Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.07.1954, Síða 1

Verkamaðurinn - 16.07.1954, Síða 1
VERKflnwÐURinn XXXVII. árg. t Akureyri, föstudaginn 16. júlí 1954 22. tbl. Flokkurinn Fiokksfélagar eru minntir á aö félagsgjöldin fyrir 3. ársf jórð ung eru faLin í gja’cldaga og ciu ailir beönir aö gcra skii á þtirn naistu daga, annaö hvort til deildargjaldkera eða til skrifstofu Sósíalistafélagsins. Síldarsöltun hófst á miðnætti í fyrrinótt, en er bundin skilyrðum um 20% fitumagn og 250 gr. meðalþunga. Sjómenn bjartsýnir um áframhaldandi veiði Vatnavextir og skriðuhlaup valda stórspjöllum á vegum, mann- virkjum og löndum Um síðustu helgi nam heildar- aflamagn síldarinnar 20832 mál- um í bræðslu, 306 tunnum sölt- uðum og 3486 tunnur frystum. Var það svipað aflamagn og á sama tíma í fyrra, en þá hófst söltun 10. júlí og var saltsíldin þá orðin um 20 þús. tunnum meiri en nú, en bræðslusíldin þeim mun minni. Fram á sl. miðvikudagsnótt var yfirleitt aðeins um reitingsafla að ræða, þótt einstaka skip fengju góð köst, þá tók veiði mjög að glæðast og var allmikilli veiði landað á Raufarhöfn, Siglufirði og við Eyjafjörð á miðvikudag og í gær. % í fyrrinótt fengu mörg skip góða veiði, flest í Skjálfandaflóa og Axarfjarðardjúpi og út af Manareyjum, þ. a. m. Njörður, sem fékk 700 mál í einu kasti. — Ægir, sem nú er í rannsóknar- leiðangri, búinn asdic-tækjum, fann mikið síldarmagn, bæði út af Mánareyjum (50 torfur) og þó enn meira út af Sléttu. minnsta kosti um 1/3 hluti veið- arinnar fari í úrgang þegar saltað er. Hins vegar eykur það mjög á bjartsýni manna um mikla veiði, hve árgangarnir eru margir. Rannsóknir hafa og leitt í ljós, að kalda sjávarbeltið austan land- grunnsins, sem mjög hefur verið áberandi undanfarin sumur, og talið er að girt hafi að verulegu leyti fyrir göngu sildarinnar upp að landinu að austan, er nú að mestu horfið úr sögunni. Styður það einnig að þeirri trú manna að síldin verði ekki jafn brigðul og að undanförnu. Saltsíldin ekki verðlögð enn. Ekkert hefur enn verið gefið upp um verð á síld til söltunar og mun það stafa af því að sölu- samningarnir við Sovétríkinr eru enn ekki fullgerðir, en þau munu kaupa a. m. k. 70 þúsund tunnur Norðurlandssíldar og svipað magn af Suðurlandssíld. Þá hefur og verið samið um sölu á um 120 þúsund tunnum Norðurlandssíld- ar til Finnlands og Svíþjóðar. MÍR Kmverskur sirkus Laugardaginn 17. júlí verður kvikmyndasýning hjá MÍR í Ás- garði kl. 9 síðd. Sýnd verður myndin ,,Kínverskur sirkus'". — Ennfremur verða þar til sýnis rússnesk tímarit og blöð. Mynd þessi er bráðskemmtileg og eru menn hvattir til að fjölmenna. Verður nevzluvatn iekið úr Glerá? Vatnsveitustjóri hefur lagt til, til þess að ráða bót á vatnsskort- inum í bænum, að gerður verði nýr vatnsgeymir, 500-1000 tonna, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Hefur bæjarráð falið bæjarverk- fræðingi að gera kostnaðaráætlun um slíkan geymi og jafnframt falið honum að rannsaka skilyrði fyrir vatnstöku úr Glerá og kostnaði við það. Virðist sú leið muni verða óhjákvæmileg til þess að mæta vaxandi vatnsþörf bæjarins til frambúðar. Fyrra þriðjudag gerði stórrign- ingu víða um Nor&urland, en mest mest varð vatnsveðrið í Skagafirði og á fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Urðu stórfelldar skemmdir af skriðuföllum og vatnavöxtum á vegum, brúm og ræsum í Norð- urárdal og Oxnadalsheiði vestan- verðri. Geysilegur vöxtur hljóp í ár og læki, sem brutu af sér brýr og ræsi. Valagilsá í Norðurárdal þeytti í burtu brúnni á ánni og má geta sér til um hamfarir ár- innar af því að vatnsflaumurinn varð um 80 m. breiður, en brúin var aðeins 12 metrar. Skriður féllu á túnin á Fremri- og Ytri-Kotum. Ytri-Kot er eyðibýli, en búið er á Fremri- Kotum og eyðilagðist þar mest allt túnið og auk þess fjárhús, hlaða og haughús. íbúðarhúsið skemmdist ekki, stóð af sér skriðuhlaupið, enda traust, ný- byggt hús. Fé og hross fórust í hlaupunum og einn eða tveir bíl- ar stórskemmdust. Bráðabirgðaviðgerð hefur nú farið fram á brúm og vegum og er suðurleiðin nú aftur orðin fær bifreiðum. í náttúruhamförum þessum hefur enginn beðið slíkt tjón sem bóndinn á Fremri-Kotum, Gunn- ar , Valdimarsson, er ábúðarjörð hans og peningshús eru nú nálega grjóturð ein. Hefur hann þó í hyggju að bjóða erfiðleikunum birginn og freist'a áframhaldandi búskapar á jörð sinni. Mun slíkur kjarkur hljóta verðskuldaða að- dáun og hafa þegar margir sýnt hug sinn til þessa vinsæla og hjálpsama heiðabónda með því að styrkja hann með fjárframlögum. Er þess að vænta að slík hjálp verði svo almenn og mikil að- honum reynizt kleyft að endur- reisa býli sitt. — Er það í rauninni einnig mál almennings, sem oft og iðulega hefur notið fyrirgreiðslu og bjargar ábúenda Fremri-Kota, og þá ekki hvað sízt Gunnars Valdimarssonar. Sauðfjárslátrun hafin Síðastl. þriðjudag hófst slátrun sauðfjár hér á sláturhúsinu og var þá slátrað nokkrum fullorðn- um hrútum og geldum ám. Mun það einsdæmi að sauðfé sé slátrað svo snemma sumars, en kjöt- skortur er nú tilfinnanlegur. Söltun hafin á miðnætti í fyrrinótt. Á miðvikudagskvöldið gaf sfld- arútvegsnefnd út tilkynningu um söltunarleyfi frá miðnætti og var þá söltun hafin bæði á Siglufirði, Raufarhöfn og e. t. v. víðar. — Söltunarleyfið er þó bundið því skilyrði, að fitumagn síldarinnar sé 20% og að ekki fari nema 4 síldar í kg. Síldin misjöfn. Síldin er mjög misjöfn, og er nú um fleiri árganga að ræða í veið- inni en undanfarin sumur. Ber einkum mikið á yngri árgöngum. Veldur þetta miklum óþægindum við söltunina, hve síldin er mis- feit og misstór og er talið að Krossanesverksmiðjan hefur fengið jafn mikla síld og á allri vertíðinni í fyrra. í gær höfðu Krossanesverk- smiðjunni borizt samtals 7500 mál, en hún fékk aðeins um 7000 mál á allri vertíðinni í fyrra. Síðustu landanir eru þessar: Á MIÐVIKUDAG. Snæfell 796 mál Víðir 182 mál Auður 390 mál Kristján 261 mál í GÆR: Jörundur 1200 Baldur 660 (Framhald á 4. síðu). Nefnd sjö vísinda- og menntamanna farin til Sovétríkjanna Nefndin mun dveljast eystra í þrjár vikur Sjö manna nefnd vísinda- og menntamanna fór héðan 14. júlí áleiðis til Sovétríkjanna í boái VOKS til 3ja vikna dvalar þar. Nefndina skipa: Ragnar Ólafs- son, hæstaréttarlögmaður, Þor- björn Sigurgeirsson, framkv.stj. rannsóknarráðs ríkisins, dr. Björn Jóhannesson, jarðvegs- fræðingur, dr. Guðni Jónsson, skólastjóri, Björn Sigurðsson, læknir forstöðumaður rannsókn- arnefndarinnar á Keldum, Snorri Hjartarson, skáld, bæjarbóka- vörður og Guðmundur Kjartans- son, jarðfræðingur. Ráðstefna sósíalistafélaganna: Eining verkalýðsstéttarinnar eg sjálfstæði heildar- samtakanna brýnasta velferðarmál ísl. alþýðu Þann 4. júlí sl. var ráðstefna sósíalistafélaganna á Norðurlandi haldin hér í bænum. Sóttu ráð- stefnuna fulltrúar flestra sósíal- istafélaga í fjórðungnum, rúmlega 30 að tölu. Auk kjörinna fulltrúa mættu til ráðstefnunnar varafor- maður Sósíalistaflokksins, Stein- þór Guðmundsson, og fram- kvæmdastjóri flokksins, Eggert Þorbjarnarson, sem fulltrúar miðstjórnar. Ráðstefnan var háldin í húsa- kynnum. Sósíalistafélags Akur- eyrar, Ásgarði, og setti Þórir Daníelsson, formaður Sósíalista- félags Akureyrar, ráðstefnuna með stuttri ræðu, en síðan hófust fundarstörf. Forseti ráðstefnunn- ar var kjörinn Þóroddur Guð- mundsson frá Siglufirði og vara- forseti Jóhann Hermannsson, Húsavík, en ritarar Þórir Daní- elsson og Sigtryggur Helgason. Steinþór Guðmundss. flutti ýtar- legt erindi um stjórnmálaviðhorf- ið og helztu verkefni flokksins. Var ræðu hans vel fagnað. Þrjár nefndir störfuðu á ráð- stefnunni: verkalýðsniálanefnd, atvinnumálanefnd og flokks- starfsnefnd. Voru gerðar álykt- anir í öllum þessum málum og auk þess ályktun um sjálfstæðis- málið. Umræður urðu fjörugar og mótuðust allar af miklum áhuga fyrir viðgangi flokksins og verka- lýðshreyfingarinnar allrar og af frábærum einhug um stefnumál öll. í lok ráðstefnunnar flutti Steinþór Guðmundsson snjalla ræðu og forseti ráðstefnunnar þakkaði félögunum góða sam- vinnu og röskleg fundarstörf. Fara hér á eftir nokkrar álykt- anir ráðstefnunnar: VERKALÝÐSMÁL. Ráðstefna sósíalistafélaganna á Norðurlandi, haldin á Akur- eyri 4. júlí 1954, telur að brýn- asía velferðarmál íslenzkrar al- þýðu sé eining verkalýðsstétt- arinnar og sjálfstæði heildar- samtaka hennar gagnvart auð- inannastéttinni og ríkisvaldi hennar. Þess vegna fagnar ráðstefnan þeim vaxandi samstarfsvilja, sem undanfarið hefiu- komið í Ijós hjá norðlenzkum verkalýð. Heitir ráðstefnan á alla verkamenn og verkakonur norðanlands að taka höndum saman í enn ríkara mæli, ryðja úr vegi fornum ágreiningi og fordómum og tryggja þar með einingu verkalýðsins og sjálf- stæði samtakanna seni skjót- astan sigur. ATVINNUMÁL. Ráðstefna sósíalistafélaganna á Norðurlandi undirstrikar til- lögur þær, rnn lausn togara- vandamálsins, sem Sósíalista- (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.