Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.07.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.07.1954, Blaðsíða 2
VERKAMABURJNN Föstudaginn 16. júlí 1954 WEKKHmflÐUKinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Bjöm Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f „Mér virðist slíkt lítil fórn" Hér hefur verið á ferð Ismay lávarður, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsíns og ávarpaði sá þjóðina í útvarpi. Eftir áð lá- varðurinn hafði gert nokkrar hlægilegar tilraunir til þess að telja íslendingum trú um að þeir væru nákvæmlega jafn valda- miklir í þessu hernaðarbandalagi eins og „hin voldugu Bandaríki", endaði hann ræðu sína á því, að öll aðildarríkin yrðu að færa fórnir en íslendingar og aðrar þjóðir, sem yrðu að þola erlenda hersetu í löndum sínum, færðu þó minnstar fórnirnar. „Mér virðist sú fórn lítil" sagði lávarð- urinn og átti þá vitanlega við að fórnin væri lítil á móts við alla þá „vernd" sem bandalagið veitti íslendingum. í Morgunblaðinu 2. þ. m. birtist grein eftir austurríska eðlisfræð inginn Hans Thirring, og kemst hann hann m. a. svo að orði um varnir gegn nýjustu atomvopn- unum: „Engin vörn er hugsanleg gegn flaug, sem þýtur áfram í meira en 160 km. hæð og steypist niður með meiri hraða en hljóð- ið, áður en hún springur og dreif- ir lífshættulegu ryki sínu um loftin" .... „þegar báðir aðilar hafa í fórum sínum flaugar og frumeindaösku myndu jafnvel ekki yfirburðir í hlutfallinu 10 á móti 1 geta forðað eigin landi og þjóð frá tortímingu." Þar höfum við, í sjálfu höfuð- málgagni hernámsstefnunnar, lýsingu á þeirri vernd sem Bandaríkjaherinn getur veitt okkur, jafnvel þótt yfirburðir setuhðsins hér yrðu 10 á móti 1 hjá hinum ímynduðu árásaraðil- um, og þurftum við þó naumast slíkra vitna við, því að öllum er ljóst, sem ekki eru blindaðir af bandarískum hernaðaráróðri, að eina vörn smáþjóðar, sem vor ís- lendinga, er friður og við erum vissulega ekki að styðja að hon- um með því_ að gera land okkar að árásarstöð í þeirri styrjöld, sem núverandi leiðtogar Banda- ríkjanna þrá gegn alþýðuríkjun- um í Evrópu og Asíu. Hver er svo sú fórn, sem fs- lendingar verða að færa til þess að verða „verndarinnar" aðnjót- andi? Á nýafstöðnu þingi Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands, þar sem saman voru komnir æskulýðsleiðtogar og menningarlegir forustumenn úr öllum stjórnmálaflokkum í Aust- firðingafjórðungi, var henni lýst á eftirfarandi hátt: „1. Að þjóðar- metnaði sé stórlega misboðið með dvöl erlends hers í landinu. 2. Að með dvöl erlends hers sé stjórn- arfarslegu sjálfstæði íslands hætta búíh. 3. Að menningu þjóð- arinnar stafi hætta af hersetunni. 4. Að með tilkomu hinna stór- virkustu hernaðartækja, sem nú eru þekkt, sé meirihluti þjóðar- innar leiddur í beinan háska. ..." Undir þessa yfirlýsingu getur vafalaust mikill 'meirihluti þjóð- arinnar tekið, því að hún er rétt og sönn. En virðingarleysið fyrir þjóðinni, lítilsvirðingin á öllu því, sem henni er dýrast og helg- ast, blasir við hverjum manni úr ræðu eins höfuðprests Atlants- hafsbandsins er hann telur að það sé lítil fórn íslendingum að misbjóða þjóðarmetnaði sínum, tefla stjórnarfarslegu sjálfstæði í hættu, og leggja menningu og sjálfa tilveru sína í bráða hættu. Og menn komst ekki undan því að spyrja sjálfa sig, hvort slíkum mönnum myndi ekki þykja lítils um vert, þótt „útsker þetta" með sinni hörðu lífsbaráttu hinnar fá- mennustu þjóðar þurrkaðist af öllu lífi í eldi vítissprengjunnar. Slíkt yrði vafalaust talin lítil fórn í „hinu helga stríði gegn komm- únismanum" — lítil fórn fyrir stríðsbrjálæðinga þá, sem láta sig dreyma um endurreisn auðvalds- skipulagsins á sviðinni jörð, par sem nú er gróandi þjóðlíf í skjóli alþýðuvalda. OLGA LEPESJINSKAJA: AD SIGRA ELLINA Olga Lepesjinskaja er rússneskur prófessor og einn fremsti sérfræðingur í heimi í cytologi, en svo heit- ir fræðin um sellurnar í líkamanum. í eftirfarandi grein setur prófessorinn fram þá skoðun að aukin þekking muni færa okkur að því marki, að ná 150 ára aldri flestum mönnum til handa Það er alkunnugt, að kjöt af gömlum dýrum er svo þétt í sér sem hefði það legið undir fargi lengi. Eins er farið holdi gamalla manna. Frá vöggu til elli fara líkams- vefirnir þornandi jafnt og þétt. Líkami nýfædds barns er að 80 hundraðshlutum gerður úr vatni, en fullorðinn maður, þó ungur sé, hefur aðeins 65% vatns í líkam- anum og fer hlutfallið minnkandi með aldrinum. Ekki bætir það neitt úr að drekka mikið, þá er elli er komin í vefi líkamans og skertur hæfileiki þeirra til að drekka í sig vatn. Ekki ér ellin neinn afmarkaður þáttur æviskeiðsins, heldur er líkaminn undirorpinn hægri og jafnri þróun frá fósturskeiði og fram úr. Hvers vegna þéttast líkamsvef- irnir og þorna með aldrinum, hvers vegna verður hörundið hrukkótt og slapandi, hvers vegna þverrar þrekið og hvörs vegna deyja menn úr elli? Vísindin geta svarað þessu þótt sumt sé móðu hulið, en margt af því sem við Orðið er laust Gestaþraut Braga. í leiðara Alþýðumannsins 13. þ. m. gerist ritstjóranum tíðrætt um „kommúnista í Sósíalista- flokknum' 'annars vegar og „só- síalitsa í Kommúnistaflokknum" hins vegar. Telur ritstjórinn hina fyrrnefndu hið mesta illþýði, en þá síðarnefndu mestu ágætis- menn, sem mikils sé um vert fyr- ir Alþýðuflokkinn að hafa sem nán'ast samstarf við. Hafa ýmsir reynt með litlum árangri að spreyta sig á þessari bráðsnjöllu gestaþraut og er henni hér með komið áleiðis, svo að fleiri en hinir sárfáu lesendur Alþm. geti fengist við hana. Sumir halda því að vísu fram, að Bragi geti sjálfur ekki leyst þrautina, en ekki trú- um við slíku hrekkjabragði upp á syo fróman mann. Einhvers staðar lumar hann á þeirri einuog sönnu skýringu, sem geti gert honum fært að skipa mönnum í hina útskúfuðu sveit kommúnista í Sósíalistaflokknum eða í það valda lið, sem hann nefnir sósíal- ista í Kommúnistaflokknum. Við vonum fastlega að skýring- in birtist að loknu vel heppnuðu og hressandi sumarleyfi. Hlægilegir tilburðir. „íslendingur" hefur uppi til- burði 7. þ. m. til þess að slá sig til riddara á útsvörunum og þeirri miklu gremju, sem eðlilega er ríkjandi yfir þeim vaxandi þunga, sem lagður er á herðar launþega í formi útsvarsbyrða og skatta. Birtast tvær greinar í sama blaðinu, önnur ritstjórnar- grein, þar sem Akureyri er nefnd „bær álagnanna" og farið mörg- um orðum um þær hættur, sem bæjarfélaginu stafa af skattpín- ingunni. Hin greinin fjallar um óviðurkvæmilegar hótanir bæjar- yfirvaldanna um lögtök og dólgs- legar aðfarir rukkaranna þegar að gjalddaga er komið. Þá er gagnrýnd sú ráðstöfun niðurjöfn- unarnefndar, að leggja 10% á út- svörin fyrir vanskilum og skekkjum. Margt er að vísu rétt í þessum greinaum, en harla broslegir verða tilburðir blaðsins þegar þess er gætt að íhaldið og systurflokkur þess Framsókn hafa haft um áratugi tögl og hagldir í bæjarfélaginu og verið nálega einrátt um álagningu og álagningaraðferðir, og ennfremur þess að tveir íhaldsmenn og einn Framsóknarmaður stóðu að 10% hækkuninni á útsvörunum gegn fulltrúum Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins. Hefur þetta málgagn bæjarstjórnarmeirihlut- ans og bæjarstjórans orðið sér til almenns athlægis fyrir lýsingar sínar á éigin ávirðingum. .lllfltllllftltltlttttMtlttttttfftftttlftHtttttttllttttfmitmitf. | Rifsafn Jóns Trausta 1-81 Með ctfborgtmum. \ Bókaverzl. Edda h.f. { Akureyri. 'tntHfftttHttttttfttttttttHHttttHHtttttHttffttttlttttHtttll/ vitum ekki í dag verður uppvíst orðið á morgun. Það er alkunnugt að hörundið er gert úr ótal smáum frumum. Innanvert við þennan þétta vef, sem ver okkur fyrir ásókn sýkla og ótal öðrum hættum er mergð af vöðvum og öðrum líffærum, sem gerð eru úr eggjahvítuefn- um áþekkum að samsetningi. Næringarefni berast líkamanum með fæðunni og blóðið flytur þau til hverrar einstakrar frumu í líkamanum og jafnframt ber það burtu úrgangsefni, en hjartað annast rás blóðsins um hinar marggreindu æðar. Loftið sem við öndum að okk- ur skilzt að í lungunum og halda þau eftir því efninu, sem líkam- inn þarfnast, en það er súrefnið, og hverfur það inn í blóðið og blandast þar næringarefnum, sem berast inn í æðarnar frá maga, þörmum og lifur og síðan er sér- hverju af efnum þessum skilað þangað sem þörfin er fyrir það, til hverrar einstakrar frumu og sérhverrar sameindar. Hýðið, sem lykur um frumurn- ar, þéttist smátt og smátt. Frymið °g eggjahvítukornin taka að hrörna og lýsir það sér í því, að þau fara að hrinda frá sér vatni. Sérhver sameind af eggjahvítu- efni er hlaðin pósitfvu og nega- tívu rafmagni. Þá er eggjahvíttu- efnissameindir sameinast, verða sumar af rafeindunum óvirkar. En það er undir rafhleðslunni komið hvort frumunum notast að næringarefnunum, hlýtur efna- tekjan að minnka með þverrandi hleðslu eða með þornun frum- anna, en við það rýma þær er þær megna ekki framar að drekka úr blóðinu efni þau er þ'ær þarfnast. Það er sem þær missi máttinn til þess. Frumurnar eitrast einnig vegna þess að þær megna ekki að losa sig nógu fljótt við gangslaus og skaðleg efni. Þegar þetta er komið á hátt stig, hætta efnaskiptin að fullu og maðurinn deyr. Það var Metjnikov sem fyrst- ur hélt því fram að mönnum 'sé áskapað að lifa í 150 ár, skemmri ævialdur hlyti að álítast óeðli- legur. Margir merkir læknar og vísindamenn rússneskir hafa sömu skoðun. Það er til sann- indamerkis um að menn geti vel náð háum aldri, að innan Sovét- ríkjanna eru rtú sem stendur 30.000 menn hundrað ára eða eldri. (Samkvæmt þessu ættu hér á landi að v'era 20 menn hundrað ára eða eldri og mun ekki fjarri að svo sé. — þýð.) Flestir þeirra eru ernir og vel vinnufærir. Það er full ástæða til að ætla, að læknavísindunum muni takast að stöðva ellihrörnunina og bæta þau mein sem ellin hefur þegar valdið. Til þess að svo megi verða er þörf á að örfa efnaskiptin í mið- stöðvum taugakerfisins og þá einkum í heilaberkinum, en hið merkilega hlutverk hans tókst Pavlov og hinum mörgu læri- sveinum hans að finna. Hér hefur verið beint á það að menn eldist smátt og smátt og að baráttuna gegn þessu meini skuli hefja því fyrr því betur, jafnvel á æskuárunum, en sízt þá er dauð- inn er rétt fyrir dyrum af völdum ellinnar. Rannsóknamennirnir, sem starfa undir leiðsögn minni, eru nú að athuga hvernig eggjahvítukorn- in breytast með aldrinum hjá dýrum. Við höldum að þetta sé leiðin til að finna ráð til að hefta þéttingu og þornun vefja og líf- færa hjá mönnum. Og eg er alveg sannfærð um að vísindi Sovét- ríkjanna muni bráðum geta borið fram merkilegar nýjungar í þessu efni. Tilgáturnar, sem enn eru margar, munu víkja fyrir þekk- ingu, og sú þekking mun leiða okkur að takmarkinu — 150 ára aldri flestum mönnum til handa. Frá héraðslækni Bólusetning gegn bólusótt og barnaveiki fer fram mánuðina júlí, ágúst og september á mánu- dögum klukkan 2—3 e. h. Bólusetningin verður fram- kvæmd í húsnæði Berklavarna- stöðvar Akureyrar (syðri endi gamla sjúkrahússins, gengið inn að vestan). Fólk er beðið að hafa með sér miða með árituðu nafni, heimilis- fangi, fæðingardegi og fæðingar- ári barns þess er bólasetja skal. Nauðsynlegt er að panta þessa bólusetningu fyrirfram í síma og verður tekið á móti pöntunum í síma berklavarnastöðvarinnar,. 1477, á þriðjudögum og föstudög- um kl. 2—4 e. h, Bólusetningin er ókeypis. Akureyri, 5. júlí 1954. Héraðslæknirinn. Rafsuðuvél, P. s. H., með Tord V. 8, á gúmmíhjólum, til leigu eða sölu. Upplýsingar gefur Sigurjón Sigurðsson, Hjallavegi 5, Rvík. \ " & %*is^ um Sigfúa Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sosíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.