Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 27. ágúst 1954 vERmniRinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maÖur, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — - Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Hvað var samþykkt og hvað var fellt? „Dagur“ ver miklu rúmi á síð- asta blaði til þess a ðverja afstöðu flokksbræðra sinna í hafnamefnd og bæjarstjórn, er þeir greiddu atkvæði gegn því að hafizt yrði handa um byggingu togara- bryggjimnar og telur að „bæjar- stjómarmeirihlutinn“ (helzt má skilja að með afgreiðslu þessa máls sé sálufélaginu við íhaldið slitið að fullu og öllu!) hafi sýnt frámunalegt ábyrgðarleysi með því að samþykkja „að svo fljótt sem unnt er að fengnu samþykki vitamálastjóra og ekki síðar en fyrrihlúta ágústmánaðar skuli hafin bygging bryggjunnar á Oddeyrartanga1 ‘, en fella þó til- lögu Jakobs Frímannssoon ar að „ekki verði ráðizt í neinar þær framkvæmdir sem kunna að vera ' í hættu fyrir sjógangi eða ísreki, ef ekki fæst það fé til fram- kvæmdanna, sem þarf til að ljúka við verkið, þannig að það liggi ekki xmdir skemmdum.“ Samkvæmt hinni samþykktu tillögu em framkvæmdir bxmdn- ar því skilyrði að vitamálastjóri samþykki þær og munu fáir verða til þess að leggja trúnað á að hann og sérfræðingar hans leggi blessun sína yfir fram- kvæmdir, sem væru í yfirvofandi hættu, að þeirra dómi. 1 þeirri síðari falst aftur á móti sá fyrir- vari að einhverjum óskilgreind- um aðila (skv. munnlegri skýr- ingu flutningsmanns, bæjarstjór- anum Steini Steinsen) er falinn úrslitadómur um, hvaða fram- kvæmir sé óhætt að hefja. Engar brigður skulu hér born- ar á verkfræðingshæfni Steinsens bæjarstjóra, en fráleitt er hann dómbærari um hafnarfram- kvæmdir en reyndustu verkfræð- ingar landsins í þeim greinum, enda þótt „Dags“menn virðist telja að svo sé. Enn mun það hafa ráðið nokkru um afgreiðslu þessa máls að flest- um bæjarfulltrúum er vel kunn- ugt um þá eindæma andúð, sem bæjarstjórinn hefur á skyldu- starfi sínu, að útvega nauðsynlegt lánsfé til hvers konar fram- kvæmda bæjarfélagsins og mum. ýmsum þeirra ekki hafa þótt úti- lokað, að væntanlegir dómar hans um það, hvað væri óhætt og hvað ekki, kynnu að verða mengaðir af þeim sökum og á hinn bóginn Félagssystir kvödd væri það nokkurt aðhald um fjáiútvegun ef ekki yrði lengur dregið að hefja verkið. Og einnig má öllum vera ljóst, að aðstaða bæjarfélagsins til þess að knýja á um fjárveitingar af hálfu ríkis- ins, til hafnarframkvæmda, mundu allt aðrar og verri, ef hundruð þúsunda handbærs fjár lægju hér ónotaðar. Langhundur „Dags“ sl. mið- vikudag getur ekki neinu þokað Orlof. í NÝLEGA útkomnu hefti af „íslenzkum iðnaði", málgagni Fé- lags íslenzkra iðnrekenda segir svo í smágrein um orlof: ,Marg- ir iðnrekendur kvarta undan því að erfitt sé að fá starfsfólk til þess að taka sér frí frá störfum og hagnýta sér hinn lögboðna orolfs- tíma svo sem til mun vera ætlast. Þó er alltaf verið að lengja or- lofstímann.... “ HÉR er drepið á mál, sem er vert fullrar íhugunar fyrir al- þýðusamtökin og meðlimi þeirra, því að ekki er vafa bundið, að hin tilfærðu ummæli eru á fullum rökum reist, og er þá fyrst að leita orsakanna til þess að margt verkafólk notfærir sér ekki rétt sinn til sumarleyfa. Mikilvægasta ástæðan er augljóslega sú að efnahagur og atvinnutekjur fjöld ans af vinnandi fólki leyfir ekki neina teljandi eyðslu til sumar- dvalar eða hvíldar og jafnvel þar sem einhver úrræði í þá átt eru fyrir hendi, er öryggisleysið um afkomuna á næsta leyti og ýtir undir þær tilhneigingar að tryggja heldur smávægilegar aukatekjur, með vinnu í sumar- leyfinu, en að eyða fé til hvíldar og hressingar. Önnur veigamikil ástæða til þess að orlofsrétturinn er ekki notaður er sú, að hér skortir mjög hentuga sumardval- arstaði, þar sem verkafólk gæti dvalið í leyfum sínum og notið hvíldar og útivistar með fjöl- skyldum sínum og sótt þangað þrek og hreysti. Allir eiga að vísu kost á ferðalögum, en þau eru oftast dýr, a. m. k. fyrir heilar fjölskyldxxr og þegar bflunum sleppir er ekki í önnur hús að venda en fullsetna veitingastaði, ónæðissama og rándýra. Orlofs- féð hrekkur ekki til slíkra sumar- leyfisferða nema að litu leyti. ÝMS verkalýðsfélög hafa lagt drög að þvr að koma upp sumar- heimilum, en aðeins örfá komizt svo langt, af fjárhagsástæðum, að þau séu enn starfrækt og flest eru þau smá í sniðum og geta ekki veitt mönnum þá umönnun og þjónustu sem til þyrfti, ef árang- urinn ætti að verða ákjósanlegur, en þó eru þau vísir að góðri lausn á þeim vanda, sem fjöldi verka- fólks er í að geta á fjárhagslega kleyfan hátt, notið sólar, sumars og hvfldar yfir hinn takmarkaða orlofstíma. HREYSTI til líkama og sálar um þá staðreynd, að bæjarfull- trúar Framsóknarfl. greiddu at- kvæði gegn því að bygging tog- arabryggjunnar yrði hafin þrátt fyrir það að fullkamlega var tryggt að dómbærustu sérfræð- ingar yrðu áður að samþykkja framkvæmdirnar. Það er með öllu ástæðulaust að gera þeim upp nokkrar hvatir í því sam- bandi. Verk þeirra tala þar skýr- ustu máli. og vinnuþrekið, sem er afleiðing hennar, er einn dýrmætasti fjár- sjóður hvers manns og á það ekki sízt við um þá, sem afla sér brauðs hörðum höndum og eiga því alla afkomu sína og sinna undir vinnuþreki sínu. Þennan fjársjóð ber því að vemda eftir fremstu getu og sumarleyfi, sem varið er til hvíldar og hressingar er mikilvægur þáttur slíkrar verndar. Þess vegna hafa verka- lýðssamtökin barizt fyrir því að koma á þeim lögum, sem nú eru í gildi um orlofsrétt og orlofs- skyldu. Og þess vegna er það al- vörumál, þegar sá réttur er ekki notaður. ÞAÐ er vitanlega íyrsta skylda verkalýðssamtakanna að beita öllum mætti sínum að því að skapa meðlimum sínum viðun- andi launakjör, en það er engan veginn eina verkefni þeirra. Hér hefur verið drepið á eitt knýjandi verkefni: Vemdun orlofsréttarins og orlofsskyldunnar, einnar mik- ilvægustu réttarbótar, sem sam- tökin hafa knúð fram á síðari tímum. Það er ekkert eðlilegra en að atvinnurekendur — kaup- endur vinnuaflsins — standi a. m. k. að einhverju leyti undir þeirri vemd, en að því má ganga vísu að það geri þeir ekki ótil- kvaddir. Verkalýðsfélögin þyrftu því að taka þetta mál upp við samningsgerðir um kaup og kjör °g tryggja sér þannig nauðsyn- legt fjármagn til þess að koma upp sumardvalarheimilum, jafn- fram því sem þau sjálf leggja málinu það lið, er þau mega. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88, 'IIIMIHimillllllllltllllllMHIIMIIJtlllltlllllllMliltHttlMng I Rifsafn Jóns Irausta 1-81 ! Í Með afborgmum. \ Bókaverzl. Edda h.£. I Akureyri. • *ll IIMIItltllMIIMtltHIIMMItMllltllttMMinttHMtllMttmtl/ í hvert skipti, sem við kveðj- um vini okkar í síðasta sinni í þessu lífi, vekjast upp margar endurminningar frá liðnum sam- verustundum. Og þótt söknuður gusti um sál okkar finnum við til þakklætis og hlýhugar fyrir það sem lífið veitir. Það er dýrmætt og þroskandi að kynnast góðum og göfugum manneskjum. Valgerður Albertsdóttir var ein þeirra, sem fengur var að kynn- ast. Hlýja handtakið hennar og milda brosið, friðsæla, smekklega heimilið ,umvafið blómum sem báru vitni um móðurlega umönn- un og nærgætni með þroska sín- um og blómskrúði, allt þetta lýsti betur en nokkuð annað hennar innra manni. Valgerður var fastlynd og trygg, fáorð en frjó í hugsun Hún las og mikið góðar bækur og var því fróð um marga hluta, mjög var hún hugsandi um kjör og hagi annarra manna og vildi allra mein bæta. Hún var sósía- listi og fylgdi þeirri stefnu fast fram með áhuga og árvekni, meðan kraftar hermar entust. — Kvenfélag sósíalista á nú góðum félaga ó bak að sjá, en fordæmi lét hún okkur eftir og fyrir það þökkum við, og vonum og vitum, að margir verða til að hefja henn- ar merki. Og með þessum kveðjuorðum til hennar viljum við votta manni hennar, Jónasi Hallgrímssyni, og allri hennar fjölskyldu, okkar innilegustu samúð við burtför hennar, sem bar þeim ljós og yl. Vertu sæl, kæra félagssystir, þökk fyrir allt. I. E. Rýmingarsala Hin árlega rýmingarsala verzlunarinnar hefst 30. þ. m. Fjölbreyttara úrval og lægra verð en nokkru sinni fyrr. Kvenkápur og dragtir: Kr. 95.00, 195.00, 295.00, 395.00, 495.00, 595.00, 695,00, og hámarksverð kr. 995.00. Kvenkjólar frá kr. 95.00. Kventöskur frá kr. 25.00. Ennfremur fjölbreytt úrval af karlmannafatnaði, skyrtum, hálsbindum, regnfrökkum, kvenpeysum, blússum, kápuefnum, kjólaefnum, alpahúfum, telpna- húfum, kvenskrauti o. fl. o. fl. fyrir lágt verð. Afsláttur af öllum vörum. Notið tœkifcerið og kaupið góða vöru fyrir lágt verð. Verzlun B. Laxdal Söluskattur Þeir, sem enn eiga ógreiddan söluskatt í umdæminu fyrir síðasta ársfjórðung, sem féll í eindaga 15. þ. m. aðvarast hér með um, að verði skatturinn eigi greiddur nú þegar, verður lokunarákvæðum 4. mgr. 3. gr. 1. nr. 112, 1950, beitt og verður lokun framkvæmd eigi síðar en föstudag- inn 27. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 23. ágúst 1954. Málverkasýning Þ0RGEIRS PÁLSS0NAR verður opnuð að Ráðhústorgi 7 (áður útibú Landsbank- ans) á morgun, laugardag 28. ágúst kl. 3 e. h. Sýningin verður opin næstu daga frá kl. 2—11 e. h. Orðið er laust

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.