Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 1
VERKflfflflDUFiníl XXXVll. árg. Akureyri, föstudaginn 5. nóvembcr 1954 37. tbl. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa h.f. og öll stjórnmálafélög bæjarins beita sér fyrir allsherjarátaki allra bæjárbúa til þess að hrinda byggingu hraðfrystihússins i framkvæmd Sósíalistar! Fyrsta spilakvöld vetrar- ins er í kvöld Sósíalístafélag Akureyrar heí- ur ákveðið að hafa vikuleg spila- og skemmtikvöld í vetur og verð- ur spiluS félagsvist annað hvort kvöld, en hitt kvöldið verður með kvöldvökusniði. Þessi starfsemi hefst r kvöld í Ásgarði kl. 8.30 og verður þá spil- uð félagsvist. Góð verðlaun verða veitt eftir 3 spilakvöld. Fjölmennið í Ásgarð og haíið spil með. Aðgangseyrir er aðeins 5 krónur. Verið með frá byrjun. Nefndin. INii ríður á að allir, sem einhvers eru megnugir leggi íram sinn skerf til hlutafjáraukningarinnar Eins og bæjarbúum er kunnugt orðið, er frystihúsmálið nú komið á þann rekspöl, að Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur ákveðið að bjóða út 1,5 milljón króna hlutafjáraukningu til þess að hrinda byggingu hraðfrystihúss- ins i framkvæmd. Einnig standa nú yfir athuganir á möguleikum til að fá það fé að láni, sem á vantar og verður að telja líklegt eða jafnvel víst að það fáist eins og málinu er nú komið — svo framarlega að bæjarbúar sýni ótvíræðan vilja sinn til þess að styðja málið með því að tryggja hlutafjáraukninguna, en helm- ing hennar, eða 750 þúsund, hef- ur bæjarstjórn, eða meirihluti hennar, nú samþykkt að leggja fram. Stjóm Útgeiðarfélagsins og öll stjórnmálafélög bæjarins hafa nú myndað samstarfsnefnd til þess að vinna að skjótum framgangi hlutafjársöfnunarinnar. — Skipa nefndina þeir Helgi Pálsson, Guðmundur Guðmundsson, Árni Jónsson, Tryggvi Helgason, Bragi Sigurjónsson, Björn Halldórsson og Haukur Snorrason Einnig hef- ur verið komið á laggirnar undir- nefndum í hverju bæjarhverfi og munu þær næstu daga hafa tal af flestum bæjarbúum og leita und- irtekta þeirra um hlutafjárloforð. Af þessu tilefni hafa stjórn Ut- gerðarfélagsins og formenn stjórn málaflokkanna sent frá sér ávörp til bæjarbúa og fara þau hér á eftir: Ávarp félagsstjórnar: ,,JNú ríður á áhuga bæjarbúa - bygging hrað- frystihúss skilyrði fyrir rekstri togaraima um næstu framtíð' Góðír Akureyringar'. Eins og ykkur mun öllum kunnugt, er mikill og vaxandi áhugi fyrir því, að hraðfrystihús sé byggt og rekið hér í bænum, sem fyrst og fremst vinni úr hrá- efni þvi, sem togaramir afia, og að mál þetta er nú í höndum Út- gerðarfélags Akureyringa h.f., sem vinnur að undirbúningi málsins. Togaraútgerðin á Akureyri er enn ung að árum, en hefur sýnt það og sannað, að hún er ein af aðallyftistöngum undir atvinnu- Bílstjóri á Akureyri hlaut happdrættis- bilinn Dregið var í happdrætti Dval- arheimilis aldraðra sjómanna sl. miðvikudag, en vinningurinn er Chevrolet-fólksbifreið nýjasta módel. Vinninginn hlaut Sveinn Axna- son, Gránufélagsgötu 57, bifreiða- stjóri hjá Brauðgerð Kristjáns Jónssonar. Munu margir samgleðjast Sveini með þetta óvænta og mikla happ. þeir mega bíða í röðum dögum saman eftir afgreiðslu. Með tilliti til þessara aðstæðna, sem æ koma betur í ljós, eftir því sem tíminn líður, hefur Útgerð- arfélag Akureyringa h.f. nýlega boðið út, með auglýsingu í bæj- arblöðunum, kr. 1.500.000.00 — eina milljón og fimm hundruð þúsund króna — hlutabréfalán, sem gangi beint til hraðfrysti- hússbyggingar. Jpr hæð hlutabréfanna er: Kr. 500.00 — 1.000.00 — 2.000.00 — 5.000.00 * — 10.000.00 tu líf bæjarins, fjárhagsafkomu bæj arfélagsins og efnalegrar afkomu mikils fjölda heimila í bænum. Efth- að löndunarbannið í Bret- landi breytti framleiðsluháttum togaranna (úr því að flytja fiak' inn óunninn á erlendan markað), skapaðist hér í bænum svo mikil vinna við úrvinnslu togaraaflans, að atvinnuleysið hvarf frá dyrum fjölda heimila. Hins vegar hafa togarar Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. orðið úm skeið í haust að flytja afla ¦ sinn óunninn á Þý2kalandsmarkað og selja hann undir kostnaðarverði, af því einu, að hér var ekkert hraðfrystihús á staðnum. Eins og nú standa sakir, er hraðfrystihús beinlínis skilyrði fyrir afkomu félagsins, um leið og það enn sem áður kallar á vinnuaflið í bænum, karla, kon- ur og unglinga. Allir, sem nokkuð hafa lagt til þessara mála, telja engan veginn verjandi, að bær, sem á 5 togara staðsetta í umdæmi sínu, eigi ekkert hraðfrystihús til að vinna úr afla þeirra, meðan mörg hrað- frystihús í kaupstöðum og kauptúnum landsins annars stað- ar hafa ekki við að afgreiða þá togara, sem til þeirra leita, og Mál og menning gefur út merkan bókaflokk auk félagsbókanna Útgáfa bókaflokkanna opnar almenningi leið til þess að eignast úrvalsbækur Að sjálfsögðu getur hver og einn skrifað sig fyrir hverri upp- hæðinni sem er, og keypt eitt eða fleiri bréf í hvaða stærð sem er, eftir atvikum og ástæðum. Bæj- ai-stjórn Akureyrar hefur þegar samþykkt, að Akui-eyrarbær leggi fram 750 þús. kr. til kaupa á hlutabréfum í félaginu vegna hraðfrystihússins. Nú reynir á áhuga bæjar- búa e. t. v. meira en nokkru sinni áður. Við treystum því, að hver sá ykkar sem hefur eitthvað af- lögu fram yfir brýnustu nauð- synjar, kynni sér vandlega þetta ávarp efnislega, og athugi með sjálfum sér, hvort væntanlegum afgangstekjum heimilisins sé ekki bezt verið með því að byggja upp atvinnulífið á Akureyri og þar með afkomu sjálfs sín, ná- grannans og bæjarfélagsins í heild, með því að kaupa hlut í Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. AKUREYRINGAR! Utgerð 5 togara héðan úr bæn- um er mikið átak í atvinnulífi bæjarins. En eins og nú standa sakir, er bygging hraftfr>stihúss (Framhald á 4. síðu). Svalbakur landar í skreið Togarinn Svalbakur landaði hér í gær og fyrradag ca. 230 lestum af ísvórðum fiski. Fer aflinn allur í skreið. Veiði förin stóð aðeins í 10 daga, og má aflinn því teljast ágætur. Þriðji bókaflokkur Máls og menningar er nú kominn út og er hann 7 bækur. Teiknibókin í Árnasami eftir Björn Th Björns- son. í þeirri bók eru teiknimyndir fornar eftir skinnbók í Árnasafni. Allar myndimar eru prentaðar í fullri stærð. Gefur bókin glögga hugmynd um myndlist á íslandi á miðöldum — sem flestir munu tialda að naumast hafi verið til. Ættarsamfélag og ríkisvald, eftir Einar Olgeirsson. Um bók þessa segir Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur: „Bók Einars neistar af nýjum hugmyndum og þjóðfélagslegu innsæi í foma tima, en er þó jafnframt mjög fræðileg. Bókin er ekki þung af- lestrar, heldur lipur og eitt skemmtilegasta rit sinnar teg- undar." fsland hefur jarl, eftir Gunnar Benediktsson, fjallar um Sturl- ungaöldina og merkustu örlaga- þætti hennar. Fólk eftir Jónas Árnason og Dagar mannsins, eftir Thor Vil- hjálmsson. Höfundar beggja þess- ara bóka eru ungir menn, sem þó hafa báðir kvatt sér hljóðs áður. Jónas Ámason hefur þegar unn- ið hugi allra þeirra sem hlýtt hafa á mál hans í útvarpi og blöð- um, enda hefur hann yfir að ráða óvenjulegri og sérstæðri frásagn7 argáfu, sem vart á sinn hka. Thor Vilhjálmsson mun nú einna umdeildastur yngri höfunda. Á hæsta tindi jarðar, eftir John Hunt, foringja Everestleiðangurs- ins, sem fyrstur sigraði hæsta tind jarðar og að lokum er skáld- sagan Barrabas, eftir Nobelsverð- launahöfundinn sænska Per Lag- erquist, en hann hlaut þau verð- laun m. a. fyrir þessa sögu. Þrjár þessara bóka geta félage- menn Máls og menningar eignast fýrir 125 krónur, en eftir það fæst hver bók í flokknum fyrir 35 krónur og mun þetta án vafa vera ódýrustu bókakaup, sem unnt er að gera, miðað við það, að um úr- valsbækur er að ræða. DANARDÆGUR Látinn er að heimili sínu hér í bænum Sigurgeir Jónsson, söng- kennari, einn af elztu og þekkt- ustu borgurum bæjarins. * KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. Allraheilagra messa. Minnst þeirra, sem látizt hafa á liðnu ári. — P. S. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — F, J. R, Flóttinn úr bænum heldur áfram Dagur skýiir frá því sl. mið- vikudag, að samkvæmt heimild skrifstofnu Sjúkrasamlags Ak- ureyrar, að 154 Akureyringar, 16 ára og eldri, hafi á þessu ári tekið brottflutningsskirteini hjá skrifstofunni fram að 1. okt sl., en mjög er óvíst að allir, sem brott hafa flutt, hafi tekið flutningsvottorð, og er tala hinna brottfluttu því vafalaust mun hærri, og er því án vafa um að ræða brottflutning 2—3 manna, fullorðimia og barna. Tala þeirra, sem flutt hafa í bæinn á sama tímabili, er 107 og sést af því að um verulega fólksfækkun er að ræða, þótt eðlileg fjölgun bæjarbúa vegi þar nokkuð á inóti. Er þetta ískyggileg þróun, ekki sízt þar sem hún hefur verið á sama veg undanfarin ár og greinilegt viðvörunarmerki um þá brýnu nauðsyn, sem á því er að bæta atvinnuástandið og af- komumöguleika fólksins, sem bæinn byggir. Hún er engu siður glöggur vitnisburður um það atvimiulega hrun, sem nú- verandi stjórnarstefna er að leiða yfir alla landsbyggðina utan næstu áhrifasvæða her- námsins og þeirrar auðmanna- klíkn í höfuðstaðnum, sem rak- ar að sér gróðanum af atvinnu- vcgum landsmanna og hernað- arframkvæmdum Bandaríkj- anna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.