Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 05.11.1954, Blaðsíða 3
Fostudaginn 5. nóv. 1954 VERKAMABO&INN AÐ TVEIM dögum liðnum er afmælisdagur Sovétrflcjanna. Sá dagur er mestur hátíðisdagur þeirra þjóða er þau byggja og hans er einnig minnst meðai verkalýðs um víða veröld, sem eins örlagarQcasta dags í sögu verkalýðshreyfingarinnar, því að þann dag fyrir 37 árum skeðu þeir atburðir í fyrsta sinni að al- þýðan náði varanlegu valdi yfir víðlendu ríki. Stormur október- byltingarinnar lék ekki aðeins um þorp og borgir Rússlands. Alllur heimurinn gnötraði við fæðingar- hríðir fyrsta verkalýðsrfíkisins, sem boðaði þáttaskil og nýja tíma í sögu mannkynsins. HÉR ER hvorki tími né rúm til að rekja 37 ára sögu verkalýðs- valda í Sovétríkjunum, en sú staðreynd blasir nú við öllum, sem augu hafa og eyru, að á þessum árum hefur alþýða þeirra lyft landi sínu upp úr áþján og örbirgð og til nútíma menningar- lífs eins og við þekkjum það full- komnast, að á tæpum mannsaldri hefui þjóð Sovétríkjanna tekið skrefið frá landi frumstæðra kot- býlinga til lands, þar sem nýjustu vísindi hafa gert auðlindirnar undirgefnar manninum, skrefið frá lénstímanum til atomaldar á tíu sinnum styttri tíma en nokkur önnur dæmi eru til. Slíkir hafa reynzt yfirburðir skipulags sósíalismans að þetta hefur reynzt mögulegt, þrátt fyrir það að þjóð- ir Sovétríkjanna hafa orðið að byggja land sitt tvívegis úr rúst- um ægilegustu styrjalda mann- kynssögunnar á þessum tíma. Og aldrei hafa framfarirnar orðið meiri en á þessu síðasta ári. | Frá Kama-orkuverinu. Fyrstu túrbínurnar tóku til starfa 18. sept. Nýjar borgir, ný orkuver, stóríelldasta landnám sögunnar, nýting kjarnorkunnar til friðarþarfa - það er saga 37. árs Októberbyltingarinnar hring skeru. og lofuðu ríkulegri upp- HVERSU stórt var þetta land? Rúmlega 13 milljónir hektara, það er landsvæði, sem er nokkru stærra en allt ísland. Svo stór- fellda jarðrækt hefur sagan ekki þekkt áður, en samt bendir ekk- ert til þess að Sovétþjóðirnar muni láta hér við sitja. Nú er áætlað að auka nýræktarlöndin upp í 28—30 múljónir hektara á næstu tveimur árurn og enginn, sem kynnzt hefur viljaþreki og starfsgleði Sovétþjóðanna getur efast um að þær hugmyndir Imunu standast í raunveruleikan- um. ¦¦;..¦:¦:¦¦¦:. . ¦ •¦ ¦ ¦¦. • ....... • • ¦ Rafmagnið í þjónustu landbúnaðarins: Rafknúin dráttarv. fyrir herfi. f FEBRÚARMANUÐI síðastl. ákváðu Kommúnistaflokkurinn og ríkistsjómin stórfellda áætlun um framkvæmdir í landbúnaðar- málum, og einkum um nýrækt óræktarlanda. Þessum ákvörðun- um var tekið af slíkri hrifningu meðal þjóðarinnar, að meira en 150 þúsundir sérlærðra verka- manna, vélfræðinga og landbún- aðarfræðinga óskuðu eftir að fara sem sjálfboðaliðar til héraða, þar sem brjóta átti hið nýja land. Að- eins sex mánuðum eftir að fyrstu landnemarnir settust að í héruð- unum, þar sem hið nýja landnám skildi hafið, höfðu þau ger- breytt um svip. Þar sem áður voru eyðimerkur bylgjuðust hveitiakrarnir allt að sjóndeildar- í AGÚSTMANUÐI síðastl. var landbúnaðarsýning Sovétrfkjanna opnuð í Moskva. Hún sýnir Sov- étríkin í smækkaðri mynd. Húri sýnir ekki aðeins þær framfarir, sem orðið hafa á sviði landbún- aðarins, heldur einnig þær, sem orðið hafa í menningu þeirra, vísindum og tækni. Það mundi t. d. ekki vera mögulegt að rækta allar þær óhemju víðáttur lands, ef ekki væru fyrir hendi meira en milljón dráttarvélar. Iðnaður- inn lét þær af hendi, og auk þeirra 800 aðrar tegundir véla til ræktunar og annarrar akuryrkju. Á HATÍÐISDÖGUM, svo sem byltingarafmælinu, beinist tal manna og ræður fyrst og fremst að hinum alhliða framförum. Áhuginn fyrir þeim fyllir hugi manna vegna þess að þeir vita að allar koma þær til góða almenn- ingi. Fólkið ræðir um það hversu mörg ný hús hafi verið byggð, hversu margir skólar og leikhús, hvemig uppskeran hafi orðið, hve verðlag varnings hafi lækk- að. Það er rætt með stolti um stórkostleg orkuver, sem komizt hafa á laggirnar, svo sem orku- verið við Kama og við Stalin- grad, um nýju járnbrautina í Tataríu, um afrek vefaranna í Ivanove, sem framleiddu 15 millj. metra af dúk á 8 mánuðum, um- fram áætlun. f orðræðum um slíka hluti birtast ákvarðanir og draumar manna um hamingju- samari tíma til handa alþýðunni. A SÍÐASTA ARI hefur meiri fjöldi erlendra gesta gist Sovét- ríkin en nokkru sinni áður og notið þar þeirrar miklu og hjart- anlegu gestrisni, sem eínkennir alþýðu allra landa, og ekki síður alþýðu Sovéttríkjanna en ann- arra. Sendinefndir úr öllum álf- um og löndum heims, menn af ólíkustu stjórnmála- og trúar- skoðuniun og úr öllum stéttum hafa kynnzt lífi og starfi Sovét- þjóðanna af eigin sjón og raun og sannreynt að saganumjárntjaldlð var aðeins þjóðsaga og að Sovétr. hafa engu að leyna um lifnaðar- og stjórnarhætti sína, heldur er þeim þvert á móti kappsmál að kynna lönd sín, þjóðir og búskap- arháttu, því að þær gera sér ljóst að gagnkvæm kynni og skilning- ur er bezta undirstaðan undir unum sannar þá kenningar, og í dag byggir allur heimur vonir sínar um frið á að komandi tímar geri hana að veruleika. Mikilvægur þáttur í friðarstarf i Sovétríkjanna eru vaxandi verzl- unarviðskipti við auðvaldslöndin og hafa á síðasta ári náðst meiri og betri árangrar í því efni en nokkru sinni áður Nýjir milli- ríkjasamningar um aukin við- skipti hafa verið gerðir og fánar flestra eða allra þjóða á þessu ári blakt í höfnum Sovétríkjanna. A ÞESSU ARI hafa Sovétrikin lagt þann ómetanlega skerf til heimsmenningarinnar og friðar- hugsjónarinnar, sem felst í því að þau hafa fyrst allra landa riðið á vaðið með að taka kjarnorkuna til friðsamlegi-a nota, með því að byggja raforkuver knúið kjarn- orku. Jafnframt hafa þau á al- þjóðavettvangi barizt fyrir því eins og jafnan áður, að kjarn- orkuvopn yrðu bönnuð og her- búnaður takmarkaður og minnk- aður. Eru tillögur þeirra á 9. alls- herjarþingi S. Þ. glöggt og óljúg- frótt dæmi um þessa baráttu þeirra. Hverfi einbýlishúsa í byggingn. friði og vináttu þjóða í milli. Lenin ,hinn mikli foringi Októ- berbyltingarinnar, hélt því fram í ræðu og riti, að þjóðirnar gætu lifað saman í friði þrátt fyrir mis- munandi skipulagshætti. 37 ára saga verkalýðsvalda í Sovétríkj- ALÞÝÐA Sovétríkjanna hefur vissulega fulla ástæðu til að líta ánægð yfir farinn veg á bylting- arafmælinu og horfa djörfum augum til framtíðarinnar. Næsta ár mun einnig verða ár nýrra sigra og dáða. Landbúnaðarsýningin: Sýningai- höll Kazakh sovélýðveldisins. 1917 7. NÓVEMBER 1954 Akureyrardeild MÍR, Menningartengsla tslands og Ráð- stjórnarríkjanna minnist 37 ára afmælis rússnesku verka- lýðsbykingarinnar með samkomu að Asgarði, sunnudag- inn 7. nóvember, kl. 4 síðdegis. STUTT ÁVÖRP FLYTJA: Eyjólftir Árnason, Eltsabet Emksdóttir, Askell Snorrason, Sýnd verður kvikmynd frá Sovétríkjununt. Aðgangur er ókeypis og allir velkonmir með húsrúm leyfir. Stjórn MlR. Komið á skrifstofu samstarfsnefndarinnar í Hafnarstræti 98. Opin kl. 8.30-10 eftir hádegi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.