Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.07.1954, Blaðsíða 3
Fösíudaginn 30. júlí 1954 VER^AMAÐURINN Hann sá bæinn vaxa úr óásjálegum kofum - en i mesfa breyfingin varð á fólkinu Rabbað við Pál Markússon áttræðan Fyrir ekki alllöngu snaraðist þreklegur maður, lágur, nokkuð við aldur, inn á skrifstofu blaðs- ins og átti lítið erindi við undir- ritaðan. En það tognaði úr sam- talinu, og eftir að við höfðum rabbað saman um stund lágu nokkur blöð á borðinu, sem eg hafði af ávana frekar en ásetn- ingi krotað á nokkra punkta úr spjalli okkar og fer sumt af því hér á eftir, því að ekki þykir mér ólíklegt að fleirum en mér þyki fróðlegt að kynnast ofurltið nokkrum æfiatriðum og viðhorf- um manns, sem lifað hefur og starfað hér í bænum frá því 2 dögum áður en Kristján 8. kom meS stjórnarskrána, varð „komm únisti" 10 ára fyrir áhrif Skúla Thóroddsens og Jakobs, afa Jak- obs Frímannssonar, lagði gjörva hönd á að byggja Akureyrarbæ, var meðal stofnenda Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar og hefur séð og lifað það að Akureyri óx úr fáum óásjáleg- um kofúm. En þetta hefur Páll Márkússon allt reynt á áttatíu ára æfi. AðKotá. Hvar ertu fæddur, Páll? Eg fæddist að Kotá, 2. ágúst 1874, mig minnir það vera 2 dög- um áður en Kristján VIII. kom með stjórnarskrána. Foreldrar mínir voru Guðríður Guðmunds- dóttir og Markús Ivarsson. Við vorum 10 systkinin, 9 bræður og ein systir, og fyrstu minningar mínar eru bundnar sult og klæð- leysi. Þú hefur þá ekki dvalið lengi í foreldrahúsum? Nei, ekki var það. Foreldrar mínir skildu samvistir, þegar eg var 7 ára og fór eg þá með móður minni í ýmsar vistir í Eyjafirði, en 12 ára gaifcall var eg látinn fara að vinna fyrir mér, einn míns liðs, hjá vandalausum. Þar fékk eg fyrst nægju mína að borða. Varstu heppinn með vistina? Eg býst við því. Eg réðist til Gunnars Einarssonar á Hjalteyri. Hann var sonur hins þjóðkunna bóndá Einars Asmundssonar, frá Nesi. A Hjalteyri var jöfnum hönd- um stundaður útvegur á róðrar- bátum og landbúnaður. Eg var sendur í róðrana og vax þá oft haldið út sólarhringinn í einu. í nesti höfðum við þorskhausa- stöppu og blöndu í kút. Hvort tveggja var iðulega frosið er neyta skyldi. Eitt sinn var eg aðframkominn af sulti og þreytu í róðri — það var eitt ísavorið — eg sofnaði við árina. Vissi eg þá ekki fyrr en eg fékk blautan og hálffrosinn sjó- vettling í andlitið. Það var for- maðurinn sem greiddi höggið. Einn hásetanna stóð þá upp og endurgalt formanninum höggið — en honum þótti sæmst að láta kyrrt liggja. Eg var í 4 ár hjá Gunnari. Hann var á margan hátt góður Akureyrarbær Laxárvirkjun maður. Hjá honum fékk eg fyrsta sinni á æfinni nægju mína að borða. Þegar eg fór frá Hjalteyri tók við vinnumennska til 22ja ára aldurs. Þá flutti eg til Akureyrar og tók að stunda verkamanna- vinnu. Eg hef alltaf verio með. Eg hef séð nafn þitt undir fyrstu lögum Verkamannafélags- ins, þú hefur strax verið með? Já, eg hef alltaf verið með. Eg varð „kommúnisti" löngu áður en eg heyrði það orð nefnt, um 10 ára aldur. Um þær mundir bauð Skúli Thoroddsen sig fram til þings hér og eg varð svo snortinn af þeirri öldu sem hann vakti hér í hugum fólks, að eg bý að því alla æfi — og sá eg hann þó ekki með eigin augum. Eg man enn hvað Jakob Jónsson (afi Jakobs Frímannssonar) dásamaði Skúla — en samt fannst honum Skúli ganga of langt, þegar hann vildi losa um vinnuhjúaböndin. Já, eg var meðal stofnenda Verkamannafélagsins 1896. Það gekk stórátakalaust, miðað við ýmislegt sem síðar gerðist hér í verkalýðshreyfingunni. Helztu forvígismenn voru Jón Frið- finnsson og Olgeir Júlíusson. Það var reynt að hækka kaupið lítils- háttar ,en ekki sízt að koma á peningagreiðslum. Áður þekkt- ust varla peningar sem verka- kaup, þá sjaldan borgað var í peningum, þá var greiðslan a. m. k. 6% lægri. Krafinn um skuld. Eitt sinn var eg krafinn um 2ja kr. útsvarsskuld. Fór eg þá til Havsteens ,því að eg átti þar inni 8 krónur, en Havsteen sagðist ekki hafa neina peninga. Fór eg með þau erindislok til Klemenzar Jónssonar fógeta. Hann brá við og gekk með mér inn í búð til Havsteens og segii*. „Er það rétt að þessi maður eigi hér inni, en enga peninga," sagði Havsteen. ,Þá verður þú að afhenda mér lyklana," segir Klemenz. Hav- steen fer þá niður í skúffu, tekur þaðan 8 krónur og fleygir á gólfið. Ætlaði eg þá að beygja mig eftir fénu, en Klemenz aftr- aði mér og sagði að kaupmaður- inn ætti að rétta mér greiðsluna. Fóru leikar svo, að Havsteen skipaði búðarmanninum, Jóni Stefánssyni, að leggja peningana á borðið. Eg fékk ekki vinnu hjá Havsteen í eitt ár eftir þennan atburð, en eg knékraup honum ekki. Eg hafði snemma sett mér að láta í engu undan þeim, sem vildu hafa mig að féþúfu. ByggSi stærsta steinhús á íslandi. Og svo gerðist þú múrari? Það var nú eiginlega tilviljun. Eg lendi dagspart í vinnu hjá Jónatan múrara, föður Tryggva byggingafulltrúa, og hann vildi ekki sleppa mér eftir það, þegar eitthvað var að gera. Þetta var um aldamótin og múrverk var þá eingöngu fólgið í því að hlaða upp undirstöður og kjallara úr til- höggnu grjóti og svo að hlaða skorsteina. Sjálfstætt verk, sem múrsmið- ur hóf eg við Menntaskólann og kvennaskólann á Blönduósi. Arið 1905 fór eg til Noregs og vann þar við múrverk í eitt ár. Eg reyndi þar að kynnast sem flestu í iðninni. Dvölin þar varð mér notadrýgri en langur skóli. Ef tir að eg kom heim byggði eg gömlu Gefjuni. Hún var þá stærsta steinsteypta húsið á land- inu og fyrsta húsið, sem byggt var hér á landi með steinlofti. Múraraiðnin varð svo starf mitt upp frá þessu, nær óslitið meðan starfsþrekið entist. Sá bæinn vaxa. Þú hefur dvalið hér síðan? Já, að undanskildum árunum 1920—27, en þá átti eg heima á ísafirði, vann þar við byggingar og var verkstjóri hjá bænum. Þar missti eg konuna mína, Soffíu Jónsdóttur, og flutti þá aftur heim, því að hér og hvergi annars staðar hefur mér fundizt eg eiga heima. Það má með sanni segja, að þú hafir séð bæinn vaxa? Já, þegar eg man fyrst eftir var hann ekki annað en Gránuverzl- unin og 5—6 hús önnur á Oddeyri og 3 verzlanir á Akureyri (Inn- bænum): Jónasen, Höepfner og Gudman, og gamli spítalinn, Jensens vertshús og nokkrir torfkofar. MHli „bæjarhlutanna" var vegleysa, var ýmist farin fjaran eða troðningar í brekk- unni, þar sem nú stendur Sam- komuhúsið. Breytingin er mikil sem orðin er. TILKYNNING Hinn 23. júlí 1954 framkvæmdi notarius publicus á Akureyri hinn árlega útdrátt á 4% skuldabréfaláni bæjar- sjóðs Akureyrar vegna Laxárvirkjunar, teknu 1943. Þessi bréf voru dregin út: Litra A, nr. 33 - 46 - 58 - 100 - 102 - 119 - 177 - 187 197 - 198 - 221 - 222 - 223 - 264 - 272 - 275 - 276 -280-281 - 293. Litra B, nr. 7 - 12 - 33 - 52 - 61 - 67 - 71 - 81 - 82 - 109- 113 - 129- 131- 135- 139- 144- 168- 178 - 182 - 190 - 195 - 198 - 216 - 238 - 257 - 258-296-308-310-314- 318- 319- 344 -% 359 - 374 - 393 - 395 - 399 - 400 - 425 - 428 - 430-499-503 -504-506-517 -541 -546- 550 - 554 - 646 - 652 - 679 - 689 - 696 - 706 - 709-715 -725-730-755 -767 -774-775 - 797 - 799 - 800 - 835 - 837 - 841 - 855 - 872 - 875 - 879 - 881 - 885 - 886 - 897 - 918 - 926 - 952 - 960 - 972 - 973 - 974 - 988. Hin útdregnu skuldabréf vcrða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyra, Strandgötu 1, eða Lands- banka íslands í Reykjavík, 2. janúar 1955. Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. júlí 1954. Steinn Steinsen. Happdræfti Háskóla íslands Endurnýjun til 8. flokks er hafin. Verður að vera lokið fyrir 10. ágást. Endumýið í tíma. Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. TILKYNNING Eins og venjulega verða allir þeir, sem eiga kartöflur í bæjargeymslunni í Grófargili, að hreinsa þær burtu úr geymslunni fyrir 1. ágúst n. k. — Þeir, sem vanrækja það, verða að greiða tíu krónur fyrir hreinsun á hverjum kassa og fá ekki geymslu í haust nema þær séu greiddar. Bæjarstjóri. Mesta breytingin varð á fólkinu sjálfu. Finnst þér fólkið og lífskjör þess hafa breytzt að sama skapi? Já, aðeins miklu meira. Fyrstu þú viljir ekki borga?" „Eg hef I minningar mínar, frá því að eg var 4urra ára, eru um sult, kulda og klæðleysi. Síðar er mér minn- isstætt fólk, sem kom til kaup- mannanna, hnarreistra og drembi legra, klætt tötrum og markað rúnum allsleysis og örvæntingar, biðjandi um litilfjörlega úttekt til þess að seðja sárasta hungrið. Og enn get eg viknað við þegar eg hugsa til þess, hvernig farið var með sumt gamla fólkið og oln- bogabörnin. Djarfmannlegir verkamenn og konur nú á dögum skera sig úr þessu fólki miklu meir en góðar nútímabyggingar úr torfkofun- um. Hver finnst þér muni vera helzta orsök þessarar breytingar? Því er fljótsvarað. Það er verkalýðshreyfingin og sósíalism- inn, sem hefur gefið vinnandi mönnum trú á manngildi sitt og gert þá færa til þess að heimta rétt sinn til mannsæmandi lífs. Eins og sjá má af framanrituðu verður Páll áttræður á mánudag- inn. Hann kvaðst ætla að halda upp á afmæli sitt með því að fara til Rvíkur í heimsókn til einka- sonar síns, Kristján bygginga- meistara, sem þar býr. Verkam. óskar Páli allra heilla í tilefni af- mælisins og þakkar honum í nafni hinnar róttæku verkalýðs- hreyfingar hans ómetanlega framlag og ódrepandi tryggð við málstað alþýðunnar. Núlifandi og ókomnar kynslóðir standa í æv- arandi þakkarskuld við þann hóp, sem hann ákvað ungur að fylla, mennina sem „alltaf voru með" og brutu verkalýðshreyfingunni leiðina yfir bröttubrekku frum- býlingsáranna. B. J.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.