Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 1
SÓSÍALISTAR! Munið félagsfundinn íi.k. mánudag kl. 8.30 e. h., í Ásgarði. Áríðandi að allir sem því geta við komið, mæti. XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 27. ágúst 1954 27. tbl. Lista- og vísindamenn frá Sovét- ríkjunum væntanlegir í boði MÍR Vörubílstjórafélagið Valur hefur sagt upp samn- ingurn við atvinnurekendur frá 10. sepfember Krefst forgangsréttar sjálfseignarvörubílstjóra til vinnu, að hætti annara stéttarfélaga. - Álþýðusambandið leitar stuðnings ýmsra verka- lýðsfélaga í hugsanlegri vinnudeilu Stjóm MlR heiur ákveðið að gera september í ár að kynning- armánuði, á þann veg, að allar deildir MÍR, 16 að tölu stuðli samtimis að menningarfræðsiu um Sovétríkin sýni kvikmyndir þaðan og flytji sovétlist Hefur MlR í þvi skyni boðið lista- og visindamönnum frá Sovétríkjun- um að ferðast hér um og vera gestir vorir þcnnan kynningar- mánuð. 1 þeim hópi er ein kunnasta ballettdansmær Stóra-leikhússins í Moskvu, Irina Tikómirnova, selló-snillingurinn Rostropovits, píanóleiakrinn Tamara Guseva, leikstjórinn Markov, er setur á svið Silfurtunglið eftir Laxness, tveii' frægir vísindamenn í landa- fræði og jarðrækt, og fleiri. Kynningarmánuðurinn hefst með ballettsýningu og tónleikum í Þjóðleikhúsinu 1. september. Sovétgestimir verða viðstaddir ársþing MÍR í Reykjavík 3.—4. sept. og ferðast síðan út um land, m. a. væntanlega hingað til Ak- ureyrar. 40—50 Islendingar til Sovétríkjanna í sumar. Viðskipti og menningartengsl milli Islands og Ráðstjórnarríkj- anna aukast með ári hverju. Listamenn, skáld og vísindamenn frá Sovétríkjunum heimsækja orðið Island árlega, og hafa gert mikið að því að kynna land vort og þjóð eftir heimkomuna, og margt af þessu sovétfólki heldui' fastri tryggð við ísland, og var t. d. á síðastliðnum vetri haidið ís- landskvöld í Moskvu, að við- stöddum sendiherra íslands þar í borg. Ennfremur hafa margir íslend- ingar á undanfgörnum árum átt þess kost að heimsækja Sovétrík- in og ferðast þar um. í sumar munu ekki færri en 40—50 ís- lendingar hafa verið á ferðalagi í boði VOKS og annarra menning- arstofnana. Við þessi menningartengsl hef- ur aukizt áhugi Sovétþjóðanna á íslandi, svo að nú er þegar í und- irbúningi allvíðtæk útgáfa á ís- lenzkum verkum, bæði fomsög- unum og ritum eftir nútímahöf- unda. MÍR hefur átt góðan þátt í að þessi menningartengsl hafa komizt á, og vinnur að því að þau megi halda áfra mað eflast. Öll síldveiðiskipin hætt M/s. Auður kom af veiðum í gærmorgun og landaði þá 376 málum af ufsa í Krossanesi. Eru þá öll herpinótaskipin hætt veið- um og vertíðinni að fullu lokið. Af Akureyrarbátum fara Snæfell, Auður, Súlan og Akraborg á rek- netaveiðar. Krossanesverksmiðjan hefur fengið 11 þús. mál síldar til vinnslu og 2500 mál af ufsa. E-- Adenauer á fasista- fundi í Ameríku! Dr. Adenauer forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, hef þegið boð um að halda ræðu á landsfundi fasistafé- lagsskaparins The American Legion 30. þ. m., þar sem hann mun sennilega hitta Eisen- hower forseta. .......■■■ — Vinna hafin við fisk- t geymsluhús U. A. Vinna er nú hafin við byggingu fiskgeymsluhúss þess, sem Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. hafði ákveðið fyrir alllöngu að byggja. Er hér um að ræða mikla viðbyggingu við fiskverkunarstöð félagsins. Verkið var boðið út í maí sl., en skortur á lánsfé hefur hamlað framkvæmdum til þessa. Stjórn Ú. A. ákvað nýlega að taka verktilboði Páls Friðfinnssonar, byggingameisatra, og mun hann því sjá um framkvæmd bygging- arinnar. Vélbilun í Harðbak Harðbakur fór út á veiðar í gærkvöldi en kom aftur inn í nótt, sem leið vegna vélbilunar. Ekki er blaðinu kunnugt, hvort um alvarlega bilun er að ræða. — Kaldbakur er á förum á veiðar, en Svalbakur er á veiðum. Slétt- bakur er enn í Rvík til viðgerðar. Allir togarar Ú. A. mimu veiða fyrir Þýzkalandsmarkað á næst- unni. 7 fara á E.P.-mótið Síðastliðinn laugardag fóru 7 íslenzkir frjálsíþróttamenn áleið- is til Sviss, þar sem þeir keppa þessa dagana á meistaramóti Ev- rópu í frjálsum íþróttum. íþrótta- mennirnir eru: Ásmundur Bjarna son KR (100 og 200 m. hlaup), Guðmundur Vilhjálmsson ÍR (100 m. hlaup), Hallgrímur Jóns- son Á (kringlukast), Skúli Thor- arensen ÍR (kúluvarp), Torfi Bryngeirsson KR (stangarstökk), Vilhjálmur Einarsson ÚÍA (þrí- stökk) og Þórður B. Sigurðsson KR (sleggjukast). Smábamaskóli Elísabetar Ei- ríksdóttur hefst 2. október næstk. og þurfa þeir, er ætla að biðja hana fýrir börn sín, að tala við hana sem fyrst. Vörubílstjórafélagið Valur, en það er félag sjálfseignarbílstjóra hér í bænum, samþykkti einróma á fundi sínum í fyrrakvöld, að segja upp gildandi samningum við atvinnurekendur frá og með 10. september næstkomandi. Ástæður fyrir uppsögninni eru fyrst og fremst þær, að hlutur sjálfseignavörubílstjóra hefur nú um hríð verið mjög fyrir borð borinn um atvinnu og krefst fé- lagið þess að forgangsréttur fé- lagsmanna til vinnu verði viður- kenndur, á sama hátt og annarra stéttarfélaga innan Alþýðusam- bands íslands. Á síðari árum hefur forgangs- réttur sjálfseignavörubílstjóra verið viðurkenndur af atvinnu- rekendum um allt land, með þeim einu takmörkunum sem bílaeign atvinnu- og verzlunarfyrirtækja til eigin þarfa skapar. Þannig hef- ur Vörubílstjórafélagið Þróttur í Rvík forgangsrétt til allra vöru- flutninga á sínu félagssvæði og starfrækir einu vörubflastöð bæj- arins. Hér á Akureyri hafa aftur á móti verið reknar tvær vörubfla- stöðvar af atvinnurekendum, í nánum tengslum við stærstu at- Framkvæmdaráð Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku, sem er nú á fundi í Peking, sam- þykkti á fundi sínum hinn 15. þ. m. tilboð pólsku sendinefndar- innar um að næsta heimsmót æskunnar verði haldið í Varsjá. í skeyti frá íslenzku sendi- nefndinni segir að framkvæmda- ráðið hafi á fundi sínum á srrnnu- daginn samþykkt í einu hljóði mikilvægar ályktanir um öll dag- skráratriði og samþykkt með miklum fögnuði tilboð pólsku nefndarinnar um að fimmta heimsmót æskunnar verði í Var- sjá í júlí til ágúst 1955. Á fundi ráðsins, föstudaginn 13. vinnufyrirtæki bæjarins. Hafa þessir atvinnurekendur í vaxandi mæli notfært sér aðstöðu sína til þess að þrengja kosti þeirra manna, sem hyggjast framfleyta sér með því að aka eigin bifreið- um og útiloka þá frá atvinnu, eft- ir því sem þeim hefur verið unnt, m. a. með undirboðum í ákvæðis- vinnu undir gildandi ökutaxta og jafnvel með því að nota áhrif sín í bæjarstjóm til þess að koma bifreiðum sínum þar í atvinnu- bótavinnu, svo sem samþykktir bæjarstjómar frá sl. vetri bera með sér. Þessu ástandi vilja sjálfseigna- vörubflstjórar ekki una lengur og krefjast jafnréttis við stéttar- bræður sína annars staðar í land- inu. Hefur Alþýðusamband ís- lands að undanfömu fjallað um mál þeirra og heitið þeim stuðn- ingi. Hefur sambandið þegar leit- að til ýmsra verkalýðsfélaga um nauðsynlegan stuðning, ef til vinnudeilu kemur, m. a. til Þrótt- ar í Rvík, Dagsbrúnar og Verka- mannafélags Akureyrarkaup- staðar. Heldur Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar fund um málið næstk. þriðjudag og mun þá væntanlega taka um það ákvörðun að sínu leyti. þ. m., gerði sovétsendinefndin heyrum kunnugt tilboð sitt um að 6. heimsmót æskunnar verði haldið í Moskvu árið 1957. Var því fagnað með dynjandi lófataki. Á mánudaginn sátu allir full- trúarnir hádegisverðarboð Sjú En-Læs, forsætis- og utanríkis- ráðherra Kína og borgarstjóra Pekingborgar. Kínversk æskulýðssamtök hafa boðið fulltrúunum að dvelja um kyrrt í Kina þar til 1. október, en þá er þjóðhátíðardagur Kínverja. íslenzka sendinefndin er við beztu líðan og mun halda frá Peking flugleiðis eftir nokkra daga. Ausfurþjóverjar vilja kaupa 7000 tonn af ísvörðum togara- fiski fram að áramótum Þeir Liiðvík Jósepsson og Ársæll Sigurðsson fóru til Austur-Þýzkalands fyrir nokkru að athuga möguleika á sölu á togarafiski. Áttu þeir ýtarlegar viðræður við full- trúa þýzka viðskiptamálaráðuneytisins, og kom í ljós að Austurþjóðverjar eru reiðubúnir til að kaupa 7000 tonn af ísvörðum togarafiski til áramóta. Þeir bjóða fast verð, sem er 25—30% hærra en meðalverð var í Vestur-Þýzka- landi í fyrra, ef landað er í Hamborg, en 10% faetur ef landað er í austurþýzkri höfn. Þetta magn samsvarar 35 —40 togaraf.örmum og heildarverðmætið er um 16 milljónir króna. Þeir Lúðvík og Ársæll ræddu öll atriði væntanlegra samninga, en höfðu ekki umboð til að ganga formlega frá þeim. Fengu FÍB og ríkisstjómin skýrslu um þennan nýja markað eftir heimkomu þeirra, og hefur nú íslenzk sendinefnd verið send til Berlínar til að ganga frá viðskiptunum. Eftir heimkomuna hefur Lúðvík Jósepsson látið í Ijósi þá skoðun, að miklir möguleikar séu á að auka það magn, sem rætt var um og ennfremur að halda viðskipt- unum lengur áfram. Austurþjóðverjar hafa keypt allmikið af íslenzkum fiski af vesturþýzkum milliliðum, sem hafa hirt álitlegan gróða af þeim viðskiptum Sá gróði ætti nú að geta orðið til hagsbóta bæði togaraútgerðinni hér og neytendum í Austur-Þýzkalandi. Næsta heimsmót æskunnar verður í Varsjá Sovétríkin b jóðast til að balda mótið 1957

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.