Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 20.08.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINH Föstudaginn 80. ágúst 1954 Fulltrúi sósíalista í togaranefnd- inni vildi undanþiggja alla atvinnubíla skattlagningu StjórnarblöSin, og þá sérstak- lega „Tíminn" og „Dagur", hafa að undanförnu reynt að verja hina nýju skattlagningu atvinnu- bíla með þeim ósannindum, að Lúðvík Jósefsson hafi verið því fylgjandi í nefndinni að skatt- leggja allan bílainnflutning. Hafa þessi ósannindi verið margendur- tekin. Hér fer á eftir, orðrétt, til- laga Lúðvíks í togaranefndinni, og sannar hún, svo vel sem á verður kosið, að hér er aðeins um venjulegan „Tímasannleika" að ræða. „1 þeim tilgangi að afla tekna til að mæta fiskverðshækkun sam- kv. tillögu no. 1, skal gefa inn- flutning á bílum frjálsan, en skattleggja jafnframt innflutta bfla. Skatturinn verði miðaður við að gefa ca. 15—20 millj. kr. miðað við ár. Jafnframt leggi rík- issjóður fram af sinni hálfu nú- gildandi dýrtíðarsjóðsgjald af bfl- um. Undanþiggja skal arvinnubíla skattlagningunni. Jafnframt verði lagður á fastur ársskattur á lúxusbíla." „GREINABGERÐ: Tekjuöflun til fiskverðshækk- unar: Vegna þess að fyrirsjáanlegt er að lækkiui helztu kostnaðarliða í rekstri togaranna fæst aðeins óveruleg, er óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir einhverri tekjuöfl- un til þess að standa undir béinni hækkun fiskverðsins. Eins og ástatt er um rekstur togaraflotans og kaup togarasjómanna, þá tel eg fyllilega koma til greina tekju- öflun tíl ækkunar á fiskverðinu með þeim ættí að skattleggja inn- flutning bíla. Eftirspurn eftír bíl- um er mjög mikil og alkunnugt er að verð á bflum er manna á milli langt fyrir ofan rétt innflutnings- verð.. Aðeins f air útvaldir virðast verða þeirrar náðar aðnjótandi að fá innflutta nýja bfla. Flestir verða að sætta sig við að kaupa þessi tæki á okurverði á svarta- markaðnum. Af þessum ástæðum tel eg rétt, eins og nú standa sak- ir, að gefa bílainnflutninginn sem mest frjálsan, en leggja jafnframt allháan innflutningsskatt á bíla. Rétt er þó að undanþiggja beina atvinnubfla þessum skatti. Eg tel mjög lfldegt að afla megi f jár á þennan hátt 15—20 millj. króna, að minnsta kosti fyrsta áríð. Þá tel ég rétt, að ríkissjóður leggi fram tíl hækkunar á fisk- verði togaranna þann skatt, sem nú er lagður á bfla sem sérstakt dýrtíðarsjóðsgjald. Einnig tel eg rétt að skattleggja alla lúxusbfla í landinu nokkuð með árlegum, föstum ikatti." Söngskemmtun Kristins Þ. Hallssonar Ungur bassasöngvari, nýkom- inn heim frá námi á Konunglega tónlistarhéskólanum í Lundún- um, hefir vakið mikla athygli í Reykjavík og hlotið einróma lof fyrir list sína. Það er Kristinn Þ. Hallsson, sonur hjónanna Guð- rúnar Ágústsdóttur söngkonu og Halls Þorleifssonar, sem er einn af beztu kórsöngvurum í Reykja- vfk og hefir einnig stýrt kór. Mun Kristinn hafa haft býsna gott veganesti úr foreldrahúsum og þaS mun áreiðanlega hafa orðið honum notadrjúgt. En námið hef- ir hann vissulega stundað af mestu kostgæfni, því aS á söng- skemmtun þeirri, er hann hélt hér hinn 19. ág., kom hann fram sem mjög mikið þroskaður lista- maður. , Rodd hans er fremur hár bassi, hreimrnikill, en þýður, og er furðu bjart yfir honum. Hann virðist vera fyrir löngu kominn yfir það aS þurfa að hugsa um beitingu raddarinnar, svo að hann getur' gefið sig allan á vald sjálfrar sönglistarinnar. Flutningur laganna var mjög smekkvíslegur: Hvergi neitt yfir- drifið, öllu í hóf stillt, en þó undir niðri eldur heitra tilfinninga, og birtist það jafnt, hversu ólík sem viðfangsefnin voru: t. d. Die beiden Grenadiere eftir Schu- mann, Löng er nóttín eftir Björg- vin Guðmundsson, lsl. vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson og hið glæsilega lag Þórarins Jóns- sonar: Norður við heimsskaut, svo að nefnd séu dæmi. Hugo 'Wolf er tónskáld, sem vandi er að túlka, en Kristinn söng Michaelangelos-lieder hans af næmum skilningi og djúpri til- finningu. Glæsilegastur var samt söngur hans í óperulögunum, sem voru úr Simon Boccanegra eftir Verdi, Don Juan eftir Mozart og Igor fursta eftir Borodin. Eftir með- ferS hans aS dæma mundi hann sóma sér vel í hvaSa óperu sem væri. Og svo ólík sem þessi þrjú lög eru, þá er þó varla hægt að segja, að hann syngi eitt þeirra öðru betur. Þau voru öll flutt með miklum ágætum. Fritz Weisshappel var við hljóðfærið og lék af sinni al- kunnu snilld. Hefi ég aldrei heyrt hann gera betur og tæplega jafn vel. Vil ég t. d. benda á leik hans í Norður viS heimsskaut, í lögum Hugo Wolfs og í óperulögun- um o. fl. Áheyrendur fögnuðu lista- mönnunum ákaflega vel, og urðu þeir að flytja fjölda aukalaga og Hver er ástæðan? Fyrir um ári síðan byggðu 3 Veshnbannaeyingar eitt af stærri frystihúsum, sem nú eru tíl í landinu og er talið að kostnaðarverð þess hafi numið 10—11 milljónum. — Mestallt þetta fé munu þremenning- arnir hafa fengið að láni hjá opinberum Iánastofnunum, þrátt fyrír það að ekki var neinn verulegur skortur í Eyj- um á aðstöðu til hraðfrysting- ar á fiski, nema þá yfir örstutt- an tíma af vetrinum. 1 ýmsum sjávarþorpum hef- ur að undanförnu verið unnið að byggingum frystihusa, m. a. á stöðum, þar sem mjög fáir eru íbúar, svo sem á Djúpu- vik. Um þessar framkvæmdir er allt gott að segja. En hvern- ig má þá vera að næst stærsta bæjarfélag landsins, Akureyri, með 5 togara og allmarga fiskí báta, sé ekki kleyft að koma upp frystihúsi? Til þess geta ekki legið nema tvær ástæður: annað hvort er Akureyri mis- munað á hinn herfilegasta hátt af stjórnarvöldunum, sem fara með stjórn lánsfjárstofnan- anna eða þá að forvígismenn bæjarfélagsins sækja ekki jafn fast róðurínn við fjárútvegun og þeir viljá vera láta, nema hvort tveggga sé. A næstu tímum munu tog- ararnir fyrst og fremst veiða fyrir frystíhúsin og hlýtur það að verða tíl þess að togarnir héðan verða að leggja upp afla sinn fjarri Akureyri, e. t. v. á stöðum, þar sem fólksekla er svo mikil af völdum kanavinn- unnar, að nær öll vinnan við frystihúsin er unnin af verka- fólki úr þeim sjávarþorpum á Norðurlandi, þar sem atvinnu- leysið hrekur fólkið í burtu. Verði því ekki án tafar hafizt handa um frystihúsbygging- una hlýtur svo að fara, að tog- arnir hætti að mestu að veita nokkra teljandi vinnu í landi megínhluta ársins, og má öll- um vera ljóst hvaða afleiðing- ar það hefur í för með sér: sí- aukinn flótta úr bænum og skarðan hlut þcirra, sem eftir sitja. Atvinnuleysis- skráning Atvinnuleysisskráning sú, sem samkvæmt lögum áttí að fara fram 1. þ. m., hefur nú verið ákveðin dagana 23.—25. þ. m. og fer hún fram kl. 1—5 síðd í bæjarskrifstofunum, sbr. aug- lýsingu í blaðinu í dag. — AUir verkamenn, sjómenn, bílstjórar og aðrír, sem ekki hafa fasta atvinnu eru hvattir til að mæta tfl skráningarinnar. endurtaka sum. Virtist söngvar- inn óþreytandi. Mikið barst honum af hinum fegurstu blómum. Vonandi getur Þjóðleikhúsið séð þessum gáfaða og glæsilega söngvara fyrir verðugu viðfangs- rfnlí A. S. Verkfallsalda gengur yfir Vestur-Þýzkaland 214 milljónamæringar, en 10 milljónir svelta Hið stóravesturþýzka íhaldsblað Die Welt birti 8. júlí sl. upplýs- ingar, samkvæmt opinberum hagskýrslum í Bonn, sem skýra vel hvernig hagur alþýðunnar er í Vestur-Þýzkalandi. Samkvæmt þessum upplýsingum háfa aðeins 20 prósent af launþegum yfir 3.600 mörk á ári, það er að segja 300 mörk á mánuði. 300 mörk á mánuði eru þaS minnsta sem lítil fjölskylda þarf sér til framfærslu. Þannig hafa um 80 prósent af íbúum Vestur-Þýzkalands ekki einu sinni þær minnstu tekjur, sem talið er lítil fjölskylda þurfi að hafa til aS afla sér brýnustu nauðsynja. Ennfremur sýna skýrslurnar að nærri því helm- ingur, eða 45 prósent af launþeg- um, hefur minna en 1.800 mörk á ári ,eða ekki einu sinni 150 mörk á mánuði. Á 150 mörkum á mán- uði getur engin fjölskylda lifað. Blöð sósíaldemokrata skýrðu nýlega frá því að 10 milljónir manna lifðu við sult og seyru. Á sama tíma fyrirfinnast í landinu 200.000 manneskjur sem hafa yf- ir 15.000 mörk í árstekjur. í hóþi þessara hátekjumanna íhaldsins eru m. a. 214 milljónamæringar, sem hirSa 27 prósent af öllum þ j óSar tek j unum. í amerískum áróðri er Vestur- Þýzkalandi hælt á hvert reipi, skipulagi þess og efnahagslegri endurfæðingu. Já, vissulega er ríki með 214 núlljónamæringum, 200.000 ríkum mönnum og 10 milljónum sem svelta, í fullu samræmi við lífsstigiS í hinum „frjálsa heimi", sem lýtur forustu amerísku heimsvaldasinnanna. En verkalýður Vestur-Þýzka- lands virðist hins vegar ekki ætla að sætta sig við þessa „amerísku paradís" í Evrópu. Stórfelld verk- föll hafa verið aS undanförnu og eru enn í Vestur-Þýzkalandi og Frú Valgerður Albertsdóttir Þann 11. þ. m. andaSist, á Sjúkrahúsi Akureyrar, frú Val- gerSur Albertsdóttir, Hamarstíg 14 hér í bæ, kona Jónasar Hall- grímssonar netagerðarmanns. — Var útför hennar gerð frá Akur- eyrarkirkju í gær. Valgerður var fædd 13. ágúst 1874. Hún var orð- lögð sæmdar- og greindarkona og vinsæl af öllum, er henni kynnt- ust. hafa mörg hundruð þúsundir verkamanna lagt niSur vinnu sökum þess aS atvinnurekéndur, sem flestir eru nazistar, hafa þverskallast viS aS ganga að kröfum verkamahna um hækkuð laun og aðrar kjarabætur. Hefur komiS til harSvítugra og blóSugra átaka, vegna þess aS stjóm Adenauers, sem í eiga sæti að minnsta kösti tveir kunhir naz- istar frá dógum Hitlers, hefui- sigað vopnaðri lögreglu sinni, undir forustu gámalla nazistafor- ingja, gegn verkfallsvörðum, al- veg eins og gert var á dögum Hitlers, og eins og gert er í Bandaríkjunum og öðrum hálf- fisistískum ríkjum, þar sem tíðk- ast að atvinnurekendur og ríkis- stjórnir leigja úrhrök til vérk- fallsbrota. Frá alþýðuríkjunum 33 prosent af stúdentum i há- skólum og öðrum æðri menntá- stofnunum í Tékkóslóvakíu eru í dag frá verkamannaheimilum. 1937 voru aðeins 4 prósent stú- dentánna frá verkamannaheim- ilum. í Ungverjalandi er fariS að búa til ný „járnlungu", sem eru full- komnari en þau, sem éSur hafa þekkzt Þetta nýja „jámlunga" er útbúið með röntgentæki og tæki til hjartarannsóknar. 1 PÓIlandi hefur veriS tekin í notkun ný spunavél, sem spinnur úr celluloseþráSum. Afköst henn- ar eru eins mikil og 5 þeirra véla, sem éSur hafa verið notaSar. Albönsku iSnaSarsamvinnufé- lögin framleiSa nú 118 mismun- andi neytendavörur, sem áður voru fluttar inn frá útlöndum, þar á meðal alls konar vefnaSar- vorur. £ AS tilmælum FerSamálafél. Akureyrar hefur bæjarstjórn samþykkt aS taka á fjárhags- áætlun næsta árs 50 þús. kr. framlag til vegagerSar upp á SelhæS, en þar hyggst félagið reisa skíðaskála, er verði sameign skóla og félaga í bænum. Vegur þessi verður um 5 km. að lengd. Allsherjarskráning atvinnulausra manna og kvenna í Akureyrarkaup- stað fer fram dagana 23., 24. og 25. ágúst næstkom- andi, á bæjarskrifstofunum, kl. 1—5 e. h. Bæjarstjóri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.