Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. október 1954 Kjötverð hækkar enn til neytenda Um sl. helgi ákváðu stjórnarvöldin loks baustverð á kjöti og öðrum sláturafurðum. eftir að hafa í nær hálfan mánuð framið það lagabrot að selja kjöt á sumarverði. Með hinni nýju verðlagningu er enn haldið áfram á dýrtíðarbrautinni og kjötið yfirleitt hækkað um 1 kr. kg. Launþegar fá þó engar vísitölubætur fyrir þessa hækkun fyrr en í desember. Ekki mun nema hverfandi lítill hluti af hækkuninni raimverulega fara í vasa bændanna sjálfra, heldur fer mestur hlutinn til milliliðanna. Heildsöluverð á I. flokks kindakjöti er 16.96 kr. hvert kg., en þegar fyrsta flokks kjöt er selt í smásölu út úr búð- unum eru verðflokkamir fimm! Er þessu svo haganlega fyrir komið, að það mun vera um helmingur hvers kjötskrokks sem kaupmenn geta lagt á um eða yfir 30%. Auðvitað fórna allir kjötkaup- menn höndum ef nefnt er orðið álagnng, því að þeir segja að það sé svo mikil „áhætta“ að verzla með kjöt. Mun láta nærri að fjórði hver kjötskrokkur sem framleiddur er í landinu fari til þess að greiða þá „áhættuþókn- un“. Haustverð á kindakjöti er sem hér segir (svigatölumar verðið í fyrra): Smásöluverð: I. flokkur: Súpukjör kr. 20.00 kg. (19.00) Heillæri — 22.60 — Sneidd læri — 24.75 — Hryggir — 23.20 — Kótelettur — 24.75 — (Framhald af 1. síðu). vinna að því öllum árum, að í stjóm heildarsamtakanna verði valdir menn, sem starfa vilja í anda samkomulagsins á Akur- eyri. Félag járniðnaðarmanna. í Félagi jámiðnaðarmanna hafa kosningar undanfarin ár verið mjög tvísýnar milli íhalds- ins og sameiningarmanna. Oftast munað 3—4 atkvæðum á annan hvom veg. Nú hlutu sameining- armenn 149 atkvæði en íhaldslist- inn 112 atkvæði, þrátt fyrir ofsa- legan áróður allra málgagna rík- isstjórnarinnar í höfuðstaðnum og eindreginn stuðning Alþýðu- blaðsins undir stjóm Haraldar Guðmundssonar. Liét hann það verða sitt fyrsta verk sem for- maður Alþýðuflokksins og ábyrgðannaður Alþýðublaðsins, að eggja jámiðnaðarmenn lög- eggjan að kjósa íhaldserindrek- ann Sigurjón Jónsson og félaga hans. Jámiðnaðarmenn svömðu þessari eggjan svo að lengi verður munað. Vestmannaeyjar. 1 Sjómananfélaginu Jötni og Verkakvennafélaginu Snót urðu sameiningarmenn sjálfkjömir. II. f 1 o k k u r : Súpukjöt kr. 17.10 kg. (16.05 III. f 1 o k k u r : Súpukjöt kr. 16.20 kg. (15.20) VI flokkur: Súpukjöt kr. 13.10 kg. (12.25) (í þessum flokki er hækkunin minnst, aðeins 85 aurar, en í V. fL telzt kjöt af gamalám — en niðurskurði er nú lokið! Annars skiptir það neytendur í bæjunum ekki miklu í framkvæmd, hve gæðaflokkamir eru margir, því að kaupmenn hafa vitanlega ekki á boðstólum nema I. flokk, þótt þeir borgi bændunum fyrir kjötið eftir 4 gæðaflokkum). Smásöluverð á saltkjöti hækk- ar úr kr. 19.50 í kr. 20.50 kg. Sláturfjárafurðir: Lifur, hjörtu ným kr. 15.60 kg. (15.90) Mör — 18.90 — (18.90) Tólg — 23.25 — (22.25) Hausar, sv. — 18.90 — (19.25) Blóð — 2.00 — ( 2.00) Vambir — 2.50 — ( 2.60) Þind og hálsæðar — 8.00 — Heilsl. með ósv. haus — 31.00 — (29.00) Heilsl. með sv. haus — 33.00 — (31.00) Alþýðusamband Vestfjarða. Alþýðusamband Vestfjarða hélt þing sitt 26.—27. þ. m. Beindi þingið þeirri eindregnu áskorim til verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum, að kjósa ekki þá menn á Alþýðusambandsþing, sem eiga samstöðu með atvinnurekendum. Taldi þingið að innri deilur hafi þegar valdið verkalýðssamtökun- um miklu tjóni og dregið úr bar- áttuþreki þeirra og lagði áherzlu á að allir meðlimir verkalýðsfé- laganna vinni að því að auka stéttarlegan og pólitískan við- námsþrótt samtakanna. Þingið samþykkti einróma þakkir og traust til Hannibals Valdimarssonar, sem vmdanfarin ár hefur veri ðforseti sambands- ins. Má vænta þess að Vestfirðingar reynist sterkir stuðningsmenn einingarinnar á þingi Alþýðu- sambandsins. Hlíf í Hafnarfirði. Þar hefur orðið fullt samkomu- lag um fulltrúakjör og er nær fullvíst að samstarfslistinn verður sjálfkjörinn þar. Dagsbrún. Dagsbrún kaus fulltrúa á Al- þýðuasmabandsþing í gærkvöldi. Hefur blaðið ekki fregnir af fundi - Berklavarnar- dagurinn (Framhald af 1. síðu). allega kvenkjólar á vinnustofu kvenna. Hefur framleiðslan selzt jafnóðum, og þó aldrei betur en á yfirstandandi ári. Hefur mest verið unnið eftir fyrirfram pönt- unum nú um skeið. Samtök berklasjúklinga hafa frá því að þau voru stofnuð unnið þjóðnytjastarf, sem vakið hefur aðdáun, ekki aðeins innanlands, heldur einnig langt út fyrir land- steinana. Ekki hafa þau einasta unnið stórfellda sigra í baráttu sinni við að stöðva framsókn hins válega sjúkdóms, heldur hafa þau einnig og jafnframt skapað þjóð- inni stórfelld, fjárhagsleg verð- mæti, með því að gera þeim, sem um stundarsakir eða til lang- frama, hafa haft skerta starfs- orku af völdum berklaveikinnar, kleyft að leggja sitt af mörkum til þess að framfleyta þjóðinni. Með starfsemi sinni hafa samtök- in einnig vísað veginn, sem án efa verður farinn fyrr eða síðar til þess að leysa vanda hinna fjöl- mörgu öryrkja, sem nú eru oft á tíðum útilokaðir frá allri þátttöku í störfum vinnandi manna, en hafa þó margir hverjir bæði vilja og getu til þess að verða virkir þjóðfélagsþegnar^ ef þeim væri gerður kostur á hæfilegum verk- efnum í líkingu við þau sem SlBS hefur veitt skjólstæðignum sínum að Reykjalundi. Störf SÍBS hafa að verðleikum notið óskiptra vinsælda og stuðn- ings allra landsmanna, en nokk- ur önnur félagsleg og menning- arleg starfsemi á síðari árum. Er þess full von að þess sjái stað á berklavarnardaginn, að þær vin- sældir og sá stuðningur séu nú engu minni en áður og að al- menningur leggist allur á eitt um að dagurinn verði fjárhagsleg lyftistöng fyrir samtök berkla- sjúklinga og störf þeirra. Frá Amtsbókasafninu. Safnið verður opnað til útlána laugard. 2. okt. næstk. Framvegis veiður opið til útlána þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 4—7 e. h. Lesstofan opin alla virka daga á sama tíma. félagsins^ en ekki þarf að efa að sameiningarmenn hafa verið kosnir þar, sennilega gagnsókn- arlaust. Iðja í Reykjavík. Þar urðu sameiningarmenn sjálfkjörnir á fjölmennum félags- fundi. Afturhaldið óttaslegið. Sú alda, sem nú er að rísa með- al verkalýðsins, sá eindregni vilji, sem hann sýnir æ betur með hverjum degi til þess að gera samtök sín megnug þess að stand- ast hverja árás afturhaldsins og hefja sókn í hagsmunabaráttu sinni, veldur að sjálfsögðu kvíða og örvæntingu í herbúðum and- stæðinganna og má sjá þess glögg merki í málgögnum þeirra um þessar mundir. Leikfélag Akureyrar hefur nú ákveðið næstu viðfangsefni sín. Eru þau að setja upp óperettuna Meyjaskemman eftir Schubert Berte og barnaleikritið Hans og Gréta. Annast Ágúst Kvaran leikstjórn óperettunnar en Sig- urður Kristjánsson bamaleikrits- ins. Eru æfingar þegar hafnar og gert er ráð fyrir að frumsýning óperettunnar verði í lok október- mánaðar en bamaleikritsins fyrir jól. Meyjaskemman er fyrsta óper- ettan sem Leikfélag Akureyrar setur á svið og mun það hafa kostað mikinn undirbúning að koma undirbúningi hennar í framkvæmd, m. a. vegna þess að selló- og fiðluleikarar eru ekki tiltækir hér í bænum, en sá vandi hefur verið leystur með samstarfi við Tónlistarskólann og Hótel KEA, sem í félagsskap við Leik- 4c HJÓNABAND. Ungfrú Helga Ingóflsdóttir (Erlendssonar skó smiðs) og Snæbjöm Jónsson, kennari við Vélsjóraskólann. félagið hafa ráðið hingáð norskan fiðluleikara. í Meýjaskemmunni kemur fram margt af beztu söngkröftum bæj- arins, bæði karlar og konur, en sönghlutverkin eru alls um 21. Frá Barnaverndarfélagi Akureyrar Nýlega leitaði Bamavemdar- félagið eftir því, hvort grund- völlur væri fyrir upptökuheimilí hér í bænum í vetur. Reyndist eftirspum til að koma börnum á slíkt heimili svo lítil, að ekki þótti fært að stofna það. Hins vegar mun félagið taka til athug- unar, hvort unnt reynist í náinni framtíð að starfrækja hér leik- skóla eða dagheimili að vetrin- umt en enn vantar húsnæði fyrir slíka starfsemi og annan nauð- synlegan undirbúning. En stjóm félagsins mun halda því máli vakandi, þó að tæplega sé að bú- ast við, að þessi starfsemi komist á fót í vetur. Opnum haflðdeild UM HELGINA Enskir og amerískir hattar. Mikið úr\ral. MARKAÐURINN Geislagötu 5. TILKYNNING Bæjarstjórn hefir samþykkt að allir skúrar og geymslu- braggar, sem engin lóðarréttindi fylgja, á svæðinu beggja megin Glerárgötu, vestur að gamla vélalæknum, eigi að flytjast burtu fyrir 1. nóv. n. k., en íbúðarbraggar á sama svæði, fyrir 1. júní næsta ár. Akureyri, 30. september 1954. BÆJARSTJÓRI. AUGLÝSING UM INNSIGLUN ÚTVARPSTÆKJA Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglugerðar Ríkisútvarpsins munu innheimtumenn útvarpsins taka úr notkun að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, viðtæki þeirra manna, er eigi hafa greitt afnotagjöld sín. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli aftur, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 23. september 1954. Alþýðusambandskosningamar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.