at- vinnutæki og menningartæki fyr- ir íbúa bæjarins, en færu ekki eins og nú er, að miklum hluta í skriffinnskubákn, sem litla al- menna þjónustu lætur eftir sig.“ En það er nú eitthvað annað en því sé þannig varið hér á Akur- eyri. j Ritsafn Jóns Trausta 1-8 j Með afborgunum. { Bókaverzl. Edda h.f. [ Akureyri. Þing Landssambands iðnaðar- manna, hið 16. í röðinni, var haldið hér í bænum dagana 26.— 28. þ. m. Var þingið haldið hér með tilliti til þess að tvö félög iðnðarmanna hér í bænum, Tré- smiðafélag Akureyrar og Iðnað- armannafélag Akureyrar, eiga 50 ára afmæli á þessu ári. Þingið var sett í Varðborg sl. laugardag og sóttu það um 50 fulltrúar iðn'aðarmannafélaga víðs vegar af landinu, auk stjórn- ar sambandsins og framkvæmda- stjóra. Forseti þingsins var kjörinn Karl Einarsson, form. Iðnaðar- mannafélags Akureyrar, en vara- forsetar Indriði Helgason og Guðjón Magnússon. Helztu umræðuefni þingsins voru lánamál iðnaðarins, tolla- mól, söluskatturinn, endurskoðun bátalistans og ýmis önnur hags- munamál iðnaðarmanna. Voru samþykktar ályktanir í flestum þessara mála, m. a. eftirfarandi um afnám söluskattsins, endur- skoðun bátalistans, lánsþörf iðn- aðarins og um innlendar skipa- skipasmíðar: Söluskattur. 16. Iðnþingið endurtekur álykt- un sína frá síðasta þingi og felur stjórn Landssambands iðnaðar- manna, að vinna að því við ríkis- stjórn o gAlþingi: 1. Að söluskatturinn verði num- inn úr gildi, en ef hann fæst ekki afnuminn, þá verði hann aldrei lagður á, hvorki efni né vinnu, nema í eitt skipti. 2. Meðan söluskatturinn er inn- heimtur verði hætt að beita þeirri fráleitu innheimtuaðferð, se mnú tíðkast, að stöðva rekst- ur iðnfyrirtækja vegna van- goldins söluskatts. Endurskoðun bátalistans. 16. Iðnþing íslendinga ályktar að skora á ríkisstjórnina, að láta nú þegar fara fram endurskoðun ó bátagjaldeyrislistanum með til- liti til sérþarfa iðnaðarins og sér- staklega leggur þingið áherzlu á, að óviðunandi sé að iðnaðarvélar, handverkfæri og önnur tæki til iðnaðar séu á bátagjaldeyri. Lánsfjárþörf iðnaðarins. 16. Iðnþing íslendinga lftur svo ó, að heppilegasta leiðin, sem nú er fyrir hendi til þess að bæta úr hinni brýnu lánsþörf iðnaðarins sem nú ríkir, sé í fyrsta lagi, að efla Iðnaðarbanka íslands og að stjóm Landssambandsins vinni að því við hæstvirt Alþingi, að það hækki framlag til Iðnlóna- sjóðs, úr kr. 300 þús. upp í 1 millj. króna. Bátasmíðar. Sextánda Iðnþing íslendinga fagnar þeim árangri, sem þegar hefur náðast til hagsbóta fyrir innlendar skipasmíðastöðvar, en harmar þó að ekki skyldi fóst sú lausn ó þessu móli á síðasta Al- þingi, sem vonir stóðu til sam- kvæmt viðræðum við ríkis- stjórn meðan 15. iðnþing stóð yfir. Þingið leggur því sérstaka óherzlu á, að enn þurfi að sækja fram á sömu braut, til þess að skipasmíðastöðvunum verði á næstunni tryggt til frambúðar: 1. Að þær fái að sitja fyrir allrí þeirri nýsmíði, er þær geta leyst af hendi með eðlilegri starfrækslu. 2. Að þær fái aðstöðu til þess að byggja skip fyrir eigin reikning, m. a. með því að sjá þeim fyrir SKRÁ um niðurjöfnun útsvara í Akureyrarkaupstað liggur frammi til sýnis í skrifstofu bæjarins, Strandgötu 1, II. hæð, frá 30. júní til 13. júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til 14. júlí, og ber að skila kærum á skrifstofu mína innan þess tíma. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Bæjarstjórinn á Akureyri, 29. júní 1954, Steinn Steinsen. (Framhald ó 3. bls.). SKRÁ yfir tekju- og eignaskatt Uggur frammi á skattstofu Akureyrar, Strandgötu 1, frá 30. júní til 13. júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum. Ennfremur liggja frammi á sama tíma skrár yfir gjöld til Almannatrygginga og slysatryggingagjöld. Kærum út af skrám ber að skila til skattstofunnar fyrir 14. júlí n. k. Skattstofan verður opin frá 10—12 og 2—7 alla virka daga, nema laugardaga 10—12, á meðan kærufrestur stendur. Akureyri, 24. júní 1954. Skattstjórinn á Akureyri. XX X NfiNKIN A * * KHflKI Orðið er iaust

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.