Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 1
XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 3. september 1954____________________________28. tbl. Samkvæmt hinum nýju við- sidptasamningum Finnlands og' Sovéti'íkjanna byggja Finnar 50 stór skip fyrir Soovétríkin, þar á maðai 20 tankskip, ennfremur 300 uppskipunarbáta, 80 dráttarbáta og 15 fiskiskútur. Nýr viðskiptasamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu undirritaður Áætlað að viðskipti milli landanna aukist verulega frá því sem verið hefur Frá Akureyrardeild MÍR Akureyrardeild MÍR er nú að hefja vetrarstarfsemi sína, auk þess sem ákveðið er að septem- bermánuður verði sérstakur kynningarmánuður á starfsemi félagsins. Næstkomandi leugardagskvöld (4. sept.) verður samkoma í Ás- garði (Hafnarstræti 88) kl. 8,30. Eiísabet Eiríksdóttir, sem er ný- komin frá Sovétlýðveldunum, flytur þar erindi og á eftir verður sýnd kvikmyndin „Kinverskur sirkus". Ásunnudaginn kl. 4 e. h. verður barnasýning og verður þar sýnd kvikmyndin „Á steppunum“ o. fl. myndir. Aðgangur verður ókeypis í bæði skiptin. Akureyrardeildin hefur hug á að hafa a. m. k. eina sýningu í viku í þessum mánuði. Dagsbrún hefur samið um að sementsvinnukaup hækki úr kr. 15,15 í kr. 18,09 Hafnarverkamenn í Rvík áttu sjálfir frum- kvæðið að þessum sigri félagsins og knúðu hann fram með óformlegu verkfalli í fyrradag samdi Verkamanna- félagið Dagsbrún við Vinnuveit- endasamband íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna um verulega hækkun á kaupi í sementsvinnu. Flytzt sements- vinnan upp í hæsta kaupgjalds- flokk og tímakaup hækkar úr kr. 15,15 í kr. 18,09. Öll vinna við uppskipun á sementi var lögð niður í gær. Undanfarið höfðu verkamenn látið í ljós óánægju með kaup það sfa- og vísindamenn frá Sovét- IvXvaMiinnm í haimfÁlm Undirritaður hefur verið nýr viðskipta- og greiðslusamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu og er gildistími hans til 31. ágúst 1957. Með samningi þessum er áætlað, að viðskipti milli land- anna aukizt verulega frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Fréttatilkynning utam’íkisráðu- neytisins um undirritun við- skiptasamningsins er á þessa leið: „Hinn 31. ágúst 1954 var undir- ritaður í Reykjavík nýr við- skipta- og gr e iðslusamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Samningana undirrituðu dr. Kristinn Guðmundsson, utanrík- isráðherra, fyrir hönd íslands, og hr. Frantisék Schlégl, formaður tékknesku samninganefndarinn- ar, fyrir hönd Téékkóslóvakíu. Gíldistími samningsins er til 31. ágúst 1957, en vörulistar, sem jafnframt var samið um, gilda í eitt ár. Til Tékkóslóvakíu er gert ráð fyrir sölu á frystum fiskflökum, frystri síld, saltsíld, fiskimjöli og öðrum vörum, svo sem húðum, skinnum, ull og niðursoðnum fiskafurðum, en á móti er gert ráð fyrir kaupum þar á ýmsum vörutegundum, svo sem vefnað- arvörum, jámi og stáU, skófatn- aði, bifreiðum, véléum, asbesti, gleri og glervörum, sykri, gúmmí vörum og fl. Áætlað er, að viðskipti milli landanna aukizt verulega frá því, sem verið hefiu- á undanfömum ánun. Samningaviði æður hófust í Reykjavík hinn 16. ágúst sl. og önnuðust þær fyrir íslands hönd þeir Þórhallur Ásgeirsson, skrif- stofustjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu, er var formaður íslenzku samninganefndarinnar, dr. Oddur Guðjónsson, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Björn Halldórs- son, framkvæmdastjóri, Helgi Bergs, framkvæmdastjóri, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, gvanbjörn Frímannsson, aðal- bókari, og Stefán Hilmarsson, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu." IJ tanríkisráðherrar Norðurlanda vilja að- ild Kína að S.Þ. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, er lauk í Reykjavík 31. f. m., komust ráðherrarnir að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að æskilegt væri að kínverska al- þýðustjómin tæki sæti Kína hjá S. Þ., áður en langt um liði. Varaformaður sendinefndar U. S. A. hjá S. Þ. hefur látið í ljósi gremju Bandaríkjastjórnar yfir þessari yfirlýsingu og ítrekað það að Bandaríkjastjórn muni með öllum ráðum hindra að alþýðu- stjórnin fái aðild að S. Þ. Bleik net eru fiskin Fishing News, blað enskra út- gerðarmanna, skýrir frá því, að japanskir fiskimenn hafi nýlega gert tilraunir með bleikt net, og hafi afli þeirra orðið þrefalt meiri en neta úr sama efni en með venjulegum lit. Blaðið bætir því við, að Japanir ætli að reyna rauð net til fiskveiða í Japanshafi. Um síðustu helgi komu til Reykjavíkur tíu mennta- og listamenn frá Sovétlýðveldunum í booði MlR. Formaður nefndarinnar er Sarkisov, prófessor í læknisfræði og einn af kunnustu vísinda- mönnum Sovétlýðveldanna. — Aðrir nefndarmenn eru: Elísabet Usjakova, sérfræðingur í mat- jurtarækt og veitir m. a. forstöðu matjurtarannsóknarstöð ráðu- neytis rússneska sambandslýð- veldisins. Prófessor Markov, sér- fræðingur í leiklist og einn af leikstjórum Malí-leikhússins í Moskva, en þar verður hið nýja leikrit Kiljans — Silfurtunglið — tekið til sýningar á næstunni. Balaksév, starfsmaður í mennta- málaráðuneyti Sovétrflíjanna. — Listdansendumir frá Stóra- leikhúsinu í Moskva, þau írína Tíkomirnova og Gennadí Ledjak. Eru þau bæði í fremstu röð list- dansara í Sovétríkjunum. — Selloleikarinn Rostroprvitsj, einn fremsti selloleikari heimsins og píanóeinlakarinn Tamara Gúséva, sem einnig hefur hlotið alþjóð- lega viðurkenningu fyrir leik sinn. Þá eru að lokum undirleik- arinn Makarov og Ella Kúdarova fulltrúi VOKS. HLJÓMLEIAR HÉR A AKUR- EYRI N.K. FIMMTUDAG. Gestirnir munu dvelja hér á landi um þriggja vikna tíma og er gert ráð fyrir að hópurinn dreifist og heimsæki nokkra staði út um land. Hingað til Akureyrar munu koma formaður nefndarinnar, prófessor SARKISOV, fulltrúi VOKS, ELLA KÚDAROVA og píanósnillingurinn TAMARA GÚSÉA, og mun hún halda hljómleika hér á miðvikudags- kvöld í næstu viku (8. sept.). ^egursti garðurinn við Helga-magrastræti 26 Dómnefnd Fegrunarfélags Ak- ureyrar um skrúðgarða í bænum, hefur nú kveðið upp þann dóm, að fegursti garðurinn sé við Helga-magrastræti 26 og hljóta eigendur hans, frú Guðrún Karls dóttir og Sigurður Guðmundsson, 3ví verðlaun Fegrunarfélagsins. Aðrir garðar, sem viðurkenn- ingu hlutu eru við Ægisgötu 27 (frú Jónína Jónsson og Guð- mundur Gíslason), Ægisgötu 23 (frú Sveinbjörg BjÖrnsdóttir og Pálmi Jónsson), Helga-magrastr. 21 (frú Margrét Jósefsdóttir og Ragnar Jóhannesson), Rauða- mýri 22 (frú Guðrún Kristjáns- dótir og Áskell Snorrason) og Eyrarlandsveg 24 (frú Sigríður Oddsdóttir og Páll Sigurgeirs- son). -fc KIRKJAN. Messað í skólahús- inu í Glerárþorpi kl. 2 síðdegis og í Akureyrarkirkju kl. 5 síð- degis. Séra Ragnar Fjalar Lár- ursson prédikar á báðum stöð- unum. sem greitt er fyrir sementsvinnu og hafa oft fengið greitt kaup fyr- ir umframtíma. Sl. þriðjudag kom svo sementsskip til H. Benedikts- sonar & Co. og neituðu verka- menn að vinna nema kauphækk- un fengist. f fyrradag reyndu at- vinnurektndur að ráða menn til vinnunnar, en enginn fékkst. — Stóð svo þar til kl. 4 í fyrradag, að samningafundir hófust milli fulltrúa Dagsbrúnar, fram- kvæmdanefndar Vinnuveitenda- sambandsins og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Tókst senn samkomulag um að öll vinna við sement skuli flytjast milii kaupgjaldsflokka, eins og áður greinir, en samkvæmt samning- um Dagsbrúnar tekur sú vinna til „uppskipunar, hleðslu þess í pakkhús og samfelldrar vinnu við afhendingu úr pakkhúsi og mæl- ingar í hrærivél". í þessum átökum öllum hafa samtök og einhugur hafnar- verkamanna verið með ágætum og hefur það nú borið þann ár- angur að Dagsbrún hefur tryggt með samningum þennan mikil- væga sigur. Hér á Akureyri, og óefað víðar, hefur lengi verið sterk óánægja með kaupgjald í se- mentsvinnu og einnig kola- vinnu, þótt enn hafi ekki soðið upp úr á sama hátt og nú hefur orðið við Reykjavíkurhöfn. En þessi sigur reykvískra hafnar- verkamanna mun áreiðanlega ýta undir önnur verkalýðsfélög og hafnarverkamenn með að hefjast handa um að bæta nokkuð úr margra ára rang- sleitni um kaupgjald fyrir erf- uðustu, óhollustu og óþrifaleg- ustu vinnima. Þýzkt knattspyrnulið í boði Akureyringa ■ Miklar líkur eru nú taldar til að flokkur þýzkra knattspyrnu- manna frá Bremen komi hingað til lands í júnímánuði næsta sum- ar í boði Akureyringa. Knatt- spyrnusamband íslands mun vera búið að veita nauðsynleg leyfi og er gert ráð fyrir að Þjóðverjarnir keppi á Akureyri, Akranesi og leiki auk þess tvo leiki í Reykja- vík. | Verkamannafélagið samþykkti | stuðning við „Va!" Eins og getið var um í síðasta blaði hefur Vörubíl- 1 stjórafélagið Valur sagt upp samningum sínum við at- j 1 vinnurekendur frá og með 12. þ. m. og hefur Alþýðu- } samband íslands leitað stuðnings margra verkalýðsfélaga j ; við bifreiðastjórana í hugsanlegn vinnudeilu. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar hélt fund um | þetta mál sl. þriðjudag og samþykkti þar samúðarað- \ gerðir af hálfu félagsins, ef þörf gerðist. Var trúnaðar- | mannaráði falið að ákveða á hvem hátt stuðningurinn I yrði veittur. JnlMIMMMIMIIIMHIIlHIHIIIIIIIMIIHIIIIIIIIIIIinilHIIIIMIIIIIIimiHIIMOMIIMIIIIiniHIIIHIimillHIIIHIHIIIIHIIIIIHIMI

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.