Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 23.07.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23. júlí 1954 V£RKAMAÐUR1NN f Fyrsta kjarnorku-rafstöðin tekin í notkun í Sovétríkjunum Skip, járnbrautarlestir og flugvélar munu í næstu framtíð ganga fyrir kjarnorku Nýlega skýrði útvarpsstöðin í Moska frá því að fyrsta kjarn- orku-rafstöðin í heiminum hefði verið tekin í notkun í Sovétríkj- unum 27. f. m.. Framleiðir hún 5000 kw, en verið að byggja aðrar sem verða margfallt öflugri, eða með milli 50,000 — 100,000 kw framleiðslugetu. Vísindamaðurinn, M. Bala- banov, sem er kunnur meðlimur eðlisfræði-stofnunar vísinda-aka demíu Sovétríkjanna, flutti erindi í Moskva-útvarpið í sambandi við tilkynninguna um opnun fyrstu k j amorku- rafstöðvarinnar.. Hann skýrði frá því að kola- og olíubirgðir jarðarinnar yrðu að líkiridum gengnar til þurrðareftir 200-300 ár, en að úranbirgðirnar sem búið væri að finna, myndu samkvæmt lauslegri áætlun nægja sem orkugjafi handa iðn- aðinum í mörg þúsund ár. Atomorku-rafstöðvar geta nú þegar í dag framleitt ódýrara raf- magn en rafstöðvar sem ganga fyrir kolum eða olíu. Kjarnorku- rafstöð, sem framleiðir 5000 kw eyðir ekki meira en fáeinum grömmum af Uran á sólarhring. Sérstaklega er hagkvæmt að byggja kjamorkurafstöð á stöð- um sem eru fjarri olíu- og kola- námum. Byrgðir af uran, sendar með einni flugvél geta tryggt starfrækslu slíks orkuvers í mörg ár. Ef birgja ætti orkuverið að kolum, mundi þurfa 30 járnbraut arvagna á mánuði. Auk þess fellur til mikið af heitu vatni og gufu, sem hægt er að nota til að hita upp hús og ennfremur fást geislavirk efni úr úrganginum sem eru notuð í æ ríkara mæli í iðnaðinum, m. a. til lækninga. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88, 10 manna stál-boppí, með stoppuðum gormasæt- um, til sölu. Uppl. í síma 1516 og 1503. Glært lakk Fyrsta flokks útlent, glært lakk nýkomið. Ennfremur ELDFAST BRONS og VEÐURHELT BRONS. SLIPPSTÖÐIN H.F. sim mo. MENJA Rauð, grá, gul og græn fyrirliggjandi. SLIPPSTÖÐIN H.F. SlMl 1830, TJARA Hrátjara, koltjara, blakkfernis og Carbolin fyrirliggjandi. SIIPPSTÖÐIN H.F. SÍMI 1830. Verður lagður vegur r um Olafsfjarðarmúla til Dalvíkur? Ólafsfirðingum og Siglfirðing- um er það mikið áhugamál að leggja bflveg um Ólafsfjarðar- múla og inn á Dalvík, og fá þann- ig beinna vegarsamband við Ak- ureyri. Fyrir nokkru fengu þeir norsk- an fjallvegaverkfræðing til þess að athuga og mæla vegarstæðið og telur hann vegarlagninguna vel framkvæmanlega og segir hann fjallvegi víða lagða í Noregi um hrikalegri vegarstæði og verri skilyrði. í fyrra sumar var þegar hafinn undirbúningur að vegarlagning- unni. Var þá rudur vegur frá Brimnesá og út undir Drangsgil og síðan hefur verið ruddur veg- ur gangandi mönnum allt að Ófærugjá. Ef vegur yrði lagður um Ólafs- fjarðarmúla mundu Siglfirðingar einnig nota þann veg, fara um Eágheiði til Ólafsfjarðar og það- an um Múlann til Akureyrar, þar sem sú leið yrði miklum mun styttri en um Skagafjörð og Öxnadalsheiði. Auglýsing frá héraðslækni Bólusetning gegn bólusótt og bamaveiki fer fram á Berklavarnastöðinni í júlí, ágúst og september á mánu- daga, kl. 2—3 e. h. Sjá greinargerð héraðslækn- is á öðrum stað í blaðinu í dag. Héraðslæknir. F æðissala Get tekið 2—3 menn í fæði. Gerður Kristinsdóttir, Holtagötu 1. Sími 1550. NÝJA-BÍÓ Mynd vikunnar: Hallardraugurinn 1 Sprenghlægileg og hrollvekjandi 1 1 amerísk gamanmynd með | BOB HOPE | Um helgina: Rauða rósin i Afburðasnjöll amerísk kvik- 1 | mynd í eðlilegum litum. i Aðalhlutverk leikur: TYRONE POWER IMMMIIMIIMMMnMMMMMMMIIMIMIMIIMIIMIIIMIMIIMII ..........................IIIHIMII j Ritsafn Jóns Trausta 1-8 Með afborgunum. i Bókaverzl. Edda h.f. s Akureyri. 'uIMIMHMMIIMIIIMIMMHMMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIMuJ Erlend blöð, tímarit og bækur Höfum sýnishorn af um 300 erlend- um blöðum og tímaritum. Geysimikið úrval af fagblöðum og fagtímaritum. Sömuleiðis FAGBÓKUM og hvers- konar öðrum bókum. Látum senda beint frá útlöndúm til kaupenda, hvar sem er á landinu. Óvenjulega lágt verð! Fljót afgreiðsla! BÓKA- OG BLAÐASALAN Hafnarstræti 88. Box 202. JAKOB ÁRNASON. TILKYNNING um flutning milli íslenzkra, danskra, noskra og sænskra sjúkrasamlaga og um sjúkrahjálp vegna dvalar um stundarsakir. A fundi félagsmálaráðherra Norðurlanda í júlí 1953 var undirritaður milliríkjasamningur milli íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um flutning milli íslenzkra, danskra, norskra og sænskra sjúkrasamlaga (II. kafli) og um sjúkra- hjálp vegna dvalar um stundarsakir (III. kafli). Samningur þessi hefur nú verið fullgiltur af öllum aðilum og gekk í gildi: milli íslands og Svíþjóðar 1. apríl s. 1., milli íslands og Danmerkur 1. maí s. 1., en gengur í gildi milli íslands ög Noregs hinn 1. ágúst n. k. Samkvæmt II. kafla samnings þessa eiga félagaf í íslenzk- um sjúkrasamlögum, sem flytja búferlum til einhvers hinna samningslandanna, rétt til þess að gerast félagar í sjúkraSam- lagi á þeim stað, sem þeir flytja til, án nokkurs biðtíma eða sérstakrar læknisskoðunar, og verða þá þegar aðnjótandi sömu réttinda hjá samlaginu — þar með talin réttindi til sjúkradagpeninga — og aðrir meðlimir þess, enda hafi þeir meðferðis flutningsvottorð frá sjúkrasamlaginu, sem þeir flytja frá. Sama rétt eiga sjúkrasamlagsmeðlimir hinna samn- ingslandanna, sem flytja búferlum til íslands. Er því íslenzk- um sjúkrasamlögum skylt að veita þeim félagsréttindi án biðtíma gegn framvísan flutningsvottorðs og greiðslu venju- legra iðgjalda. Jafnframt ber samlögunum, ef hlutaðeigandi óskar að tryggja sér sjúkrapeninga, að veita viðtöku sérstöku iðgjaldi til Tryggingastofnunarinnar. Samkvæmt III. kafla samningsins á félagi í ísenzku sjúkra- samlagi, sem ferðast til einhvers hinna samningslandanna, hefur þar bráðabirgðadvöl og verður skyndilega veikur og sjúkrahjálparþurfi, rétt til sjúkrahjálpar í því landi. Ber hon- um þá að snúa sér til sjúkrasamlagsins á þeim stað, þar sem hjálpin er veitt, og er því þá skylt að greiða nauðsynlega lœknishjálp og sjúkrahúsvist fyrir hann eða endurgreiða honum kostnaðinn eftir sömu reglum og gilda fyrir félagá í því samlagi, enda tilkynni hann veikindin innan 14 daga frá því hann leitar læknis og sanni með sjúkrasamlagsskír- teini, eða á annan hátt, að hann sé félagi með fullum rétt- indum í íslenzku sjúkrasamlagi. Sama rétt eiga félagar í sjúkrasamlögum hinna samningslandanna, sem ferðast til ís- lands,eða dvelja hér um stundarsakir. Ber því íslenzkum sjúkrasamlögum að greiða fyrir þá nauðsynlega læknishjálp og sjúkrahúsvist, eftir sömu reglum og þau greiða fyrir meðlimi sína, ef þeir veikjast hér skyridilega, snúa sér til samlagsins og sanna með samlagsskírteini, eða á annan hátt, að þeir séu fullgildir félagar í sjúkrasamlagi í heimalandi sínu. Samningurinn tekur ekki til manna, sem hafa flutzt eða ferðast úr landi í þeim tilgangi að leita sér lækningar eða sjúkrahúsvistar í hinu landinu, og heldur ekki til þeirra, sem eiga rétt til greiðslu á sjúkrakostnaði vegna vinnuslysa eða samkvæmt sjómannalögum. Athugið: Til þess að tryggja sér réttindi samkvæmt samn- ingi þessum, þurfa þeir, sem flytja búferlum, að fá flutnings- vottorð frá samlagi sínu, en þeir, sern aðeins ætla að dveíja erlendis wn stundarsakir, að hafa með sér sjúkrasamlags- bók, er sýni, að þeir séu í fullum réttindum. Reykjavík, 10. júlí 1954. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.