Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.09.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.09.1954, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudagin 10. sept. 1954 vERKHinflÐURinn — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritnefnd: Björn Jónsson, ábyrgðar- maður, Jakob Árnason, Þórir Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Askriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentv. Odds Björnssonar h/f Mikil tíðindi og góð Mikil og góð tíðindi hafa gerzt í verkalýðshreyfingunni á Akur- eyri. Alþýðuflokksmenn og sósía- listar hafa sameinast um full- trúakjör til 24. þings Alþýðusam- bands fslands og birt sameigin- lega stefnuyfirlýsingu í helztu málum alþýðusamtakanna. Rök- rétt afleiðing þeirrar samvinnu, sem hér hefur tekizt, er sú, að allir fulltrúar verkalýðsfélaganna á Akureyri á nœsta Alþýðusam- bandsþingi, 18 að tölu, munu mæta þangað með þeim fasta ásetningi að vinna þar að þvi að á komizt á þinginu traust sam- starf vinstri aflanna, sem beitt verði til nýrrar sóknar fyrir bættum lífskjörum alþýðustétt- arinnar á öllum sviðum, en gegn afturhaldsstefnu atvinnurekenda og þeirra ríkisstjórna, sem ganga erinda hennar. Um langt skeið hefur klofning- ur og úlfúð innan verkalýðs- hreyfingarinnar, bæði hinnar faglegu og stjórnmálálegu, verið vaxandi vatn á svikamyllu aftur- haldsins: gert alþýðusamtökin vanmáttug til að hamla gegn gengislækkunum, vaxandi skatta og tollabyrðum, svikum við gerða samninga og hvers konar öðrum tilraunum til þess að þrýsta niður lífsstigi ahnennings — og einnig gert áhrif verkalýðsflokkanna á Alþingi á málefni vinnustéttanna miklum mun mhmi en efni gætu staðið til og nauðsynlegt væri til þess að stöðvuð yrðu í eitt skipti fyrir öll þau svikabrögð aftur- haldsins að ræna með lagasetn- ingum jafnharðan þeini ávinn- ingum, sem faglega baráttan nær. Jafnframt þessu hefur íhaldið reynt — og þótt ótrúlegt sé með árangri — að verða þátttakandi í verkalýðshreyfingunni til þess að veikja hana innan frá, með því að blása þar að glóðum sundrungar, svæfa mátt hennar og trú á mál- stað sínuni og svíkja hana síðan á úrslitastundum. Þetta ástand í verkalýðshreyf- ingunni er þegar orðið alþýðunni dýrt og ógnar nú í dag allri af- komu hennar og framtíð, jafnt efnahagslega sem menningarlega. Atvinnuleysi þjakar verkafólkið í þremur landsf jórðungum og knýr það til stórfelldasta fólksflótta í sögu þjóðarinnar, svo að liggur við auðn ,þar sem áður var blóm- Iegt atvinnulíf. 8 stunda vinnu- dagurinn, sem verkamenn flestra eða allra menningarlanda hafa knúð fram og jafnvel náð mun lengra, er hérlendis aftur orðinn f jarlægt hugtak, þar sem á annað borð er um næga atvinnu að ræða. Þar gleypir gengdarlaust húsaleigu-okur, skattpíning og hvers konar féfletting tekjur verkafólksins, svo að þar er nú unninn lengri vinnudagur eða jafnlangur og tíðkaðist fyrir ára- tugum og gerir þó naumast betur en að launin hrökkvi fyrir nauð- þurftum líðandi stundar. Sjálfstæði þjóðarinnar hefur verið selt af hendi fyrir bauna- disk og afkoma hennar tengd framkvæmdum á vegum erlends herliðs, sem hér dvelur í óþökk þjóðarinnar og ógnar menningu hennar — í stað þess að byggja upp traust atvinnulíf á grundvelli eigin framleiðslu og eigin fram- taks. Gegn þessari bfugþróun allri er verkalýðshreyfingin að rísa. Fleirum og fleirum alþýðumönn- um er að verða ljóst að verka- lýðshreyfingin er það eina afl, sem getur stöðvað afturhaldið áður en það hefur þrýst allri þjóð inni út í þær ófærur, þaðan sem ekki verður aftur snúið. En fyrsta skilyrðið til þess að verkalýðs- hreyfingin geti valdið því verk- efni, er að hún standi sameinuð, þurrki úr röðum sínum óþverra allra afturhaldsáhrifa og slái skjaldborg um allar beztu erfðir sínar og þjóðarinnar. Þing Alþýðusambandsins í haust getur orðið ákvarðandi um það, hvort verkalýðshreyfingin á íslandi velur á næstu árum leið samstarfs og sameiningar eða áframhaldandi sundrungu og íhaldsáhrif. Verkalýður Akur- eyrar hefur nú fyrir sitt leyti kveðið upp úr um sína skoðun og sína stefnu. Hann á að vísu ekki nema 18 fulltrúa af 300, en það er full vissa fyrir því að hann er ekki einn um það álit, að leið sameiningarinnar skuli valin. Þúsundir og aftur þúsundir með- lima Alþýðusambandsins munu fylgja fordæmi hans. Hér á Akureyri hafa verið harðari átök en víðast annars staðar innan verkalýðssamtak- anna. Þess vegna eiga þeir for- ustumenn allir, jafnt alþýðu- flokksmenn sem sósíalistar, og ekki síður þau hundruð verka- manna, verkakvenna, sjómanna og iðnaðarmanna, sem stutt hafa þá til að koma á einingu um full- trúakjörið, heiður skilinn. Starf þeirra sannar svo, að ekki verður um villst, að leið sameiningarinn- ar er ekki aðeins lífsnauðsyn — hún er einnig greiðfær, ef gagn- kvæmt traust og gagnkvæmur vilji er fyrir hendi. um Sigfús Sigurhjartarson Minningarspjöldin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistafé- lags Akureyrar, Hafnarstr. 88, Amerískir glæpamenn útflutningsvara til Italíu Ein nýjasta útflutningsvara Bandaríkjanna eru gangsterar með amerísk borgararéttindi en af ítölskum uppruna. ítalir eru, af skiljanlegum ástæðum, lítið hrifnir af þessari tegund utanríkisviðskipta Að undanförnu hefur fjöldi amerískra borgara með ítölsk- um nöfnum, streymt tíl Italíu. — Þetta eru stórglæpamenn, fjár- kúgarar og fjárglæframenn, sem Bandaríkjamenn vilja losna við og senda þess vegna heim til síns upprunalega föðurlands. ítalir eru ákaflega gramir yfir. því að þannig er neytt upp á þá glæpamönnum, sem klekkt er út í Ameríku. Þeir benda á að glæpamennirnir, með tölu hafi alizt upp í Ejandaríkjunum og hafi hlotið allt sitt nám í fjár- glæfrum og annarrí glæpastarf- semi þar. Hvers vegna eigi ítalía þá að burðast með slíkt fólk, sem sprottið sé upp af illum, amerísk- um áhrifum, vegna þess eins að foreldrar þess fluttu vestur með- an glæpamennirnir voru börn í vöggu? Annars eru það einvörð- ungu „þeir stóru", sem fluttir eru út og ekki er það neitt sérlega skemmtilegt fyrir ítalíu að eiga í fórum sínum heilt safn af stór- svindlurum á borð við Lucky Luciano, Joe Pici, Ciro Barile, Mikle spinella o. s. frv. „Frægir" menn eins og Joe Adonis og Frank Costello eiga nú í hörðu Skreið 44,2 ( 7,5) Fiskimjöl 33,4 ( 28,8) Þorskalýsi 27,1 ( 31,6) Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 167 milljónir Frá 1. janúar-31. júlí var flutt út fyrir 451 millj. kr. en inn fyrir 618 millj. í nýútkomnum hagtíðindum má sjá skýrslur um verzlunarvið- skipti íslendinga við aðrar þjóðir á tímabilinu frá 1. jan. til 31. júlí 1954. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessu tímabili hefur orðið okkur óhagstæður um 167,17 millj. kr. Innflutningurinn nam 618,49 millj. kr., en útflutnignurinn 451,32 millj. kr. Hin stórauknu viðskipti við Soovétríkin eru annars það markverðasta í skýrslunni. Hér fara á eftir töflur um við- skipti Islendinga við önnur lönd á tímabilinu frá 1. jan. til 31. júlí 1954. Tölurnar eru teknar úr nýjustu Hagtíðindum. í hverri töflu er aðeins getið hæstu lið- anna. Innan sviga eru tölur frá sama tíma í fyrra. Tafla I. Innfluttar vörur eftir vöruteg. Vörutegund: Verð í millj. kr. Garn, álnav., vefnv. 71,7 (62,0 Sldsn., smurol. o. þ. h. 70,3 (82,3) Flutningatæki 55,2 (18,9) Vélar, aðrar en rafv. 51,4 (47,9) Ódýrir málmar 33,7 (22,5) Málmvörur 30,5 (27,4) Rafvélar og áhöld 29,5 (29,1) Korn og kornvörur 25,9 (24,6) Tilbúinn áburður 22,8 (23,6) Kaffi, te, kakaó o. fl. 18,9 (19,9) Tafla II. Útfluttar vörur eftir vöruteg. Vörutegund: Verð í millj. kr. Freðfiskur 176,9 (104,6) Saltfiskur, óverk 67,5 ( 59,0) Saltfiskur, þurrk. 46,8 ( 37,1) TaflaHI. Innflutt frá ýmsum löndum. Viðskiptal.: Verð innfl. í millj. Bandaríkin 130,6 (137,9) Bretland 80,0 ( 68,3) Sovétríkin 53,4 ( 0) V.-Þýzkaland 51,3 ((34,7) Svíþjóð 39,6 ( 12,4) Finnland 38,0 ( 23,0) Tafla IV. Útflutt til hinna ýmsu landa. Bandaríkin 92,4 (63,7) Sovétríkin 53,2 ( 0) Bretland 36,0 (47,4) Tékkóslóvakía 33,1 ( 6,5) Brazilía 26,5 ( 9,8) Noregur 24,0 ( 1,9) Portúgal 22,5 (34,7) V.-Þýzkaland 22,2 (17,8) Til samans hefur á tímabilinu verið flutt út fyrir samtals 451,317 þús. kr., en inn fyrir 618,491 þús. kr. Á sama tíma í fyrra nam út- flutningurinn 310,278 þús. kr., en innflutningur 540,227 þús. kr. Annars eru hin stórauknu við- skipti við Sovétríkin það, sem at- hyglisverðast er í töflum þessum. ^iiiHttiiitHiiMiMitmmitiiiiiaimiiiiiiiiiuiiiiiMMifiiiHj Ritsafn Jóns Trausta 1-SI Með afborgunum. Bókaverzl. Edda h.f. j Akureyri. MmmitiiiitiiiiiufimufHiuiiumiiiiimfiuuiiutufuu' stríði um að fá áfram að vera í Bandaríkjunum, en ekki er ólík- legt að leið þeirra liggi einnig til ítalíu. Löggæzlumenn eru sannfærðir um að þessir menn halda áfram sinni fyrri iðju á ítalíu. Flestir þeirra koma við sögu eiturlyfja- smylgsins og með þá þekkingu á mörkuðum og milliliðum, sem þeir hafa, er vandinn ekki mikill að byrja „á hinum endanum". — Aldrei vinna þessir menn neitt, svo að séð verði, en peninga skort skortir þá ekki. Mike Spi- nella býr í lúxusíbúð í Palermo. Sagan segir að hann hafi 1600 dollara tekjur á dag. Lucky Lu- ciano á setur í Neapel, en það er eignað öðrum. Þegar hann er ekki í Neapel dvelur hann á Capri eða í Palermo. Luciano er svo „smart" að ekki hefur enn tekizt að ákæra hann fyrir neins konar glæpastarfsemi. tölum fellur hvorki Luciano eða hinir og þær tilfinningar eru gagnkvæmar. Gangsterarnir una sér ekki í ítalíu og allir þrá þeir að komast heim til Bandaríkj- anna. Þeir sakna næturklúbb- anna, fjárhættuspilanna, hraðans og spenningarinnar. Og ekki sízt sakna þeir þeirrar virðingar, sem þeir nutu þar. Heima höfðu þeir á tilfinningunni að fjöldi af am- erískum meðborgurum þeirra litu á þá „sem karla í krapinu", en í ítalíu eru þeir öllum til ama. Dagblöðin eyða ekki svo stórum fyrirsögnum á glæpamennina í borgunum, heldur aðeins á ræn- ingjana, sem hafast við í fjöllun- um á Sikiley og Sardiníu. Það vekur heldur ekki aðdáun Italanna, að einhver sé konungur í undirheimum Bandaríkjanna. Menn á borð við Lucky Luciano njóta meiri athygli frá amerísk- um ferðamönnum, en frá ítölun- um. Ameríkanarnir biðja þá um eiginhandarsýnishorn og finnst það skemmtileg tilhugsun, að geta sagt heima að þeir hafi skrafað við þá. Ekkert slíkt gæti Itala dottið í hug. Strax og gansterarnir koma á ítalska grund eru þeir sendir til fæðingarstaðar síns og skráðir þar. Venjulega eru það smáþorp í sveit ,en enginn stórborgageng- ster kann við sig í sveit, og hann notar fyrsta tækifæri sem býðst til að komast til stórborganna og venjulega er þeim heimilt að ferðast, nema Luciano hefur ver- ið bannað að sýna sig í Róm. Gangster, sem setzt að í borg eins og Neapel, Róm eða Mílanó, reyni rallt hvað hann getur til að halda einkennum sínum sem Ameríkani, í klæðaburði sem öðru. Hann vill gjarna vera þekkt ur sem „Ameríkujói" eða „Am- eríkumikki" og finnst skömm koma til föðurlandsins. Það er ekki auðvelt fyrir ítali að losna aftur við glæpamennina, því að lögin þar eru töluvert frjálslegri en í Bandaríkjunum, að þessu leyti. Italía á t. d. refsi- nýlendu á eyjunni Ustica, en þangað er aðeins heimilt að senda (Framhald á 3. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.