Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.07.1954, Page 4

Verkamaðurinn - 23.07.1954, Page 4
4 Föstudaginn 23. júlí 1954 ^51 VERKAMAÐURINN Treg síldveiði síðastliðna viku Nokkur skip fengu sæmilega veiði út af Rauðugnúpum í morgun Síðastl. laugardag, kl. 12 á há- degi, hafði síldveiðiflotin lagt á land afla sem hér segir (í svigum eru tölur frá fyrra ári): í bræðslu 74.575 (15.637). I salt 12.529 tunnur (69.627). 1 frystingu 5.782 tunnur (3.962). Þá höfðu 173 skip af 188, sem veiðamar stunda, fengið einhvern afla og 84 skip meira en 500 mál og tunnur. Snæfell var þá afla- hæst með 2812 mál og tunnur, en næstur Jörundur með 2480 mál og tunnur. Um sl. helgi fengu mörg skip allgóða veiði, en úr því varð afli reitingslegur, enda veðurskilyrði yfirleitt slæm. Sama og engin (Framhald af 1. síðu). verið stöðvaðar af ríkisstjóminni og meðan þeim hefur ekki verið lokið er full nýting virkjunarinn- ar lítt hugsanleg, svo að vel fari. j : Óhjákvæmileg skilyrði. Verði horfið að því ráði að leiða þúsundir kw. raforku til Austurlands verður bæjar- stjóm Akureyrar (sem um- boðsmaður bæjarins, sem á 65% virkjunarinnar) og stjóm Laxárvirkjunarinnar (sem skipuð er fulltrúum Akureyrar að 3/5 hlutiun) að setja það sem ófrávíkjanleg skilyrði fyrir samþykki sínu að þegar verði hafizt handa um nýja virkjun Laxár og að lokið verði við framkvæmdimar við Mývatn. Hvort tveggja verður að vera tryggt, ef nokkurt vit á að verða í þessum ráðagerðum, séð frá hagsmunasjónarmiðum Akureyringa og annarra íbúa orkusvæðis Laxár. Eins og áður er getið mættu ráðagerðir þessar tortryggni Austfirðinga og ekki er ósenni- legt að svo sé einnig með Norð- lendinga, því að augljóst er að í ráðstöfunum sem þessum felst sú stefna ríkisstjómarinnar að láta „útkjálka“ landsins sitja á hak- anum um svo sjólfsagðar fram- farir sem rafvæðingu og vantrú hennar á að örar framfarir í at- vinnumálum eigi sér stað annars staðar en ó næstu grösum við höfuðborgina. Það er „jafnvægis- kenning" ríkisstjómarflokkanna í verkL Rafmagnsverðið verður að lækka. Hugmyndin um leiðslu á raf- orku til Austurlands mim mjög verða studd þeim rökum, að ekki gangi nægilega fljótt að selja rafmagnið frá Laxá. í því sam- bandi er vert að athuga það að rafmagn til upphitunar húsa er nú ekki samkeppnisfært við olíu- kyndingu, sem hefur vaxið mjög ört að undanfömu. Á meðan tugmilljóna eyðsla rennur til veiði barst á land á þriðjudag og miðvikudag. Aðfaranótt dagsins í gær lágu flest skipin í landvari, en fóru út í gærmorgun og var veður þá gott. SÍÐUSTU FRÉTTIR. Iítilsháttar síldveiði var á Glettinganesgrunni í gærkvöldi og í morgun. Um kl. 11 í gærkvöldi sá síldar- leitarflugvélin síldartorfur út af Rauðanúpum og fengu þar nokk- ur skip allgóða veiði í morgun. T. d. fékk Baldur frá Dalvík 700 tunnur í einu kasti og Áslaug og Freyfaxi voru búin að fá um 400 tunnur. olíukaupa standa vélasamstæður við Laxá hreyfingarlausar. Það er kominn tími til að hér verði breyting ó. Fljótvirkasta leiðin til þess að fullnýta þá orku sem fyr- ir er, hlýtur ða vera sú að gera það fyllilega samkeppnisfært við aðra orku- og hitagjafa. Og það er líka sú leið sem er í mestu samræmi við hagsmuni almenn- ings og öll fögm fyrirheitin um „ljós og yl um hinar dreifðu byggðir." Eins og kunnugt er hljóp utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna af ráðstefnunni í Genf eftir að hún hafði staðið í aðeins eina viku og hann og stjórn hans reyndi allt sem unnt var til að hindra að friður kæmist á í Indó-Kína. Stefna Bandaríkjanna í utanríkis málum hefur því beðið enn einn stórósigurinn. — Stockholms- Tidningen, aðalmálgagn stærsta borgaraflokks Svíþjóðar, gagn- rýnir Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir að hunza ráðstefnuna í Genf. Sú framkoma Bandaríkjanna hafi skert virð- ingu þeirra með öðrum þjóðum. Die Welt, útbreiddasta blað estur-Þýzkalands, segir að kommúnistar hafi unnið nýjan sig ur. Vesturveldin geti þar engu um kennt nema skammsýni sinni, þau hafi ekki gert sér grein fyrir því nægilega snemma að öld ný- lenduveldanna sé liðin undir lok. Times í London fagnar vopna- hléssamningunum, en segir að hryggilegt sé að Vesturveldin skuli hafa misst þýðingarmesta hluta Indó-Kína. Og almennt er álitið að yfir- gnæfandi meiri hluti íbúanna í öllum ríkjunum þremur murii í fyrirhuguðum kosningum greiða atkvæði með sjálfstæðishreyfing- um þessara ríkja. Á lokafundi Genfar-ráðstefn- unnar var Antony Eden, utanrík- Ungur sjómaður ferst Sl. þiðjudag, um kl. 2, kom togarinn Wyre Warror frá Fleet- wood til Norðfjarðar, hafði hann siglt á trillubát skammt fyrir ut- an Norðfjarðarflóa, og sökk hann. Á bátnum voru tveir menn, feðgarnir Kristinn ívarsson og Hörður Kristinsson. Bjargaðist Kristinn um borð í togarann en Hörður fórst. Báturinn • lá fyrir akkerum þegar slysir varð. Þoka var á, en skyggni var talið 500—600 metrar. Hörður var tvítugur að aldri, fæddur 18. október 1933. Frá héraðslækni Bólusetning gegn bólusótt og barnaveiki fer fram mánuðina júlí, ágúst og september á mánu- dögum klukkan 2—3 e. h. Bolusetningin verður fram- kvæmd í húsnæði Berklavama- stöðvar Akureyrar (syðri endi gamla sjúkrahússins, gengið inn að vestan). Fólk er beðið að hafa með sér miða með árituðu nafni, heimilis- fangi, fæðingardegi og fæðingar- ári barns þess er bólusetja skal. Nauðsynlegt er að panta þessa bólusetningu fyrirfram í síma og verður tekið á móti pöntunum í síma berklavarnastöðvarinnar, 1477, á þriðjudögum og föstudög- um kl. 2—4 e. h. Bólusetningin er ókeypis. Kirkjan. Messað á Akureyri kl. 11 f. h. og í Lögmannshlíð kl. 2 e. h. Séra Stefán Snævarr prédikar. isráðherra Bretlandi, í forsæti og flutti aðalræðuna. Taldi hann að m. a. hefði með vopnahlééssamn- ingunum tekist að draga úr við- sjám í heiminum. Þakkaði hann Molotoff, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, gott samstarf á ráð- stefnunni. Þegar Eden hafði lokið máli mínu reis Molotoff úr sæti sínu og þakkaði Eden fyrir frábæra samvinnu, þolinmæði og stjórn- vizku. Væri ekki hægt að gera of mikið úr því hve frammista^a Edens hefði haft giftusamlegan árangur í för með sér. Þá lagði Molotoff sérstaka áherzlu á að vopnahléssamning- amir væru stórkostlegur sigur fyrir friðaröflin í heiminum. Má vænta þess að hin giftu- samlegu endalok Genfar-ráð- stefnunnar verði meðal annars þau, að samningar takist einnig um mörg önnur þau deilumál, sem enn bíða úrlausnar og ógna heimsfriðinum. ENSKA ÍHALDSLAÐIÐ Time and Time sagði m. a. um nýlendu- styrjaldimar, að ekki hefði tek- izt að bæla niður hinar þjóðern- issinnuðu frelsishreyfingar, þvert á móti yrðu þær æ öflugri m. a. „á slíkum stöðum sem Malaya, Burma og Indó-Kína, og neyða Englendinga og Frakka til að sóa óhemju mörgum mannslííum og geysilegum verðmætum." Og allt er þetta gert fyrir pyngjur hinna ríku. - Verður rafmagn leitt til Austurl.? - Friðaröflin vinna stórsigur (Framhald af 1. síðu). Flokkur Adenauers stórfapaði Kommúnistar unnu mikið á 27. júní sl. fóru fram þingkosn- ingar í Nordrhein-Westfalen í Vestur-Þýzkalandi. Fréttir út- varpsins í Reykjavík af þessum kosningum voru vægast sagt mjög villandi. Flokkur Adenauers, Kristilegi Kristilegir demokrotar Sósíaldemokratar Frjálsir demokratar Katólski flokkurinn Kommúnisttaflokkurinn Þýzki flokkurinn Flóttamannaflakkurinn Þýzki sambandsfl. Tölurnar í svigum eru prósent- tölurnar frá því 6. sept. í fyrra. Kosningaþátttakan var töluvert minni nú en þá. Flokkur Adenauers hlaut 3.915.320 atkv. 6. sept. í fyrra, en nú aðeins 2.829.849 atkv. og hefði hinu hlautlausa útvarpi í Rvík demokrataflokkurinn, stórtapaði fylgi frá því í kosningunum 6. sept. í fyrra, en Kommúnista- flokkurinn jók mikið fylgi sitt. Samkvæmt opinberum tölum urðu úrslitin þessi: 2.855.672 2.387.069 797.823 278.925 264.067 728 319.811 21,482 VÖRUSKIPTAJÖFNUÐ- URINN: Ohagstæður um 55,7 millj. í júní í júnímánuði sl. var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 55 millj. 766 þús. króna. Fluttar voru út vörur fyrir 62,1 millj., en inn fyrir 117,8 millj., þar af nam and- virð i innfluttra skipa 24,3 millj. 1 sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um tæpar 50 millj. kr,; út- flutningurinn nam 58,2 millj., en innflutningurinn 108,1 millj, kr. Það sem af er þessu ári hefur vöruskiþtajöfnuður landsmanna verið óhagstæður um 118 millj. 512 þús. kr. Út hafa verið fluttar vörur fyrir 397,2 millj. kr., en inn fyrir 516,7 miilj. Á sama tímabili fyrra árs var jöfnuðurinn óhag- stæður um 201,3 millj. kr.; inn voru þá fluttar vörur fyrir 467,5 millj. kr., en út fyrir 266,2 millj. NORÐURLEIÐIR TAKA NÝJAN BÍL í NOTKUN. í fyrradag kom hingað nýr bíll á vegum Norðurleiða h.f. — Bíll þessi hefur verið í förum allt til Rómaborgar, byggður í Stuttgart. Hann er knúinn dieselvélum, 145 hestafla, og eyðir aðeins 150 lítr- um af hráolíu á leiðinni frá Rvík til Akureyrar. Það þýðir að brennslukostnaður hans er allt að sex sinnum minni en ef benzín væri notað. — Þessarar merku nýjungar verður nánar getið í næsta blaði. 41,27% 34,49% 11,46% 4,03% 3,82% 0,00% 4,62% 0,31% (48,9%) (31,9%) ( 8,5%) ( 2,3%) ( 2,9%) ( 1,0%) án efa þótt það fréttnæmt ef kommúnistar hefðu tapað avo stórkostlega á tæpu ári. Komm- únistar bættu ins vegar við sig 35.000 atkv., fengu nú 264.067, en í fyrra 228.592. En vegna nýrra kosnihngalaga fengu þeir enga kjörna. Sósíaldemokratar töpuðu fylgi, fengu nú 2.387.069, en í fyrra 2.553.014, en vegna minni kosn- ingaþátttöku ækkaði hlutfallstala þeirra og þeir bættu við sig þing- sætum af sömu ástæðum. Hið stórkostlega fylgistap flokks Adenauers sýnir að stefna hans í utnaríkismálum hefur beð- ið skipbrot. Þá er það einnig eftirtektarvert að Frjálsir demokratar juku verulega fylgi sitt. Þeir eru að vísu meðlimir sambandsstjómar Adenauers í Bonn, en hafa hins vegar gengið í berhögg við hann með því að krefjast þess æ ákveðnar að Vestur-Þýzkaland taki upp vinsamlega sambúð við Sovétríkin. Síldveiði á Akureyrar- polli Undanfama daga veiðzt smá- síld og millisfld í lagnet hér inn- fjarðar og er talið að mikið sfld- armagn sé nú víðs vegar í Eyja- firði. í fyrradag fór Karl Friðriksson á veiðar hér á Pollinum og 1 Odd- eyrarál með lítinn mótorbát, bú- inn hringnót. Fékk hann 50 tunn- ur á miðvikudaginn og fór sú veiði að nokkru í niðursuðu í Niðursuðuversmiðju Kr. Jóns- sonar & Co. í gær veiddi bátur Karls ca: 70 tunnur síldar. Allt útlit er fyrir að veiði geti orðið mikil hér innfjarðar, ef full- komin og góð veiðitæki væru til- tæk. TILKYNNING Vegna hreinsunar á kartöflugeymslunni á Rangár- völlum, verða þeir, sem þar eiga enn kartöflur, að vera búnir að taka þær úr geymslunni fyrir 1. ágúst n. k. Geymslan verður opin dagana 28. og 30. júlí, frá kl. 5—7 e. h. Akureri, 22. júlí 1954. FRIÐRIK JÓHA NNESSON.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.