Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.10.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.10.1954, Blaðsíða 1
vERKeinrouRinii XXXVH. árg. Akureyri, föstudaginn 15. október 1954 34. tbl. GERIST ASKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupendur fá blao'ið ókeypis til næstu áramóta. — Síminn er 1516. Við Norðurskaut Tvær stöðvar sovétvísinda- manna hafa að undanförnu verið að starfi í rekísnum nálægt Norðurheimskautinu. Eru stöðv- arnar búnar öllum hugsanlegum rannsóknartækjum, sem komið er fyrir í meðfærilegum tjöldum og byrgjum. Tjaldbúðirnar eru hitaðar með kolum og fljótandi gasi. Vísindamennirnir hafa full- komið samband við heimaland sitt með útvarpi og loftskeytum og til þeirra eru fastar flugferðir, er færa þeim póst og nauðsynjar. Myndin sýnir leiðangursmenn að kvöldverði í „borðsal" sínum. Fyrir enda borðsins er Tresnikov, foringi leiðanursins. Báfakvíin svarar ekki þörfum smábátaeigenda Brýn þörf á að hún verði stækkuð Hér í bænum munu vera um 70 menn, sem eiga smábáta, trill- ur og árabáta, og stunda veiðar á þeim, ýmist sem aukastarf eða aðalstarf, nokkra tíma úr árinu. Meðal þessara manna er vaxandi óánægja yfir þeirri aðstöðu, sem þessi atvinnugrein á við að búa. í smábátakvínni, eins og hún er nú úr garði gerð, eru þrengsli mikil, svo að oft má teljast ógern- ingur að hreyfa bátana út og inn, og iðulega geta þeir, sem þó hafa tryggt sér afnot af bryggju og dokkarplássi með samningi við hafnarnefnd, hvorugs notið vegna þrengsla. Aðeins 14 lóðum fyrir nauðsyn- legar skúrbyggingar fyrir veiðar- færi og annað, sem tilheyrir út- gerð bátanna, hefur verið úthlut- að, og ekki rúm fyrir fleiri nema kvíin verði stækkuð. Stofnfundur iðnnema- félags á sunnudaginn Iðnncmasamband íslands boð- ar til fundar með iðnnemum hér í bænum næstk, sunnudag kL 2 í Verkalýðshúsinu í þeim tilgangi að stofna með þeim félag, en iðnnemafélög eru nú starfandi í flestum stærri bæj- um landsins. Fulltrúi frá stjórn Iðnnema- sambandsins mætir á fundúi- um. Ættu iðnnemar að f jölmenna á fundinn og fara þannig myndarlega af stað með félags- stofnun sína. Þá er innsiglingin í kvína einn- ig allt of grunn, svo að vandræði eru að. Vitamálaskrifstofan hefur fyr- ir nokkru gert nýjan uppdrátt að smábátakvínni, og er þar gert ráð fyrir nokkurri stækkun. Hafa eigendur smábátanna nú í hyggju að snúa sér til hafnarnefndar og bæjarstjórnar og fara þess fast- lega á leit, að nú þegar verði gerð gangskör að því að skapa þeim viðunandi starfsskilyrði. Fulltrúar Bílstjóra- félagsins í Bílstjórafélagi Akureyrar urðu þeir Jón Rögnvaldsson og Höskuldur Helgason sjálfkjömir sem aðalfulltrúar félagsins á Al- þýðusambandsþingi og varafull- trúar þeir Bjarni Kristinsson og Garðar Svanlaugsson. Sjómannafélag Akureyrar hélt félagsfund í gærkvöldi og fór þar fram fulltrúakjör á 24. þing ASÍ. Kjörnir voru einróma aðalfulltrúar þeir Tryggvi Helga- son og Lórenz Halldórsson. Vara- fulltrúar eru: Magnús Ólason og Jón Árnason. Vélar til hraðfrystihússins fáanlegar með hagstæð- um lánskjörum í Á.-Þýáalandi Einar Olgeirsson formaður Sósíalistaflokksins er fyrir nokkru kominn heim úr ferða lagi til Sovétríkjanna og Aust- ur-Þýzkalands. — í Austur- Þýzkalandi kynnti hann sér möguleika á vélakaupum og lánum, þeim viðkomandi, til bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, en hún hefur ákveðið að reisa fiskiðjuver með braðfrysti- húsi fyrir togara sína. Báru at- huganir Einars þann árangur, að hann telur fullvíst að unnt sé, bæði fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Útgerðarfé- lag Akureyringa h.f., að fá all- ar nauðsynlegar vélar til fyrir- hugaðra frystihúsa sinna smíð- aðar í Austur-Þýzkalandi og jafnframt að fá þar samsvar- andi lán fyrir öllu kaupverði þeirra til 3—5 ára með 4% vöxtum. Verði andvirði vél- anna greitt með afurðum frá fyrirtækjunum og þá senni- lega gerðir sölusamningar á þeim til jafnlangs tíma. í sl. viku fór Tryggvi Helga- son, bæjarfulltrúi, á fund for- stjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. og skýrði honum frá þessum athugunum Einars og mun málið nú vera í athug- un fojá stjórn félagsins og for- stjóra þess. Þriðji hluti kostnaðar. í áætlunum þeim, sem Gísli Verði greiddar með afurðum fyrirtækisins á 3-5 árum. Hægt að tryggja afurðasölusamninga til lengri tíma en áður hefur þekkst Einar Olgeirsson. Hermannsson, verkfræðingur, gerði á sl. vori, er gert ráð fyr- ir að hraðfrystihúsið uppkom- ið kosti 3,2 millj. kr. og var þá gert ráð fyrir 8 tonna afköst- um (flökum) á 12 tímum. — Síðan hefur verið ákveðið að staðsetja húsið annars staðar og auka afköst þess í 20 tonn á 12 klst. Kostnaðarverð hússins, eins og það er nú fyrirhugað, mun því verða ca. 4,5 millj. kr. Hæsfu fjárlög í sögu Alþingis Skattar og tollar hækka um 57 milljónir kr. Rekstrarafgangur áætlaður 62.7 milljónir kr. * AKUREYRARKIRKJA. Séra Stefán Eggertsson messar í Ak- ureyrarkirkju kl. 8.30 í kvöld. Alþingi var sett sl. laugardag og lagði ríkisstjómin fram fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1955 samdægurs sem fyrsta mál þings- ins. Hækka fjárlögin mikið frá fyrra ári, eða um nær 68 milljón- ir kr. á rekstursreikningi og um 67 milljónir í sjóðsyfirliti, og eru því hæstu fjárlög, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi, og eiga þau þó vafalaust eftir að hækka í meðförum þingsins svo sem venja er til. Aðaltekjustofn ríkisins, skattar og tollar, hækkar úr rúmum 325 milrjónum í rúmar 382 milliónir eða um 57 milljónir. Tekjur af rekstri ríkisstofnana hækka hins vegar úr 95,7 milljónum í 106,3 milljónir eða um 110,6 milljónir. Gjöld ríkíssjóðs. Helztu gjaldaliðir ríikssjóðs eru: Vextir 4 milljónir; alþingis- kostnaður og yfirskoðun ríkis- reikninga 4,5 milljónir; til ríkis- stjómarinnar 15 milljónir og hækkar um eina milljón; dóm- gæzla og lögreglustjórn, opinbert eftuiit, kostnaður vegna inn- heimtu tolla og skatta og sameig- inlegur kostnaður við embættis- rekstur 43 milljónir og hækkar um 3,3 milljónir; læknaskipun og heilbrigðismál 31 milljón og hækkar um 2 milljónir; vegamál, samgöngur, vitamál og hafnar- gerðinr og flugmál 70,5 milljónir og hækkar um 11,5 milljónir; kirkju- og kennslumál 72 millj. og hækkar um 7,5 milljónir; söfn, bókaútgáfa, listastarfsemi og rannsóknir í opinbera þágu 11,5 milljónir og hækka rum hálfa milljón; atvinnumál 58 milljónir og hækkar um 3 milljónir; félags- mál 58 milljónir og hækkar um 6,5 milljónir, og óviss útgjöld 51 milljón og hækkar um 6 milljónir. Rekstrarafgarjgur í ár er áætlað- ur 62,7 milljónir, en var áætlaður 38 milljónir á fjárlagafrumvarp- inu í fyrra. og er um þriðji hluti þeirrar upphæðar verð véla. Ef lán fengist því fyrir öll- um vélum til hússins og hluta- fjársöfnunin gengi viðunan- lega væri lánsfjárþörfin til byggingar hússins því leyst að 2/3 hlutum og er útilokað að innlendum lánsfjárstofnunum væri þá lengur stætt á því að synja um aðstoð fyrir því, sem á vantaði. Reynist því þeir möguleik- ar, sem hér eru fyrir hendi, jafn aðgengilegir, við nánari athugun, sem allar líkur og vonir benda til, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hafizt yrði ihanda um bygg- ingu hússins. Samningar til langs tíma. í sambandi við athuganir Einars Olgeirssonar er það mjög athyglisvert að Austur- Þjóðverjar vilja gera samninga um kaup á afurðum ísl. hrað- frystihúsa til lengri tíma en nokkru sinni hefur þekkzt um sölu afurða héðan. Sýnir það Ijóslega að markaðirnir í al- þýðulýðveldunum og Sovét- ríkjunum eru stöðugri og ábyggilegri til frambúðar en ýmsir hafa viljað viðurkenna og afsannar þær fullyrðingar að rekstur hraðfrystihúsa með togara sem hráefnisgjafa sé ótryggari en aðrar vinnslu- og söluaðferðir sjávarafurða. i Þvert á móti benda allar stað- I reyndir til þess að hraðfrysting J fisksins sé einmitt öruggasta leiðin til þess að tryggja ótæm- andi markaðsmöguleika og ör- uggan rekstur togaraflotans. Lánsmöguleikar víðar fyrir hendi. Blaðið hefur fregnað, að bæjarstjórnHafnarfjarðar hafi einnig til athugunar að taka lán í Danmörku til byggingar fiskiðjuvers síns og séu nokkr- ar horfur á að það sé fáanlegt. Þar mun að vísu ekki vera um að ræða jafn hagstæð vaxta- kjör eins og í Austur-Þýzka- landi, en möguleikar taldir á að fá þar stærra lán. Benda þessar fregnir til þess að lánsfjármöguleikar séu víð- ar fyrir hendi en látið hefur verið í veðri vaka, ef fast er eftir leitað.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.