Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.08.1954, Side 2

Verkamaðurinn - 20.08.1954, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. ágúst 1954 VERKHUUlÐURinn — vikublað — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Arnason, Þórir Dantelsson. Afgreiðsla: Hafnarstrseti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Að lokinni vertíð Sfldarvertíðinni er lokið ó þessu sumri og enn hefur veiðin brugð- ist, og það svo, að þetta mun vera annað versta aflaleysisárið. — Hundruðum saman hópast sfld- veiðisjómenn, verkamenn úr verksmiðjunum og söltunarstöðv unum og söltunarstúlkur heim með létta vasa og lítinn feng, eða jafnvel engan. Fjöldi sjómanna fá ekki einu sinni kauptryggingu sína greidda skilvíslega og eiga fyrir höndum langvarandi inn- heimtutilraunir til þess að ná inn- staeðu sinni hjá útgerðarmönn- um, Þótt allt þjóðarbúið og fjöldi fólks um land allt eigi ríkra hagsmuna að gæta í beinu og óbeinu sambandi við síldveiðarn- ar, hafa þær þó langsamlega mesta þýðingu fyrir Norðlend- inga. Um áratuga skeið voru sfld- veiðamar og þær atvinnugreinar, sem á þeim byggðust, ein helzta imdirstaðan undir atvinnulífinu og afkomu fólksins í Norðlend- ingáfjórðimgi og enn eru þær, þrátt fyrir allt, sú atvinnugrein, sem dregur flest vinnandi folk að sér yfir bczta atvinnutuna arsins. En tólf aflaleysissumur í röð hafa óhjákvæmilega skilið eftir mark sitt á atvinnulífi okkar Norðlend- inga. Siglufjörður, fyrrum mesti at- hafnabær á Norðurlandi, sem lagði í þjóðarbúið einn stærsta hlutinn af útflutningsframleiðsl- unni, er nú yfirgefinn af fleiri og fleiri íbúum sínum og þeir, sem eftir eru, búa við þröngan kost um atvinnu og afkomu. Og verka fólk og sjómenn margra sjávar- þorpa, sem áður byggðu lífsaf- komu sína að verulegu leyti á sfldvéiðum og sfldarvinnslu, verða nú að leita annarra mögu- leika til bjargar. Hlutur Akureyrar í sfldarfram- leiðslunni hefur að vísu farið minnkandi og sfldveiðiskipin, sem héðan eru gerð út, eru nú ekki nema þriðjungur að tölu af því sem var fyrir tuttugu árum, en samt snerta sfldveiðarnar enn mjög afkomu sjómanna og verka- fólks og hag bæjarfélagsins í heild, m. a. vegna Krossanesverk- smiðjunnar og Tunnuverksmiðj- unnar, og ekki sízt þess verka- fólks, sem leitar sér atvinnu við sfldina á sjó eða landi. Engum vafa er bundið, að ekki verður hjá því komizt, að halda áfram sfldveiðum í einhverju formi fyrir Norðurlandi. Svo mikil tækifæri, sem aflaár eru til stórfelldrar verðmætissköpunar, er ekki hægt að láta ónotuð, þótt til þess þurfi miklu að kosta, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess, hve miklu fjármagni hefur þegar verið varið til þess að vinna sfld- araflann. En herpinótaveiðin er nú í rauninni að verulegu leyti orðin eins konar stórfelld til- raunastarfsemi, sem ekki býður upp á neina tryggingu fyrir af- komu fólksins sem við hana vinn- ur né heldur fyrir þá, sem eiga atvinnutækin. Þegar svo er komið virðist óhjá- kvæmilegt að ríkið — þjóðfélagið í heild — taki á sig mikinn hluta áhættunnar af síldveiðunum, ef ekki á svo að fara að hinn lang- varandi aflabrestur ýti enn harð- ar á eftir þeirri „þróun“ að kaup- staðir og sjávarþorp Norðurlands missi æ fleiri íbúa sína til Rvíkur og nágrennis, sem a. m. k. nú um sinn bjóða upp á næga atvinnu og margfalt betri afkomu. Aðkoma síldveiðifólksins heim að lokinni þessari vertíð er allt annað en glæsileg. Eftir tekjurýrt eða tekjulaust sumar eru fram- undan atvinnulitlir vetrarmán- uðir fyrir þá, sem ekki geta eða vilja sæta hrakningum „suður á völl“ eða á vertíð á Suðurlandi. Margir útvegsmenn eru svo að- þrengdir, að þeir geta ekki hreyft skip sín á veiðar að nýju og eiga uppboðsþamarinn yfir höfði sér og allt útlit er fyrir að skipastóll- inn hér um slóðir minnki enn um nokkur skip, sem þá sennilega komast í eigu og útgerð útgerð- armanna við Faxaflóa. Við Norðlendingar höfum verið furðu hógværir til þessa í kröfum okkar til þings og stjórnar um úrbætur á okkar högum eftir það gífurlega áfall, sem allt atvinnu- líf okkar hefur orðið fyrir af völdum nær algers aflaleysis í 12 vertíðir. En nú mun flestum þykja fullreynt, að sú hógværð sé ekki metin hátt á þeim háu stöð- um, þar sem kjör og afkomuskil- yrði landslýðsins eru að verulegu leyti ráðin með tilskipunum, lög- um og reglugerðum. Það er vissu lega tími til kominn að Norðlend- ingar slái skjaldborg um sameig- inleg hagsmunamál sín og knýji fram a. m. k. lágmarksumbætur í atvinnumálum sínum. Orðið er laust Akureyri og girðingin hans Kristins. Frá því að hernámssamningur- inn var gerður höfum við Akur- eyringar, sem betur fer, sloppið að mestu við bein samskipti við hemámsliðið, utan þess að verka- menn héðan hafa neyðst til að sæta atvinnu á Keflavíkurflug- velli. Þessu hafa flestir verið fegnir og eftir að blessaður öðl- ingurinn hann Kristinn skýrði frá því 26. maí, að hann hefði samið um það, við Bandaríkjamenn, að „gerð skyldi girðing“ utan um vemdarana til þess að vernda landsmenn fyrir þeim, þóttust Akureyringar víst fullkomlega öruggir. En svo kynlega brá við að eftir að Kristinn samdi um girðinguna tóku hótelin hér að fyllast af verndurum, svo mjög, að oft hefur íslendingum verið þar algerlega ofaukið í sumar. Jafnframt hefur íslenzk-amer- íska-félagið, undir forustu sumra helztu æskulýðsleiðtoga bæjarins og framkvæmdastjórn Jóns Egils, hafið ákafa sókn til þess að koma á „menningartengelum“ við her- námsmenn, helzt undir yfirskini góðgerðastarfsemi og íþrótta- keppni. Vemdaramir fengu t .d. ómót- stæðilega löngun til að hjálpa til við starfrækslu dagheimilis bama og elliheimili vildu þeir koma upp. Og íþróttairnar hafa heldur ekki gleymzt. 17 manna lið irndir forustu Baley, yfirmanns flug- liðsins á Keflavíkurvelli, þreytti kappleik við Golfklúbb Akureyr- ar. Það virðist því sýnt að Kristinn sé ekki alveg búinn að gleyma sínum kæra heimabæ, þótt hann hafi nú selt hér hús sitt og hyggi ekki á hingaðkomu aftur. Hann ætlar sýnilega að sjá um að „hans bær“ verði innan girðingar og að við fáum einnig lítillegan smekk af „verndinni". Saga sem menn vilja gleyma. Og svo er það hlutur hinna æruverðugu, aldurhnignu kvenna í stjórnum Framtíðarinnar og Hlífar í „menningartengslunum" við herinn. Það er saga, sem flest- ir Akureyringar vildu helzt að félli sem fyrst í gleymsku. Ára- tuga barátta þeirra við féleysi til framgangs góðra málefna, hefur blindað augu þeirra fyrir því, að þeir skildingar, sem þeim hafa áskotnast fyrir tilverknað her- námsmanna verða ekki neinu góðu máli til framdráttar, heldur eru til þess eins fallnir að spilla fyrir því að þær fjáraflanir, sem byggðar eru á samhug og fóm- fýsi almennings beri tilætlaðan árangur. Engum stendur nær að leitast við að hindra öll samskipti við herliðið en íslenzkum konum og norðlenzkar konur og samtök þeirra hafa gert djarflegar sam- þykktir í þá átt. Hér hafa nokkrar velmeinandi konur brugðist þeim samþykktum og þeim málstað, sem að baki þeim stendur. Að þessu sinni verður litið á slíkt framferði vorkunnaraugum, en það verður ekki gert oftar. (Rilsafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgunum. 1 Bókaverzl. Edda h.f. f Akureyri. *lltlltllllllllllli«l«ll<tlHIMIIIIMIIIIIIIIItilllHIIIUMUWl/ Séra Eiríkur Helgason, prófastur í Bjarnarnesi, látinn Sr. Eiríkur Helgason í Bjarna- nesi lézt að heimili sinu þann 1. þ. m. Hann var fæddur 16. febrú- ar 1892 á Eiði á Seltjamamesi. Hann varð stúdent frá mennta- skólanum í Reykjavík 1914 og cand. theol. frá Háskóla íslands 1918, og gerðist þá prestur að Sandfelli í Öræfxun og þjónaði þar til 1931, að honum var veitt Bjamames, en þar gegndi hann þjónustu til dauðadags. Strax í æsku skipaði séra Ei- ríkur sér þar í sveit, sem barizt var fyrir hagsmunum alþýðu og sósíalisma á íslandi. Hann var virkur þátttakandi í Alþýðu- flokknum og frambjóðandi hans við alþingiskosningar í Austur- Skaftafellssýslu nokkrum sinn- tun. Þegar baráttan um samein- ingu jjVlþýðuflokksins og Sósíal- istaflokksins hófst var séra Ei- ríkur einn ótrauðasti stuðnings- maður einingarinnar. Hann sat stofnþing Sósíalistaflokksins og átti sæti í stjóm hans alla tíð frá byrjun og vann flokknum og verkalýðshreyfingunni af brenn- andi áhuga og ósérplægni meðan honum entist lif. Við fráfall séra Eiríks Helga- sonar eiga því ekki aðeins sókn- arböm hans og sveitungar á bak að sjá hollum ráðgjafa og mikil- hæfum forustumanni. íslenzk verkalýðshreyfing og flokkur hennar hefur með honum misst einn sinna beztu manna. ÁVARP frá stjórn Skáksambands fslands Stjórn Skáksambands íslands hefur nú borizt boð um það að senda sveit sex manna á alþjóða- skákmót það, sem alþjóðaskák- sambandið gengst fyrir í næsta mánuði, haldið verður í Hol- landi. Stjórn skáksambandsins telur það ekki vanzalaust fyrir Islendinga að hafna slíku boði nú, eftir að íslenzku skákmeistaram- ir hafa vakið geysilega athygli á hinu mikla skákmóti í Prag í sumar. Boð þetta hefur því verið þakksamlega þegið af sambands- stjórninni, þrátt fyrir það að f jár- hagsgeta sambandsins er nú eng- in til þess að standa straum af hinum mikla kostnaði, sem því er samfara, að fslendingar taki þátt í tveimur stórum skákmótum á aðeins fjórum mánuðum. Skjótra úrræða er því nú þörf um f járöfl- im, ca. 40 þúsund krónur; og sú leið ein til úrbóta, að leita nú til almennings um fjárframlög til þess að standast kostnaðinn. — Bæði Alþingi og bæjarstjóm Reykjavíkur hafa á þessu ári veitt skáksambandinu styrki, er gerðu það mögulegt að senda ís- lenzku skákmeistarana til Prag í sumar. Sambandsstjórninni þyk- ir því nú sjálfsagt að gefa al- menningi kost á að sýna hug sinn í verki til íslenzkrar skákiðkunar og íslenzkra afreksmanna á þessu sviði, og treystir því fyllilega að hann láti ekki skutinn verða eft- ir, þegar svo vel er róið framá, sem raun ber vitni um. Fyrir eindregin tilmæli sam- bandsstjórnarinnar hafa þeir nú fallizt á að keppa fyrir þjóð sína á alþjóðaskákmótinu: Friðrik Ólafsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Guðmundur Pálmason, Guðmundur Ágústsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Arnlaugason. Þeir Friðrik Ólafsson og Guð- mundur Pálmason hafá nú báðir fómað meira en heilum mánuði af sumaratvinnu sinni vegiia skákmótsins í Prag. Smáupphæðir frá þeim, er lítið má missa, er vitanlega jafnvél þegin og stærri upphæðin frá hinum, seha betur eru aflögufær- ir. Velvild fjöldans til málsins, sýnd á þennan hátt í verki, vérð- ur hinum íslenzku skákmeistur- um áreiðanlegá hvöt til nýrra dáða og enn meiri afreka, þjóð siijni til sæmdar. Það, hve fljótt verður brugðist við um fjárframlög, sýnir betur en nokkuð annað velvild fólks til málsins. Frestið því ekki til morguns að leggja fram yðar skerf. Það getur ekki verið margra daga verk fyrir heila þjóð — íslendinga —, að leggja fram ekki hærri fjárhæð en þá, sem til þess þarf að fylgja eftir skáksigr- um íslendinga á alþjóða vett- vangi. Þetta blað hefur góðfúslega lof- að að taka við fjárframlögum til skáksambandsins, en fjárframlög má einnig senda beint til stjórnar Skáksambands íslands í pósthólf 835 í Reykjavflc. Reykjavík, 5. ágúst 1954. Stjórn Skáksambands Islands. Starfsstúlkur vantar á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, í byrjun september næstkomandi. Upplýsingar hjá y firhjúkrunarkonurmi.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.