Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 2
- 2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 13. ágúst 1954 VERRROlflÐUnlllll — vikublað — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maðitr, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Hvers vegna þurfum við nýja forustu í Al- þýðusambandi íslands? í orði kveðnu eru hver stað- bundin samtök verkafólks og vinnuveitenda frjáls að því að gera gilda samninga um laun og kjör verkafólks, en í reyndinni er þetta samningsfrelsi nú að mestu úr sögunni og á sú breyting, sem í þessu hefur átt sér stað, lánga forsögu, sem hér verður ekki rakin. En höfuðástæðan fyrir því að svo er komið er sú, að at- vinnurekendur hafa tekið að nota ríkisvaldið í andróðri sínum gegn hagsmunakröfum verkalýðs- samtakanna í sífellt ríkara mæli, og má nú svo heita, að engin vinnudeila sé háð svo ríkisstjórn eða Alþingi komi þar ekki fram, sem hinn raunverulegi samnings- aðili fyrir atvinnurekendastétt- ina. Þetta hefur verið algild regla síðan í lok seinni heimsstyrjald- arinnar. Þessi forusta rikisvaldsins fyrir atvinnurekendastéttinni hefur aftur leitt það af sér, að einstök verkalýðsfélög eru þess algerlega vanmegnug að knýja fram bætt kjör eða standa af sér þær árásir, sem ríkisvald auðmannastéttar- innar gerir á afkomumöguleika vinnandi manna og ýmis(t eru deginum ljósari eða dulbúnar í lagaflækjum löggjafarvaldsins (tollalögin 1947, gengislækkunin, bátagjaldeyririnn, söluskatturinn o. s. frv.). Verkalýðsfélögin og meðlimir þeirra hafa því orðið að setja meira traust á heildarsamtök sín, Alþýðusamband íslands, sem sterkasta vígi sitt og vopn en áð- ur, og jafnframt hafa skyldur þess gagnvart verkalýðnum aukizt að sama skapi. Öll vígstaða verka- lýðsins er því þannig í dag, að allt veltur á því, að Alþýðusam- bandið sé sterkt og forustu þess öruggur leiðtogi og málsvari al- þýðustéttarinnar. Engin keðja er að vísu sterkari en veikasti hlekk urinn og því veltur á miklu að hvert verkalýðsfélag sé hlutverki sínu vaxið, en þegar því skilyrði er fullnægt kemur þungi átak- anna við auðmannastéttina óhjá- kvæmilega til með að hvfla á samtökunum í heild — Alþýðu- sambandinu — og stjórn þess. Það er engin tilviljun að ein- mitt í sama mund og Alþýðusam- bandið er þannig orðið miklum mun mikilvægari þáttur í verka- lýðsmálunum en áður, þá taka atvinnurekendur með lævíslegum aðferðum að leitast við að lauma sendimönnum sínum til áhrifa innan þess, í þeim tilgangi að lama baráttuþrek þess og leiða það á veg undanhalds og sátta við versnandi lífskjör. Og því miður hefur þetta bragð tekizt til óbæt- anlegs tjóns fyrir vinnustéttirnar. Þurfum við ekki frekari vitna við um þetta en að bera saman launakjörin nú og t. d. 1947, en ekki mun fjarri lagi að kaupgjald þyrfti að hækka um 40% til þess að verkafólk byggi nú við sam- bærileg launakjör. Ber þess þá að sjálfsögðu einnig að gæta, að þau ár, sem síðan eru liðin, hafa verið „veltiár" í venjulegum skilningi. Gjaldeyristekjur þjóð- arinnar hafa stóraukizt og raun- verulegur gróði af atvinnuvegun- um hefur verið stórfelldari en nokkru sinni í sögu þjóðarinnar, þótt þannig haf i verið á haldið að sá gróði hefur fyrst og fremst runnið til fámennrar klíku for- réttinda í höfuðstaðnum. Á síðustu sex árum hefur öll aðstaða og efni verið fyrir hendi til þess að halda uppi góðum og batnandi kjörum vinnandi manna. En forusta alþýðusamtak- anna hefur á þessu tímabili verið sem rekald undir áhrifum ríkis- valdsins, sem hefur skoðað það sem sitt höfuðverkefni að þrýsta niður kjörum fólksins. Og því er komið sem er. Það er nú engum vafa bundið, að verkafólki um land allt er nú að verða ljóst, að við svo búið má ekki lengur standa, að það er bókstaflega orðið lífsskilyrði fyr- ir alþýðuna að hrífa samtök sín undan áhrifavaldi íhalds og at- vinnurekenda. Og fjöldi þeirra, sem látið hafa blekkjast til sam- starfs við hjú stéttarandstæðings- ins innan og utan samtakanna harma nú þau mistök sín af heil- um huga. Með verkalýðshreyf- ingunni er nú að rísa, af síaukn- um mætti, sú skoðun að hinum beinu hagsmunum almennings verði því aðeins borgið giftusam- lega, að víðtækt samstarf takizt þar með öllum róttækum og frjálslyndum öflum og að Al- þýðusambandinu verði valin for- usta, sem njóti fyllsta trausts og óskipt stuðnings allra vinstri afla í stjórnmálum og verkalýðsmál- um. Til þess að þetta megi takast þurfa allir vinstri menn innan al- þýðusamtakanna að vera sam- hentir um það að ryðja úr vegi samstarfs og sameiningar öllum smærri ágreiningi og hleypidóm- um. Hér er svo mikið í húfi fyrir alþýðuna og samtök hennar, að öllu naggi og allri tortryggni verður að þoka til hliðar. Aftur- haldið á íslandi er valdamikið í dag, en gegn einhuga verkalýðs- hreyfingu, sem treystir mætti sínum og forustu sinni, stenzt það ekki snúning. Og það er einmitt þetta tvennt, endurnýjuð trú á Jþýðusamtökunum og mætti leirra til afreka fyrir hina vinn- andi menn og traust forusta þeirra, sem á skortir til þess að við getum borið í brjósti rök- studdar vonir um betri og bjart- ari tíma á næstu árum. Þess Pólska alþýðulýðveldið 10 ára 22. júlí sl. voru mikil hátíðahöld hjá pólsku þjóðinni. Fyrir 10 ár- um síðan brauzt Rauði herinn, ásamt hersveitum úr Wojsko Polskie, yfir landamærafljótið Bug og gjörsigraði hjarðir Hitl- ers-fasistanna og færði pólsku þjóðinni frelsi undan oki fasist- anna. Pólska frelsisnefndin, sem var gerð að bráðabirgðastjórn af Krajowa Rada Narodowa, til að stjórna frelsisbaráttu þjóðarinn- ar, samþykkti 22. júlí 1944, í bæn- um Chelm, fyrsta bæ Póllands, sem var frelsaður undan oki naz- istanna, ávarp til pólsku þjóðar- innar, en með því hófst ný öld í lífi landsins. Það voru hersveitir undir for- ustu Rokossowskis marskálks, sem frelsuðu Chelm úr greipum nazistanna. Kl. 10 að kvöldi 22. júlí var skotið 12 sinnum úr 124 fallbyssum í Moskva til að fagna þessum sigri. Og kl. 11 að kvöldi 24. júlí bergmálaði Moskva að nýju drunurnar úr 224 fallbyss- um, sem skotið var af 20 sinnum í einni lotu. Með því var verið að fagna því, að hin gamla, sögu- fræga borg Lublin hafði verið hrifsuð úr böðulshöndum nazist- anna. Frá Lublin og Chelm hófu svo sovéthersveitirnar og pólsku hersveitirnar sigursæla göngu sína vestur á bóginn. 22. júlí varð fæðingardagur hins nýja Póllands. Á þeim 10 árum, sem síðan eru liðin, hefur pólska þjóðin verið á samfelldri, glæsilegri sigurgöngu. Gamla Pólland pananna, góss- eigendanna, sem í raun og veru var aðeins hráefnabúr heimsveld- anna, var purkunarlaust merg- sogið af hálfu erlends auðmagns. Hið nýja Pólland alþýðunnar er orðið sjálfstætt, þróað iðnaðar- veldi, þar sem landbúnaðurinn tekur skjótum framförum og menningin blómstrar. Gamla Pól- land pananna var tromp í óþverra spili heimsafturhaldsins, tæki í árásar- og ágengnisathöfnum þess, svikráðum og egningar- starfsemi, land, sem það að lok- um fleygði sem æti í gráðugt gin fasismans. Hið nýja Pólland al- þýðunnar, þetta óháða og sjálf- stæða ríki hins vinnandi fólks, er orðið traustur hlekkur í- hinum volduðu, lýðræðissinnuðu sam- tökum, virkur aðili í baráttunni fyrir að varðveita og treysta heimsfriðinn. Hvað snerti iðnþróun var gamla Pólland í einu af neðstu sætunum í Evrópu, alþýðulýð- veldið Pólland er nú hins vegar hið fimmta í röðinni í Evrópu á þessu sviði. Iðnaðarafköst þess eru nú fjórum sinnum meiri en fyrir stríðið. Iðnaðurinn hefur einnig tekið breytingum á annan hátt: Pólland á nú eigin skipa- smíðastöðvar, framleiðir dráttar- vélar og bíla, fjölþættar landbún- aðarvélar og þungar verksmiðju- vélar, námugraftartæki, raforku- vegna þurfum við að skipta um forustu í Alþýðusambandi íslands á komandi hausti. vélar og úrvalsstál og kopariðn- aðurinn tekur skjótum framför- um. Stórfelldar breytingar hafa líka orðið á kjörum pólsku bændanna. Áður áttu gósseigendurnir tvo fimmtu hluta af jörðinni, á sama tíma og 8 milljónir af „ofauknum manneskjum" í sveitunum urðu að búa við hina ömurlegustu fá- tækt. Umbótasinnuð landbúnað- arlöggjöf og frelsun og endur- heimta hinna" æfagömlu pólsku héraða við Oder og Neisse, sem þýzku júnkararnir höfðu svælt undir sig, hefur fært bændunum meira en 6 milljónir hektara af jarðnæði. Skorturinn á jarðnæði og „ofhleðslan af fólki" heyrir að eilífu til liðinni tíð. Pólsku bænd- urnar hafa nú haldið inn á braut samyrkjustarfsins, sem er skyn- samlegasta og hagfelldasta að- ferðin í landbúnaðinum. Á síð- ustu árunum hafa yfir 200,000 fá- tækir bændur og miðlungsbænd- ur sameinast í landbúnaðarsam- vinnufélögum. Á jarðnæði þeirra, sem teygir sig yfir hálfa aðra milljón hektara, hafa nú verið teknar í notkun landbúnaðarvél- ar, sem gera kleift að uppskera ríkulega. í gamla Póllandi íhaldsins var bóndinn neyddur til að þrælka fyrir gósseigandann og búa við hungur í ömurlegu hreysi, ganga í bastskóm og kljúfa hverja eld- spýtu í fleiri hluta. í sveitum Pól- lands fyrirfundust 1.400.000 bændabýli, sem ekki áttu plóg, 1.350.000, sem ekki áttu herfi, 1.480.000, þar sem ekki var til hestur, 1.850.000, þar sem ekki voru til uppskeruvélar, og 2.000.000, þar sem ekki voru til þreskitæki. Nú eru um 50.000 dráttarvélar í Póllandi, og sægur af þreskivél- um og hvers konar öðrum land- búnaðarvélum. Velmegun pólsku þjóðarinnar fer vaxandi. Atvinnuleysið, þessi svipa á verkalýðinn, hefur verið afnumið í eitt skipti fyrir 811. Síð- astliðið ár voru þjóðartekjurnar tvöfalt meiri en 1938, síðasta árið fyrir stríð. Raunveruleg laun verkamanna og opinberra starfs- manna og tekjur bændanna hafa hækkað. Aðeins á fyrri hluta þessa árs hefur verð á nauðsynja- vörum verið lækkað tvívegis. Fræðslu- og menningarstarf- semi hefur haldið innreið sína inn í afskekktustu sveitir landsins. í Póllandi, þar sem allt að því f jórði hver maður yfir 10 ára var ólæs og óskrifandi, hefur kunn- áttuleysinu á þessu sviði nú að heita má alveg verið útrýmt með- al þeirra, sem eru innan 50 ára. Og pólsk vísindi og listir blómg- ast á öllum sviðum. íbúar Póllands halda örugglega áfram á leiðinni til sósíalismans ásamt þjóðum Tékkóslóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu, Búlg- aríu og Albaníu. Fordæmi alþýðuríkjanna, for- dæmi Póllands, sýnir verkalýðn- um í öllum auðvaldsríkjum og nýlendum greinilega, hvað al- þýða, sem tekur völdin í sínar eigin hendur, getur afrekað á skömmum tíma. IÐJA OG SÍS (Framhald af 4. síðu). samningi, þó með þeim fyrirvara af hálfu Iðju, að ákvæði samn- ingsins um orlofið breyttust, ef úrskurður Félagsdóms félli félag- inu í vil. Töldu fyrirsvarsmenn verksmiðjanna slíkan fyrirvara ekki þurfa að standa í vegi fyrir samningsuppgerðinni. Ákvæðin um orlof eru þannig í samningsfrumvarpinu, að verk- smiðjufólkið hafi 15 daga orldf, er hækki í 18 daga eftir 20 ára starf. Er þessi hækkun orlofs í 18 daga eftir 20 ára starf umfram það, sem þekkist í nokkrum öðrum samn- ingi verksmiðjufólks nokkurs staðar á landinu. Þá eru og í samningi SÍS og KEA við Iðju ákvæði um sjúkra- tryggingar, sem hvergi þekkjast í öðrum samningum verksmiðju- fólks og starfsfólkið hefur talið sér mjög mikils virði. Ennfremur er ýmsum starfsmönnum verk- smiðjanna, sem hafa með höndum vandasöm, erfið eða óhreinleg störf, greitt hærra kaup en þekk- ist í öðrum samningum verk- smiðjufólks hér á landi. Virðist því skjóta heldur skökku við, er Þjóðviljinn, með fréttarit- ara sinn á Akureyri að heimildar manni, reynir að stimpla SÍS og KEA sem einhverja verkalýðs- böðla, sem reyni að þröngva upp á verksmiðjufólkið nýjum samn- ingi, sem feli í sér verulega kjaraskerðingu fyrir það. Reykjavík, 9. ágúst 1954. Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Það er að vísu hvergi í frétt þeirri, sem vitnað er til í Þjóð- viljanum, minnst á „verkalýðs- böðla" og verður því enginn sak- aður um þá nafngift í þessu sam- bandi nema höfundur framan- greindrar tilkynningar. Að öðru leyti er rétt að benda á það að samningar Iðju og SÍS eru uppbyggðir með öðrum hætti en hliðstæðir samningar. Nokkrir veikindadagar eru greiddir, en það er fólkið sjálft, sem stendur straum af tryggingunum með því að vinna lengri vinnutíma en þekkist hjá nokkrum öðrum iðn- rekendum í landinu. Hvað því viðkemur að verk- smiðjustjórar SÍS og KEA hafi lengt orlofið í fyrra „af misskiln- ingi", sem þó hafi verið skýrt fram tekið að ekki mundi standa nema eitt ár! verða menn vitan- lega að eiga um við sjálfa sig, hvort þeir vilja gleypa ómelt eða ekki. Um það atriði eigast við á 2. hundrað starfsmanna verk- smiðjanna og einn skrifstofumað- ur í Reykjavík og Verkam. velur sér að sjálfsögðu þann heimild- armanninn, sem hann telur traustari. Auglýsið í VERKAMANNINUM

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.