Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.11.1954, Síða 2

Verkamaðurinn - 05.11.1954, Síða 2
z VERKAMAÐU&INN Föstudaginn 5. nóv, 1954 VERínÐURinn Útgefandi, Sósíalistafélag Akureyrar. Ritncfnd: Björn Jónsson, ábyrgðarm., Jakob Arnason, Þórir Daníelss, Afgreiðsia: Hafnarstneti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. -- Lausasöluverð 1 kr. eíntakið. Akureyri. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Þegar málefnin verða „hættu- lega vinsæl" Tœp fimm ór eru nú liðin frá því að Sósíalistafélag Akureyrar vakti fyrst máls á því, með erindi til bæjarstjórnar, að nauðsynlegt væri að hér í bænum yrði byggt hraðfrystihús, sem unnið gæti úr verulegum hluta af afla togar- anna. /Jessu frumkvæði félagsins var í fyrstu fálega tekið meðal ráðamanna bæjarins og hlaut þegar í byrjun fulla andstöðu meirihluta bæjarstjómar. Gekk fjandskapur afturhaldsins þar jafnvel svo langt, að meirihluti bæjarráðs synjaði nefnd þeirri, sem falið var að athuga málið, um lítilfjörlega peningaupphæð til j>ess að hún gæti látið gera áætl- anir og teikningar. Öll þau fimm ár, sem liðin eru síðan að málið komst fyrst á dag- skrá, hafa bæjarfulltrúar Sósía- listaflokksins verið óþreytandi að vinna málinu allt það gagn, er þeir máttu. Þeir hafa m. a. flutt tillögur við afgreiðslu hverrar fjárhagsáætlunar um framlög til byggingarmnar og um fram- kvæmdir, en þær hafa jafnoft verið felldar með atkvæðum meirihluta bæjarstjómarinnar, Framsóknarfulltrúanna og full- trúa fhaldsins, annarra en Helga Pálssonar, sem jafnan hefur fylgt tillögum sósíalista I þessu máli. A öðrum vettvangi hafa sósíalist- ar einnig haft forustuna um að vhma málinu fylgi. Þeir hafa átt frumkvæði að því að það hefur verið rætt í verkalýðsfélögunum og málgagn þeirra hefur verið óþreytondi að halda á lofti öllum |»eím þungu rökum, sem að því styðja, og skapa þannig almenn- ingsálit, sem nú er orðið svo sterkt og útbreitt, að andstæðing- amir hafa snúið við blaðinu og gefizt upp í andróðri sínum. Það er haft eftir Jóni heitnum Þorlákssyni, að það væri einkenni allra íhaldsflokka, að þeir berðust gegn öllum framfaramálum svo lengi sem unnt væri, en tækju þau síðan upp sem sín mál, þegar þau væru orðin hættulega vin- sæl. Pað er nákvæmlega þetta, sem gerzt hefur hér í frystihúsmálinu. Það er orðið svo „hættulega vin- sælt“ meðal bæjarbjúa, að við framgangi þess verður ekki leng- ur sporaað, og því skipa andófs- mennimir sér nú hver af öðmm í raðir þeirra ,sem vilja vinna að þessu mikla nauðsynjamólL Þessari þróun ber vissulega að fagna og enginn má lóta fyrri af- stöðu einstakra manna hafa áhrif á það samstorí, sem nú er að hefja mcðai allra flokka íyrir skjótum frumgangi málsins, shk nauðsyn sem það er íyrir afkomu hinnar mikilvægustu atvinnu- greinar okkar og raunar allra bæjarbúa. £n þar með er ekki sagt að sjálfsagt sé að gleyma því, hvemig öll málsmeðferðin hefur verið. Það er engum vafa bundið, að á næstu tímum verða íbúar Akureyrar og aimarra bæja- og sveitafélaga víða um landa sækja mjög fast uppbygg- ingu atvinnuvega sinna, ef þeim á að verða auðið að skapa íbúuni sínum lífvænlega og batnandi af- komu. Og ekki á þetta sízt við um bæi eins og Akureyri, sem náð hafa þeirri stærð og fjölbreytui í athaínalífi, að kyrrstaða hlýtur að valda efnahagslegu hruni og eina l'æra leiðm er síauknar frain kvæmdir og framfarir. Það er því rétt að gera sér það ljóst þegar, að bygging hraðfrystihússins, svo afdrifarík sem hún hlýtxu- að verða fyrir vöxt og viðgang bæj- arins, verður ekki endanleg lausn á atvinnumálum bæjarins. Þar verður sífellt að sækja fram og brjóto nýjar leiðir. Og þá getur riðið á miklu að foraston fyrir bæjarfélaginu sé ekki í höndum þeirra manna og flokka, sem ætíð streitast við þangað til framl'ara- málin „eru orðin hættulega vin- sæl“. Ef Akureyringar draga þá mikilvægu og rökréttu ályktun af hraðfrystihússmálinu og sögu þess, yrði vissulega bjartara fyrir stafni um framfaramál bæjarins. ÍKVIKNUN SL. LAUGARDAG varð eldur laus í húsinu Lækjargata 16. Kviknaði í efri hæð austurenda hússins, út frá kabyssu, að því er menn álíta. Austurendi hússins, en þar býr Aðalsteinn Guðmundsson, skemmdist mjög af eldi og vatni, en vesturhulti hússins lítið. Eigandi þess hluta hússins er Sigurður Stefánsson. Hinn nýji slökkvibíll reyndist mjög vel við slökkvistarfið og telja slökkviliðsmenn að ekki hefði verið unnt að bjarga neinu af húsinu, ef hans hefði ekki notið við. Nýr bókaflokkur Máls og menningar er kominn út 1 þessum ílokki sem er hinn þriðji í röðinni eru eftirtaldar bækur: JOHN HUNT: / A hæsta tindi jarðar í þessari bók segir leiðangursstjórinn John Hunt frá ævintýrinu mikla, þeg- ar hæsti tindur jarðar var klifinn í fyrsta sinn. GUNN-AR BENEDIKTSSON: / Island hefur jarl Höfundur dregur upp liíandi og skarpa mynd af viðburðum Sturl- ungaaldar í gagnorðum þáttum. THOR VILHJÁLMSSON: mannsins Dagar Þetta er önnur bók þessa unga höf- undar, smásögur og þættir, fjölbreytt- ir að efni og formi. JÓNAS ÁRNASON: Fólk Bókin er í tveimur meginköflum, sem heita Börn — og annað fólk, en það eru smásögur og svipmyndir, sem lýsa börnum í sérkennilegum heimi þeirra og fullorðnum í starfi á sjó og landi. EINAR OLGEIRSSON: Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga Bókin fjallar um sögu íslands á hiiiu mikla umbyltingatímabili á Norður- löndum, þegar hin stéttlausu ætta- samfélög voru að líða undir lok og stéttaþjóðfélag að myndast. PÁR LAGERKVIST: Barrabas Síðasta skáldsaga Nóbelsverðlaunahöf- undarins sænska. Söguhetjan er ræn- inginn Barrabas, en í dramatiskri lýs- ingu á örlögum hans glímir höfundur við sum djúpstæðustu vandamál mannlegs lífs á öllum öldum. BJÖRN TH. BJÖRNSSON: íslenzka Teiknibókin i / Arnasafni Sérstæð bók meðal íslenzkra þjóð- minja. Efni hennar er nasrri einvörð ungu myndir, stórar heilsíðuteikning- ar, sem eru gerðar af hinni frábærustu snilld. Félagsmenn Máls og menningar fá 3 þessara bóka, eftir eigin vali fyrir 125 kr. og svo hverjq bók fyrir 35 kr. Bókaflokkar Máls og menningar opna almenningi leið til þess að eignast úrvalsbækur. Umboðsmaður á Akureyri er: N ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR, Þingvallastræti 14, sími 1315. Skemmtiklúbbur EI NIN G A R hefur félagsvist og dans í Alþýðu húsinu kl. 8.30 í kvöld. Verðlaun veitt. Aðgöngum. við innganginn. Mætið vel og stundvíslega. NEFNDIN. íRitsafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgunum. 1 Bókaverzl. Edda h.f. | Akureyn. t Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á mræðisafmæli minu 22. okt. s.l. ÁRNI HÓLM MAGNÚSSON. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands ráðgerir að efna til mánaðar kvoldnámskeiðs í bókbandi og hálfs mánaðar námskeiðs í saumaskap. — Námskeiðin hefjast föstudag- irin 12. nóv. n. k. í Brekkugötu 3 B, kl. 8 e. h. Saumanámskeiðið verður starlrækt annaðhvert kvöld. — Kennari verður Guðrún Schi’ving, Hríseyjargötu 18. — Tekið á móti umóknum um nám skeiðin í sima 1026. Undirskrifið kröiuna um uppsögn herverndarsamningsins

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.