Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.09.1954, Síða 2

Verkamaðurinn - 03.09.1954, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagínn 3. sept. 1954 VERKRfflJMRinn — VIKUBLAD — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maðwr, Jakob Arnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstrseti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Bjömssonar h/f Verður togaraflotinn stöðvaður að nýju? Það mun næsta fágætt, ef ekki einsdæmi, að atvinnurekendur víðurkenni opinskátt í vinnudeil- um, að kröfur launþega eigi full- an rétt á sér og að brýna nauðsyn beri til að bæta kjör þeirra. Þetta hefur þó átt sér stað í sambandi við kröfur sjómannasamtakanna um bætt kjör togarasjómanna. Jafnvel þeir útgerðarmenn, sem fastast hafa barizt gegn öllum réttarbótum til handa sjómanna- stéttinni, hafa nú neyðst til að opna augun og viðurkenna, að stórhækkuð laun væru eina leið- in til þess að fá nægan mannafla hæfra manna á togarana og tryggja þannig fullan rekstur þeirra. Það mætti því ætla að greiðlega gengi um lausn á kjaradeilu tog- arasjómanna, er svo óvenjulegur skilningur er fyrir hendi, af hálfu viðsemjanda, en sú er þó ekki reyndin. Viðræðufundir hafa hingað til reynzt árangurslausir og sjómannafélögunum hefur verið sá kostur nauðugur að und- irbúa verkfall. Hafa flest félag- anna nú þegar samþykkt heimild til handa sameiginlegri samn- inganefnd sinni um vinnustöðvun og hafa þær samþykktir verið nær algerlega einróma. Má því búast við að innan skamms liggi allur togaraflotinn bundinn í höfn að nýju, ef ekki verður að gert. Hvemig má slíkt verða? Ástæð- an er sú, að einn aðili málsins hefur enn ekki viðrukennt, hvorki rétt togarasjómannanna til bættra kjara né heldur nauðsyn þeirra. Og sá aðili er einmitt sá, sem hefur í höndum úrslitavald — sjálf ríkisstjórnin. í „lausn“ sinni á vandamálum togaraútgerðarinnar hunzaði rík- isstjómin með öllu hina óhjá- kvæmilegu hækkun á kaupi sjó- mannanna, enda þótt henni hljóti að hafa verið ljósar afleiðingar þess. Samkvæmt áliti togara- nefndarinnar var gert ráð fyrir að launahækkim sjómannanna á hverju skipi næmi 300 þús. kr. á ári, en öll „bjargráð" ríkisstjóm- arinnar, sem enn hafa verið ákveðin hrökkva ekki til eins árs útgjalda í samræmi við þetta. Hins vegar hafði ríkisstjómin fulla sinnu á því að hrifsa í ríkis- sjóð um 20 milljónir í formi dýr- tíðarsjóðsgjalds og tolla af bíla- innflutningnum um leið og hún rétti útgerðinni 10 milljónir. Ef þær 20 milljónir, sem „bjargráð- in“ færa ríkisstjórninni í kassann, hefðu verið látnar renna til út- gerðarinnar eins og togaranefnd- in hafði lagt til, mundu horfumar aðrar um rekstur togaranna á næstu tímiun, jafnvel þótt aðrar ráðstafanir, sem nefndin lagði til að gerðar yrðu, svo sem að lækka vátryggingargjöld, olíu, farmgjöld og hækka fiskverðið, væru að sjálfsögðu ekki lítilvægari. Ollum landsmönnum má því vera ljóst, hver ábyrgðina ber, ef svo kynni að fara, að togaraflot- inn yrði enn stöðvaður að nokkr- um dögum eða vikum liðnum, þrátt fyrir stórfelldustu markaði, sem nokkru sinni hafa verið opn- ir fyrir framleiðsla þeirra: Það er ríkisstjómin og flokkar henn- ar, sem verða að standa þar fyrir allri ábyrgð. Orðið er laust Tvö dósalok og „túkall“. „Víðförull“ skrifar blaðinu: „Túkallinn er ekki orðinn stór peningur nú ó þessum síðustu og verstu tímum, jafnvel í höndum lítils snáða eða tátu, sem er á leið á hlutaveltu. Og þó skín eftir- vænting eftir miklu happi úr augum hnokkans, sem þrýstir peningnum í lófann og ýtir sér af miklum dugnaði milli fullorðinna karla og kvenna, sem líka eiga eftir það mikið af barnslegri ein- feldni, að þau hafa gaman af að freista hamingjunnar á „tom- bólu“. Eg stóð utan við Alþýðuhúsið sl. sunnudag og virti fyrir mér um stund hópinn, sem þangað streymdi á „fyrstu og beztu“ hlutaveltu ársins. Mörg börnin koma út ánægð á svip. Eitt er með piparbréf í hendinni, það er þó alltaf hægt að gefa mömmu, annað með litla skrifblokk — hún kemur sér vel þegar skólinn byrjar — en hvað er nú að — lítil telpa kemur út snöktandi, eftir- væntingarsvipurinn frá því fyrir nokkrum mínútum hefur breytzt í sárustu sorg. Eg fer og aðgæti um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88. hvað valdi. Litla stúlkan hafði hreppt tvö dósalok fyrir túkall- inn sinn. Tvö dósalok eru einkis virði, þau er ekki hægt að gefa mömmu eða pabba, þau eru ekki nothæf í „búið“ — jafnvel ekki í bú 8 ára telpu, en samt fleygir hún þeim ekki. Það er eins og hún trúi því ekki að nokkur geti verið svo harður í viðskiptum, að hann láti tvö dósalok í skiptum fyrir gljáandi, stóran tveggja krónu pening — kannske þann eina, sem hún hefur handa á milli fyrst um sinn... . “ Nú geta menn fengið kossa með bragði sem segir sex. Varalita- verksmiðja í Bruxells er farin að framleiða varaliti með kampa- víns-, bardó- eða kokteilbragði. FjÁREIGENDUR á Akureyri, sem vilja leggja fé inn til slátrunar hjá K.E.A. í haust eru áminntir um að tilkynna undirrituð- um það, fyrir 6. sept. n. k. Ármann Dalmannsson. Vil kaupa gamalt skrifborð, helzt úr eik. Afgr. vísar á. I Ritsafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgumtm. i Bókaverzl. Edda h.f. | Akureyri. * .........................i Ný blaða- og sælgætissala Opnum í dag föstud. 3. sept. nýtízku blaða- og sælgætis- sölu, í sambandi við bókabúð okkar. Verða þar á boðstólum öll innlend blöð og tímarit, ennfremur mikið af erlendum tímaritum. Þá verður og lögð áherzla á mikið úrval af tóbaksvörum og sælgæti. Kaupið dagblöðin í Blaðasölu Axels. Opið frá kl. 9 á morgnana til kl. 11.30 á kvöldin. AXEL KRISTJÁNSSON ÖUum þeim mörgu er auðsýndu okkur samúð og hluttekn- ingu við fráfall og minningarathöfn sonar okkar og bróður HALLS ANTONSSONAR vottum við okkar innilegustu þakkir. Sérstaklega þökkum við Útgerðarféélagi Akureyringa h.f„ framkvæmdastjóra þess og skrifstofustjóra alla þeirra miklu vinsemd í okkar garð. — Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og systkini. Niðursuðuglös 1 1. á kr. 4.60, Va 1. á kr. 4.25 og Vi 1. á kr. 3.85. HAFNARBÚÐIN h.f. og útibú Strásykur kr. 2,65 kg. Hveiti kr. 2,60 kg. HAFNARRÚÐIN h.f. og útibú Bifreiðaeigendur athugið 5 w. SEM KEMUR í STAÐ SAE 10W, 20W og 20 er vetrar- og sumarolía, sem hæfir sérstaklega háþrýst- um bílhreyflum. BP olíuverzlunI ’ÍSLANDS 5 Vélstjóranámskeið Að tilhlutun Fiskifélags íslands verður hið minna vél- stjóranámskeið haldið á Akureyri á komandi hausti ef nægileg þátttaka fæst. Námskeiðið' hefst 1. okt. n. k. Umsóknir sendist Fiski- félagi íslands, eða Helga Pálssyni erindreka á Akureyri. FRÁ VATNSVEITUNNI Aðfaranótt 19. þ. m. var tekinn verkfærakassi með trésmíða- verkfæmm í, við ræsi, sem er í smíðum uppi við vatnsgeyma. Þar sem sást til mannaferða á umræddum stað og tíma, er þeim bezt, sem þetta framdi, að skila verkfærunum á sama stað, svo að ekki þurfi að senda lögregluna eftir þeim. Sigurður Svanbcrgsson. XX X NflNKIN [R-^ A it it KHAKI

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.