Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 17.09.1954, Blaðsíða 1
tfERKHfllflÐURlHH LXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 17. september 1954 30. tbl. llmenn undirskriflasöfnun gegn hernáminu hafin um allf landið Um allt land er nú að hefjast almenn undir- criftasöfnun, þar sem öllum íslendingum, sem áð hafa 18 ára aldri, gefst kostur á að krefjast ppsagnar hins svokallaða varnarsamnings, sem erður var að þjóðinni forspurðri í maí 1951 og uneinast um þá kröfu að hinn erlendi her verði brott úr landinu svo fljótt, sem uppsagnarákvæði tmningsins leyfa. Og enn fremur að ekki verði eist fleiri styrjaldarmannvirki í landinu en þegar ru risin. Fjórir tugir manna úr ýmsum stjóm- rálaflokkum hafa tekið frumkvæði að undir- criftasöfnuninni og hafa sent frá sér eftirfarandi ávarp til þjóðarinnar: MAIMANUÐI 1951 var gerður vamarsamningur milli ís- lands og Bandaríkjanna. Með honum var erlendu ríki tryggður umráðaréttur yfir íslenzkum landssvæðum og erlendum her leyft að dveljast hér á landi á friðartímum, þrátt fyrir eindregin loforð um hið gagnstæða. Æskja má endurskoðunar á samningi þessum og misseri síðar segja honum upp einliliða með ársfyrirvara. AMNINGURINN VAR AF hálfu íslendinga gerður og undirritaður af ríkisstjórn og síðar samþykktur af Al- þingi, en álits þjóðarinnar aldrei leitað. AMNINGUR ÞESSI svipti þjóðina óskoruðu valdi yfir landi og skerti fullveldi hennar stórlega. Djúptæk áhrif hans á þjóðlífið allt hlutu að verða sérstaklega háskaleg vegna fámennis þjóðarinnar. Skaðvænlegar afleiðingar hersetunnar, þjóðemislegar, menningarlegar og efna- hagslegar, em líka þegar komnar berlega í ljós. Erlend spillingaráhrif flæða yfir íslenzkt þjóðlíf með síauknum þunga, fjölmennur hópur æskulýðs hefur ratað á glap- stigu og atvinnuvegir þjóðarinnar riða til falls vegna hag- nýtingar vinnuaflsins í hemaðarþágu. Heilbrigt sjálfs- traust íslendinga og sjálfsvirðing bíður því meiri hnekki sem hersetan varir lengur. IINGAÐ TIL HAFA ýmsir sætt sig við þessi vandkvæði her- setunnar á þeim forsendum, að herstöðvar hér á landi tryggðu öryggi vinveittra þjóða og myndu veita Islend- ingum vernd, ef til styrjaldar kæmi. Grannþjóðir vorar hafa þó ekki viljað kaupa hugsanlegt örvggi verði er- lendrar hersetu í löndum sínum, og yfir eðli vopnavemd- arinnar hefur bmgðið slíku ljósi af atburðum síðustu mánaða, að hverjum manni hrýs hugur við. tF ÁHRIFUM EINNAR vetnissprengju, sem gerð var í til- raunaskyni á Kyrrahafi 1. marz, reyndist öllu lífi hætta búin á svæði, sem er þrefalt stærra en allt ísland, og langt út fyrir þau takmörk berast geislavirkir hafstraumar, víðáttumikil fiskimið hafa orðið ónothæf, og af eitruðu regni hefur gróður sölnað á landi uppi í órafjarlægð frá sprengjustaðnum. Miklar verðhækkanir á kjöt- og mjólkurvörum Þann 14. þ. m. hækkuðu allar njólkurvörur í verði sem hér egir: Mjólk hækkar um tvo aura lítr- nn, en sú hækkun er greidd nið- ír úr ríkissjóði, og er niðurgreiðsl in á mjólk nú komin upp í 98 lura á lítra. Skyr hækkar um 15 aura kíló- ð, úr kr. 5,85 í kr. 6,00. 45% nstur hækkar um eina krónu kílóið, úr kr. 28,50 í kr. 29,50. 40% ostur hækkar um 80 aura kílóið, úr kr. 26,20 í kr. 27,00. Mysuostur hækkar um 65 aura kílóið, úr kr. 11,45 í kr. 12,10. Rjómi hækkar um 30 aura lítr- inn, úr kr. 24,90 í kr. 25,10 í lausu máli. Verð á smjöri helzt óbreytt. (Framhald á 4. síðu). MEÐ TILKOMU ÞESSA vopns hefur skapazt nýtt viðhorf, sem öllum Islendingum er skylt að gera sér grein fyrir. Það er orðið eins ljóst og verða má, að dvöl erlends hers í landinu veitir enga vöm, þvert á móti býður hún heifn hættúnni á gereyðingu í styrjöld. ÍSLENZKU ÞJÓÐINNI er lífsnauðsvn að landið sé ekki herstöð eða útvirki framandi stórvelda. Því ber að segja upp varnarsamningnum frá 5. maí 1951. Sú krafa er ekki sprottin af andúð í garð nokkurrar þjóðar, heldur af knýjandi þörf vor Islendinga sjálfra. Hún er og fram borin í þeirri von, að með því að bægja vígbúnaði og styrjaldarhættu frá vom eigin landi styðjum vér bezt friðarvilja annarra þjóða, kröfu inannkvnsins um frið. VÉR UNDIRRITUÐ heitum á hvers konar samtök lands- manna og sérhvem einstakling að meta nauðsyn þjóðar- innar í þessu örlagaríka máli og styðja af alefli kröfuna um brottför alls herafla af Islandi og fylgja henni fram til sigurs. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Alfreð Gíslason, læknir Amgrímur Kristjánsson, skólaslj. Benedikt Davíðsson, form. Trósmiðafélags Reykjavíkur Björn Bjarnason, form. Iðju Dr. Björn Sigfússon, háskólabókav. Bjöm Þorsteinsson, sagnfr. Bolli Thoroddsen, bæjarverkfr. Brynjólfur Ingvarsson, lögfr. Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþingismaður Friðrik Asmundsson Brekkan, rithöfundur Gils Guðmundsson, alþingism. Gísli Ásmundsson, kennari Guðgeir Jónsson, bókbindari Guðmundur Thoroddsen, próf. Dr. Guðni Jónsson, skólastj. Guðríðnr Gfsladóttir, frú Guðrún Sveinsdóttir, frú Gunnar J. Gortez, læknir Gunnar M. Magnúss, rithöf. Ualltrerg Hallmundsson, B.A. Halldór Kiljan Laxness, rithöf. Hallgrímur Jónsson, kennari. Hannes M. Stcphensen, form. Dagsbr. Helgi Sæmundsson, rtistj. Jakob Benediktsson, magisler Jón Haraldsson, stud. odont. Kristín Ólafsdóttir, læknir Kristinn Bjömsson, yfirlæknir Kristján Gunnarsson, skipstjóri Laufey Vilhjáhnsdóttir, frú Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmaður Ríkharður Jónsson, mvndhöggvari. Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona Stefán Pálsson, tannlæknir Theódór Skúlason, læknir Þórarinn Guðnason, læknir Þorbjörn Sigurgeirsson, eðlisfræð- ingur Þórhallur Bjamarson, prentari, Þorsteinn Valdimarsson, skáld Samningar tókust í deilu vöru- , « bilstjóra og vinnuveitenda Aðal krafa bílstjóranna eignarvörubílstjóra Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hafði Vörubflstjóra- félagið Valur boðað vinnustöðv- un frá sl. mónudagsmorgni, 13. þ, m,, ef samningar hefðu þá ekki tekizt við vinnuveitendur. Einn- ig hafði Verkamannafélag Akur- eyrarkau.pstaðar, Dagsbrún, Hlif í Hafnarfirði, Vörubíistjórafélagið Þróttur og e. t. v. fleiri verka- lýðsfélög, boðað samúðaraðgerðir í formi afgreiðslubanns á vöru- ílutninga til og frá bænum og áttu þær aðgerðir að ganga í gildi 16. þ. m. og síðar hjá sumum félög- um. Daginn áður en verkfallið skyldi hefjast fór deilan fyrir sáttasemjara, Þorstein M. Jóns- son, og hélt hann marga fundi og langa með deiluaðilum. Fóru leikar svo að sættir tókust í deil- irnni aðfaranótt mánudagsins . j Samkvæmt hinum nýju samn- f ingum, er nú hafa verið undirrit- um forgangsrétt sjálfs- náði fram að ganfia u O aðir, fá sjálfseignavörubílstjórar eða félag þeirra, Valur, forgangs- rétt til allrar vinnu við akstur. nema að því leyti að fyrirtækjum er heimilt að hafa bifreiðir til eig- in nota. Var þetta aðaikraía vörubflstj órafélagsins. Forgangs - rétturinn gengur þó ekki i gild' fyrr en 1. marz næstk., en þangað til verður viðhöfð vinnujöfnur milli hinna þriggja bflastöðva hjá stærstu atvinnufyrirtækjunum KEA, Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f., Akureyrarbæ, SÍS og Guðmúndi Jörundssyni. Fær Stefnir, bflastöð sjálfseignavöru- bflstjóra 60% af öllum akstri hjá þessum fyrirtækjum. Eftir að forgangsrétturinn gengur í gildi falla ákvæðin um vinnumiðlun burt, en’da verður þá bílstjórunum sjálfum í vald sett hvort þeir starfrækja eina eða fleiri bifreiðastöðvar. (Framhald á 4. síðu). Jörundur hefur landað fyrsta síldarfarminum Togarinn Jörundur landaði í Hamborg sl. miðvikudag, eftir fyrstu veiðiförina á síldarmiðin í Norðursjónum. Aflinn var 2675 körfur (90—100 tonn) af ísaðri síld og seldist hann fyrir 3761 mark. Auk þess seldi Jörundur frysta síld fyrir ca. 3000 mörk. Miðað við aflamagn mun þetta teljast góð sala, en afli mun yfir- leitt hafa verið fremur tregur það sem af er og auk þess munu nokkrir byrjunarerfiðleikar hafa gert vart við sig og því betri ár- angurs að vænta í næstu veiði- ferðum. 1400 syntu hér í lauginni Um 1400 Akureyringar þreyttu 200 metra sundkeppnina hér í lauginni, og má því telja líklegt að nokkru fleiri bæjarbúar hafi að lokum tekið þátt í keppninni nú en þeirri fyrri, þar sem vitað er að nokkuð á 3ja hundrað bæj- arbúa syntu í lauginni að Lauga- landi og allmargir víðs vegar annars staðar á landinu, m. a. um 40 í Reykjavík. Hlutaveltan Eins og auglýsing á 3. síðu ber með sér verður hlutavelta Sósíalistafélagsins í Alþýðu- húsinu á sunnudaginn. Hluta- veltuncfndinni hefur borizt fjöldi ágætra muna og pen- ingagjafir, sem ncfndin vill hér með þakka. En þeir eru áreið- anlega ■ allmargir, sem fullan hug hafa á því að leggja sitt af mörkurn, þótt þeir hafi ekki enn komið því í verk. Nefndin vill því minna á, að enn er tækifæri til þess að koma framlögum til henn- ar í tæka tíð og verður þeim veitt viðtaka í skrifstofu Sósía- listafélagsins frá kl. 4—7 og kl. 8—10 í kvöld og frá kl. 1—2 síðdegis á morgun. HLUTAVELTUNEFNDIN. Smárakvartettinn fékk ágætar viðtökur á Suðurlandi Smárakvartettinn frá Akur- eyri, sem verið hefúr í söngíor sunnanlands, fékk hvarvetna hmar ágætustu viðtökur og góða dóma fyrir söng sinn. — Kvartettinn hefur bæði sungið í Reykjavík, Hafnarfirði, Hlé- garði, Njarðvíkum og víðar. — Jóhann Konráðsson söng inn á plötur hjá Ríkisútvarpinu og kvartettinn söng inn á hljóm- plötur hjá Tonika í Reykjavík. Þeir félagar ætla að syngja í Nýja-Bíó hér á Akureyri á sunnudaginn kemur kl. 3 e. h. Messur á sunnudaginn: í Lög- mannshlíð kl. 2 e. h. í Akureyrar- kirkju kl. 5 e. h. — f Glerárþorpi. Prestur: Kristján Róbertsson frá Siglufirði.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.