Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 1
vERRfliimBURinn XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 1. október 1954 32. tbl. GERIST ASKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu áramóta. — Síminn er 1516. Úfgerðarfélag Akureyringa U. ákveður að auka hlutafé sitt um 1.5 miljjón kr. vegna væntanlegrar hraðfrystihússbyggingar Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. hefur nú ákveðið að nota sér heimild þá, sem aðal- fundur félagsins á sl. vori gaf stjórninni til þess að auka hluta- fé þess um eina og hálfa milljón króna, upp f 4 milljónir, með til- liti til væntanlegrar byggingar hraðfrystihúss. Óskar stjórnin eftir því að þeir sem vilja kaupa hlutabréf láti skrá sig sem fyrst á skrifstofu félagsins. Eins og kunnugt er á Akureyr- arbær nú helming hlutafjárins og má að óreyndu telja líklegt að bæjarstjórn samþykki að halda þeim eignarhlut sínum í félaginu og muni því kaupa helming hiima nýju hlutabréfa. Eftir yrðu þá hlutabréf fyrir 750 þús. kr. og ættu þeim mörgu fyrirtækjum og einstaklingum, sem hafa mjög arðvænleg, bein og óbein, við- skipti við útgerðarfélagið, ekki að verða skotaskuld úr því að kaupa hluti fyrir verulegan hluta þeirr- ar upphæðar. Á þetta ekki sízt við um Kaupfélag Eyfirðinga, en það átti upphafl. 1/5 hluta í félaginu. Þá þarf ekki að efa að almenn- ingur muni nú ekki síður en áður leggja að sér til þess að kaupa marga hluti í félaginu, til þess að gera því kleyft að hrinda þessu stærsta og þýðingarmesta verk- efni þess í framkvæmd. Mega menn nú gjarna minnast þess, að það voru ekki sízt hinir mörgu Fulltrúalisti vinstri manna sjálfkjörinn í Iðju Framboðsfrestur til fulltrúa- kjörs á 24. þing ASÍ í Iðju, félagi verksmiðjufólks, var útrunninn kl. 12 á hádegi í fyrradag. Kom aðeins fram einn listi, borinn fram af alþýðuflokksmönnum og sósíalistum, í samræmi við áður gert samkomulag þeirra utn full- trúakjör í félögunum hér. Er sá listi því sjálfkjörinn. Listann skipa sem aðalmenn: Hjörleifur Hafliðason, Jón Ingimarsson, Kristján Larsen; Konráð Sigurðsson. Ný trjá- og gróðursetningarvél, sem hefur verið smíðuð í Sovét- rfkjunum lítur út eins og geysi- stór spíralbor. Hún grefur holur, sem eru 1 m. í þvermál og 80 cm. á dýpt. Þessar vélar á að nota á samyrkjubúunum og við að gróð- ursetja tré og runna í borgunum. smáhlutir félítilla alþýðumanna, sem gerðu stofnun Ú. A. mögu- lega í upphafi. Þrátt fyrir þessa ákvörðun stjórnar Ú A. mun enn allt vera í óvissu um lán til byggingarinn- ar, en það er engum vafa bundið að gangi hlutafjársöfnunin vel verður mun erfiðara fyrir stjórn- arvöldin og lánsfjárstofnanirnar, sem lúta stjórn þeirra, að synja Akureyringum um aðstoð. Ef bæjarbúar leggjast á eitt um hlutafjársöfnunina er mikilvæg- um áfanga náð og því ber öllum, sem bera hag og atvinnumögu- leika bæjarbúa fyrir brjósti að vinna kappsamléga að því að hún takist sem bezt. Verkalýðslélögin sýna í orSi og verki vilja sinn til þess aS útrýma áhrilum afturhaldsins á næsfa AlþýSusam Metsala hjá Svalbak Svalbakur seldi í Þýzkalandi í fyrradag 229 tonn fyrir ítæp 118 þús. mörk. Aflinn var aðallega karfi veiddur á Jónsmiðum við Grænland. Þessi sala Svalbaks er hæsta Þýzkalandssala á þessu ári og ein þeirra fáu, sem er það hár að nokkrar horfur séu á hagnaði. — Hafa aðeins tveir togarar áður náð 100 þús. marka sölu á þessu liausti. Voru það Jón Þorláksson 3g Kaldbakur. Berk! avarnanfagurinn er á sunnudaoinn Fjölbreytt hátíðahöld verða hér í bænum. Allur ágóði af merkjasölu og skemmtunum hér í bæ rennur til vinnustofanna á Kristneshæli Berklavarnardagurinn — fjár- öflunar- og kynningardagur Sambands íslenzkra berkla- sjúklinga — verður á sunnudag- inn. Er það nú orðin föst venja að fyrsti sunnudagur októbermán- aðar sé helgaður þessum málefn- um. Að þessu sinni verður, eins og að venju, merkjasala um land allt og blað SIBS, Reykjalundur, verður selt. Er blaðið mjög myndarlega úr garði gert og hið fjölbreyttasta að efni. I stærri kaupstöðum og bæjum verða samkomur og skemmtanir. Hér á Akureyri verða skemmtan- ir í Varðborg og í Alþýðuhúsinu, bæði á laugardag- og sunnudags- kvöld. Verða þar dansleikir og syngja Öskubuskur úr Reykjavík með hljómsveitunum. Þá hafa samtök berklasjúklinga einnig sýningar í báðum bíóunum og verða þar sýndar kvikmyndir. Það eru Berklavörn á Akur- eyri og Sjálfsvörn í Kristneshæli, sem gangast fyrir samkomum og fjáröflunum berklavarnardagsins hér í bæ og rennur allur ágóði af þeim til vinnustofu SÍBS að Kristneshæli. í viðtali sem forrfáðamenn berklavarnarsamtakanna hér áttu við blaðamenn nú í vikunni bentu þeir á að vinnustofurnar í Krist- nesi hefðu mjög mikilvægu hlut- Frumkvæði forustumanna verkalýðsfélaganna á Akureyri um samstarf hlýtur hvarvetna drengi- legan stuðning, nema í málgögnum ríkisstjórnar- innar og í Alþýðublaðinu verki að gegna. Bæði vegna þess að hófleg vinna sjúklinga styddi mjög að hraðari bata og einnig gerðu vinnustofurnar sitt til þess að sjúklingarnir færu síður óvið- búnir og án fulls vinnuþreks út í atvinnulífið, þar sem þeir, oft á tíðum, yrðu að sæta vinnu, sem þeir þyldu ekki. Einnig bæri nokk uð á því að sjúklingar héðan úr bæ og héraði vildu síður leite suður til Reykjalundar, ef kost- ur .væri hliðstæðrar aðstöðu hér heima. \ SÍBS rekur vinnustofurnar í Kristneshæli^ en fjár til reksturs þeirra hefur eingöngu verið aflað hér um slóðir. Þó hefur sam- bandið lagt um 100 þúsund krón- ur til byggingar hjá Kristneshæli. sem nú er um það bil að rísa af grunni. Er það bústaður umsjón- armanns og forstöðukonu vinnu- stofanna, en önnur húsakynni eru Iögð fram af heilsuhælinu. Rekstur vinnustofanna að Kristnesi hefur gengið mjög að óskum. Voru á sl. ári unnar um 10 þúsun vinnustundir og greidd laun um 80 þús. kr. Vinnutími sjúklinganna, sem þar unnu var frá einni og upp í þrjár klst. á dag. Framleiddar er ýmiss kon- ar húsgögn og aðrir smíðisgripir úr tré, og bindilykkjur fyrir járn- lagnir á vinnustofu karla, en að- (Framhald á 4. siðu). Síðustu daga og vikur hefur 'comið berlegar í ljós en nokkru sinni áður hve alþýðan í landinu er orðin langþreytt á sundrungu vinstri aflanna og þeim áhrifum afturhalds og atvinnurekenda. sem í skjóli hennar hafa náð að eflast til valda innan Alþýðu- sambandsins til óútreiknanlegs ójóns fyrir hagsmuni verkalýðs- ítéttarinnar. Það féll í hlut verkalýðsins á Akureyri að verða fyrstur til að móta vilja sinn til samstarfs og stéttarlegrar eining- ar í verki, en síðan hefur hvert verkalýðsfélagið af öðru fylkt sér undir merki einingarinnar og með orðum og athöfnum boðað 3tórsókn alþýðustéttarinnar fyrir hagsmimamálum sínum. Alþýðusambandskosningarnar standa nú sem hæst og hefur aft- urhaldið og atvinnurekendaþjón- arnir farið hinar mestu hrakfarir bað sem af er og munu þó fleiri á aftir fara. Þróttur á SiglufirðL 1 síðasta blaði var getið sam- þykktar Þróttar á Siglufirði, þar sem fagnað var samstarfiinu á Akureyri og skorað á öll verka- lýðsfélög að kjósa þá eina á þing Alþýðusambandsms, sem þekkt- ir væru að samstarfs- og samein- ingarvilja. í Þrótti hefur orðið fullt samkomulag um fulltrúa- kjör. Bjarmi — ASB. I Verkalýðs- og sjómannafélag- inu Bjarmi á Stokkseyri fór fram kosning á Alþýðusambandsþing sl. sunnudag og höfðu Alþýðu- flokksmenn og sósíalistar sam- vinnu um fulltrúakjorið. Félagið gerði janframt samþykkt, þar sem tíðindunum frá Akureyri var fagnað og skorað var á fylgjehd- ur verkalýðsflokkanna „að láta fordæmið frá Akureyri vérða leiðarvísi í þeim kosningum, sem nú fara fram til þings Alþýðu- sambandsins." í ASB í Reykjavík var ein- róma gerð samþykkt, þar sem fulltrúum félagsins var falið að (Framhald á 4. síðu). ¦¦»»»****»********»»*»»»***»>»>* - Verkakvennafélagið Erning 5 i heldur félagsfund á sumin- daginn kl. 4 síðdegis í Verka- Einingarfundur á sunnudaginn lýðshúsinu. Verða þar kosnir 5 ¦; fulltrúar félagsins á Alþýðu- 5 ; sambandsþing, 3 að tölu. Rætt I ' verður um vetrarstarfið og \ formaður félagsins, Elísabet! Siríksdóttir, segir ferðasögu, ; af för sinni til Sovétríkjanna nú í sumar. Eru félagskonur hvattar til ; að f jölmenna á fundinn. ^»»»»»»*»»»****»*»»*»»»»»*»»»»J ¦ ******* »*# » » ### »**»**»****##^ •* i Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar og vinnuveitendur hafa samið um kaup- hækkun í sements- vinnu i| Kaupið verður 18.09 i('á klst. var áður 15.15 ji ;> Áður hefur verið skýrt frá;> ;|því hér í blaðinu að Verka ;! mannafé'agið Dagsbrún hcfur!; 1; fyrir nokkum vikum fcngið !; !; kaup verkamanna hækkað við !| !; cementsvinnu úr kr. 15,15,;; i niiðað við núgildandi vísitölu, > upp í kr. 18,09. Náðust þessir | samningar ef tir að verkamenn ! ; við Rcykjavíkurhöfn höfðu ! !; [agt niður vinnu við tvö > mentsskip. Stjóni Verkamannafélagsins hcr hefur að undanförnu unn- ið að því að fá samningunum við atvinnurekcndur breytt til samræmis við Dagsbrúnar- samninga i þessu efni og hefur ; það nú tekizt. Og hefur breyt- ; ing þessi verið undirrituð af< !; Kaupfélagi Eyfirðinga, Vinnu- ;; veitendafélagi Akureyrar og ; ;; Akureyrarbæ. Kauphækkunin gildir við \ uppskipun og framskipun se- «, ments, móttöku í geymsluhúsi j og samfellda vinnu við af-' !; hendingu úr pakkhúsi og við ! !; mælingu sements í hrærivél. ^»#»»»#»»»»»»»»»#*»#»»»»»»»»»» se-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.