Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.10.1954, Síða 2

Verkamaðurinn - 15.10.1954, Síða 2
2 VERRAMAÐURINN Föstudaginn 15. október 1954 Alþýðulýðveldið Kína fimm ára vERKHtnflÐURinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: lljorv Jónsson, ábyrgðarmJakob Árnason, Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Það er kominn tími til að láta verkin tala Nú nýlega lét einn_stærsti tog- araútgerðarmaður hér á landi svo um mælt, að unnt væri að leysa vanda togaraútgerðarinnar svo að fyllilega væri við unandi, með því einu að gera togaraútgerðinni fært að eignast frystihús og reka þau í sambandi við útgerðina. Þessi ummæli koma fyllilega heim við þá almennu skoðun, sem styðst við reynzlu útgerðarinnar, að veiðar fyrir frystihúsin séu nú langsamlega hagkvæmasti rekst- ur togaranna, enda sttmdaðar um þessar mimdir af öllum þeim tog- urum, sem nokkra aðstöðu hafa til þess að koma afla sínum til þeirrar vinnslu. Veiðamar nú í haust fyrir þýzka markaðinn hafa verið reknar með stórfelldu tapi, sem numið hefur oft á tíðum 50—100 þúsund kr. í hverri veiðiferð og þær söiuferðir, sem hafa svarað kostnaði er hægt að telja á fingr- mn sér, enda þessi markaður skoðaður sem neyðarbrauð þeirra, sem í engin önnur hús hafa að venda. Á sama tíma og sölumar í býzkalandi gefa 300—400 þús- und krónur í veiðiferð brúttó og útgerðin verður að greiða 1/5 þeirrar upphæðar í tolla og umboðslaun, em brúttó- tekjur togaranna, sem veiða fyrir frystihúsin 600—800 þús- und krónur á mánuði án nokk- urra tolla eða umboðslauna. Þegar svo er komið gefur það auga leið, að sá aðstöðumunur, sem orðinn er fyrir Akureyrar- togaranna og þá togara, sem að- gang eiga að frystihúsum, er orð- inn svo gífurlegur, að við slíkt verður ekki unað, og hlýtur enda að ríða togaraútgerðinni hér að fullu, ef ekki fæst úr bætt hið bráðasta. Togaramir hér hafa ekki einasta neyðst til þess að sæta þýzka markaðinum, af því að þeir hafa ekki aðgang að frystihúsum, heldur hefur það einnig komið til að ís hefur verið ófáanlegur hér um margra vikna skeið, meðan frystihús KEA sinn- ir eingöngu kjötafurðimum í sambandi við sauðfjárslátrunina og hafa togararnir því ekki getað notað, hentúgasta tímann til veiða í skreið. Hefur einnig svo verið að undanförnu. að ís hefur hvergi verið fáanlegur hérlendis ncma e. t. v. í Reykjavík, og því ekki um annað að gera en að sækja hann alla leið til Þýzka- lands eða stöðva skipin ella. Séð frá sjónarhóli útgerðarinn- ar einnar er bygging hraðfrysti- hússins því orðin með öllu óhjá- kvæmileg og það fyrir löngu. Út- gerðin hefur án alls vafa þegar beðið milljónatjón af þeirri tregðu og vantrú, sem ráðið heíur um þetta mál á uiidanfömum árum. En atvinnan, sem fi-ystihúsið jnundi skapa og sú lífsnauðsyn- lega undirstaða sem það yrði undir afkomu bæjarbúa, er þó jafn þung á metunum og áður. Síðasta hálfan annan áratug- inn er stofnun togaraútgerðar- innar hér og atvinnureksturiim í sambandi við hana eina stóra átakið sem gert hefur verið til eflingar atvinnulífi bæjarins. Allt það verk, sem unnið hefur verið í sambandi við og sem afleiðing togaraútgerðarinnar, er nú í bráðri hættu, ef sporið verður ekki stigið til fuíls og útgerðinni sköpuð skilyrði til allra þeirra þriggja höfuð vinnsluaðferða aflans, sem til- tækilegar eru. í kjölfar frekara aðgerðaleysis hlýtur fólksflótt- inn að magnast og öll afkoma bæjarins og bæjarbúa að þrengjast enn meira en orðið er. Það eru að vlsu til þeir fávitar í bæjarfélaginu, sem telja það ekki illa farið að Akureyri staðni, hvað íbúatölu viðkemur, og lialda að enginn skaði sé skeður þótt verkafólk og iðnaðarmenn þyrp- ist til Suðurnesja, en þeir tilheyra undantekningunum. Allur þorri bæjarbúa gerir sér ljósa grein fyrir því, að því aðeins að bærinn fari vaxandi og geti sífellt tekið við fleiri vinnandi mönnum og skapað þeim lífvæn'ega aívinnu, er uimt að gera sér vonir um við- unandi lífsskilyrði almennings. Þess vegna munu bæjarbúar ekki una aðgerðaleysinu, málþófinu og vífilengjunum um byggingu hraðfrystihússins lengur. Það er kominn tími til að láta verkin tala. Ef bæjarstjórn hefur manndóm í sér til þess að ákveða nú þegar skilyrðislaust að leggja fram helminm hlutafjáraukningar Ú. A. væri unnt að hefja undirbún- ing frystihússbyggingarinnar nú þegar í haust og spara með því verulegan tíma næsta vor og sumar. Verði ekki hafizt handa nú er fullkomin hætta á því, að húsið geti ekki tekið til starfa haustið 1955 og togaraútgcrðin verði þá enn að sæta neyðarkost- Þann 1. þ. m. voru liðin fimm I ár frá því að Mao tse-tung lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Fimm ár eru stuttur i.ími á mælikvarða veraldarsögunnar. Þessi síðustu fimm ár hafa þó fært Kínverjum meiri framfarir á sviðum atvinnulífs, heilbrigðis- mála og menningar, en aldir gerðu áður. Núverandi ríkis- stjórn nýtur meira trausts þjóð- arinnar en flestar eða jafnvel all- ar, sem á undan henni hafa verið, og er þar af leiðandi fastari í sessi heldur en áður hefur þekkzt. í alþjóðaviðskiptum er ríkið þegar orðið stórveldi, sem öll önnur ríki jarðarinnar verða að taka tillit til, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr, enda viður- kennt af öllum nema þeim, sem neita að viðurkenna sögulegar staðreyndir, og kjósa heldur að berja höfðinu við steininn. Hvað hefur svo fyrst og fremst einkennt fimm ára sögu Alþýðu- lýðveldisins Kína? Ef við tökum hvert ár út af fyrir sig, þá er það fyrst og fremst: Fyrsta árið: Tekið var upp stjórnmálasamband við Ráð- stjórnarríkin og önnur alþýðu- lýðveldi, Indland, Burma og fleiri ríki í Evrópu og Asíu. Þann 14. febrúar 1950 var imdirritaður samningurinn við Ráðstjómar- ríkin um gagnkvæma vináttu, hjálp og varnir. 28. júní 1950 Degi órótt. Það kemur greinilega fram í rit- stjórnargrein Dags sl. miðvikudag að blaðið er mjög áhyggjufullt, út af því hve víðtækt samstarf hefur tekizt um undirskriftasöfnunina gegn herverndarsamningnum og hefur blaðið þó mestar áhyggj- urnar út af þátttöku áhrifamanna í Alþýðúflokknum í þeim sam- tökum, „því engum fær það nokkurrar furðu, þótt kommún- istar gangi fremstir í slíkri fylk- ingusegir blaðið og bætir við: „þeir vita gjörla hvað þeir vilja í þessum efnum og haga sér aðeins í fullu samræmi við yfir- lýsta stefnu sína og lífsskoðanir." Já, ljótt er að heyra' En hvað er þó þetta hjá þeim ósköpum að „sjá nöfn ýmissa liðsodda Al- þýðuflokksins skarta á slíku blaði, þ. á. m. nafn ritstjóra flokksblaðs þeirra hér í bæ og fleiri nokkurra áhrifamanna í þeim söfnuði“. Og enn veinar blaðið: „Alþýðuflokkurinn skarst þó á engan hátt úr leik þegai ís- land gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu.. ..“, og að síðustu koma svo ályktunarorðin að þetta „sé skýr vottur þess, hve lítils trausts og halds er að vænta í nokkru máli úr þeirri áttinni eins og sakir standa.“ Einhverja kynni e. t. v. að reka um um sölu afurða sinna og bíði þannig ásamt bæjarbúum svipað tjón eða jafnvel enn meira en þegar er orðið. voru lögin um skiptingu jai'ðar- innar samþykkt, en meginatriði þeirra er að skipta landi léns- herranna í milli bænda. Á einu ári tókst að stöðva verðbólguna og koma vöruverði á fastan grunn og flest iðnaðarfyrirtæki tóku aft- ur til starfa. Annað árið: Meginverkefnið var barátta Kínverja og Kórverja gegn amerísku innrásaherjunum, sem reyndu að yfirbuga kór- versku þjóðina og halda síðan Mao Tsetung. áfram herferðinni inn. i Kína. Fyrstu kínversku sjálfboðalið- arnir í Kóreustyrjöldinni fóru yfir landamærin 25. október 1950 og sameiginlega gerðu þjóðir þessara tveggja landa árásarfyr- minni til þess að einu sinni, nánar til tekið, örfáum dögum áður en „herverndarsamningurinn" var gerður, var það „yfirlýst stefna og lífsskoðun" Dags, studd af ótöldum svardögum, að her- stöðvar á friðartímum yrðu aldrei leyfðar á íslandi. Ritstjóra þess og útgefendur skorti þó allan mann- dóm og atgervi til þess að ;,haga sér í samræmi við yfirlýsta stefnu og lífsskoðun“, en lyppuðust fyr- ir erlendu valdi og hafa síðan skriðið í duftinu fyrir því. Það þarf því engan að undra þótt slík- ir menn fyllist vanmáttarkennd og veini sáran, er þeir sjá aðra hafa þor til þess að fylgja fram sannfæringu sinni eða viður- kenna fyrri yfirsjónir. Sjálfsagt yrði þó Dagsmönnum stórum ó- rórra ef þeir gerðu sér grein fyrir því, að einnig innan Framsóknar- flokksins verða þeir með hverj- um deginum fleiri, sem sjá hve hörmulega þejr hafa verið blekktir og sviknir með hernám- inu og allri framkvæmd þess. Og væru þeir gæddir slíkri framsýni, að þeir skildu að þorri ísienzku þjóðarinnar hlýtur á næstu tím- um að yfirgefa þá „liðsodda“, sem sviku sjálfstæði hennar og frelsi með þátttöku sinni í hernaðar- samtökum erlendra stórvelda, mundi þeirra andlega líðan sennilega verða með þeim hætti að húsbændum þeirra þætti ráð- legast að setja undir þá einka- flugvél til þess að geta komið þeim fyrir á viðeigandi „anstalti" í sínu andlega föðurlandi. K. irætlanir Ameríkana að engu. Haldið var áfram skiptingu jarð- arinnar milli bænda. í maí 1951 náðist samkomulag við Tíbet um sameiningu þess við Kína á full- komlega friðsaman hátt og var þar með lokið að sameina allt landið undir alþýðustjóm. Þriðja árið: Pólitískar og ökonómiskar undirstöður alþýðu- lýðveldisins eru styrktar veru- lega. Kölluð eru saman þing ým- issa starfshópa og tóku þátt í þeim alls 13,6 millj. manna til septemberloka. Mikið starf var unnið gegn tilraunum borgaranna til að grafa undan lýðveldinu og ná í sínar hendur stjórn efna- hagsmála þess. Lokið er skiptingu jarðarinnar meðal bænda. Á þrem árum hafði skapast nauð- synlegur grundvöllur til að byggja á áætlunarbúskap. Fjórða árið: Hafin framkvæmd fyrstu fimm ára áætlunarinnar. f júlí 1953 voru amerísku árásar- seggimir neyddir til að undir- skrifa vopnahléssamninga í Kór- eu og þar með viðurkenna að áætlanir þeirra höfðu farið út um þúfur. Hafnar eru í Kína almenn- ar kosningar til þjóðþings. Fimmta árið: Fyrsta þjóðþing Kína kemur saman og samþykkir nýja stjómarskrá fyrir Alþýðu- lýðveldið Kína. Framkvæmd fimm ára áætlunarinnar gengur að óskum. Alþýðulýðveldið Kína er, með þátttöku sinni í Geneve- ráðstefnunni viðurkennt sem eitt af stórveldum heims, og ferðalög Sjú En-lai til Indlands og Burma sýna vaxandi áhrif þess og tiltrú á alþjóðavettvíingi. Á öllum sviðum þjóðlífs og menningar hafa þessi fimm ár fært kínversku þjóðinni ótrúlega miklar framfarir. Áður mátti heita að vélsmíði væri ekki til í landinu. Nú eru framleiddar þar yfir 1.900 ólíkar gerðir af vélum, þar á meðal verksmiðjuvélar, túrbínur o. s. frv. Farið er að framleiða bíla og fyrsta flugvélin fór reynsluflug fyrir fáum dög- um. Árið 1949 var iðnaðarfram- leiðslan aðeins 17 % af allri fram- leiðslu landsins, en 1953 31%. Hlutur þungaiðnaðarins í allri iðnaðarframleiðslunni jókst frá 1949 til 1952 úr 32,5% í 43,8% o. s. frv. Hungursenyð var áður árleg í Kína, en er nú úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. Árlega eyðilögð- ust geysiverðmæti og fjöldi manna fórust í flóðum. Nú hefur endanlega verið girt fyrir eyð- ingu af þeim sökum. Byrjað er í stórum stíl að beizla orku stór- fljótanna. í menningarlegum efnum hefur geysilegum grettistökum verið lyft. Byggðir hafa verið skólar, sjúkrahús, hvíldarheimili og hressingarhæli í hundraða og þúsunda tali og í lok fimm ára áætlunarinnar eiga að vera til (Framhalff 6 4. síðu). Orðið er laust

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.