Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.10.1954, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 15.10.1954, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 15. október 1954 Þingmál sósíalista: Frumvarpið um uppsögn her- námssamningsins Tólf stunda hvíld togaraháseta verði lögfest - verkamenn fái þriggja vikna orlof Allir þingmenn Sósíalistaflokks- ins í neðri deild Alþingis, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefsson, Sigurðúr Guðnason, Karl Guð- jónsson og Gunnar Jóhannsson flytja á ný „frumvarp til laga um uppsögn vamarsamnings milli Is- lands og Bandaríkjanna og afnám laga um lagagildi hans“. Þrír sósíalistaþingmenn, Sig- urður Guðnason, Einar Olgeirs- son og Gunnar Jóhannssin, lytja enn frumvarpið um lögfestingu á tólf stimda lágmarkshvíld togara- háseta. Þá flytur Gunnar Jóhannsson frumvarp sem Sósíalistaflokkur- inn hefur barizt fyrir á undan- förnum árum um breytingar á orlofslöggjöfinni, en í því felst að orlof verkamanna lengist í þrjár vikur. Vélstjórafél. Akureyrar kaus Eggert Ólafsson sem aðal- fulltrúa á þing Alþýðusambands- ins og Jón M. Ámason varafull- trúa. Kosið var á félagsfundi sl. sunnudag. V erkamannaf élag Glæsibæjarhrepps Þar fór fulltrúakjör fram á fé- lagsfundi sl. sunnudag. Var for- maður félagslns, Ámi Jónsson, kjörinn aðalfulltrúi, en Jónas Jónsson varafulltrúi. Niðurskurður sauðfjár í Hlíð, Hjaltadal Sauðfjársjúkdómanefnd hefur nú ákveðið að slátrað skuli öllu fé á bænum Hlíð í Hjaltadal, en þar hefur orðið vart þurramæði. Slátrun fjárins var framkvæmd sl. laugardag og verða innyfli þess rannsökuð. Að þeirri rann- sókn lokinni Verður tekin ákvörð un um, hvort gera skuli frekari ráðstafanir. Gunnar Jóhannsson og Karl Guðjónsson lytja frumvarp um skattfríðindi sjómanna á íslenzk- um fiskiskipum. - KÍNA (Framhald af 1. síðu). skólar fyrir öll skólaskyld börn í landinu. Framlag ríkisins til menntimar og menningar hefur nær fimmfaldast frá 1950 til 1954. Þannig mætti halda áfram og fylla heila bók, jafnvel margar bækur. Hér var ekki ætlunin að rekja sögu Alþýðulýðveldisins Kína, heldur aðeins minna á, hversu gífurlegar framfarir þar hafa orðið á aðeins fáum árum, en það gefur auga leið hversu af- gerandi þátt þetta mikla ríki, sem hefur innan sinna landamæra fjórðungs alls mannkyns, kemur til með að hafa á gang mála í ver- öldinni. Fimm ápa saga Alþýðulýðveld- isins Kína sýnir einnig og sannar hversu fjarri veruleikanum hug- myndir þeirra manna eru, sem láta sig dreyma um að gera land- ið aftur að hálfnýlendu auðvalds- landanna, og einnig að sú stefna Bandaríkjanna að útiloka Kína frá því sæti, sem því ber á al- þjóðavettvangi og innan Samein- uðu þjóðanna, er dæmd til ósig- urs og hefur þær afleiðingar fyrst og fremst að gera SÞ ófærar að leysa nokkurt alþjóðlegt vanda- mál og er samtökunum til óút- reiknanlegs skaða. Kínverska þjóðin fagnaði fimm ára afmæli ríkisins með gleði og stolti. Þjóðin er full af orku og skapandi afli. Hún er sér vel meðvitandi um þá ótakmörkuðu möguleika sem bíða hennar í nýja, samvirka þjóðfélaginu. Undir leiðsögu kommúnista- flokksins og leiðtogans Mao Tse- tung munu hinar 600 milljónir Kínverja á næstu árum skapa sterkt og voldugt sósíalistískt ríki. (Heimildir: Den nya tiden, People’s China.) ©Fundur í stúlkna- deildinni klukkan 8 á sunnudaginn kemur. Fermingarstúlkur frá sl. vori boðnar vel- komnar í félagið. -K BARNAVERNDARFÉL. AK- UREYRAR hefur kaffisöiu í Varðborg sunnudaginn 17. þ. m. frá klukkan 2 e. h. Drekkið síðdegiskaffið í Varðborg og styrkið gott málefni. -K FIMMTUGUR er í dag Sigur- jón Kristinsson, fyrrum bóndi á Skipalóni, nú til heimilis að Spítalaveg 17 hér í bæ. -K FIMMTUGUR varð 10. þ. m. Óskar Antonsson, vérkamaður, Norðurgötu 17, Akureyri. ■K SJÖTUGUR varð 13. þ. m. Gunnlaugur Friðriksson, smið- ur, Hríseyjargötu 11. -K SJÖTÍU OG FIMM ÁRA varð 10. þ. m. Jónas Stefánsson, smiður, Skipagötu 4. -K HJÓNABAND. Ungfrú Guð- björg Sigurðardóttir og Þengill Jónsson, bifvélavirki, Gránu- félagsgötu 53. -K BAZAR. Kvenfélag Akureyr- arkirkju heldur bazar í kirkju- kapellunni sunnudaginn 17. okt. kl. 4 e. h. -K NÍRÆÐUR verður 22. þ. m., Árni Hólm Magnússon, kenn- ari, fyrrum bóndi í Saurbæ í Eyjafirði. Hann á nú heima í Ránargötu 6, hér I bænum. Aðalfundur Æ.F.A., félags ungra sósíalista, var haldinn sl. sunnudag. Var fund- urinn fjölsóttur og mikill áhugi ríkjandi fyrir því að gera starfið á komandi vetri sem öflugast. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf: Lagðir voru fram reikningar félagsins og þeir samþykktir, kosin ný stjóm og teknir inn 5 nýir félagar. — í stjórn voru kosnir: Formaður: Anton Jónsson. Varaformaður: Hjörleifur Gutt oi-msson. Ritari: Finnur Hjörleifsson. Gjaldkeri: Bragi Sigurgeirsson. Meðstjóm.: Bjöm Hermannss. Varamenn: Eyvindur Eiríksson og Gunnlaugur Bjömsson. Á fundinum var mættur Kjart- an Ólafsson erindreki frá ÆFR og flutti hann ýtarlegt erindi um stjórnmálaástandið innanlands og utan. Ræddi og um undirskrifta- söfnunina gegn hernáminu og lagði áherzlu á að vel þyrfti að vinna að henni. Þá var rætt um vetrarstarfsem- ina og einnig þing ÆF, sem haldið verður hér 22.—24. okt., og und- irbúning a ðþví. Kosnir voru til að sitja þingið fyrir ÆFA fjórir fulltrúar. Fundurinn var vel sóttur og hinn ánaegjulegasti. VÍNBER Þurrkuð EPLI Kaliforniskar RÚSÍNUR GRÁFÍKJUR, ný uppskera HAFNARBÚÐIN H.F. Skipagötu 4, simi 1994 Útibú i Hamarstig, simi 1530 Útibú Eiðsvallagötu 18, sími 1918 Miklar rafmagnsframkvæmdir í Eyjafirði í sumar í sumar hefur verið stigið stórt skref í rafmagnsmálum Eyfirð- inga. Unnið hefiu- verið að því, að leggja háspennulínur um marga hreppa og verður haldið áfram enn ef tíð leyfir. Frá því í maí hafa að staðaldri unnið frá 20 og allt upp í 40 manns við þessa vinnu. Verið er nú að ljúka háspennu- línu, sem nær héðan frá Akur- eyri út Kræklingahlíð, yfir Mold- haugnaháls til Möðruvalla og þaðan með aðalbæjalínunni í Amameshreppi, allt að Bragholti. Frá þessari línu liggja svo ótak smærri línur, þannag, að allir bæir á þessari leið komast í raf- manssamband. Fram í dali hefur ekki verið neitt lagt nema að Skriðu í Hörgárdal. Þá er lokið línu á Árskógs- strönd og smálínum í nágrenni Dalvíkur. Unnið er nú að því að ganga frá heimtaugum á þessa bæi, setja upp spennistöðvar o. s. frv. Skortur á spennistöðvum hefur tafið þá vinnu nokkuð, en úr því mun farið að rætast. Óhætt er því að fullyrða, að allir bæir á strandlengjunni héð- an og til Dalvíkur eigi nú kost á raforku og munu allflestir nota sér það. Hafin er nú vinna á Svalbarðs- eyri við háspennulínu, sem ætl- unin mun að liggi þaðan og allt inn að Laugalandi og á að koma öllum bæjuih á þeirri leið í raf- magnssamband. Er ætlunin að ljúka þeirrí línu í haust og munu það verða síðustu framkvæmd- irnar hér á pessu ári. Akureyrarprestakall Séra STEFÁN EGCERTSSON messar í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 8.30 Bifreiðaeigendur NÝKOMIÐ: Bremsugúmmí frá 3/4” til Iy4" ENNFREMUR: Pakkningar í jeppa, Chevrolet, Ford og Dodge. BÍLABÚÐIN h.f. Hafnarstræti 94. Sími 1183. Þjóðviljinn Verkamaðurinn HAPPDRÆTTI VINNINGAR: Kr. Kr. 1. Húsgögn 20.000.00 25. 6 p. nylonsokkar. . 250.00 2. Sofuskápur 7.000.00 26. 6 p. nylonsokkar.. 250.00 3. Málverk 800.00 27. 6 p. nylonsokkar.. 250.00 4. Plötuspilari 1.200.00 28. 6 p. nylonsokkar.. 250.00 5. ísskápur 7.400.00 29. 6 p. nylonsokkar. . 250.00 6. Þvottavél 5.500.00 30. Kvöldsloppur . .. . 400.00 7. Þvottavél 4.600.00 31. Karlmannaföt ... 1.200.00 8. Strauvél S.700.00 32. Karlmannsfrakki . 1.200.00 9. Hrærivél 3.000.00 33. Kuldaúlpa 700.00 10. Flrærivél 1.700.00 34. Kuldaúlpa 700.00 11. Ryksuga 1.300.00 35. Reiðhjól . 1 200 00 12. Hraðsuðuketill .. . 350.00 36. Myndavél 1.200.00 13. Hraðsuðuketill ... 350.00 37. Tjald 700.00 14. Hraðsuðuketill .. . 350.00 38. Skíði 400.00 15. Straujárn 250.00 39. Skíðaskór 400.00 16. Straujárn 250.00 40. Svefnpoki 400.00 17. Straujárn 250.00 41. Bakpoki . . 900 00 18. Straujárn 250.00 42. Skautar 200.00 19. Brauðrist 200.00 43.-50. 8 ritvélar (kr. 20. Brauðrist 200.00 1.500.00) 12.000.00 21. Brauðrist 200.00 51.-100. Bækur samkv. 22. Brauðrist 200.00 vali (kr. 300.00) .. 15.000.00 23. Kvendragt 2.000.00 24. Kápa 1.800.00 Samtals kr. 100.000.00 Dregið verður 4. desember. Miðar eru seldir í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar og hjá ýmsum stuðningsmönnum blaðanna víðs vegar um bæinn.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.