Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 2
'T3S VERJKAMAÐURINN Föstudaginn 23. júlí 1954 VERÍffllMÐURllul — VIKUBL AÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Bjðrn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Dantelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Askriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Erfitt verkefni Megin hluti togaraflotans hef- ir nú verið stöðvaður vikum sant- an og beint tjón þjóðarinnar af stöðvuninni nemur þegar mörg- um miiljónum króna — sennilega tugmilljónum og örlar enn ekki á aðgerðum ríkisstjórnarinnar, enda þótt það sé sjálfsagðasta verkefni hverrar landsstjórnar að halda höfuðatvinnuveginum gang andi. Svo sjálfsögð er sú skylda að hvergi í víðri veröld mundi ríkisstjórn, sem mistækizt það verkefni á svo augljósan hátt, sem hér hefir orðið, telja sér stætt stundinni lengur — og afsala sér völdum. Það mætti því ætla að hér væru slíkir óyfirstíganlegir erfiðleikar á ferðum að núverandi ríkisstjórn teldi engum fært að leysa þá. Svo getur þó tæplega verið, því margar leiðir blasa við hverjum sjáandi manni til lausnar á vanda málum togaraútgerðarinnar í nsestu framtíð. Þó að gert væri ráð fyrir að togaraútgerðin gengi stórum verr annars staðar á landinu en hér á Akureyri, verður að telja að flestir, ef ekki allir togarar lands- manna kæmu út með mjög áht- legan rekstur ef unnt væri að bæta hag hennar um sem svaraði hálfri eða ríflega hálfri milljón króna á ári á hvert skip. Og kæmi þá tvennt til greina, lækkun á út- gerðarkostnaði og hækkun af- urðaverðs eða uppbætur. Samtals þyrfti því hagur togaraútgarðar- innar að batna um 25-30 milljón- ir kr. á ári. Togaraútgerðin er tröllriðin af milliliðum, sem á áhættulausan hátt rífa í sig arð hennar og eru vel á veg komnir að sliga hana. Bankarnir hirða hærri vöxtu en nokkursstaðar þekkizt undir sól- inni. Arlega hirða þeir 200-300 þúsundir af rekstri hvers togara. Olíuhringarnir og vátrygginga- félögin eru sízt smátækari og enn koma fleiri til, heildsalamir, sem okra á veiðarfærum, varahlutum og hvers konar öðrum útgerðar- vörum og einokunarhringir, sem ráða yfir afurðasölunni leggja síðustu hönd á það skefjalausa arðrán, sem nú hefir stöðvað sjálfa blóðrásina um lífæð at- vinnulífsins. Sósíalistaflokkurinn hefir lagt höfuðáherzlu á að sú leið yrði f ar- in til að leysa vanda útgerðarinn- ar að ofsagróði milliliðanna yrði, að einhverju leyti, látinn renna til útgerðarinnar sjálfrar — vext- lir lækkaðir að miklum mun, olíu- 1 , verð lækkað, vátryggingariðgjöld lækkuð og afurðasalan tekin úr höndum einokunarhringanna — og flutt frumvörp og tillögur í þá átt á Alþingi. En fram til þessa hefir ríkisstjórn dollaraklíkunnar ekki mátt heyra slíka lausn nefnda. Allur áhugi hennar hefir beinzt að því að finna leiðir til þess að viðhalda gróðamöguleik- um milliliðanna, en koma byrðum erfiðleikanna yfir á herðar al- mennings, með nýrri gengisfell- ingu í einhverri mynd. En að þessu sinni sáu verkalýðs samtökin, fyrst og fremst fyrir baráttu Sósíalistaflokksins inn- an þings og utan, nægilega snemma að hverju fór, sögðu upp samningum sínum og bjuggu sig til að taka mannlega á móti, ef enn ætti að vega í sama knérunn, og gert var með gengislækkun- inni og bátagjaldeyrislögleysunni. Telja má því líklegt að þau góðu samtök, sem náðust í vor innan verkalýðssamtakanna um upp- sögn samninganna og styttingu uppsagnarfrestsins hafi gert ríkis stjórninni ljóst, að hún er þess ekki umkomin að fara þá leiðina, sem hugur hennar girnist ákafast. Og þá er komið að ráðningunni á því, hvers vegna það er svo erfitt verkefni fyrir ríkisstjórnina að bæta hag útgerðarinnar um upphæð, sem mundi vera talin mjög óverluleg ef unnt veæri að leggja hana á herðar verkafólks og launþega, upphæð, sem nemur tæplega eins árs gróða Lands- bankans eða fjórða hluta sölu- skattsins. Það fara kvalakippir um taugarnar, sem liggja frá pyngjum einokunarherranna að hjarta ríkisstjórnarinnar þegar hugsað er til þess að fara að ráð- um Sósíalistaflokksins og á hinu hinu leytinu stendur verkalýðs- hreyfingin tilbúin til að verja hagsmuni almennings. Þótt álit togaranefndar hafi enn ekki verið birt, hefir það orðið hljóðbært að meirihluti hennar hafi að nokkru viljað fara leið Sósíalistaflokksins, með vaxta- lækkun og hækkun fiskverðs og hafa þann hátt á að nokkru, að gefa bQainnflutning frjáls- an og leggja jafnframt all- háan innflutningsskatt á lúxus- bíla. Með þessu telur nefndin að ná mætti endunum saman. Al- kunnugt er að fjöldi gæðinga stjórnarflokkanna hefur notað aðstöðu sína til þess að fá inn- flutti nýja bíla og selt þá jafn- harðan með 30—50 þús. kr. gróða á hvern bíl, annaðhvort til at- vinnubflstjóra, sem jafnan er neitað um innflutning á þessum atvinnutækjum sínum eða ann- arra, sem ekki eru jafnvígir í kapphlaupinu. Þurfum við Akur- eyringar ekki lengra en -á bfl- stöðvar bæjarins til þess að sjá bifreiðir úr fyrri eigu ýmissa höfðingja bæjarins, sem seldar hafa verið með ótrúlegum gróða. Og sömu sögur mætti segja úr hverju byggðarlagi. Flestum mundi sjálfsagt ósárt þótt hinn illa fengni gróði á bflabraskinu hyrfi úr sógunni og því fjármagni, sem af því rennur í vasa sérrétt- indahóps stjórnarflokkanna yrði veitt í togaraútgerðina. Enda hæpið að lúxusbflainnflutningur verði langær, ef togaraútgerðin hættir að skapa gjaldeyri. En jafnvel þessi leið mun hafa orsakað hinn mesta úlfaþyt, hörkurifrildi og stóra veinan inn- an stjórnarflokkanna, enda til- lagan komin fram í þann mund, sem til stendur að úthluta 800 bíl- um. Og það er komið við við- kvæmustu taugar stjómarherr- anna þegar ymprað er á að svifta þá úrslitavaldinu um það hverj- um eigi að hygla, hverja eigi að svíkja um þessar 800 ávísanir á bflabraskgróðann, enda vafalaust þegar búið að innbyrða verulegan hluta væntanlegs hagnaðar í fyr- irframgreiðslum í kosningasjóði st j órnarf lokkanna. Það mega því allir sjá, að rfk- isstjórnin er ekki aðgerðalaus um þessar mundir, þótt enn sjáist ekki árangurinn. Dag og nótt vaka ráðherramir og hugsa — að vísu ekki um atvinnuvegi þjóð- arinnar — heldur um það hvern- ig bezt verði tryggt áframhald- andi arðrán milliliðanna og við- hald hins margbrotna spillingar og mútukerfis, jafnt í innflutningi bíl* sem öðrum greinum. Það er hið erfiða verkefni. sem ríkis- stjórnin glímir nú við meðan at- vinnutækin stöðvast og lífs- möguleikum þjóðarinnar hrakar dag frá degi. Laganefnd SÞ hafnar rétti sfrand- ríkja til fiskimiða á landgrunninu r Hagsmunir Islendinga fvrir borð bornir Alþjóðlega laganefndin, sem starfar á vegum SÞ hefur hafn- að þvi sjónarmiði, að strandríki geti helgað sér fiskimiðin á landgrunninu úti fyrir ströndum þess. Hins vegar vill nefndin veita strandríkjum rétt á öllum öðrum náttúruauðæfum landgrunns- ins. Út á 200 m. dýpi. Alþjóðlega laganefndin, sem hefur það verkefni að skrásetja alþjóðalög, segir í tillögum sínum að lagagreinum um landgrunnið, að landgrunn skuli teljast frá ströndum og út á 200 metra dýpi. Strandrflci skuli eitt hafa réttindi til að kanna og hagnýta náttúru- auðæfi á landgrunninu eða niðri í því. Hafið rúmsjór. Næsta grein hljóðar svo þanri- ig: „Réttur strandríkja til land- grunnsins breytir engu um það að frá lagalegu sjónarmiði er hafið yfir því rúmsjór." Þetta þýðir það að nefndin vill ekki viðurkenna rétt strandríkj- anna til fiskimiðanna á land- grunninu. Þetta sjónarmið vegur Orðið er laust Lagerinn. Verkamaður hefur skrifað blað- inu nokkrar hugleiðingar ,um verkamannaskýlið og fleira í því sambandi. Farast honum svo orð: „Bæði eg og aðrir, sem höfum mætt afgangi á vinnumarkaðin- um hér í bæ, erum ótrúlega þoln- ir við að rísa 'snemma úr rekkju og ganga okkar „sultargöngu' inn í Verkamannaskýli. Og það sem af er þessu sumri höfum við oft verið ótrúlega margir, sem höfum haft þann starfa að vera þar á „lager", ef einhverjum þóknaðist að þiggja vinnuafl okkar. En oft höfum við orðið að snúa heim- leiðis, þrátt fyrir árvekni okkar og þol við að „leita okkur ætis". Vinnuveitendum finnst sjálf- sagt þægilegt að geta gripið til okkar, sem einhvers konar vara- sjóðs, þegar aðrir komast ekki yfir verkin, en lítt verður þó þess vart að þau þægindi séu mikils metin. Ekki fáum við nein laun fyrir að vera þarna til taks til hvaða verka sem vera skal og tel eg þó að slíkt væri ákaflega sann- gjarnt. Útvarp og siðferðisþrek. Eg hef verið að velta því fyrir mér, hvort ekki gæti skeð að bæjarfélagið hefði efni á að leggja til útvarpsviðtæki í skýlið til þess að við yrðum enn „heimakærari" og vikjum enn síður af verðinum. Það hefur stundum ekki staðið á bæjarsjóði að greiða smáupphæð- ir þegar færri hafa átt í hlut en við skýlismenn. En það er lfldega ekkert að fást um þetta í ár, bróðurparturinn af 10% útsvars- hækkuninni hefur víst farið fyrir hamborgarhrygginn og konfektið á KEA, nú fyrir skemmstu og svo er þetta mikla vandamál og spuming: hafa eyrarkarlar nokkurt siðferðisþrek til að um- gangast slík menningartæki sem útvarp. Áð þessum hugleiðingum botnuðum hef eg engan kjark til að minnast á síma, sem þó gæti komið sér mjög vel fyrir báða aðila, vinnuveitendur sem þurfa að líta á „lagerinn sinn" og verkamenn' sem þurfa að hafa tal af velgjörðamönnum sínurn. Vinnuveitendur gætu sjálfsagt sparað marga lítra af benzíni ef sími væri í skýlinu. Sérstök hugulsemi. í einu birtist þó hugulsemi bæjaryfirvaldanna á áþreifanleg- an hátt við okkur. Úti fyrir skýl- inu stendur bryggjujárnið, svona líka fallega staflað og myndar þarna upphækkaðar sætaraðir fyrir okkur og það eru vissulega engin smáræðis þægindi að geta að hagsmunum okkar lslendinga. Takmark okkar er að fá viður- kenndan rétt okkar til að nytja einir fiskimiðin við strendur landsins. Vernd gegn offiski. Alþjóðlega laganefndin hefur einnig látið frá sér fara uppkast að lagagreinum um ráðstafanir til að hindra offiski og eyðingu fiskimiða. Meginefni þeirra er, að þar sem þegnar fleiri en eins ríkis fiska í rúmsjó, skuli hlutaðeigandi ríkis- stjórn heimilt að setja reglur til að hindra offiski. Ef eitthvert ríki vill ekki lúta þessum reglum skal stofnun, sem sett skal á lagg- imar á vegum SÞ, setja bindandi reglur um vemd fiskimiðanna að beiðni hvers þess rflcis, sem hlut á að máli. Engar tillögur um landhelgina. Ekki eru enn komnar frá Ai- þjóðlegu laganefndinni tillögur hennar um það, hvað teljast skuli landhelgi og hvemig hún skuli ákvörðuð. Meðal þeirra ríkisstjórna, sem létu í ljós við nefndina álit sitt á tillögum hennar um landgrunnið og fiskveiðarnar, áður en hún lét þær frá sér fara, var ríkisstjóm íslands. setið þama á þessum fallegu járnstöflum í góða veðrinu. Með þessu er lflta fengin samræmd útstilling á hagnýtingu vinnu- aflsins og verðmætanna hér í höfuðstað Norðurlands. Sumir álíta að vísu að ekki sé ráðizt í að kyggja bryggju úr járninu, vegna þess að bæjarstjórnin hafi ekki brjóst í sér til þess að svifta okk- ur þessum afbragðs sætum og mega þá allir sjá hve heitt hún elskar okkur olnbogabörnin sín, að láta þeim í té sæti sem kosta milljón. Nei, svona lítill bær hefur vissulega gert allt fyrir okkur, sem hægt er að ætlast til af nokk- urri sanngirni og alveg gekk fram af mér héma um daginn þegar einn okkar hreyfði því að í Verkamannaskýlinu ætti að koma upp kaffisölu, svo að menn gætu yljað sér í morgunsárinu, þegar kalt væri í veðri. Svóna getur heimtufrekjan gengið langt...." S. kj. ####NT#S»S####sr*####S»###S########\##s#, Auglýsið í VERKAMANNINUM r###s##s#N####s##«#*r###sff#t#s#s#s##s#<#s###« * ** KHRKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.