Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.09.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. sept. 1954 Hvar dvaldir þú aðallega? Eg dvaldi á þriðja mánuð í Sovétríkjunum og lengst af þeim tíma á tveimur hressingar- og hvíldarheimilum. Fyrst var eg í 5 vikur á hressingarheimili, sem Barvik nefnist, skammt frá Moskva. Síðan fór eg, eftir nokk- urra daga dvöl í höfuðborginni, suður að Svartahafi og dvaldi þar um hríð á hvfldarheimilinu Líva- día, í grennd við Jalta. Hressingarheimilið í Barvik er meðal þeirra fullkomnustu í Sov- étríkjunum. Það er byggt 1935 í fögru umhverfi. Umlukt furu- skógi, en næst byggingum heimil- isins er lystigarður, vel hirtur og fagurlega skreyttur. Heimilið er búið öllum hugsanlegum þægind- VERKAMAÐURINN Um hvíldarheimili í Sovétríkjunum Viðtal við Elísabetu Eiríksdóttur um nútímans og þar starfa valdir læknar og sérfræðingar í öllum helztu greinum læknisfræðinnar. Þetta heimili og önnur svipuð eru eingöngu ætluð fólki, sem þarfn- ast einhverra bóta minniháttar sjúkleika, en hefur þó fulla ferli- vist. í Lívadía, aftur á móti, dvaldi fólk, sem var fullkomlega heilt heilsu. Þar var eingöngu um að ræða orlofsheimili til hvfldar, hressingar og skemmtunar. Hver rekur dvalarheimilin? Flest hressingarheimilin eru eign verkalýðsfélaganna og eru rekin af þeim með ríkisstyrk. Allmörg eru einnig rekin beint af ríkinu. Á keisaratímunuirj áttu aðalsmenn og auðmenn hallir víðs vegar á fegurstu og heilsu- samlegustu stöðum landsins, ekki sízt við Svartahafsströndina, „Ri- veriu Rússlands", en þangað streymdu þeir til þess að njóta unaðssemda baðlífsins og óhófs- lífs í höllum sínum. Eftir bylting- una tók ríkið allar þessar hallir í sína Vörzlu og hefur breytt þeim í hressingarheimili verkafólksins. En miklu fleiri heimilanna eru þó byggð eftir byltinguna og stöðugt bætast fleiri við. Það er stefnt að því hröðum skrefum að orlofs- dvöl á góðu hressingarheimili verði fastur þáttur í lífi hvers manns. Sá eg þess greinileg merki að hvarvetna, þar sem eg kom á Svartahafsströndinni voru ný heimili í smíðum. Hvað um dvalarkostnaðinn? Nákvæmar tölur hef eg ekki handbærar í því sambandi, en hann er mjög hóflegur. Þeir, sem búa við bezt launakjör, greiða hann sjálfir, en kostnaður fjöl- margra er greiddur að miklum hluta af verkalýðsfélögunum, en þeim ber að sjá um að enginn fari á mis við nauðsynlega hress- ingarvist af efnahagsástæðum. Enn aðrir njóta ókeypis vistar (og ferðakostnaðar) á fullkomn- ustu heimilunum, sem verðlauna fyrir vel unnin störf, mikil vinnu afköst og áhuga í starfi. Er þá venjulega um að ræða orlofsdvöl fjarri heimahögum eða heima- landi viðkomanda. Dvalartíminn er venjulega 3—5 vikur og fer eftir því hve orflofstíminn er langur, en hann er mismunandi eftir starfsgreinum. Námumenn og þeir,í sem vinna í þungaiðnaði eða fást við óholla vinnu, hafa lengst sumarleyfi. Hvernig er dag'légt líf á hvíld- arheimilunum ? Það er vitaíilega nokkuð mis- jafnt eftir aðstæðum og umhverfi, en sameiginlegt er það öllum heimilunum, að dvöldinni er ætl- aður sá tilgangur að veita full- komna og áhyggjulausa hvíld og skila dvalargestunum, verka- mönnunum, verkakonunum, iðn- aðarmönnunum, verkfræðingun- i;m, samyrkjubcendimum og hinu vmrandi fólki, hvaða starf sem það vinnur, starfhæfara og ham- ingjusamara en áður. Heimilin eru rekin með föstu starfsfólki og þurfa dvalargestir því engar áhyggjur að hafa af neins konar störfum, sem af dvöl- inni leiða. Lítið er um fastskorð- aðar reglur en óskráð lög eru fyllsta reglusemi í umgengni og að snemma sé lagst til svefns og snemma risið úr rekkju. böðin og aðrar heilsulindir eru þó aðalatriðið. Hvernig er húsbúnaður? Þau heimilanna, sem eru í hin- um gömlu keisarahöllum, bera enn mjög keim af húsbúnaði og kröfum fyrri eigenda, þunglama- leg og íburðarmikil, stoppuð hús- gögn, þykk, flosofin gluggatjöld 'i :;hér Eins og getið hefur verið um blaðinu er Elísabet Ei- !| ríksdóttir nýkomin heim úr ]j rúmlega tveggja mánaða dvöl \ ;! í Sovétríkjunum og hefur ]! blaðið átt stutt viðtal, sem hér I! fer á eftir, við hana af því til- !| eíni. Einnig mun Elísabet !; flytja erindi á vegum MÍR nú :;um helgina og segja þar frá]; ; ýmsu úr för sinni, ýtarlegar en ;! kér er unnt að sinni. !; i og annar íburður að hætti þeirra tíma og þeirrar stéttar, sem þá gekk um sali. Á hressingarheim- ili því, sem eg dvaldi á við Svartahafið, var t. d. ein bygging- in einkahöll keisarans, byggð á árunum 1909—11. Að lýsa henni væri efni í margar blaðagreinar. Höll þessi, sem byggð er af hvít- um marmara, hefur m. a. innan veggja tvo skrúðgarða, alsetta blómabeðum og skrautjurtum, en sæti í kring. Bera þessir innan- húsgarðar enn sín fyrri nöfn: ítalski garðuirnn og Vetrargarð- urinn. er mikilvægur liður í »aunhæfri framkvæmd þess réttar. Hvað telur þú að við gætum af þessu lært? Enginn nema sá, sem reynt hef- ur, getur fyllilega gert sér í hug- arlund, hvers þær tug- og hundr- uð milljóna verkafólks, sem aldr- ei hafa minnstu möguleika á áhyggjulausri, árlegri hvíld frá striti og starfi fara á mis, en það er engu saman að jafna aðstöð- unni til þess að bæta úr í þessu efni, þar sem ríkisvaldið er í höndum alþýðunnar sjálfrar og þar sem það er í höndum auð- valdsins. Hér á landi hefur ríkið að vísu lagt lítilfjörlegar upp- hæðir til svonefndra félagsheim- ila, sem þó eiga lítið eða ekkert skylt við hvíldarheimili, en svo hefur verið um hnútana búið, að ekkert verkalýðsfélag getur notið eyris af því fé. Það er sem sagt bannað með lögum að verkalýðs- samtökin fái ríkisstyrk til þess að starfrækja félagsheimili. Samt hold eg að íslenzk verkalýðssam- tök gætu mikið lært af starfsemi orlofs- og hvíldarheimilanna í Sovétríkjunum og nauðsynlegt og tímabært að taka upp öfluga bar- áttu fyrir slíkri starfsemi hér. Þú hefur að sjálfsögðu kynnzt nokkuð lífinu utan hvfldarheim- ilanna? Já, eg kynntist mörgu fólki í þorpunum í grennd við hvíldar- heimilin og sá það að starfi á samyrkjubúum, við byggingar og við ræktunarstörf í gróðursælum hlíðum Krímskagans, þar sem að- alatvinnan er margs konar ávaxta rækt, vínyrkja og tóbaksrækt, en auk þess dvaldi eg um hríð í höf- uðborginni og sá þar margt. Fannst þér mikil breyting á orðin frá fyrri dvöl þinni þar eystra? Eg dvaldi í Sovétríkjun- um fyrir 17 árum. Þá þegar var afkoma fólks orðin góð, allir höfðu nóg að bíta og brenna og framfarahugurinn við uppbygg- ingarstarfið var eldlegur meðal alþýðunnar. En síðan hafa orðið svo áhrifamiklar breytingar, þrátt fyrir margra ára styrjöld og þær ólýsanlegu hörmungar, sem af því leiddu, að því verða engin viðunandi skil gerð í stuttu máli. Mun eg síðar reyna að gera grein fyrir því, sem eg sá og heyrði um þær stórfelldu framfarir, sem átt hafa sér stað á síðustu tímum og færa So'vétþjóðunum svo að segja daglega nýja ávexti aukinnar velmegunar og gróandi menning- arlífs. Verkam. þakkar Elísabetu við- talið og býður hana velkomna heim eftir ánægjulega ferð. Blað- ið vill vekja athygli á því, að um næstu helgi mun Elísabet flyrja erindi, á vegum MlR, um ferð sína og mun hún þá gera ýmsu, sem hér hefur ekki verið unnt að drepa á, nánari skil. Einn kunnasti samsærismaður Kóreu- styrjaldarinnar skipaður sendiherra USA á íslandi Matur og drykkur er svo mik- ill og góður, sem framast verður á kosið, en áfengra drykkja er ekki neytt. í þeirra stað eru drukkin óáfeng vín og ávaxtasafar. Við Svartahaf og annars staðar, þar sem aðsætður leyfa, eru böð og sund einn helzti þáttur daglegs lífs á hvíldarheimilunum. Einnig eiga menn kost á fimleikum og yngra fólkið iðkar ýmsa leiki, en það eldra unir sér oft við domino, tafl og ýmsar hægari skemmtan- ir, margir nota mikinn tíma til lestrar, enda hef eg aldrei séð líkan lestraráhuga sem í Sovét- ríkjunum, margir hafa bækur meðferðis þegar gengið er til matar. Vönduð bókasöfn eru í hverju dvalarheimili. Á hverju kvöldi eru kvik- myndasýningar, ballettsýningar, söngskemmtanir eða leiksýning- ar, og oft fá heimilin heimsóknir fraegra listamanna. En útivistin, í hinum nýrri heimilum' er húsbúnaður nýtízkulegri, en byggingarstíllinn virðist enn mjög undir áhrifum fyrri tíma. Afar mikil áherzla er lögð á blómaskraut, jafnt úti sem inni. Telur þú að hvíldarheimilin í Sovétríkjunum eigi sér nokkrar hliðstæður í auðvaldsheiminum? Það held eg áreiðanlega ekki. Árlega dvelja álíka margir á hvíldarheimilum Sovétríkjanna og meðlimafjöldinn er í verka- lýðssamtökunum og fer aðsóknin stöðugt vaxandi, eftir því sem heimiliunum fjölgar og afkoma fólksins batnar. í löndum auð- valdsins er rétturinn til hvíldar sérréttindi yfirstéttarinnar, en í Sovétríkjunum er hann einn af frumþáttunum í réttindum fólks- ins og bundinn í stjórnarskrá lýðveldanna jafnhliða réttinum til atvinnu, Starf hvíldarheimilanna Morgunblaðið skýrir frá því 26. f. m., að Eisenhower forseti hafi skipað nýjan sendiherra á íslandi í stað Edwards B. Lawsons, sem nú flytzt til ísrael. Hinn nýi sendiherra nefnist John J. Muccio og er einn kunnasti emb- ættismaður í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Frægð sína hlaut Muccio sum- arið 1950, en hann var þá sendi- herra Bandaríkjannaí Suður- Kóreu. Hafði hann það hlutverk með höndum að undibúa Kóreu- styrjöldina og gekk að því verki af miklu kappi. Hermdu frétta- menn að sendiherra þessi væri cngu ástríðuminni fasisti en sjálf- ur Syngman Rhee. Um miðjan júní 1950 fór John Foster Dulles, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Kóreu til þess að ganga úr skugga um að vel hefði verið vandað til alls undir- búnings. Sendu fréttastofur þá út mynd af Muccio og Dulles í skot- gröfunum við 33. breiddarbaug. „Það er varla nokkur að meðlim- um Öryggisráðsins, sem ímyndar sér að Dulles og Muccio hafi ein- göngu verið að tína fjólur í skot- grö.funum," sagði Malik, fulltrúi Sovétríkjanna, á fundi Öryggis- ráðsins 3. ágúst það ár. Dulles fór frá Kóreu 21. júlí, eftir að hafa kannað undirbúning Muccios, og í kveðjuræðu sinni komst hann þannig að orði: „Kórea stendur ekki ein. ... viðtöl mín við Mc- Arthur hershöfðinngja eru upp- haf jákvæðra aðgerða." 25. júní hófst Kóreustyrjöldin. Muccio var sendiherra í Suður- Kóreu þar til haustið 1952, þegar ljóst var orðið að Bandaríkin myndu bíða ósigur í Kóreu. Var hann þá kallaður heim og hefur síðan starfað í utanríkisráðuneyt- inu í Washington. Sendiherra- staðan á fslandi er sú næsta sem talin er hæfa hinni sérstæðu þjálfun þessa manns, og mega agentar Bandaríkjanna hérlend- is búa sig undir að þjóna hörðum húsbónda. Stærsti auðhringur heimsins — og mesti vopnaframleiðandi í heimi — E. I. du Pont í Banda- ríkjunum — hefur á fyrra helm- ingi þessa árs grætt meira en nokkru sinni áður. Tekjurnar hafa stigið um 33 prósent miðað við fyrri helming ársins 1953, seg- ir stórblaðið New York Times, sem birtir þó engar tölur um upphæð ágóðans. Þessi voldugi auðhringur styður McCarthy — Hitler Bandaríkianna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.