Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.08.1954, Page 4

Verkamaðurinn - 13.08.1954, Page 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 13. ágúst 1954 Sfarfsfólk í verksmiðjum SIS og KEA einhuga gegn skerðingu á sumarleyfum Segir Iðja upp samningum við vinnuveitendur? Fyrra sunnudag hélt Iðja, félag samningsatriði, en nú er svo verksmiðjufólks, fjölmennan fund í Alþýðuhúsinu og sam- þykkti þar svofellda ályktun: Almennur félagsfundur, hald- inn í Iðju, félagi verksmiðju- fólks Akureyri 3. ágúst 1954, mótmælir eindregið þeirri or- lofsskerðingu, sem verkafólk í verksmiðjum SÍS og KEA hef- ur orðið fyrir nú í sumar. Enn- fremur mótmælir fundurinn öðrum þeim fyrirhuguðu ráð- stöfunum, sem Vinnumálasam- band SlS hyggst koma á til breytinga á kaup- og kjara- samningum félagsins, sem fela í sér allmikla kjaraskerðingu frá því sem nú er. Treystir fundurinn því, að samninga- nefnd félagsins, svo og stjórn og trúnaðarráð, láti ekki neitt af hendi af þeim vinnukjörum, sem giltu á síðasta ári. Náist ekki samkomulag um þau mál næstu daga, er það álit fundar- ins, að stjóm og trúnaðarráði beri að vinna að því, að kaup- og kjarasamningum félagsins verði sagt upp við næsta tæki- færi, ennfremur að stjómin undirbúi launakröfur, er tryggt gætu félaginu beztu fáanleg vinnukjör, og beiti sér fyrir því á næsta Alþýðusambandsþingi, að barátta verði upp tekin fyrir hækkuðum launum, auknum tryggingxun, styttri vinnutíma og minnst 3ja vikna orlofi. Að því er varðar sumarleyfin er forsaga málsins sú, að eftir vinnudeilumar 1952, er verka- lýðsfélögin fengu lágmarksorlof lengt úr 12 dögum í 15 daga, fór Iðja þess á leit við Vhmumála- nefnd SÍS, að orlof þess fólks, sem eftir eldri samningum átti að hafa lengra sumarleyfi en lög mæla fyrir sem lágmark ,skyldi einnig fá þau lengd um 3 daga. Urðu forráðamenn KEA og SÍS við þessu, en ekki var samkomu- lagið skjalfest, enda hafði Iðja ekki samninga lausa. Loforð þetta var uppfyllt án undanbragða í fyrra sumar og töldu allir víst að eins yrði nú. En skömmu áður en sumarleyfi skyldu hefjast voru uppfestar tilkynningar í verk- smiðjunum, þar sem lagt var fyrir fólkið að mæta aftur til vinnu eftir eldri samningunum. Verksmiðjufólkið andmælti þegar og skrifuðu 80—90 manns undir mótmæli, þ. á. m. flestir verkstjóramir, en allt kom fyrir ekki. Samningsrofinu varð ekki haggað. Mim mál þetta verða lagt fyrir Félagsdóm, svo framarlega sem forráðamenn SÍS sjá ekki að sér og leiðrétta samningsbrot sín. Formaður Iðju, Jón Ingimars- son, er nú í Rvík og vinnur að samningum við Vinnumálasam- band SÍS um þetta og ýms fleiri komið, að enginn ábyrgur aðili fyrirfinnst hér í bænum, sem fer með umboð fyrir SÍS í kjaramál- um verkafólks. Mun það fyrir- komulag vera lítilfj örlegt framlag til „jafnvægis í landsbyggðinni" og sjálfsagt gert til þess að verka- fólk „útkjálkanna“ eigi hægara með að ná rétti sínum. Vinnumálasambandið kveður sér hljóðs. Verkam. barst í gær eftirfar- andi athugasemd um þessi mál frá Vinnumálasambandi sam- vinnuf élaganna: Að gefnu tilefni vill Vinnu- málasamband samvinnumanna benda á eftirfarandi staðreyndir varðandi kaup og kjör verkafóLks í verksmiðjum SlS og KEA á Ak- ureyri: 1) Starfsfólk samvinnuverk- smiðjanna nýtur samkvæmt samrungum sjukratryggmga, sem hvergi eru til í samnmgum neins annars iðnverkafólks á landinu. títarfsfólkið hefur talið þessar tryggingar vera sér mikils virði og verksmiðj urnar greiða allmik- inn kostnað trygginganna vegna. 2) Ýmsir starfsmenn verk- smiðjanna, sem vinna sérstaklega vandasöm störf, fá hjá samvinnu- verksmiðjunum hærra kaup en þekkist í nokkrum öðrum samn- ingum iðnverkafólks á landinu. 3) Eftir núverandi samningum fær starfsfólkið eftir 20 ára starf orloft sitt lengt úr 15 í 18 daga, en það þekkist ekki í samningum nokkurs annars verkafólks á landinu. Sitthvað fleira mætti nefna, sem óyggjandi vitnisburð um við- horf samvinnufélaganna til verkafólksins. En vegna villandi skrifa nýlega um ágreining milli verksmiðjanna á Akureyri og Iðju, félags verksmiðjufólks, ósk- ar Vinnumálasamband samvinnu félaganna að taka farm eftirfar- andi: Samkvæmt samningum Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, hefur starfsfólk nefndra verksmiðja 12 daga orlof. Eftir 12 ára þjónustu hækkar orlof í 15 daga, en eftir 20 ára starf í 18 daga. Eftir að samkomulagið í desember 1952 hafði verið gert, var lágmarksorlof verksmiðju- fólksins, án þess að formleg breyting á samningi Iðju kæmi til, hækkað upp í 15 daga. Vegna mikils eftirgangs forvíg- ismanna Iðju var fallizt á það, að sumarið 1953 skyldu þeir starfs- menn verksmiðjanna, sem höfðu þegar unnið sér 15 og 18 daga or- lof, er desembersamkomulagið gekk í gildi, einnig fá 3 daga lengingu á orlofi, þannig að það yrði að því sinni 18 og 21 dagur. Var skýrt tekið fram, að þessi til- högun um orlof gilti aðeins þetta eina sumar. Var af hálfu verk- smiðjannsi fallizt á þessa leng- ingu á orlofinu í þetta eina sinn af þeirri ástæðu, að ádráttur hafi áður verlð veittur um hana af misskilningi á efni desembersam- komulagsins, sem einungis kvað á um lengingu lágmarksorlofsins, en ekki lengingu þess orlofs, sem FRÁ BÆJARSTJÓRN 0 Bæjarstjórn hefur samþykkt að kaupa neðsta hluta gilsins norðan Oddagötu. Stærð þess arar spildu er um 1600 ferm. Eigandi var Oddur Thorar- ensen. Kaupverðið kr. 20 þús. 0 Hafnað hefur verið kauptil- boði á Sigurhæðum, en hins vegar samþ. að kjósa 3ja manna nefnd til þess að at- huga um kaup á munum úr búi Matthíasar Jochumsson- ar. s. ^ Samþykkt að Strandgatan verði malbikuð í sumar niður að Sjávargötu. Verði þetta gert á þann hátt, að malbik- unarlag verði lagt ofan á götuna eins og hún er. Hefur þessi malbikunaraðferð ekki verið reynd hér áður. 0 Húseigendur og íbúar við Aðalstræti og innanvert Hafnarstræti sendu fyrir 2 mánuðum bæjarstjórn áskor- un um að halda áfram mal- bikun á þeim götum nú á þessu sumri. Bæjarstjórn samþykkti að Aðalstræti verði látið sitja fyrir annarri malbikun næsta sumar. 0 Samþykkt hefur verið í bæj- arstjórn að byggja 500 tonna vatnsgeymir fyrir vatnsveit- una. Með byggingu þessa tanks nýtist það vatn, sem nú rennur út úr vatnsgeymun- um um helgar. Ekki er þetta þó nema bráðabirgðalausn á vatnskortinum í bænum. — Kostnaðarverð þessa geymis er áætlað 165 þús. kr. 0 Mjólkursamlagsstjóri hefur farið fram á að Kaupvangs- stræti verði malbikað. Telur hann þetta nauðsynlegt vegna hins mikla matvæla- iðnaðar við þá götu. Bæjar- 'stjóm frestaði málinu þar til við samningu fjárhagsáætl- unar fyrir næsta ár. náð hafi 15 dögum eða meira, er samkomulagið gekk í gildi. Má í þessu sambandi geta þess, að aðr- ir iðnrekendur á Akureyri veita verksmiðjufólki aldrei lengra or- lof en 15 daga, án tillits til starfs- aldurs, og sama gildir samkvæmt samningi Iðju í Reykjavík. Á síðastliðnu vori óskaði Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, eftir því, að samningur þess við SÍS og KEA yrði tekinn til end- urskoðunar. Fóru viðræður því skyni fram á Akureyri í öndverð- um júlímánuði. Náðist þar sam- komulag við samninganefnd Iðju um nýtt samningsfrumvarp í öll- um atriðum nema um orlofið. Hélt samninganefnd Iðju því fram, að þegar á árinu 1953 hefði komizt á bindandi samningur um 15 daga orlof, sem hækka skyldi í 18 daga eftir 12 ára starf og í 21 dag eftir 20 ára starf. Þessum skilningi var mótmælt af háKu verksmiðjanna með vísun til þeirra raka, sem að framan hafa verið talin. Áskildu fyrirsvars- menn Iðju sér rétt til þess að bera þennan ágreining undir úrskurð Félagsdóms og höfðu talsmenn verksmiðjanna að sjálfsögðu ekk- ert við það að athuga. Varð ekki annáð séð en að báðir aðilar Væru reiðubúnir að ganga frá nýjum (Framhald á 2. síðu). -Kröfur togarasjómanna (Framhald af 1. síðu). sem ekki er siglt með aflann til útlanda, sé skipverjum tryggt 6 daga frí í heimahöfn fyrir hvem mánuð. Ef hafnarfrídagar sem veittir eru milli veiðiferða, eru ekki svo margir í mánuði, á skip- verji frídagana inni, þar til hent- ugleikar eru fyrir hann að taka frí eina veiðiferð. Þessa frídaga haidi skipverjar mánaðarkaupi sínu og fæðispeningiun á sama hátt og í leyfum þegar skipið siglir. Þá er gert ráð fyrir að skipin sigli ekki í nýja veiðiferð rétt fyr- ir jól eða nýár. Orlof verði greitt 6% og út- gerðin útvegi skipverjum sjóföt, vettlinga og vinnuföt með heild- söluverði. Akvæði eru um kaup og vinnu- tíma skipverja i ferðum skipa vegna viðgerða, á það sérstaklega við um skip utan af Iandi, sem fara til Reykjavíkur í viðgerð. Um það hefur ekkert verið í samningum áður. Fæðispeningar í veikindatilfell- um og hafnarleyfum hækki úr kr. 15.00 á dag í kr. 18.00. Loks eru ákvæði um forgangs- rétt félagsmanna úr þeim félög- um, sem aðild eiga að samningum, til skiprúms. í bréfi, sem Félagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda var skrifað með frumvarpinu að nýjum samn ingum, var farið fram á að það beitti sér fyrir því með sjómanna- félögunum, að skattfríðindi sjó- manna verði aukin. Ákveðið var að vinna að því, að þau félaganna, sem samnings- rétt hafa um kaup og kjör á tog- urum, en gátu ekki tekið þátt í fundinum, verði aðilar að hinum nýju samningum. Ungur söngvari Kristinn Hallsson heitir ungur Reykvíkingur er nýlega hefur lokið söngnámi á Royal Academi of Music í London. Hefur Krist- inn nú fyrirfarandi haldið söng- skemmtanir í Reykjavík við mikla aðsókn og aðdáun áheyr- enda sinna. Gerir Kristinn ráð fyrir að koma hingað til Akur- eyrar og halda hér söngskemmt- un í næstu viku. Undirleik ann- ast Fritz Weisshappel. -K HJÚSKAPUR. Ungfrú Hulda Eggertsdóttir, Helgamagrastr. 19, og Ingólfur Jónsson, bygg- ingameistari, Sólvöllum 7. — Ungfrú Ingibjörg G. Magnús- dóttir' og Ottó Heiðar Þor- steinsson (Jónssonar verkstj.), Skaftahlíð 7, Reykjavík. Togararog bílar (framhald af 1. síðu). innar, en nú virðist augljóst að þær tillögur séu að engu hafðar. Ríkisstjórnin ætlar þannig að nota sér „bjargráðin“ til þess að hrifsa í ríkiskassann jafnháa upp- hæð og útgerðinni verður úthlut- að! Þeir kusu ekki frelsið. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa mjög rætt það að undan- förnu hvílík höfuðnauðsyn það væri að gefa bifreiðainnflutning- inn frjálsan. Jafnvel „íslending- ur‘ hafði hátt um spillinguna og svindlið í sambandi við bíla- braskið. En stóryrðin um verzl- unarfrelsið eru nú hljóðnuð og foringjarnir setztir að úthlutun- arstarfinu með Framsókn, hæst- ánægðir með gamla fyrirkomu- lagið, klíkuskapinn, braskið og svindlið. Að því er snertir lúxusbfla virðist bílaskatturinn ekki fráleit ráðstöfun, en sýnilega kemur hann hart niður á þeim sem stunda fólksflutninga með bif- reiðum sem atvinnu og með öllu ómaklega. Hefði auðveldlega ver- ið unnt að ná jafnhárri upphæð með bflaskattinum, þótt bifreiðar atvinnubflstjóra hefðu verið imd- anskildar, ef dýrtíðarsjóðsgjaldið hefði einnig verið tekið til stuðn- ings útgerðinni. Tjaldað til einnar nætur. Ollum má vera ljóst og er raunar þegar viðurkennt af stjórnarblöðunum, að þessar ráð- stafanir mirnu ekki fleyta útgerð- inni nema í hæsta lagi til næstu áramóta. Hitt veltur svo að sjálf- sögðu á framkvæmdinni á þeim loforðum, sem enn er aðeins tæpt á í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, hvort bjargráðin duga yfirleitt til þess að koma flotanum af stað. Öllum landsmönnum, jafnvel ríkisstjóminni er kunnugt að fyrsta vandamálið, sem leysa þarf til þess að togaraútgerðin verði rekin viðstöðulaust, er það að bæta kjör sjómannanna stórkost- lega frá því, sem þau eru nú. Dugi ráðstafanir ríkisstjómarinn ar ekki til þess að það geti orðið, eru þær ekki einu sinni bráða- byrgðalausn, hvað þá meira. Er þessi hlið togaramálsins nánar rædd í annarri grein hér í blað- inu í dag. ■K KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 11 f. h. Séra Jósef Jónsson pré- dikar. HJÓNAEFNI. Ungfrú Gunn- borg Frederikssen frá Svíþjóð og Gunnlaugur P. Kristinsson, skrifstofumaður, Akureyri. Frá barnaskólanum Aðstoðarstúlku vantar í tannlækningastofu barna- skólans frá 1. september næstkomandi. Upplýsingar hjá undirrituðum. HANNES J. MAGNÚSSON.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.