Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.08.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 27. ágúst 1954 VERKAMAÐURINN 3 McCarthy og banniS á Kommúnislafl. Bandaríkjanna Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt lagafrumvarp sem raunverulega þýðir bann á allri starfsemi Kommúnistaflokks Bandaríkjanna og hefur Eisen- hower forseti nú staðfest lögin með undirskrift sinni. Samþ. þessa frumvarps kemur engum þeim á óvart, sem fylgst hefur með þró- un mála þar vestra. Það er fyrir löngu alkunnugt að brjálæðis- kennd móðursýki hefur gripið nær alla leiðandi menn í „guðs- eiginlandi11 og ofsóknirnar gegn kommúnistum og þeim, sem tald- ir eru laumukommúnistar, eða hafa einhvern tíma haft eitthvert samneyti við kommúnista hafa færst í aukana um leið og heltekið hænsnahausa banda- rískra forustumanna. Þessar of- sóknir hafa m. a. birzt í þeim aS- gerðum að fangelsa helztu for- ustumenn bandarískra kommún- ista og dæma þá til margra ára fangelsisvistar. Þær birtust líka átakanlega í hinu hryllilega morði bandarískra stjórnarvalda á Rosenberg-hjónunum. Þær hafa að heita má birzt daglega í vitfirringslegum athöfnum rann- sóknarnefndar þeirrar, sem kennd er við McCarthy, og fyrir löngu er orðin heimsfræg að en- demum. Andúðin og fyrirlitningin á McCarthy og þeirri stefnu, sem við hann er kennd, er orðin svo almenn og mögnuð, að aðdáend- ur bandarískra stjómarhátta og stjómmála hafa gripið í það hálmstrá að staðhæfa að allt sem miður fari í Bandaríkjunum sé McCarthy að kenna og ef þessi öldungadeildarþingmaður frá Wisconsin væri sviftur öllum völdum væri allt í lagi og veil- umar í bandarískum stjómmál- um úr sögunni og forustumenn þeirra engilhreinir. Þessu hefur m. a. verið haldið á lofti í Morg- unblaðinu og Degi. Samkvæmt staðhæfingu sömu manna er Eis- enhower ákveðinn andstæðingur McCarthy og makkartíismans. Staðreyndimar eru hins vegar þær, að búið er að þylja þessa históríu of oft, því að hún sam- ræmist alltof illa veruleikanum til þess að unnt sé að taka hana alvarlega. Nokkrar spurningar nægja til að sanna hve haldlítil fyrmefnd staðhæfing hinna bandarísku að- dóenda er. Hvers vegna sendi repúblikanaflokkurinn (flokkur Eisenhoowers) McCarthy sem opinberan ræðumann á fjölda- mörgum fundum, sem haldnir voru að tilhlutan flokksins? Hvers vegna samþykkti Eisen- hower fyrir síðustu forsetakosn- ingar að einmitt McCarthy skyldi hefja kosningabaráttuna, fyrir hönd Eisenhowers og flokks hans, með ræðu. Hvers vegna gafst hermálaráðherr- ann Stevens upp fyrir Mc- Carthy á svo aumkunarverðan og ræfilslegan hátt? Hvers vegna spilar Eisenhower forseti golf, stundar fiskiveiðar og fer í kokk- teilboð, en hefur hins vegar aldrei svo mikið sem mínútu til að taka McCarthy í gegn? Og þegar for- setinn, eftir ítrekaðar kröfur og vegna mikils þrýstings innan- lands og utan, loksins lætur til- leiðast að víkja með nokkrum orðum að makkartíismanum, hvers vegna gerir hann það þá án .þess að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og á svo heimsku- legan hátt að Wisconsinþingmað- urinn færist í aukana? Hvers vegna? Vegna þess að það sem venjulegt fólk telur of- beldissinnaðar árásir á lýðræðis- leg réttindi, er skoðað í allt öðru ljósi í Washington. Eisenhower forseti og MsCarthy eru algjör- lega sammála í grundvallaratrið- um, aðeins einstöku sinnum greinir þá lítilfjörlega á um að- ferðir til að ná markinu. Og jafnvel þó svo virðist sem McCarthy hafi beðið nokkum ósigur að undanförnu, eru of- sóknimar gegn frjálshuga mönn- um ekki úr sögunni í Banda- ríkjunum — og fjölmargir menn, sem aldrei hafa gert sig seka um að vera frjálslyndir, eru ofsóttir og sakaðir um samhug með kommúnistum. í ræðu sem Eisenhower forseti hélt 27. f. m. hældi hann á hvert reipi mörgum háttsettum herfor- ingjum. Það vakti því mikla furðu að hann „gleymdi" Mars- hall hershöfðingja, fyrrverandi utanríkismálaráðherra mannin- um, sem Marshall-áætlunin fræga er kennd við — en stór- blaðið New York Times hefur gefið eftirfarandi skýringu á þessu: Af ýmsum ástæðum er McCarthy heiftúðugur óvimxr Marshall hershöfðingja, og þegar einn af erindrekum McCarthy, Kohler ríkisstjóri í Winsconsin, las yfir handritið að ræðu forset- ans fáum tímum áður en hann átti að flytja hana, strikaði hann ósköp rólegur út nafn Marshalls úr hópi þeirra, sem forsetinn hrósaði. Eisenhower mótmælti þessu — því að Marshall er einn af hinum gömlu vinum hans — en Kohler sannfærði hann með eftirfarandi snöfuryrði: Þegar þú ætlar að heimsækja pófann, þá segir þú honum ekki heldur, hví- líkur afbragðs náungi Marteinn Lúther hafi verið! Að baki McCarthy standa nú voldug öfl. Miklu sterkari en sykurbarónamir og leiguhúsa- okrararnir, sem hjálpuðu honum á þing 1946. Meira að segja öflugri en McCormick ofursti og blað hans Chicago Tribune, sem studdi McCarthy í fyrstu kosn- ingabaráttu hans. Nú í dag á McCarthy heima hjá stórauð- magninu, hjá voldugustu auð- mönnum Bandaríkjanna. Þessir menn vilja sem sé gera McCarthy að forseta Bandaríkjanna alveg á sama hátt og þýzku auðmennirnir Krupp, Thyssen o. fl. vildu gera og gerðu Hitler að æðsta manni Þýzkalands. Ekki er kunnugt um alla þá auðkýfinga, sem styðja Mc- Carthy. En hér skal nokkurra getið. Rockefeller hefur við hann náin tengsli gegnum eitt dóttur- félag sitt, Humble Oil Inc. Mor- gan, annar stórauðkýfingur Bandaríkjanna veitir McCarthy einnig stuðning. Það er athyglis- vert að General Ellectric — sem er undir yfirstjórn Morgans — var fyrsta stóra hlutafélagið, sem lýsti því yfir opinberlega að það mundi haga sér samkvæmt Makkartíismanum í verklýðs- málapólitík sinni. Fyrir skömmu síðan tilkynnti þetta hlutafélag að það mimdi segja upp hverjum þeim manni í þjónustu félagsins, sem ekki væri fús til þess að hafa „samstarf" við „rannsóknar- nefndir" þingsins, sem kenndar eru við McCarthy. Félagsskapur- inn, sem stendur straum af öllum kostnaði við bægslagang Mc- Carthy í útvarpi og sjónvárpi, og hinir svonefndu McCarthy- klúbbar viðs vegar í Bandaríkj- unum, heitir „Facts og Figures" (staðreyndir og tölur). Þessi fé- lagssamtök njóta fjárhagslegs stuðnings frá H. L. Hunt, auðkýf- ingi frá Texas, sem hefur rakað saman um 1200 milljónum króna á olíu. Milljónamæringamir Ro- bert E. Wood, hershöfðingi, fyrr- verandi leiðtogi fasistafélags- skaparins „America First“, er líka ákveðinn og opinber stuðn- ingsmaður McCarthy. Hafa am- erískir fasistar hvað eftir annað lýst yfir trausti sínu á McCarthy. í Washington vinna líka áhrifa- mikil öfl fyrir McCarthy. Tíma- ritið Look skrifaði nýlega að Mc- Carthy væri hjálpað áfram af „öflugri sveit fagurra kvenna, milljónamæringum, æðstu mönn- um rómversk-katólsku kirkjunn- ar og gætnum pólitiskum ráð- gjöfurn." Meðal þessara má nefna einn ættingja McCormick ofursta, konu William Randolph Hearst, blaðakongsins volduga sem á hin illræmdu og útbreiddu hálf- fasistisku „gulu“ blöð og tímarit. Peningum er ausið út af þess- um mönnum og af mönnum, sem láta ekki fé af hendi nema í þeim tilgangi að hagnast vel á því og eins og áður er sagt í þeim til- gangi að koma McCarthy í for- setastól. Ástandið í Bandaríkjunum nú er að mörgu leyti líkt og í Þýzka- landi 1933—1934. Núverandi valdhafar í Washington munu ekki veita McCarthy móstpyrnu, frekar en valdhafamir í Berlín á sínum tíma Hitler. Og hvers vegna veita þeir ekki mótspyrnu? Vegna þess að þeir eru hjartan- lega sammála McCarthy. Að vísu má búast við árekstrum milli Eis- enhowers og McCarthy, en það er eingöngu af persónulegri met- orðagimi, en í grundvallaratrið- um eru þeir sammála. Báðir eru þeir peð í höndum auðkýfing- anna, auðhringanna, báðir stæra sig af og lofa að berjast af alefli GLUGGATJALDAEFNI, rósótt 120 cm. br. frá kr. 14.50. KJÓLAEFNI, mjög mikið úrval, hentug í skólakjóla. LÉREFT, hvít, mislit, rósótt. HANDKLÆÐI HANDKLÆÐADREGILL SOKKAR, á börv og fullorð'na. VINNUFATNAÐUR, allskonar. KULDAÚLPUR, allar tegundir. Beztu kaupin gerið þið í V efnaðarvörudeild Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur félagsfund í Verkalýðshúsinu, þriðjudaginn 31. ágúst, kl. 8.30 síðdegis. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Erindi frá Alþýðusambandi íslands um aðstoð af hálfu félagsins í væntanlegri vinnudeilu sjálfs- eignavörubílstjóra. 3. Félagsmál. 4. Önnur mál. Mœtið stundvíslega. Fjölmennið. STJÓRNIN. gegn kommúnismanum. Alveg eins og Hitler gerði, þetta goð þýzku auðstéttarinnar, sem dó eins og hundur. Starfsemi kommúnista hefur nú verið bönnuð í Bandaríkjun- um, og allir frjálslyndir menn eiga á hættu að verða ofsóttir, lýðræði og frelsi fyrirfinnst ekki lengur í Bandaríkjunum. Bolsivikkarnir voru líka einu sinni bannfærðir í Rússlandi. En hvemig fór? Kommúnistaflokkur Þýzkalands var bannaður. En hvernig fór? Kommúnistaflokkar Eistrasaltslandanna, Póllands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands, Búlgaríu, Rúmeníu og Albaníu voru líka bannaðir. En hvemig fór? Og Kommúnistaflokkur Kína var bannaður og ofsóttur, en hvemig fór? Og hvemig fór um herferðir auðvaldsjöfranna „gegn kommúnismanum11 í Kóreu og Indókína? Enginn þarf að efa, hvemig baráttunni í Bandarfkjunum lýk- ur. Það er einungis spurning hve- nær. Og hvar ætlar þá íslenzka aft- urhaldið, bandarísku dindlamir og landsölumennimir, að leita sér skjóls? NÝJA-BÍÓ Aðgöngumiðasala opin kl. 7—9. Sími 1285. Föstudags- og laugardags- kvöld kl. 9: í nafni laganna Spennandi amerísk leyni- lögreglumynd með hinum heimsfræga leikara Dana Andreivs Á laugardag kl. 5: og sunnudag kl. 3, 5 og 9: Uppreistin í kvenna- bórinu Sprenghlægileg og spenn- mdi amerísk' mynd um upp- reist í austurlenzku kvenna- búri. Aðalhlutverk: JOAN DAVIS og ARTHUR BLAKE Mig vantar mann, vanan fiskvinnu, til aðgerð- ar og sölu á fiski. J. Am. Þorsteinn Austmar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.