Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.10.1954, Síða 1

Verkamaðurinn - 29.10.1954, Síða 1
VERKfUnfltlU GERIST ÁSKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupendur fá blaði'ð ókeypis til næstu áranióta. — XXXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 29. október 1954 36. tbl. Síminn er 1516. Bæjarsljórn breytti afstöðu sinni m kaup á hlutabréfum Útgerðarfélagsins Samþykkti nú með 6 atkv. að leggja fram helming hlutaf járaukningarinnar - 750 þúsund krónur - án skilyrða um kaup einstaklinga Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, samþykkti bæjar- stjórn á fundi sínum 2. þ. m., að kaupa hin nýju hlutabréf Útgerð- arfélags Akureyringa h.f. til jafns við einstaklinga og félög í bænum, en felldi með 5 atkv. gegn 5 að leggja fram helming hlutafjárins án skilyrða um framlög ein- staklinga. Á bæjarstjómarfundi sl. þriðju- dag lögðu þeir Tryggvi Helgason, Bjöm Jónsson, Steindór Stein- dórsson og Helgi Pálsson fram eftirfarandi erindi: „Að undanfömu hefur það skýrzt æ betur hver lífsnauðsyn það er togaraútgerðinni og af- komu bæjarbúa að ekki dragist lengur en til næsta árs að hrað- frystihúsi verði komið upp hér í Undirskrifta- söfnunin !; Frá 1. nóv. næstk. hefur !; framkvæmdanefnd undir- ; |; skriftasöfnunarinnar fyrir uþp ' ; ; sögn hervemdarsamningsins' ;' opna skrifstofu að Félagsgarði, ; ! Hafnarstræti 98, 2. hæð. Skrif- I; |! stofan verður opin alla daga;; !! frá kl. 8.30 til kl. 10 síðdegis,;; !; fyrst inn sinn. Sími skrifstof- ;! ; unnar er 1271. ! Nefndin mælist til.þess að;; :; allir þeir, sem þegar hafa tekið ;; ;; lista komi á skrifstofuna hið;! ; allra fyrsta og að aðrir þeir,;! !; sem geta og vilja vinna að!! ;; undirskriftasöfnuninni, komi!; ;! til viðtals og taki undirskrifta- !; ; Hsta. ; ;; Þá liggja að sjálfsögðu!! ;; frammi listar til undirskrifta á!; ;! hinum tiltekna tíma. !; Framkvæmdanefndin. !; bænum. En það verður því aðeins mögulegt að undirbúningur bygg ingarinnar og bygging á undir- stöðum undir húsið verði hafin þegar í haust. Því óskum við und- irritaðir eftir því að eftirfarandi tillögur verði teknar á dagskrá bæjarstjómar í dag: Aðaltillaga: Bæjai-stjóm samþykkir að Ak- ureyrarbær leggi fram helming — eða 750 þús. kr. — þeirrar hlutafjáraukningar, sem Útgerð- arfélag Akureyringa h.f. hefur boðið út í sambandi við byggingu hraðfrystihúss á vegum félagsins. VaratiUaga: Bæjarstjórn samþykkir að leggja fram helming hlutafjár- aukningar í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa h.f. tU jafns við ein- staklinga og félög, sem hlutabréf kaupa, en þó ekki minna en 500,000,00 — fimm hundruð þús- und krónur.“ Fórft leikar svo, að eftir aU- miklar og að ýmsu fróðleigar um- ræður var aðaltUlagan, um skil- yrðislaust framlag helmings hlutafjárins, samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4, en einn bæj- arfulltrúi, Jón G. Sólnes, sat hjá. Með tiUögunni greiddu atkvæði, auk flutningsmanna, Sveinn Tóm assin og Marteinn Sigurðsson, en á móti voru Guðmundur Jör- undsson, Guðmundur Guðlaugs- son, Jakob Frímannsson og Þor- steinn M. Jónsson. „Að hengja bjöllu á köttinn“. í umræðunum hafði Steinn bæjarstjóri orð fyrir andófs- mönnum og svall móður af áhuga — fyrir því að fella tillöguna, — en viðurkenndi þó að nauðsyn- legt væri að hefja verkið í haust, ef líkur ættu að vera fyrir því, að því yrði lokið á næsta hausti. Lét (Framhald á 4. síðu). íðja segir upp samningum Á fundi Iðju, félags verk- smiðjufólkus, er haldinn var sl. sunnudag, var einróma samþykkt að segja upp gildandi kjarasamn- ingum félagsins við Iðnrekenda- félag Akureyrar. Jafnframt var gengið frá kröfum félagsins í sambandi við nýja samningsgerð. Eru helztu breytingarnar þær að full laun verði greidd eftir 12 mánaða starf, en til þessa hefur það verið eftir 18 mánuði. Þá eru og ákvæði um félagsskyldu allra þeirra, sem í iðnaðinum vinna og nokkrar smærri breytingar. Iðja í Rvík hefur áður fengið flestar eða allar þær breytingar, sem nú er farið fram á, inn í samninga sína. Samningar Iðju renna út 1. desember næstkomandi. Ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson Út er komin ný ljóðabók eftir Braga Sigurjónsson. Nefnist hún „Undir Svörtuloftum" og er það þriðja ljpðabók höfundar. Hinar fyrri eru „Hver er kominn úti“ og „Hraunkvíslar". Ný heilbrigðissamþykkt fyrir Akureyrar- kaupstað Um alllangt skeið hefur heil- brigðisnefnd unnið að samningu nýrrar heilbrigðissamþykktar fyr ir Akureyri og var hún til síðari umræðu í bæjarstjórn sl. þriðju- dag og hlaut þar endanlegt sam- þykki. Er heilbrigðissamþykkt þessi nokkru ítarlegri og strangari í ýmsum ákvæðum en áður var. Samþykktin fer nú til viðkom- andi ráðuneytis til endanlegrar staðfestingar. Fulltrúar á 15. þingi Æskulýðsfylkingarinnar Bæjarstjóri hefur samþykkfir bæjarstjórnar að engu Hefur enn ekki hafið framkvæmdir við togara- bryggjuna, sem samþykkt var að hefja skyldi fyrri hluta ágústmánaðar Þann 10. ágúst sl. sumar sam- I þykkti bæjarstjórn með 7 atkv. I gegn 2 (Jakobs Frímannssonar og Stefáns Reykjalín) „.... að svo fljótt sem unnt er, að fengnu samþykki vitamálastjóra, og ekki síðar en fyrri hluta ágústmánað- ar, skuli hafin bygging bryggj- unnar á Oddeyrartanga og felur Magnúsi Bjamasyni og hafnar- verði að setja fallhamra hafnar- innar í vinnufært stand.“ Seint í ágústmánupði bárust hafnarnefnd allar nauðsynlegar teikningar af bryggjunni og til- kynning frá vitamálastjóra um að hann samþykki teikningamar Sr. Kristján Róbertsson varð atkvæðahæstur Síðastl. laugardag fór fram talning atkvæða í prestskosning- unum hér í bænum og urðu úr- slit þessi: Sr. Kristján Róbertsson hlaut 1063 atkvæði. Sr. Birgir Snæbjörnsson hlaut 1043 atkvæði. Sr. Jóhann Hlíðar hlaut 823 atkvæði. Sr. Þórarinn Þór hlaut 264 atkv. Sr. Stefán Eggertsson hlaut 150 atkvæði. Auðir seðlar voru 17, en ógildir 1. Á kjörskrá voru 4916, en 3361 ksu. Talið er fullvíst að sr. Kristjáni Róbertssyni verði veitt embættið. fyrir sitt leyti. Var þá ekkert því til fyrirstöðu að hefja verkið, enda nægilegt fé, eða um hálf milljón, fyrir hendi til þess að koma verkinu verulega áleiðis. Þrátt fyrir þessar skýlausu ákvarðanir hafnamefndar og bæjarstjómar hefur bæjarstjóri enn þann dag í dag þverskallast við að hef ja verkið og mun slík framkoma fáheyrð, þótt víða væri leitað. Bæjarbúar eru að vísu orðnir vanir sofandahætti bæjarstjórans í öllum málum bæjarins, sem til framfara horfa, en mælirinn hlýt- ur þá að vera fullur, er hann beitir bæjarstjóm og fullvalda nefndir hennar slíku ofbeldi sem í þessu máli og tekur sér vald til að ónýta ákvarðanir þeirra. Svo er nú komið að flokksbróðir bæá- arstjorans og nefndarmaður í hafnamefnd, Helgi Pálsson, sá sig tilneyddan að víta með mjög hörðum orðum þessa fáheyrðu framkomu bæjarstjórans, á síð- asta fundi bæjarstjómar. Harðbakur landaði hér Sléttbakur í Ólafsfirði Harðbakur landaði hér í fær og fyrradag um 170 lestum af ís- vörðum fiski til herzlu. — Slétt- bakur kom samtímis af veiðum með 200 lestir og varð að landa í frystihús í Ólafsfirði, þar sem skilyrði skortir hér til þess að losa tvo togara samtímis. Bygging barnaskóla óumflýjanleg Fræðsluráð hefur nýlega á fundi sínum rætt húsnæðisvand- ræði bamaskólans og skýrt frá því áliti sínu að óhjákvæmilegt sé að ráðist verði í byggingu nýs barnaskóla þegar á næsta ári. í bréfi sem skólastjórinn, Hann- es J. Magnússon, hefur ritað bæj- arstjóm af þessu tilefni, segir m. a. að nú á þessu hausti vanti raunverulega kennslustofur fyrir 5 deildir, sem nú verði á hálf- gerðum hrakningi í leiguhúsnæði og skapizt af því margs konar vandræði í skólastarfinu og hái kennslu. Þá skýrir hann frá því að á næsta hausti vanti kennslu- stofur fyrir 8 deildir og haustið 1956 fyrir 13—14 deildir. f bréfi sínu leggur skólastjóri til að nýr barnaskóli verði reist- ur á gamla leikvellinum á Odd- eyri. Bæjarstjóm hefur enn engar ákvarðanir tekið um þetta mál. Alþýðusambandsþingið hefst 18. nóvember Stjórn Alþýðusambandsins hef- ur nú tilkynnt, að þing þess verði sett í Reykjavík 18. nóvember. Flest félaganna hafa nú kosið, enda útrunninn hinn ákveðni frestur, sem gefinn er til kosn- inganna. Verða þingfulltrúar rúm lega 300 frá um 150 félögum og verður lang fjölmennasta þing, sem haldið hefur verið til þessa.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.