Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 1
vERKnmnÐURinn XXXII. árg. Akureyri, föstudaginn 13. ágúst 1954 25. tbl. SNORRI SIGFÚSSON, náms- stjóri, er nú fluttur alfarinn til Reykjavíkur og lætur hér af störfmn eftir langan starfsferil sem kennari, skólastjóri og námsstjóri. Snorri verður sjö- tugur 31. þ. m. Kröfur togarasjómanna lagðar fram Hækkun á fastakaupi aflahlut og aflaverðlaun- um, aukin hafnarfrí og sex daga frí í heimahög- um fyrir hvern mánuð þegar ekki er siglt með aflanii til útlanda Ráðstefnu sjómannafélaganna um kjör togarasjómanna lauk sl. þriðjudag. Hafði ráðstefnan þá gengið frá kröfum sínum og lagt nýtt samningsuppkast fyrir tog- araeigendur. Að ráðstefnunni stóðu 8 félög með samningsrétt fyrir,36 togara af 44, sem gerðir eru út í landinu. Helztu breytingarnar á launa- kjörum, sem farið er fram á, eru eftirfarandi: 1) Fastakaup háseta og kynd- ara hækki úr kr. 1080.00 á mán- uði i kr. 1700.00 og kaup neta- manns, bátsmanns og yfírmat- svein hækki hlutfallslega. 2) Aflahlutur á ísfískveiðum verði 17% eins og áður, en 20% frádráttur vegna kostnaðar er- lendis verði ekki greiddur af óskiptum afla, og þessum aflahlut veröi skipt í 26 staði í stað 33 áð- ur (þ. e. skipt milli þeirra, sem aðild eiga að samningunum). 3) Aflaverðlaun á saltfiskveið- um hækki úr kr. 6.00 í kr. 12.00 af smálest og 20% hærra greitt af afla veiddum á fjarlægum mið- um (Grænland) í stað (15% áð- ur). 4) Aflaverðlaun af öllu lýsi verði það sama, hvort heldur veitt er í ís eða salt, þannig, að greitt verði kr. 40.00 af smálest lýsis nr. I. og II., eins og gilti á saltfiskveiðum áður, þegar afla var landað hér heima. Af lakara lýsi sé greitt kr. 30.00 á smálest í stað kr. 10.00 áður. Áður var greitt rúmlega helmingi lægri premía fyrir lýsið á ísfiskveiðum og saltfiskveiðum, þegar afla var landað erlendis, enda þótt verð- gildi og gæði lýsisins væri að sjálfsögðu þau sömu. 5) Verð á ísfiski, sem seldur er upp úr skipi innan lands verði reiknað skipverjum sama og út- gerðarmaður fær fyrir hann, þar innifalið uppbætur og styrkur, sem útgerðin kann að fá, í hvaða formi sem er, og hlutum fækkað á sama hátt og á ísfiskveiðum, þegar selt er erlendis. Aðrar kjarabætur eru þessar helztar: Hafnarfrí skipverja verði lengt úr einum sólarhring í tvo eftir hverja veiðiferð. Yfir þann hluta úthaldstimans, (Framhald á 4. síðu). ^****^*^#v***#^^*^#*#^*^r^^ rf= Nauðungaruppboð - lögfök Eins og sjá má í auglýsingu í blaðinu í dag hefur nú þegar farið fram lögtaksúrskurður fyrir fasteignagjöld- um yfirstandandi árs, hafnargjöldum og helmingi út- svaranna. Mun ýmsum þykja slíkar ráðstafanir koma vonum fyrr, þar sem blekið er nú tæpast þornað á út- svarstilkynningunum og ekki er enn búið að skrifa út tilkynningar um breytingar niðurjöfnunarnefndar eftir að útsvarskærur voru teknar fyrir. Engum dylst hvert fyrirmyndin að slíkum innheimtu- aðferðum er sótt. Það er aðeins einn bær til á landinu, sem viðhefur slíkt tilhtsleysi og ákefð í innheimtu, Reykjavík. Árið út og árið inn er meginefni „Lögbirtingablaðs- ins" um lögtök, samkvæmt kröfum borgarritarins í Rvík, en næsta sjaldan að slíkt beri við um aðra bæi. Undan- tekning er þó um Lögbirting 7. þ. m., en þar eru 7 hús- eignir á Akureyri auglýstar til uppboðs, samkv. kröfu bæjarritarans hér. Og svo einkennilega vill til að a. m. k. meirihluti viðkomandi húseigenda eru alþekktir skilamenn. Menn spyrja að vonum: Er Akureyrarbær svo illa kominn undir samstjórn íhalds og Framsóknar, að ekki nægi einasta að leggja hér á bæjarbúa þyngstu útsvars- og fasteignagjaldabyrðar, sem þekkjast í nokkru sveitar- félagi á íslandi. Er líka nauðsynlegt orðið að innleiða hér sama vélræna tillitsleysið í innheimtuaðferðum og tíðkast í Rvík? Og græðir bærinn á því, þegar til lengdar lætur að halda uppboðshamrinum sífellt reiddum að höfðum manna, hvað lítið sem út af ber um getu manna til greiðslu? >t- Vaxandi atvinnuleysi eftir því sem líður á \ sumarið Atvinna mátti heita sæmileg ;! hér í bænum síðari hluta vetr- ar og í vor, enda voru togar- arnir þá að veiðum og lögðu :! afla sinn upp hér að mestu. Tunnuverksmiðjan var þá starfrækt og skipakomur all- miklar. Nú um hríð hefur atvinnu- S leysi aftur á móti verið til ;; finnanlegt og því meira sem !', | liðið hefur á sumarið og ganga !', ; i nú f jöldi verkamanna at- !' vinnulausir dögum saman,* !; enda þótt f jöldi manna hafi; ;; leitað burt úr bænum og þeim 1 fari fækkandi, sem freista þess ' ;! að sjá sér hér farborða með ! ;' vinnu sinni og fleiri og fleiri! |! bíði fyrsta tækifæris til þess ! 1 að flytja brott úr bænum. !! En þrátt fyrir hinar ískyggi- ; legustu horfur í atvinnumál- ;; um bæjarins verður þess ekki;j ;; vart að þeir, sem ráðin hafa > ;! hreyfi hönd til bjargar eða <! !! sýni minnstu viðleitni til þess!! i að breyta um þá kyrrstöðu- ; stefnu, sem þeir hafa fylgt og,, ; fylfíJa! heldur stinga höfðinu í sandinn og sýnist þá ástandið; harla gott. Strútshátturinn er nú orð- j ;; inn slíkur, að jafnvel lögboðin ;; alvinnuleysisskráning, sem! fara átti fram 1. þ. m., hefur verið látin niður falla. Heldur; !! bæjarstjórnin e. t. v. að verka- ;; menn gleymi atvinnuleysinu; ef það er ekki skráð á skýrsl- ; Vinna verður hafin við togara- bryggjuna í þessum mánuði Framsóknarmenn í bæjarstjórn greiddu at- kvæði gegn því að hafizt yrði handa um þenn- an nauðsynlega undirbúning að hraðf rystihúsinu Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag lá fyrir svofelld tillaga, er samþykkt hafði verið í hafnar- nefnd með 3 atkv. gegn 2, en flutningsmaður hennar var Helgi Pálsson: „Nefndin samþykkir, að svo fljótt, sem unnt er, að fengnu samþykki vitamálastjóra, og ekki síðar en fyrri hluta ágústmánað- ar, skuli hafin bygging bryggj- unnar á Oddeyrartanga og felur Magnúsi Bjarnasyni og hafnar- verði að sjá um að setja fallhamra hafnarinnar nú þegar í vinnufært stand." Bryggjuefnið til staðar og % milljón í reiðufé. Ætlunin er að nota hið marg- fræga bryggjujárn, sem legið hef- ur um fjölda ára við Torfunef, til bryggjugerðarinnar og verða efn- iskaup því mjög lítil. Þá er og handbært allmikið fé eða 485 þús. kr. til framkvæmd- anna. Þar af eru 200 þús. kr. á fjárlögum yfirstandandi árs og 285 þús. kr., sem hafnarsjóSur hefur aflögu til nýbygginga. Er næsta ólíklegt að Akureyrarhöfn fengi nokkurn ríkisstyrk á næsta ári, ef það fé, sem fyrir hendi er, yrði ekki notað. Þrátt fyrir þetta mun þurfa allmikla lántöku til þess að fullgera bryggjuna, en næsta ólíklegt má þó telja að það fé reynist ekki fáanlegt, ef fast verður eftir leitað og fram- kvæmdir hafnar, þótt getuleysi bæjarstjórans séu að vísu lítil takmörk sett á því sviði að útvega lán. Eg treysti mér ekki til. — Hér má ekki hrasa að neinu. — Þeir Jakob Frímannsson og Steinsen réru lífróður, sinn á hvoru borði, á síðasta bæjaf- stjórnarfundi, til þess að hindra framkvæmdir við bryggjuna. — Sagði Steinsen: Eg treysti mér ekki til, hvorki í ár né næsta ár, að útvega það fé sem vantar! (Aftur á móti vantreystir hann sér ekkert til að vera bæjar- stjóri.) Jakoþ bar sig sýnu betur — en — „en það er ekki nein ástæða til bjartsýni um lán — hér má ekki hrasa að neinu." ;— Flutti Jakob síðan tillögu, sem fól í sér að bæjarstjórn gat hindr- að framkvæmdirnar að miklu leyti, ef honum byði svo við að horfa. Það óvænta skeði á fundinum, að allir höfnuðu leiðsögu Stein- sens og Jakobs, nema fulltrúar Framsóknarflokksins, og var fyrrgreind tillaga samþykkt með 7 atkv. gegn 2 (Jakob og Reykja- lín), en Guðm. Guðlaugsson sat hjá. Ríkisstjórnin hyggst fleyta fogurunum til næsfu áramóta með nýjum bílaskatti Hrifsar jafnframt í ríkissjóð 15-20 milljónir af innflutningnum Um miðja sl. viku gerði ríkis-f stjórnin kunnugt að loks hefði náðst samkomulag um ráðstafanir til aðstoðar togaraútgerðinni, eft- ir að meginhluti togaraflotans hefur legið í höfn um tveggja mánaða skeið: Ráðstafanimar eru þessar: Lagður verður nýr skattur á allar bifreiðir, sem inn verða fluttar (með reglugerð er heimilt að undanskilja bífreiðir til vissra afnota) aðrar en vörubifreiðar. Nemur þessi skattur 100% af fob. verði bifreiðanna. Lækkaðir verði ýmsir kostnað- arliðir útgerðarinnar, svo sem flutningsgjöld á útfluttum fiski, vátryggingar og olía. Gerð verði tilraun til þess að fá frystihúsin til að greiða hserra verð fyrir togarafisk. Unnið verði að hækkuðu sölu- verði á útfluttum fiski. Þegar yfirlýsing ríkisstjórnar- innar er athuguð dylst engum, hve loðin hún er og teygjanleg. í rauninni stendur þar varla nokk- ur hlutur fastur og óhagganlegur annar en bflaskatturinn. Hitt er enn allt í móðu „tilrauna" og „viðleitni" og verður því ekki fyllilega um þær yfirlýsingar dæmt að sinni, nema út frá þeim líkum sem fyrir hendi eru af fyrri háttum ríkisstjórnarinnar. Aðeins hebningurinn til útgerðarinnaK Auk hins nýja 100% skatts af innkaupsverði bílanna fær ríkis- sjóSur svonefnt dýrtíSarsjóðs- gjald og tolla af innflutningi þeirra. Mun ekki fjarri lagi aS þær tekjur nemi svipaðri upp- hæð og hinn nýji skattur, eða 15 —20 milljónum, ef inn verða fluttir 10—12 hundruð bflar, svo sem ráðgert er. Togaranefndin hafði alltaf í sínum tillögum gert ráð fyrir því að dýrtíðarsjóðs- gjaldið rynni einnig til útgerðar- (Framhald 4 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.