Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.08.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 13. ágúst 1954 VERKAMAÐURINN Utanríkisverzlunin varð meirl 1953 en nokkru sinni áður Samningurinn við Sovétríkin var mikilvægasti viðskiptasamningurinn í nýútkominni ársskýrslu Landsbanka íslands eru helztu þættir hagþróunar ársins 1953 raktir. Um utanríkisviðskiptin segir í skýrslunni: Utanríkisviðskipti urðu meiri á árinu 1953 en nokkru sinni fyrr. Útflutningur nam 706 millj. kr., en innflutningur 1.111 millj. kr., og var hinn mikli verzlunarhalli jafnaður með duldum gjaldeyris- tekjum, þ. e. tekjur vegna her- liðsins, óafturkræf framlög vegna efnahagsaðstoðar og lán erlendis. Sala íslenzkra afurða erlendis tókst að öllu samanlögðu vel, en markaðsaðstæður kröfðust all- mikilla breytinga bæði á verkun sjávaraflans og skiptingu við- skipta íslendinga á lönd. Vegna löndunarbannsins í Bretlandi var ísfiskksmarkaðurinn lokaður mestan hluta ársins. Einnig varð nokkur samdráttur á útflutningi saltfisks vegna sölutregðu, eink- um fyrri hluta árs. Góðir mark- aðir unnust fyrir skreið, og var verð á henni mjög hagstætt fram á mitt ár, en eftir það gætti nokkurra söluerfiðleika. Skreið- arútflutningurinn var að mestu greiddur í frjálsum gjaldeyri. Sala flestrar annarrar framleiðslu gekk vel og var verðlag hagstætt. Lítið af landbúnaðarafurðumkom til útflutnings á árinu. Freðfiskinn, sem nú er orðinn langmestur að verðmæti allra útflutningsafurða, gekk mjög misjafnlega að selja. Bandaríkin voru enn höfuðmarkaðurinn, en útflutningur þangað varð all- miklu minni en árið áður, og einnig minnkaði mjög sala til Bretlands. Af þessum sökum hlóðust upp miklar birgðir af freðfiski fyrra helming ársins og leit mjög illa út um sölu á þeim, þar til gerður var viðskiptasamn- ingur við Rússa í ágúst, en þeir tóku nær þriðjung freðfisksfram- leiðslu ársins á sæmilegu verði. Mikilvægasti urinn. viðskiptasamning- Viðskiptasamningurinn við Rússa var langmikilvægastur Þrisvar sinnum meiri veiði með nylon- eða perlonnefjum Norska fiskimálastjórnarnefnd- in hefur látið fara fram tilrauna- veiðar til að rannsaka, hvort net úr nylon- eða perlongarni er betra en venjulegt netjagarn. Má telja að niðurstöðurnar af þess- um rannsóknum séu harla at- hyglisverðar, þar eð meðalveiðin með nylon- eða perlongarni var 8,4 kg. af fiski á dag. Með netjum ur venjulegu garni var meðal- veiðin aðeins 2,8 kg. þeirra samninga um viðskipti, sem gerðir voru 1953. Samkvæmt honum skyldu Rússar kaupa á næstu 2 árum mikið magn af freðfiski, saltsíld og freðsíld, en íslendingar fá í staðinn olíur, se- ment, kornvörur og fleira, en flestar þessar vörur höfðu áður verið keyptar fyrir frjálsan gjald- eyri. Vöruskiptasamningar voru einnig í gildi við Finnland, ísrael, Pólland, Tékkóslóvakíu, Ung- verjaland Austur-Þýzkaland, Austurríki, Spán og Brazilíu. Vöruskipti aukast. Á síðustu árum hafa viðskipti íslendinga við vöruskiptalöndin farið jafnt og þétt vaxandi, en viðskiptin við lönd á EPU og sterlingssvæðinu minnkað að sama skapi, einkum vegna minni útflutnings til Bretlands. Nú er svo komið að meira en þriðjung- ur alls útflutnings fer til vöru- skiptalandanna. Á sl. ári minnk- aði útflutningur til Bandaríkj- anna allmikið, en vegna duldra dollaratekna, lána og framlaga hélt innflutningur þaðan áfram að aukast hröðum skrefum. í Í £ Hjarttms þakkir til þeirra, sem minntust mín á átt- t i . I ? r<eðisafm<eli mínu með skeytum, blómum, gjöfum og f | hlýfum handtökum. Guð blessi ykkur öll. PÁLL MARKÚSSON. ^^^^^^^^+a**^**^^^-^G^^^^^^^ 85 hallir afhentar aftur austurrískum fasistaforingja Snemma í þessum mánuði ógilti stjórnarskrárdómstóllinn í Aust- urrfki 2 lög frá því í marz 1952 um að stórjarðir og hallir Riidi- gar van Starhemberg fursta skyldu gerðar upptækar. Starhemberg fursti, sem nú dvelur í Suður-Ameríku, hefur með þessum dómsúrskurði fengið þannig aftur 85 hallir og stór- jarðir. Hann var á sínum tíma leiðtogi hinna vopnuðu fasista- sveita „Heimwehr". Nazisma Starhembergs fursta má rekja allt til þess tíma, þegar hann stóð við hlið Hitlers í hinni misheppnuðu valdaránstilraun í Miinchen. Hann hvarf aftur heim til Austurríkis og lýsti yfir, „Við eigum margt sameiginlegt með hinum þýzku nazistum.... Austurríki mun fyrr eða síðar verða fasistískt. Því fyrr, því betra. Asíumannahöfuð (Gyðing- ar)! munu bráðum velta í sand- mn. 1934 stofnaði hann heimavarn- arlið sitt, sem hófst handa með fjöldaaftökum og morðum a verkalýðssinnum, kommúnistum og sósíaldemokrötum og ruddi þannig brautina fyrir Hitlers Anschluss. Starhemberg varð hins vegar á að veðja á skakkan hest og studdi sig við Mussolini í staðinn fyrir Hitler og lagðist gegn Anschluss. Þegar Hitler hertók Austurríki, tók hann þess vegna eignarnámi hallir hins gamla vinar síns. í árslok 1951 kváðu dómstólarnir upp þann úrskurð að Starhem- berg hefði verið fórnarlamb fas- ismans" og þess vegna bæri að afhenda honum aftur auðæfi hans sem áætluð voru að minnsta kosti 350 milljón kr. virði. Verka- lýðsfélögin, sósíaldemokratar og kommúnistar framkvæmdu hins vegar skyndiverkföll um allt landið og þingið neyddist til að samþykkja sérstök lög, um að eignir hans skyldu gerðar upp- tækar. Nú hefur þessi fyrrverandi vin- ur, fóstbróðir og sálufélagi Hitl- ers og Mussolini og núverandi vinur og kjö.lturakki Mc Carthy- istanna í Bandarikjunum, fengið aftur stóreignir sínar alveg eins og fyrrverandi samstarfsmenn, vinir og sálufélagar Hitlers í Vestur-Þýzkalandi hafa fengið aftur sínar stóreignir og völd fyrir atbeina bandarískra auð- manna og Mc Carthyista. í SAMBANDI við gröft í Indó- Kína hefur fundizt hljóðfæri, sem er talið það elzta sem þekkist í heiminum. Það minnir á zylofon. Þegar búið var að taka það sund- ur og hreinsa það og setja það saman aftur, var reynt að spila á það bæði klassíska músik og jazz — með prýðilegum árangri. í SJOTUGSAFMÆLI átti 9. þ. m. Ingibjörg Kristjánsdóttir Eldjárn, Þingvallastræti 8. IBUÐ Mig vantar 2—3 herbergja íbúð strax eða 1. sept. Ingólfur Arnason, Gránufélagsgötu 11. Sími 1227 eftir kl. 19. Sendum heim. Sendum heim. Húsmæður, þér þurfið aðeins að hringja t síma 1081 og þér fáið það, sem yður vantar sent heim að eldhúsdyrum. BlLLINN fer héðan tvisvar á dag kl. 10,30 f. h. og 3,30 e. h. Verzl. Eyjafjörður h.f. NÝJA-BÍÓ sýnir með Panorama-breiðtjaldi: Sýnir um helgina og næstu kvöld: SÉRA CAMILLO OG KOMMÚNISTINN (Le Petit mondi de Don Camillo) Frönsk kvikmynd byggá á hinni heimsfrægu sögu eftir CIOVANNI GUARESCHI er komið hefur út í íslenzkri þýðingu undir nafninu HEIMUR í HNOTSKURN. Aðalhlutverkin leika hinir frægu leikarar: Fernandel, og Gino Cervi. AUGLÝSING UM LÖGTÖK Samkvæmt kröfu bæjarritarans á Akureyri og að undangengnum úrskurði verða eftirtalin ólokin gjald- fallin gjöld ársins 1954 til bæjarsjóðs Akureyrar og Akureyrarhafnar ,tekin lögtaki á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjarsjóðs að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: 1. Útsvör gjaldfallin 1. júlí s. 1. 2. Fasteignagjöld. 3. Gjöld til Akureyrarhafnar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. ágúst 1954. rUífco'PP V7>} TILKYNNING frá verðgæzlustjóra Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum: Franskbrauð, 500 gr...........kr. 2.60 Heilhveitibrauð, 500 gr....... — 2.60 Vínarbrauð, pr. stk............ — 0.70 Kringlur, pr. kg............. — 7.60 Tvíbökur, pr. kg...........'.. — n.55 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr..... — 4.00 Normalbrauð, 1250 gr......... — 4.00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg- bravlðum og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 30. júní 1954. Verðlagsstjóri. XX X NfiNKIN va \s^auuififtóezt KHfiKI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.