Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.10.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.10.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 29. október 1954 VERKAMAÐURINN 3 Nú í seinni tíð þykir það lítt í frásögur færandi, þótt haldin séu þing og ráðstefnur, slíkt eru svo daglegir viðburðir. Mjög er þó misjafnt, hvað fram fer, og í hvaða tilgangi þær eru haldnar, og eins hve mikil spor þær láta eftir sig í hugum manna og á spjöldum sögunnar. Þingið sett. Hér var haldið um síðustu helgi 13. þing Æskulýðsfylking- arinnar — Sambands ungra sós- íalista. — Fór það fram í Alþýðu- húsinu og stóð yfir í þrjá daga, eða frá föstudegi til sunnudags. Sóttu það um 40 fulltrúar úr öll- um landsfjórðungum, utan Aust- urlands, en þaðan komust full- trúar ekki til þings vegna þess að illa hagaði um ferðir. Þingið setti Ingi R. Helgason fráfarandi formaður ÆF, en þingforseti var kosinn Sigurjón Einarsson, stud. theol. Magnús Kjartansson ritstjóri sat þingið sem fulltrúi Sósíal- istaflokksins og flutti því ámað- aróskir frá miðstjórn flokksins og óskaði fulltrúum heilla í þeim þýðingarmiklu störfum, er úr- lausnar bíða. Einnig flutti Björn Jónsson ávarp fyrir hönd Sósíal- istafélags Akureyrar og minnti fulltrúa á þær vonir, er verka- lýðshreyfingin bindur við störf ungra sósíalista. Umræður á þinginu. Á þinginu voru lagðar fram skýrslur um störf sambands stjómar á síðasta starfsári, svo og hinna einstöku deilda, reikningar sambandsins, „Landnemans“ o. fl Voru skýrslumar ræddar og af þeim dregnar ályktanir, er til hjálpar gætu orðið í framtíðinni. Þá fóru og fram umræður um pólitísk og félagsleg verkefni, er framundan eru. Voru þær fjörug- ar og fluttu þar m. a. ræður menn úr ýmsum starfshópum, röktu helztu vandamál, er þeir eiga við að etja, svo og leiðir til að sam- fylkja æskunni betur undir merki sósíalismans í baráttunni fyrir 13. þing Æskulýðsfylkingarinnar hagsmunamálum sínum. — Á það var lögð rík áherzla, að sam- bandsstjórn hefði meira samband við deildirnar úti á landi og einn- ig- deildirnar sín á milli, en á því hefur verið misbrestur að undan- fömu. Einnig voru athugaðar leiðir til að ná til einstakra fylg- ismanna í dreifbýlinu og annars staðar, þar sem deildir eru ekki starfandi. Var mikið á umraeðun- um að græða, og kom margt það fram, er orðið getur leiðarljós í hinum fjölþættu viðfangsefnum, félagslegum og pólitískum, er úr- lausnar bíða. Landneminn. Mikið var rætt um „Landnem- ann“, blað ÆF, en útgáfa hans hefur gengið stirt upp á síðkastið ýmissa hluta vegna. Var ákveðið að reyna að koma reglu á út- komu hans í framtíðinni, gefa út 10 tölublöð árlega, og vanda bet- ur til þeirra, en hingað til hefur verið gert. Þarf ekki að hafa mörg orð um það, hver höfuð- nauðsyn það er hreyfingunni að hafa sitt eigið málgagn, ekki sízt manna sambandsstjórn, kosin af sambandsþingi, og þar af skuli kosin sérstaklega 5 manna fram- kvæmdanefnd Var hin nýja sam- bandsstjóm kosin í samræmi við þetta og skipa hana þessir menn: Fr amkvæmdanefnd: Forseti: Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, varaforseti: Adda Einar Kiljan Laxness heldur ræðu á þingi ÆF. Fulltrúi í Alþjóðasamvinnu- nefnd: Guðmundur Magnússon. Til vara: Einar Gunnar Einars- son. Þingslit. Að kosningunum loknrnn ávarpaði hinn nýkjömi forseti, Haraldur Jóhannsson, þingið. Þakkaði hann það traust er hon- um hefði verið sýnt og jafnframt flutti hann fráfarandi forseta, Inga R. Helgasyni, þakkir fyrir vel unnin störf. Minnti fulltrúa á þau miklu verkefni, er þeirra og allra ungra sósíalista biðu og sagði 13. þinginu slitið. Meðan á þinginu stóð var full- trúum og gestum þéirra haldið kaffiboð að Hótel KEA og var það hið. ánægjulegasfa. Magnús Kjartansson ritstjri flutti snjallan frásögu þátt og ýmislegt var fleira til skemmtunar, svo sem upplest- ur og rímnakveðskapur. Einnig hélt Æskulýðsfylkingin fjölmenn an og ánægjulegan dansleik sl. föstudagskvöld. UNGA FOLKIÐ nú, er ekkert er til sparað af and- stæðingunum í áróðurskvömina. Þingið gerði ályktanir um ým- is mál, og verður þeirra að nokkru getið hér á blaðinu á næstunni. Lagabreytingar og stjórnarkjör. Nokkrir breytingar voru gerð- ar á lögum Fylkingarinnar, og var sú mest, að í stað þeirra tveggja nefnda, er myndað hafa sambandsstjóm og farið með málefni ÆF mílli þinga, komi 17 íslendingar þurfa ekki að þola erlenda hersetu Ályktun 13. þings Æ.F. um hernámið Öll framtíð okkar íslendinga er undir því komin, að friður hald- ist og okkur takizt að hrinda hinu bandaríska hernámi af höndum okkar. í stríði mundu herstöðvar kalla yfir okkur beina tortímingu og á friðartímum grafa þær óðfluga undan sjálfstæði okkar og tilveru sem þjóðar. Hlutur okkar í hinni alþjóðlegu baráttu fyrir friði, er skilyrðislaust að sjá til þess, að engar herstöðvar verði í landi okkar, og að innlendur her verði ekki stofnaður. Æskulýðsfylkingunni ber að gera æsku landsins ljóst, að ís- lendingar eru sjálfstæð þjóð og þurfa ekki að þola erlenda her- setu. Ef Alþingi Islendinga segir hernámssamningnum upp, verða Bandaríkin að hypja sig burt með sinn her. Þeir mundu tæpast treysta sér til að halda því fram á alþjóða vettvangi, að þeim bæri réttur til að hafa her í landi sjálf- stæðrar Evrópuþjóðar, sem á fyllilega lýðræðislegan hátt léti í ljósi það álit sitt, að erlendan her vildi hún ekki hafa í landi sínu. 13. þing Æskulýðsfylkingarinn ar heitir á æsku landsins að styðja af alefli þá söfnun undir- skrifta undir kröfur um upp sögn hemámssamningsins (frá 1951), sem um þessar mundir er unnið að, og hverjar þær aðrar aðgerðir, sem stuðla kunna að brottflutningi hins erlenda hers úr landinu. Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðing- ur, ritari: Brynjólfur V. Vil- hjálmsson, járnsmíðanemi. gjald- keri: Hannes Vigfússon, rafvirki, Meðstjórnandi: Halldór B. Stef- ánsson, verkamaður. — Aðrir í sambandsstjórn eru (þar af tveir þeir fyrstu varamenn í fram- kvæmdanefnd): Einar Gunnar Einarsson, Böðvar Pétursson,' Guðmundur J. Guðmundsson, Ingi R. Helgason, Guðlaugur Jónsson, Björn Sigurðsson, Ing- valdur Rögnvaldsson, Baldur Vilhelmsson, Karl Árnason, Guð- mundur Magnússon, Rafn Hall- grímsson og Ársæll Magnússon. Varamenn: Kjartan Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson og Gunnar Guttormsson. Endurskoðendur sambandsins voru kjörnir: Bogi Guðmundsson og Svanur Jóhannsson, og til vara Jóhannes Jónsson. Æskulýðsfylkingar- deild stofnuð á Húsavík Sl. mánudag var stofnuð Æsku- lýðsfylknig Húsavíkur. en þar hafa ungir sósíalistar til þessa verið ófélagsbundnir.— í stjóm hinnar nýju deildar voru kjörin: Helgi Bjarnason, formaður, Ás- laug Valdimarsdóttir, varafor maður, Hulda Jónsdóttir, ritari, Hörður Arnórsson, gjaldkeri, og Sigurður Pálsson, meðstjórnandi. Tveir félagar úr Reykjavík, þeir Brynjólfur Vilhjálmsson og Guðmundur Magnússon, aðstoð uðu við stofnun félagsins. Þing þetta var hið ánægjuleg- asta og vonandi eiga störf þess eftir að reynast heilladrjúgt veg- arnesti í framsókn íslenzkrar al- þýðuæsku til bættra lífskjara — til sósíalisma. Flestir fulltrúarnir fóru héðan á sunnudagskvöld. Við, sem unn- um með þeim hér á Akureyri þessa daga, þökkum þeim ánægjulegt samstarf. Einnig vil eg færa þeim, er aðstoðuðu okk- ur við undirbúning að þinginu og tóku fulltrúa heim til sín, beztu þakkir fyrir hönd ÆFA. H. G. TIL LESENDA Ákveðið hefur vcrið, að í vetur verði fastur þáttur í Verkam., sem beri nafnið Unga fólkið. — Þáttur þessi verður á vegum ÆFA og er áætlað, að hann birt- ist a. m. k. einu sinni í mánuði hverjum. Tilgangurinn er sá, að ræða áhuga- og baráttumál alþýðu- æskunnar frá sjónarhóli sósíal- ismans og gefa ungum sósíalistum tækifæri til þess að koma hug- myndum og áhugamálum sínum á framfæri við almenning. Við viljum því skora á unga sósíalista, sem þáttinn lesa, að senda honum greinar um áhugamál sín. En því aðeins tekst þátturinn vel, að sem allra flestir láti til sín heyra. Við viljum láta þá von í ljósi, að þátturinn eigi eftir að verða lesendum sínum bæði til fróðleiks og skemmtun- ar. Greinar, sem birtast eiga í þætti þessum skulu sendar til af- greiðslu Verkam., Hafnarstræti 88, Akureyri. Ritnefnd ÆFA. Þannig getur það farið. Konu manns eins, sem læknað- ist af drykkjuskap fyrir áhrif A.A.-félagsins, var dæmdur skiln aður, vegna þess að hún færði sönnur á að maðurinn fómaði félagsskapnum öllum frítímum sínum og forsómaði hana sem eiginkonu af þeim ástæðum. Bezti kosturinn við vinsæla söngva er sá, að þeir eru sjaldan lengi vinsælir. Maðurinn er eina dýra jarðar- innar, sem roðnar — og hefur ástæðu til þess. Prentvilla vikunnar: Seinn Steinsen. - Þýzka alþýðufýðveldið (Framhald af 2. síðu). ríkjanna hefur einkennst af vax- andi trausti og einlægni. Frá 1. jan. þ. á. leystu Sovétríkin D. A. L. frá öllum stríðsskaðabótum og fékk lýðveldinu í hendur öll sovézk fyrirtæki í landinu án endurgjalds. Ennfremur leystu þau lýðveldið frá þeirri skyldu að greiða ríkisskuldir í sambandi við hemámskostnaðinn í erlend- um gjaldeyri og frá því að endur- greiða ríkisskuldir sem stofnað var til eftir stríð. Ennfremur hafa kvaðirnar vegna setuliðssveita Sovétríkjanna verið færðar niður í 4,5% af tekjum fjárlaganna. Til samanburðar má geta þess að hemámskostnaður V.-Þýzka- lands nemur 34,5% af öllum rík- istekjum þess. Frá 26. marz sl. fékk D A. L. full réttindi sem fullvalda ríki, til þess að ákvarða um öll innanrík- is- og utanríkismál sín, með yfir- lýsingu Sovétstjómarinnar. Þeirri yfirlýsingu var mjög fagnað af þorra þýzku þjóðarinnar og hefur mjög aukið álit lýðveldisins og áhrif þess á gang heimsmálanna. Eru athafnir hinna þekktu Vestur þýzku stjómmálamanna, dr. Otto John og Schmidt-Wittmack, sem báðir flúðu Þýzkaland Aden- auers og fluttu til Austur-Þýzka- lands, glögg dæmi um þetta. Fleiri og fleiri Þjóðverjar líta á friðar- og sameiningarstefnu D. A. L. sem þá leið, sem fara verð- ur til þess a ðmögulegt verði að skapa Þýzkalandi mikla framtíð sem friðarsinnuðu lýðræðisríki. (Mikið stytt úr New Tirnes),

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.