Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 30. júlí 1954 VERKflnweiiHinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Póethólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Eftir Genfarfundinn Úrslit mála á Genfarfundinum hafa vakið óblandna fagnaðröldu meðal allra friðelskandi manna um víða veröld. Fáir atburðir síðari ára hafa fært mönnum augljósari sannanir fyrir því hve miklir möguleikarnir eru til frið- samlegra samninga um þau deilumál, sem uppi eru milli auðvaldsríkjanna annars vegar og ríkja sósíalismans hins vegar, ef vilji er fyrir hendi á báða bóga og raunsæi er látið taka taum á tilfinningum, sem espaðar eru af þjóðarrembingi og drottnunar- girni. Fögnuður manna yfir friðar- samningunum í Genf á ekki sízt rætur sínar í því að með þeim hyggja menn betri tíma framund- an í viðskiptum þjóðanna. Vonir manna um, að í kjölfar þeirra komi samningar um önnur deilu- mál og að þær drápsklyfjar her- væðingar og hörmungar hersetu friðsamra þjóða verði létt af og mannkyn allt geti andað léttar í andrúmslofti friðar og vaxandi öryggis, fengu nýja lífsnæringu. Það er næsta fróðlegt að at- huga þau viSbrögS, sem úrslitin í Genf hafa haft á athafnir þeirra tveggja stórvelda, sem nú gnæfa hæst í viSskiptum auSvalds- heimsins og heims sósíalismans. Fáum dögum eftir Genfarfundinn sendi stjórn Sovétríkjanna Vest- urveldunum orSsendingu, þar sem lagt var til aS haldin yrSi ráðstefna með Evrópuþjóðunum, þar sem m. a. yrði undirbúið ör- yggisbandalag þeirra meS tilliti til stórfelldrar afvopnunar. Orð- sending þessi túlkaði þá rbkréttu stefnu, sem Genfarfundurinn hafði markað og bjó vonir manna í búning raunhæfra tillagna. í sama mund skeðu þeir at— burðir í Kínahafi, að flugliSar kínversku alþýSustjórnarinnar skutu niSur í misgripum brezka farþegaflugvél. Kínverska alr þýSustjórnin h&rmaði atburS þennan og bauS fyllstu bætur samkvæmt alþjóðalögum. Þennan hörmulega atburð notfærði Bandaríkjastjórn sér til þess að reyna að eyðileggja þau áhrif, sem Genfunarfundurinn hafði haft á friðarhorfurnar í heimin- um og um leið til þess að fá and- úð sinni á þeirri friðsamlegu þró- un, sem þar var hafin, útrás. Við- brögð Bandaríkjastjórnar við hinum stórauknu friðarvonum birtust í skothríðinni, sem flug- vélar hennar létu dynja á flug- varnarliðum alþýðulýðveldisins kínverska. Það yoru hin skil- merkilegu svör við bandalags- og afvopnunartillögum ráðstjórnar- innar — enn sem komið er. Það væri þó vafalaust mikill misskilningur að álíta þessi viS- brögð Bandaríkjastjórnar boða feigS allra þeirra vona, sem Genfarfundurinn hefur vakiS. Á þeim fundi kom í rauninni fram, í verki samninganna, sú augljósa andstaða, sem stríSsstefna Banda ríkjanna á í stöðugt vaxandi mæli að mæta meðal annarra auð- valdsþjóða og þá fyrst og fremst þeirra áhrifamestu, Breta og Frakka. Og síSustu atburSir í sambandi við ögranir Banda- ríkjastjórnar sýna einnig að þau eru óðum að missa þau þrælatök, sem á síðustu árum hafa knúð þessar þjóðir til undirgefni undir heimsveldisstefnuna. í þessari „uppreisn" gegn stefnu Bandaríkjanna felast sterkar vonir um bjartari viðhorf í alþjóðamálum og ekki er ósennilegt að á næstu tímum aukizt þeim öflum innan Bandá- ríkjanna sjálfra, sem bera friðinn fyrir brjósti, svo ásmegin, að áhrifa þeirra gæti á vettvangi al- þjóðamálanna. ViS Islendingar höfum ríkar ástæður til þess að fagna þeirri þróun í friðarátt, sem nú á sér stað, svo mjög sem örlög okkar öll eru háð því að friður haldist og að okkur takizt, í skjóli frið- arhreyfingar heimsins að heimta land okkar og þjóð úr höndum erlends herveldis. Við minnumst þess að íslenzkir umboðsmenn Bandaríkjanna „rökstuddu" hernámið á sínum tíma með því að þá væri styrjöld í Kóreu og ófriðlegar horfur. Að vísu sá mikill hluti þjóðarinnar sjálfur, og þó enn fleiri nú, að sú „röksemd" var blekkingin ein- ber vissi að einmitt í ófriði bauð hersetan heim til íslands mestri Og örlagaríkustu hættunni. En nú er kominn á friður og sú staðreynd opnar óhjákvæmilega augu þeirra sem áður blinduðust af þunga hins bandaríska áróð- urs. Gleggstu merki þess má sjá á því, að tvö aðalmálgögn Al- þýSuflokksins, Alþýðublaðið og Alþýðumaðurinn, sem bæði studdu hernámið á sínum tíma, hafa nú með fárra daga millibili birt nær samhljóSa ritstjómar- greinar, þar sem þess er krafizt aS Bandaríkjaher hverfi í burtu af landinu, þar sem forsenda her- námsins sé nú horfin. Þessi gagngera stefnubreyting er augljósasta dæmiS um þann flótta, sem brostinn er í liS her- námsflokkanna og aukinn styrk þjóSfrelsisaflanna. Þeim styrk ber aS beita af margefldum krafi, aS því göfuga marki, aS íslenzka þjóðin fái ein og frjáls búið í landi sínu. Orðið er laust Vanhirtur reitur. Eg á daglega leið um Oddagöt- una og jafnoft verSur mér litið á gilið norðan götunnar, sem teygir sig allt frá Oddeyrargötu og nið- ur að Útvegsbankatröppunum, og mér hefur runniS til rifja um- komuleysi og hirSuleysi þessa bletts, sem eg tel að gæti verið bæjarbúum og þeim, sem bæinn gista, til óblandinnar gleði og hvíldar, ef rétt væri á haldið. Fyrir nokkrum árum mun fé- lagsskapur hér í bæ, sem allra góðra gjalda er verður, hafa feng- iS ráS á meginhluta gilsins í þeim tilgangi aS prýða hann gróðri. Voru þá gróðursett þar nokkur tré og eitthvað lagað til. En áhugi þessa félags mun liggja á öðrum sviðum en ræktunar og er skemmst frá því að segja, að stað- urinn allur er í mestu vanhirðu og allt annað en til augnayndis. Nokkrar hríslur hafa að vísu lifað af í efsta hluta gilsins, en í botni þess eru óframræst kviksyndi hiS efra en njólinn ræður ríkjum hið neðra, en neðan' til í gilinu stunda húseigendur í grenndinni rabar- bara- og kartöflurækt með tak- markaðri hirðu. Og ekki er gilið slegiS nema í hæsta lagi einu sinni á sumri og sjaldnast allt. Gróðurvin í hjarta bæjarins. Um þetta væri ekki að sakast, ef staðurinn væri í fáfarinni leið og til einkis nýtur. En hér er um að ræða allstórt svæði við fjöl- farna leið og ekki steinsnar frá aðalumferðagötu bæjarins. Gilið hefur alla kosti til þess að geta orðið bænum til mikillar prýði og menningarauka. Við eigum eng- an stað annan svo nálægt hjarta bæjarins, þar sem auðvelt væri að draga sig út úr ryki og hávaða götunnar og njóta gróðurilms og hvíldar stutta stund. Vill nú ekki það góða félag, sem hér á hlut að máli, taka til athugunar hvort ekki væri rétt aS þaS afsalaSi sér yfirráðum yf- ir þessum reit og leitaði fyrir sér, hvort t. d. Fegrunarfélagið vildi ekki taka að sér umsjá þess. Vissulega væri þetta hæfilegt verkefni slíku félagi. Látum ekki fleiri sumur HSa svo, að ekki sé hafizt handa. Brekkubúi. Vörubíll í bezta standi, lítið keyrður, til sölu. — Hentugur fyrir sveitaheimili. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Krossviður Birki Gabon Okola 4, 5 og 6 mm. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. 600 milljónir - fjórði hlufi íbúa jarðarinnar Það hefur lengi verið kunnugt að Kína er fólksflesta þjóðland heims, en erfiðleikum hefur verið bundið að áætla nákvæmlega íbúafjöldann, því að ekkert al- mennt manntal hefur verið fram- kvæmt þar fyrr en í fyrra, en gizkað var á að þeir væru 480— 500 milljónir. Nú hefur veri ðtilkynnt niður- staða manntalsins, sem fór fram í sambandi við sveitastjórnarkosn- ingarnar 1953 og reyndust Kín- verjar 601,912,371. Hin beina skráning náði til 573,876,670, óbein skráning til 8,708,169 og íbúafjöldi Formósu (Taiwan) var áætlaður 7 milljónir. Það, sem á vantar, eru Kínverjar búsettir er- lendis. Nærri 602 milljónir — þ. e. fjórði hluti af íbúatöl ujarðarinn- ar. Þetta er satðreynd, sem er verð íhugunar fyrir alla og ekki sízt þá, sem reyna að gera lítið úr alþjóðlegu hlutverki kínverska alþýðulýðveldisins og ráðast að lögmætum alþjóðlegum réttind- um þess. Brezka stórblaðið „Times" sagði réttilega nú fyrir skömmu, að tilkynningin um fólksfjölda í Kína „hlyti að hafa mikil áhrif á hvern þann, sem hlugleiðir mikilvægi hennar", og blaðið vill sýnilega vera í þeirra hópi, sem „hugleiða". . Það er þó ekki fjöldinn einn, sem er mikilvægur að dómi „Times" heldur ekki síður önnur staðreynd, sú að „framtakssemi þeirra og þrautseigja...,. vekur hrifningu í grannlöndunum og þjóSir þeirra sjá hvernig þeir vaxa aS velmegun og vinna kapp- samlega.... meSan þeir sjálfir lifa viS örbirgS." En meða lannarra orða er ekki kominn tími til að ríkisstjórn Is- lands hætti að hundsa stærstu þjóð veraldarinnar og viðurkenni hana með stjórnmálasambandi? íbúð til sölu 3ja herbergja íbúð í inn- bænum er til sölu. Uppl. í síma 1516 og 1503. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu Ákveðið hefir verið að leita tilboða í eftirtaldar hús- eignir: a) Gamla sjúkrahúsið með nyrðri viðbyggingu. b) Ganginn milli gamla sjúkrahússins og nema- bústaðar. Tilboð má gera í eignirnar allar saman eða einstakar byggingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðin sendist skrifstofu Fjórðungssjúkrahússins fyrir 1. september næstkomandi. TILKYNNING Að gefnu tilefni tilkynnist viðskiptamönnum vorum, að hráolíugeymar eru alls ekki lánaðir, en aðeins seldir gegn staðgreiðslu. Akureyri, 21. júlí 1954. Umboð Olíuverzlunar íslands h.f. Shellumboðið, Akureyri. Olíusöludeild KEA, Akureyri. HSlSSSSSit^ UPPBOÐ Samkv. kröfu Jóns Þorsteinssonar hdl. verður gömul snurpinót, eign h.f. Goðaborg, Neskaupstað, boðin upp og seld til lúkningar geymslukostnaði að upphæð kr. 2940.00, á opinberu uppboði, sem fram fer í netagerðar- stöð Nótastöðvarinnar h.f., fimmtudaginn 5. ágúst n. k. kl. 2 e. h. Skrifstofa Akureyrar, 26. júlí 1954.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.