Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.09.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 24.09.1954, Blaðsíða 1
vERKflnutöUfflnn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 24. september 1954 31. tbl. GERIST ÁSKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupendur íá blaðið ókeypis til næstu áramóta. — Síminn er 15Í6. Hægri klíkan hrósaðt stundarsigri í Alþýðuflokknum Hannibal féll úr formannssæti fyrir Haraldi Guðmundssyni. Verður sviptur ritstjórn Alþýðu- blaðsins næstu daga Þingi Alþýðuflokksins lauk sl. þriðjudagsnótt eftir mjög harð- vítugar deilur milli vinstri arms flokksins, undir forustu Hanni- bals Valdimarssonar, og hægri kMkunnar, sem einskis hafði látið ófreistað til þess að ná yfirtökum á þinginu, enda þótt vitað sé að hún er í miklum minnihluta meðal almenhra fylgjenda flokks- ins. í þingsetningarræðu sinni setti Hannibal fram sína pólitísku yf- irlýsingu og kvað aðeins um tvær leiðir að velja, að viðhalda sundr- ung verkalýðshreyfingarinnar og verkalýðsflokkanna og þola það að íhaldið hrifsaði til sín meiri- hlutavald á Alþingi eða að vinna að sameiningu vinstri aflanna og skapa þannig sterka andstöðu gegn afturhaldinu og sóknarað- stöðu fyrir verkalýðshreyfing- una. Meirihluti þingsins hafnaði með öllu þessari stefnu og fóru leikar svo, að nálega engir vinstri menn hlutu kosningu í stjórn eða aðrar trúnaðarstöður flokksins. Var Hannibal borinn ofurliði bæði við formannskjör, en Haraldur Guð- mundsson varð þar hlutskarpari og hlaut 62 atkv. en Hannibal 36, og við kjör varaformanns, en þar sigraði Guðmundur í. Guð- mundsson með 9 atkv. fram yfir Hannibal (53 atkv. gegn 44). Er almennt búizt við því að Stefáns Jóhanns-klíkan láti nú næstu daga kné fylgja kviði og svifti Hannibal ritstjórn við Al- þýðublaðið. Þrátt fyrir þessi úrslit á þingi Alþýðuflokksins dylst nú eng- um lengur, að það er ekki á valdi hægri klíku Alþýðu- flokksins að stöðva þá þróun, sem nú er hafiti í þá átt að sam- eina verkalýðshreyfinguna. — Þótt málgögn afturhaldsins hælist nú um yfir sigri sínum í Alþýðuflokknum, mun þess skammt að bíða að hinir óbreyttu liðsmenn taki til sinna ráða og skilji hægri klíkuna eftir einangraðri og fylgislaus- ari en nokkru sinni áður. Samningar hafa lekizl milli logarasjó- manna og úlgeríarmanna Kommúnistar stórauka fylgi sitt í ítalíu Fullnaðartölur frá bæja- og sveitastjórnarkosningum, sem fóru fram í Suður- og Mið-ítalíu í vor og sumar, eru nú kunnar og leiða í'ljós að Kommúnistaflokk- urinn hefur aukið fylgi sitt um 36,6 til 41,1 prósent. Allir borg- araflokkarnir töpuðu fylgi. eink- um hægri flokkurinn. í lok júní í sumar voru 2.130.095 flokksbundnir kommúnistar á ítalíu og 423.522 æskumenn í sambandi ungra kommúnista. — Á fyrra misseri þessa árs fjölgaði flokksmönnum um 160,685. Á næsta ári fara fram bæja- og sveitastjórnarkosningar í allri ítalíu. • -K KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 5, í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 og í Glerárþorpi kl. 8.30. Prest- ur sr. Birgir Snæbjörnsson. Fulltrúalisti vinstri manna Verkamannafélaginu í samræmi við það samkomu- lag, sem orðið hefur meðal vinstri manna innan verkalýðsfélaganna hér í bænum, um kosningar til Alþýðusambansþings, hafa vinstri menn í Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar borið fram sam- eiginlegan lista. Skipa hann eftir- taldir: Kínverjum enn meinuð aðild að Sameinuðu Þjóðunum 1 upphafi hins 9. þings S. Þ., er hófst í New York sl. þriðjudag, lagði aðalfulltrúi Sovétríkjanna, Vishinski, fram tillögu um að kínverska alþýðustjórnin tæki við umboði Kína hjá S. Þ. Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna bar fram frávísunartillögu og var hún samþykkt með 43 gegn 11 atkv., en fulltrúar 6 ríkja sátu hjá. Atkvæðagreiðslan er hin at- hyglisverðasta fyrir íslendinga, vegna þess að fulltrúar íslands reyndust ekki'meðal þeirra þjóða, sem fylgjandi voru tillögu Vis- hinskis, þótt fulltrúar Danmerk- ur, Svíþj. og Noregs stæðu við þá samþykkt, sem um þetta var gerð á utanríkisráðherrafundi Norð- urlanda, þ. á. m. utanríkisráð- heiTa íslands, er þá lýsti sig fylgjandi aðild kínversku alþýðu- stjórnarinnar. En kjarkurinn til þess að halda fram réttu máli gegn vilja Bandaríkjanna hefur ekki enzt alla leiðina frá Rvík til New York. Það er einnig athyglisvert að í þessari atkvæðagreiðslu studdu Bretar, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hið gagnstæða, frávísunartillögu Bandaríkj- anna og lögðu þeim þar með lið sitt tll þess að níðast á rétti fjölmennustu þjóðar veraldar. Á sama tíma veita svo Banda- ríkin Bretum lið í Iandhelgis- deilunni við fslendinga og hjálpa þeim þannig til að niðast á óumdeilanlegum rétti hinnar tninnstu meðal þjóSanna. Björn Jónsson, Gestur Jóhannesson, Jóhannes Jósepsson, Stefán Árnason og Torfi Vilhjálmsson. Varamenn eru: Steingrímur Eggertsson, Rósberg Snædal, Ólafur Aðalsteinsson, Gunnar Aðalsteinsson, Árni Þorgrímsson. Framboðsfrestur til fulltrúa- kjörsins var útrunninn kl. 12 á hádegi í dag og hafi enginn ann- ar listi komið fram innan þess tíma verður hinn sameiginlegi listi vinstri manna sjálfkjörinn. 2 stúlkur frá Akureyri matsveinar á togara Þegar togarinn Jón Baldvins- son lagði upp í veiðiför sína á Grænlandsmið 11. þ. m. voru tvær konur meðal áhafnarinnar og voru ráðnar sem matsveinar. Þess er aðeins eitt dæmi áður, að konur ráði sig til starfa á íslenzk- um togara. Stúlkurnar eru tvær systur frá Akureyri, Dísa og Jó- hanna Pétursdætur. Stúlkunum líkaði starfinn vel og sjómennirnir voru einnig hæstánægðir með matinn og alla frammistöðu þeirra. Eru þær systur nú farnar í aðra veiðiför með togaranum. Togarahásetar fá 30% kauphækkun miðað við meðalafla á s.l. ári Samningar tókust sl. mánudagskvöld í kjaradeilu togarasjó- manna og útgerðarmanna. Voru samningar undirritaðir um kl. 8, en þá hofðu samningaumleitanir staðið yfir daglega í heila viku, fyrir milligöngu sáttasemjara. Samkomulagið er undirritað með þeim fyrirvara að sjómannafélögin og samtök útgerðarmanna samþykki það og hefur verkfallsaðgerðum af hálfu sjómanna verið frestað fram til laugardags, en verkfall átti að hefjast á miðnætti 21. þ. m. hefðu samningar ekki tek- izt. Hefur atkvæðagreiðsla að undanförnu staðið yfir í sjó- mannafélögunum svo og í Félagi íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda og mun talið líklegt að samningarnir verði staðfestir. Samkvæmt samkomulaginu hækkar fastakaup sjómanna á togurunum, aflahlutur, aflaverðlaun o. fl. sem snertir kjör þeirra, þannig, að kjarabæturnar nema um 30 prósent kaup- hækkun og er þá miðað við kaup háseta á meðalskipi á si. ári. Helztu breytingarnar frá fyrri kr. 2.25 í kr. 2.80 pr. smálest. Allt lýsi verður greitt með sama verði, þ. e. kr. 40.00 pr. smálest af 1. og 2. fl. lýsi og kr. 20.00 af þvf sem lakara reynist. Er þetta sama og áður var greitt á saltf jgkveið- um, en á ísfiskveiðum var greitt kr. 17.00 pr. smálest. Sjómenn fá 5 daga hafnarfri í hverjum mánuði að meðaltali með fullu kaupi og fæðispenlnga. Fæðispeningar í hafnarfríum hækka úr kr. 15.00 í kr. 18.00, auk verðlagsuppbótar. Aður voru hafnarfríin ákveðin aðeins einn sólarhringur að lokinni hverri veiðiferð, sem að jafnaði gerði 1— 3 daga í mánuði. Félagar í sjómannafélögunum, sem standa að samningnum hafa nú forgangsrétt til skipsrúma á togurunuin hvert á sínum stað. Forgangsréttinn höfðu áður Öll félögin nema Sjómannafélag (Framhald á 4. síðu). samningum eru eftirfarandi: Fastakaup háseta hækkar úr kr. 1018 í kr. 1300 á mánuði, netjamanna úr 1230 kr. í 1480 kr. og bátsmanna og 1. matsveins úr 1500 kr. í 1805 kr. — Á kaupið kemur svo verðlagsuppbót skv. gildandi reglum. Þegar ísfiski er landað erlendis lækkar frádráttur vegna kostnað- ar ur 20% í 18%. Verð á þorski, löngu og karfa til sjómanna, þegar ísfiski er landað innanlands, hækkar úr kr. 0.85 í kr. 1.00 pr. kg. Aflaverðlaun á saltfiskveiðum hækka úr kr. 6.00 í kr. 10.00 pr. smálest og auk þess fá sjómenn gæðaverðlaun, ef fiskur reynist góður (70% í 1. fl. miðað við að- gerðarskemmdir) upp úr skipi, kr. 1.50 pr. smálest hver maður. Aflaverðlaun á karfaveiðum til vinnslu í verksmiðjum hækka úr Reknetabátarnir allir farnir til veiða í Faxaflóa Hafa fengið góða veiði en orðið fyrir nokkru veiðarfæratjóni af völdum háhyrnings Allir þeir bátar af Norðurlandi, sem stundað hafa reknetaveiðar og saltað um borð, eru nú farnir fyrir rúmri viku til veiða í Faxa- flóa og hafa aflað vel, þegar lagt hefur verið. í fyrradag hafði Snæfell fengið um 500 tunnur og Súlan lítið minna. Auður og Akraborg hafa einnig fengið góða veiði, en þó nokkru minni en Snæfell. Veiðarfæratjón hefur orðið hjá Auði, sem missti um 30 net og Súlunni, sem missti 10 net í fyrri- nótt, hvort tveggja af völdum há- hyrnings. Veiðarfæratjón hefur þó orðið minna hjá norðanbátun- um en flestum öðrum, einkum vegna þess að þeir hafa lagt net sín vestur undir Jökli, en sunn- anbátar yfirleitt í flóanum sunn- anverðum, en þar hefur háhyrn- ingsins mest orðið vart. Súlan og Snæfell leggja afla sinn upp í Hafnarfirði, Akraborg í Innri-Njarðvík og Auður í Kefla í Innri-Njarðvík og Aður í Kefla- vik, en Ólafsfj.- og Siglufj.-bát- arnir sigla norður meS sinn afla.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.