Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.09.1954, Side 1

Verkamaðurinn - 10.09.1954, Side 1
VERKfllMIRlllll SÓSÍALISTAR! Munið hlutaveltuna 19. m. Gerið sem íyrst skil á söfn- uðum munura til lilutaveltu- nefndarinnar cða til skrif- stofu Sósíalistafélagsins. XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 10. september 1954 29. tbl. Samvinna vinstri manna í verkalýðsfélögunum in um fulltrúakjör til 24. þings Alþýðusamb. verkelni verkalýðshreyfingarinnar á Akureyri ákveð- Islands og helzlu @ ■------------ V örubílst jóraf élagið Undanfarnar vikur hafa bréfaskipti og viðræð- I ur um samstarf farið fram milli fulltrúa verka- manna, sem fylgja Alþýðuflokknum að málum og sósíalista í verkalýðsfélögunum. Er þessum viðræð- um nú lokið með þeim árangri að fullt samkomu- lag hefir tekizt um samstöðu um fulltrúaval til 24. þings Alþýðusambands íslands og um sameigin- lega stefnuyfirlýsingu í málefnum alþýðusamtak- anna. Er hér um að ræða stórviðburð í verkalýðs- hreyfingunni, sem haft getur hina mikilvægustu þýðingu bæði fyrir samheldni og styrk verkalýðs- félaganna hér í bænum og einnig, sem spor í þá átt að sameina alla alþýðuhreyfinguna til nýrrar sóknar fyrir málstað vinnandi manna. Hér fer á eftir stefnuyfirlýsing sú, sem sam- komulag hefir orðið um: Samvinna alþýðuitlokksmanna og stuðningsmanna þeirra og sósíalista og stuðningsmanna þeirra í verkalýðsfélögunum á Akureyri, um fulltrúakjör til 24. þings ASÍ, byggist á því, að við teljum, að sú innbyrðis barátta, sem háð hefur verið í mörgum verkalýðsfélögum, sé alþýðusamtökunum mikill hnekkur í starfi þeirra og hagsmunum launþeganna hættu- legt, þegar til lengdar lætur. Nú, þgear samtök atvinnurekenda og fésýslumanna eflast með hverju ári að samheldni og þau njóta í stöðugt vaxandi mæli stuðnings stjórnarvaldanna, er þörfin brýnni fyrir sam- heldni allrar alþýðunnar til að standa sem bezt að vígi til varnar hagsmunum sínum og nýrrar sóknar til betri lífskjara. Verkefnin framundan fyrirsamtaka verkalýðshreyfingu eru mikil og aðkallandi. Ekki aðeins við að bæta launakjörin á sjó og landi, heldur einnig og ekki síður, til að knýja fram að- gerðir til útrýmingar atvinnuleysinu, sem liggur í landi lang- tímum í nær öllum bæjum og sjóþorpum utan Suðurlands. Á sama tíma liggja stórvirkustu atvinnutækin — togararnir — aðgerðalausir mánuðum saman. Skipin, sem verið hafa hin aflasælustu, hvar sem leitað er til samanburðar, og gætu, með stöðugum og hagkvæmum rekstri verið undirstaða að stór- bættu atvinnuástandi í flestum sjóplássum landsins. Við viljum leggja áherzlu á, að því aðeins verður efnahags- legt sjálfstæði landsins tryggt til frambúðar, að landsmenn Iramleiði nóg fyrir innflutningi sínum. Það er því eitt nær- tækasta verkefni alþýðusamtakanna að knýja ríkisvaldið til aðgerða til eflingar atvinnuveganna, til aukinnar framleiðslu og stöðugri rekstri en nú er. Viljunt við því sérstaklega víta seinagang stjórnarvaldanna í vor og sumar varðandi lausn á reksturserfiðleikum togaranna. Það er álit okkar, að samfelld útgerð togaranna sé lands- mönnum slík höfuðnauðsyn, að einkis megi láta ófreistað til að tryggja hana. í því sambandi verði fyrst og fremst útvegað fé til að bæta aðstöðu útgerðarinnar til fullvinnslu aflans í landinu og jafnframt knúð frám lækkun á útgerðarkostnaðin- um, svo sem olíu, veiðarfærum, vátryggingargjöldum, vöxtum o. fl. Jafnframt sé togarasjómönnutn tryggð svo góð kjör, að þessi afkastamiesti atvinnuvegur sé jafnan eftirsóttur af vösk- ustu mönnum. Eitt af næstu verkefnum alþýðusamtakanna er að knýja frarn raunhæfar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins í húsnæðismál- um. Að ekki verði svikin lengur en orðið er marggefin loforð um byggingu sementsverksmiðju, en innlend framleiðsla á sementi myndi verða mikil lyftistöng fyrir byggingafram- kvæmdir í landinu. Viljum við í þessu sambandi minna á, hve hörmulegt íbúðarhúsnæði margt verkafólk býr við. Verður að knýja fram stórauknar fjárveitingar og lán til bygginga verkamannabústaða, sem eru raunhæfustu aðgerðir, sem enn hafa komið fram til úrbóta á húsnæðisskortinum. Verkalýðssamtökin verða að beita sér af alefli gegn þeirri þrótin síðustu tíma, að fólkið nevðist til að flýja heimkynni sín á Vestur-, Norður- og Austurlandi vegna atvinnuástands- ins í þessum landshlutum, en þetta tnál er vel yfirstíganlegt. V'iljunr við í því efni, m. a. leiða athygli að ríkisútgerð nokk- urra togara til atvinnujöfnunar. Hvað snertir atvinnulíf Akureyrar, viljum við alveg sér- staklega nú leggja áherzlu á hina knýjandi nauðsyn á bygg- ingu hraðlrystihúss hér án tafar. Teljum við þetta slíkt nauð- synjamál, að segja megi að vöxtur atvinnulífsins í bænum standi og falli með því. Verkalýðshreyfingin verður að beita samtakamætti sínum gegn verðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar, sem m. a. hefur kontið fram í fellingu íslenzku krónunnar æ ofan í æ, ýmist með beinum eða óbcinum gengislækkunum. Af þessu tilefni og síhrakandi kaupmætti launa, er óh jákvæmilegt að alþýðu- samtökin taki upp baráttu fyrir því að 8 stunda vinnudagur færi vinnandi mönnum lífvænlega afkomu — annað tveggja með því að færa niður vöruverð eða með hækkuðum launum. Og einnig fyrir því að verðlagsuppbót komi á kaup mánaðar- lega, þar sem ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað leikið þann leik, að ,,ltagræða“ verðlaginu með beinu tilliti til þriggja mánaða frestsins. Við teljum að verkalýðssamtökin eigi að lýsa megnri van- þóknun sinni á því, að efnahagsafkoma landsmanna er stöð- ugt gerð háðari dvöl erlends herliðs í landinu og framkvæmd- um á vegum þess. Við teljum það góðar friðarhorfur í heim- inum, að tafarlaust eigi að segja upp hervarnarsamningnum við Bandaríkin og fá hann alveg úr gild-i felldan. Loks viljum við láta í Ijósi þær óskir okkar, að innan verka- lýðssamtakanan megi hæfileikar alþýðunnar til að standa saman njóta sín sem bezt, því að þar felast möguleikar hennar til að bæta hag sinn og lífskjör í framtíðinni. Jóhannes Jósepsson, form. Verkamannafél. Akureyrarkaupst. Bjöm Jónsson, varaform. Verkamannafél. Akureyrarkaupst. Torfi Vilhjálmsson, Verkamannafél. Akureyrarkaupst. Stefán Árnason, Verkamannafél. Akureyrarkaupst. Tryggvi Helgason, form. Sjómannafélags Akureyrar. Sigurður Rósmundsson, í stjórn Sjómannafélags Akureyrar. Jón Ingimarsson, formaður Iðju. Konráð Sigurðsson, varaformaður Iðju. Hjörleifur Hafliðason, gjaldkeri Iðju. Kristján Larsen, ritari Iðju. Elísabet Eiríksdóttir, formaður Einingar. Lísbet Friðriksdóttir, í stjórn Einingar. Jón II. Rögnvaldsson, form. Bílstjórafél. Akureyrar. Ragnar Skjóldal, ritari Mílstjórafél. Akureyrar. Jóhann Indriðason, Sveinafélagi.járniðnaðarmanna. Árni Magnússon, í stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Egill Sigurbjörnsson, X'élstjórafélagi Akureyrar. Jón M. Árnason, Vélstjórafélagi Akureyrar. „Valur“ boðar vinnu- stöðvun 13. þ. m. Verkfall hefst hjá vörubílstjór- um 13. þ. m. hafi samningar þá ekki tekizt milli Vörubílstjórafé- lagsins Vals og atvinnurekenda, en eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu stendur deila þeirra um forgangsrétt til vinnu og nokkur minni háttar kjaraatriði. Vörubílstjórafélagið Þróttur í Rvík, Dagsbrún, Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar og e. t. v. fleiri félög hafa að beiðni Al- þýðusambands íslands boðað samúðaraðgerðir til stuðnings bílstjórunum. Eru þær fólgnar í því að félögin leggja bann á vöruflutninga að og fró bænum. Aðgerðir Verkamannafélagsins hefjast 16. þ. m. og hinna félag- anna um líkt leyti hafi þá ekki verið samið. Héraðssáttasemjari hefur boð- að samningafund með deiluaðil- um og hófst sá fundur kl. 10 í morgun, en ekki er blaðinu kunnugt, hrvort nokkur árangur hefur orðið. Lélegar sölur í Þýzka- landi Svalbakur seldi fai-m sinn, 235 tonn, í Cuxhaven sl. mánudag fyrir 81.063 mörk. Júlí seldi á miðvikudag fyrir 75 þús. mörk. Talið er að sala þurfi að vera ca. 100 þús. mörk til þess að veiðiför beri sig og er því verulegt tap á sölum þessum. Harðbakur og Kaldbakur munu landa í Þýzkalandi í næstu viku. Sléttbakur veiðir fyrir frysti- húsin í Dalvík og Ólafsfirði. Verður Ceislagatan opnuð í haust Utlit er fyrir að samkomulag takizt milli Akureyrarbæjar og Búnaðarbankans um það, að bankinn láti hluta af lóð sinni við Strandgötu undir fyrirhugaða Geislagötu og selji bænum bak- hús það sem er í vegi fyrir opnun götunnar. Mun verð bakhússins verða 20 þús. kr. og verð lóðarinnar 130 kr. pr. fermeter, en nokkuð af lóð- inni fær bærinn í skiptum fyrir lóðarhluta við Túngötu. Verði gengið frá samningum um þetta ætti að verða unnt að opna götuna þegar í haust.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.