Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.09.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.09.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. sept. 1954 Samvinna Alþýðuflokksmanna og sósíalista I verkalýðshreyfingunni á Akureyri vekur einróma fögnuð verkalýðssinna um land allt Þróttur á Siglufirði skorar á verkalýðshreyf- inguna um land allt að fylgja fordæminu frá Akureyri Borgaraflokkarnir töpuðu stærstu borgum Svíþjóðar Kommúnistar unnu 21 sæti í lénsstjórnunum Samstarf það sem ákveðið hef- nr verið meðal vinstri manna í verkalýðsfélögunum á Akureyri um fulltrúakjör til Alþýðusam- bandsþings og um sameiginlega stefnu í nærtækustu hagsmuna- málum alþýðunnar hefur vakið mikla athygli um land allt, fögn- uð meðal verkalýðsins, en hrell- ingu meðal afturhaldsins, sem sér í þessum atburðum fyrirboða að allsherjar samfylkingu verka- lýðsstéttarinnar. Á fundi Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði, er haldinn var 10. þ. m., var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Fundur í Verkamannafélag- inu Þrótti, haldinn 10. sept. 1954, lýsir ánægju sinni yfir samkomu- lagi verkalýðsfélaganna á Akur- eyri um kosningu á fulltrúum á þing Alþýðusambands í haust. Fundurinn vill alveg sérstak- lega benda á, að Verkamannafé- lagið Þróttur hefur á undaníöm- um árum beitt sér fyrir sam- komulagi innan verkalýðshreyf- ingarinnar og undirstrikað þessa stefnu sína m. a. með því að kjósa fulltrúa á undanfarandi Alþýðu- sambandsþingi, sem þekktir hafa verið sem ötulir verkalýðssinnar og fylgjendur sameiningar og samvinnu verkalýðshreyfingar- innar. Fundurinn hvetur meðlimi verkalýðshreyfingarinnar um allt land til að fylgja fordæmi verka- lýðsfélaganna á Akureyri og hefja nú þegar undirbúning að kosningu fulltrúa á Alþýðusam- bandsþingið í haust, sem þekktir eru að samstarfs- og sameining- arvilja, og stuðla þar með að því að hægt verði að mynda starfs- hæfa sambandsstjóm og að engir þeir fulltrúar verði kjömir í stjóm heildarsamtakanna, sem em undir áhrifavaldi flokka at- vinnurekenda.“ Kaldbakur seldi vel Kaldbakur seldi afla sinn í Þýzkalandi sl. þriðjudag fyrir rúml. 102 þús. mörk. Hefur aðeins einn togari náð yfir 100 þús. marka sölu á Þýzkalandsmarkaði nú í haust. Var það Jón Þorláks- son. Helgafell, nýtt SÍS-skip Helgafell, hið nýja skip Sam- bands íslenzkra samvinnuéflaga, fór reynsluför sína í Óskarshöfn í Svíþjóð sl. þriðjudag. Að ferðinni lokinni var skipið afhent eig- endum og íslenzki fáninn dreginn að hún. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar SÍS, veitti skipinu viðtöku. Skipstjóri á Helgafelli er Berg- ur Pálsson, fyrsti stýrimaður Hektor Sigurðsson; annar stýri- maður Ingi B. Halldórsson og fyrsti vélstjóri Ásgeir Árnason. Samtals eru á skipinu 23 menn. Heimahöfn Helgafells verður í Reykjavík og er skipið væntan- legt þangað um mánaðamótin. - Togarasamningarnir (Framhald af 1. síðu). Reykjavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Hinn nýi samningur gildir frá undirskriftardegi til 1. júní 1955 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirfara, en framlengis í 3 mánuði í senn sé honum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila. Samninganefnd sjómannafélag- anna skipuðu: Tryggvi Helgason, Akureyri; Gunnar Jóhannsson, Siglufirði; Jón Sigurðsson, Rvík; Magnús Guðmundsson, Rvík og Pétur Óskarsson, Hafnarfirði. í samninganefnd útgerðarmanna attu sæti: Hafsteinn Bergþórsson, Rvík; Aðalsteinn Pálsson, Rvík; Guðmundur Guðmundsson, Ak- ureyri; Ásberg Sigurðsson, ísa- i'irði; Ólafur Tr. Einarsson, Hafn- arfirði og Loftur 'Einarsson, Hafn arfirði. Samkvæmt hinum nýju samningum mun kaupækkun til háseta nema allt að 14 þús- und krónum á ári, miðað við meðalafla, og auk þess fá sjó- mennirnir nokkrar aðrar þýð- ingarmiklar lagfæringar, svo sem aukin hafnarfrí og viður- kenningu á jólafríi. Það er því ekki vafa bundið að þessir samningar eru mjög stórt skref í þá átt að gera kjör togarasjó- mannanna viðunanleg og tryggja þar með að störfin á togurunum, þessum mikilvæg- ustu framleiðslutækjum þjóð- arinnar, verði á ný eftirsóknar- verð fyrir hina vöskustu menn. Því ber mjög að fagna að þessi mikilsverði árangur náð- ist án verkfalls, og er það fyrst og fremst því að þakka, hve samtök sjómannanna voru traust og þeir nutu einróma fylgis alls almennings við kröf- ur sínar. iiliiiliiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini : n» Skjaldborgarbíó — Simi 1073. — í kvöld kl. 9: Ævintýri frumskógarins Dásamlega fögur og fræð- andi brezk mynd, í eðlileg- um litum um dýralífið í frumskógum Suður-Afríku, brautryðjendastarf, hættur og æfintýr. í bæja- og sveitastjómakosn- ingunumí Svíþjóð sl. sunnudag misstu borgaraflokkarnir meiri- hluta sinn í Stokkhólmi og Gautaborg, tveim stærstu borg- um landsins og hafa sósíaldemo- kratar og kommúnistar þar nú meirihluta sameiniglega. Heild- arúrslit kosninganna urðu þessi: Sósíaldemokratar fengu 1.796.- Benjamín kominn iheim - en ekkert lán: fengið til hraðfrysti- hússins :; A sl. vori fór formaður Út- ! ;; gerðarfélags Akureyringa h.f., | Helgi Pálsson, til höfuðborg- ; : arinnar þeirra erinda, að talið ■ I: var, að útvega lán til bygging- ! ;; ar hraðfrystihúss. Heim kom ;: hann og lét allvei yfir horfum ; ;: með lán, en kvað fullkomið ■ :: svar mimdi fást fyrir lok :; :; aprílmánaðar, um það hvort ]; ]; Framkvæmdabankinn væri til;; ;; leiðanlegur til að lána til þess- ;; ;; ara f ramkvæmda. ; ;; Aprílmánuður leið, en ekk- ; ; ert svar barst — en talið að; ! von væri á þvi, þegar Benja-!! ! mín kæmi heim úr Evrópu- ! :; íerð. Bcnjamín kom úr Ev-![ ; rópuferðinni, en kvaðst þá!; ekki geta gefið nein svör fyrr ] en hann kæmi heim úr Banda- ; ríkjaför, enda hefði hann; stutta viðdvöl heima. Benja-; mín kom heim úr Bandaríkja- ;; förinni, en stanzaði ekki heima ; nuema örfáa daga og ekkert ; svar kom um lánið. Nú er Benjamín enn kominn hehn eftir tvær sumarferðir til Ev- I ; rópu og a. m. k. eina til Banda ; ríkjanna, en frystihúslánið ] virðist jafn f jarlægt og áður. -K HJÓNAEFNI. Ungfrú Ásdís Jóhannsdóttir frá Vestmanna- eyjum og Ingi Vignir Jónasson, verzlunarm. (Jónasar Tryggva- sonar). -K HLUTAVELTU heldur Skóg- ræktarfgélag Tjarnargerðis í Alþýðuhúsinu n.k. sunnudag kl. 4 e. h. * SKÓLASTJÓRI Gagnfræða- skólans hefur beðið blaðið að koma þeim boðum áleiðis til allra þeirra foreldra eða for- ráðamanna væntanlegra nem- enma skólans á komandi vetri, sem enn hafa ekki haft tal af skólastjóranum, að gera það hið fyrsta. Er það mjög nauðsyn- legt vegna skiptingar nemend- anna í deildir skólans. 643 atkvæði og 975 sæti í léns- stjórnum, unnu 92, Folkpartiet 799.230 atkv. og 369 sæti, vann 13, hægri menn 561.310 atkv. og 253 sæti, sunnu 79, Bændaflokkurinn 386.488 atkv. og 195 sæti, tapaði 23 og kommúnistar 182.569 atkv. og 49 sæti, unnu 21. Smárakvartettinn hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó sl. sunnudagskvöld, eftir vel heppnaða söngför víða um land. Var húsið þéttskipað áheyrend- • um, sem tök söngmönnum af- burða vel. 14 lög voru á söngskrá þeirra félaga og urðu þeir að endurtaka flest þeirra og syngja aukalög. Þeim bárust fagrir blómvendir. Smárakvartettinn er nú óefað vinsælasti kvartett á landinu og það að verðleikum, enda hefur hann á að skipa ágætum og jafn- vel mjög óvenjulega góðum radd- mönnum. Metuppskera í Kína Hveitiuppskeran í Kína þetta ár er 4 prósent meiri en gert var ráð fyrir og þar með 20 prósent meiri en í fyrra samkvæmt upp- lýsingum frá landbúnaðarráðu- neytinu í Kína. Uppskeran er rúmlega 1 3prósent meiri af hekt- ara en í fyrra. Vetrarhveitið er 86 prósent af allri hveitiuppskerunni. Hveiti- akrar kínverska alþýðulýðveldis- ins eru á þessu ári 27,2 milljónir hektarar, eða 1,6 milljónum hekt. stærri en í yrra. Til sölu: Notað stofuborð og 2 djúp- ir stólar, í góðu standi. — Ódýrt. Uppl. t síma 1315. Höfum mjög fjölbreytl úrval af fata- og dragtarefnum. Föt frá kr. 1040.00. Dragtir frá kr. 970.00. SAUMASTOFA Björgvins Friðrikssonar s. f. Landsbankahúsinu, simi 1596 Smábarnaskólinn byrjar aftur mánudaginn 4. október næstkomandi. Börn mæti til viðtals laug- ardaginn 2. okt. kl. 1—3 e. h. í skólanum, Gránufél.g. 9. (Verzlunarmannahúsinu. Jenna og Hreiðar, Fjólugötu 11. -Sími 1829. Austur-Þjóðverjar vilja auka fisk- innflutn. sinn frá Vestur-Evrópu um 80 þús. tonn á ári Á blaðamannafundi 8. þ. m., sem haldinn var í tilefni af vörusýningunni miklu í Leipzig, gaf Kurt Gregor, ut- anríkisráðherra þýzka alþýðulýðveldisins, mjög athygl- isverða yfirlýsingu. Ráðherrann sagði m. a.: „Þýzka alþýðulýðveldið hefur áhuga á því að auka innflutning sinn frá vesturevrópiskum löndum um 4150 milljónir kr. árlega. Vér höfum eiiikum áhuga á því að auka innflutning á fleski frá Vestur-Evrópu um 25 þús. tonn árlega, af smjöri og öðru feitmeti um 25 þús. tonn, AF FISKI UM 80 ÞÚS. TONN, af korni — einkum fóðurkomi — um nokkur hundruð þúsund tonn.“ Eins og þegar er kunnugt hafa Austur-Þjóðverjar þeg- ar boðist til að kaupa 7J)ús. tonn af ísvörðum togarafiski til áramóta fyrir 25—30 prósent hærra en mðalverð var í Vestur-Þýzkalandi í fyrra, ef landað er í Hamborg, en 10 prósent betur ef landað er í austurþýzkri höfn og var ís- lenzk nefnd send til Berlínar fyrir nokkrum vikum til að ganga frá þeim viðskiptum, eftir að sósíalistamir, þeir Lúðvík Jósepsson og Ársæll Sigurðsson, höfðu látið ríkisstjóminni og EÍB í té skýrslu um þessa nýju mark- aðsmöguleika. En nú er ljóst af fyrrgreindri yfirlýsingu utanríkis- verzlunarráðherra þýzka alþýðulýðveldisins að mögu- leikar em á að stórauka fiskútflutning til Austur-Þjóð- verja. Hitt er svo annað mál, hvort ríkisstjómin notar þá möguleika, úr því mun reynslan skera. Máske kýs hún heldur, af pólitískum ástæðum, að selja hinni hálfnaz- istisku stjóm í Bonn fiskinn fyrir smánarverð, eins og hún hefur gert að undanfömu. 'lHIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIUIIIllllllllllllllimilHHIIU

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.